2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
230366

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Dvorák: Stabat Mater

island1980-90

Ísland 1980-90 heimsótt á ný

gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar

Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau

Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube

Sinfóníuhljómsveit Íslands

og Söngsveitin Fílharmónía

(7.3.2015)

katrin sigurdard sigridur ella gudbjorn gudbjornsson william sharp

Katrín Sigurðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson og William Sharp

Matthías þjóðskáld Jochumsson, einkavinur Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur skáldkonu, var alltaf að vasast í fornkaþólskum trúarljóðum - en fór dult með það. Matthías þýddi Stabat Mater til dæmis. Maður man bara upphafið: Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra (ritað eftir minni) // Sem minnir á annað. Undirritaður hefur alltaf verið að vasast í trúarlegum tónverkum. Hvað veldur? Fyrsta verkið sem menn stjórnaðu upp á eigin spýtur - með kór, einsöngvurum og strengjasveit var Stabat Mater eftir Pergolesi. Það mun hafa 1972/3 /// Johannes Brahms var fremur óhress með Antonín Dvorák og reit sálufélaga sínum henni Clöru Schumann bréf þar um - sem flest eru ekki prenthæf. Dr. Virginia Hancock (sérfræðingur í Brahms) krafðist þess að maður læsi þessi bréf. Svo tók maður próf í þeim // Antonin var bara svo feikilega vinsæll og snöggur að semja músík. Það verður ekki sagt um Brahms // Annars eru þeir báðir snillingar - svo ofangreint skiptir engu máli þegar upp er staðið /// Maður gleymir heldur engu sem AHS deilir með manni. Hann sagði fyrir margt löngu: „Hálf tónlistarsagan byggir á kjaftasögum“. Niðurstaða: Því bera að varast „hana“. Það er móralinn í þessum útúrdúr /// Stabat Mater Dvoráks er dásamlegt tónverk og tilgerðarlaust með öllu. Laust við rembing. Hógvært. Maður man hvern tón. Syngjanlegt. Cantabile!

Heyr YouTube: 

 

Lesa nánar...

 

Löng saga (1968-2015)

 

Um Benjamin Britten

 

gunnar0503  birrten0503  ognibene0503

Gunnar, Britten og Ognibene

(5.3.2015)

island1980-90

 

Ísland 1980-90 heimsótt á ný

gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.

Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV.

Maður naut Serenöðu Brittens fyrir tenór, horn og strengjasveit sem táningur í London (trúlega í Barbican Centre 1968) - ásamt Les Illuminations, sem er verk fyrir sópran, tenór og strengjasveit - texti eftir Arthur Rimbaud. Sjá áframhald greinar hér.

Serenaða Brittens í flutningi SÍ, Gunnars Guðbjörnssonar og Josephs Ognibenes

Heyr slóð: https://soundcloud.com/user911478883 (birtist á föstudag) Britten Serenaða

Sjá Söngtexta

 

 

 

 

 island1980-90III

 

Ísland 1980-90 heimsótt á ný - Vopnafjörður

gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.

Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.

Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube

(01.3.2015)

gudmundarstadir

Guðmundarstaðir í Vopnafirði (í dag)

Sinfóníuhljómsveit Íslands. Svo kom að tónleikaferð. Komið við hér og þar - Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum og Garðabæ. Þó ekki í Breiðdal, sem að sögn sr. Emils er fegurst héraða. Eftirminnilegastar eru glæsisaríur úr Öskubusku / La CenerentolaRossinis (Sigríður Ella Magnúsdóttir) og Inngangur, stef og tilbrigði eftir Rossini (Einar Jóhannesson). Þau Sigríður Ella og Einar eru tómir snillingar // Að auki Mendelssohn Sinfónía Nr. 4

Sinfóníuhljómsveitin hafði ekki áður heimsótt Vopnafjörð að sögn, enda stútfullt félagsheimili og stórbrotnar góðgerðir á eftir á fínu hóteli. Meðal annarra orða - hver var þessi Vopni? Landnámsmaður? Menn muna þetta ekki lengur. Og hvað hét bróðir hans? // Þá var fyrir höndum mikill akstur til Egilsstaða. Góðhjartaður og þakklátur Vopnfirðingur segir við rútubílstjóra. Þið verðið nú að njóta fegurðar hér um slóðir. Komið við á Guðmundarstöðum. Þaðan er víðsýnt. Og þetta að auki: Músíkbændur á Guðmundarstöðum hafa bara ekkert vitað af þessum tónlistarviðburði! Rútubílstjórinn fyldi þessari ábendingu enda Guðmundarstaðir í leiðinni.

Ár og fjallalækir niða á næstu grösum. Söngfugl á garðstaurnum eins og við er að búast. Halarófa gengur niður tröðina til fundar við músíkbræður sem höfðu átt útvarpstæki lengi og harmóníum aukreitis. Þeir hétu Stefán og Sighvatur. Guðað á glugga án árangurs. Næst var hóað útí loftið - í kór. Og viti menn, þeir bræður birtast með hrífu, orf og ljá. Voru í heyönnum í æpandi sól og brakandi þurrki. Óvíst hvað þeir voru að slá í september?! Þeir tóku ekki annað í mál en að bjóða hljómsveitinni í kotið. Þeir höfðu nefnilega hlustað á sinfóníur og svoleiðis í útvarpinu í áratugi // Ekkert bólaði á fóstursystur þeirra - henni Jóhönnu. Hún fór aldrei af bæ og var lítið fyrir fjölmenni. Kannski hélt hún bara áfram að raka í góða veðrinu. Hitt er líklegra, að hún hafi tekið að baka lummur í leyni líkt og hver önnur La Cenerentola.

Einhvur fór að spila fjárlögin og sálma á harmóníum, kannski undirritaður, og Sinfó tók undir, Sigríður Ella og Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri. „Kirkjan ómar öll“ ort í Hvítadal. Svona haldið áfram um hríð og þeir bræður harla glaðir. Þá komu lummur, sultutau og þeyttur rjómi upp úr þurru – úr skúmaskoti í bæ // Þeim bræðrum er skyndilega ljóst að með í för er gáfaður og undurfagur fiðluleikari, sem jafnframt er sjónvarpsþula. Ekki nóg með það. Hún er ættuð af næsta bæ. Þó hvorki Þórshöfn né Raufarhöfn – heldur úr Kelduhverfi – bara rétt handan fjalla // Þá leið riðu bændur sem áttu erindi við Húsavík – kannski við Benedikt á Héðinshöfða eða Einar son hans – eða bara kaupmenn. Hvað veit maður um það? // Hitt er víst að Stefán komst ungur til Akureyrar. Kannski sundreið hann Jökulsárósa og áði í Lóni í Kelduhverfi í þjóðbraut // En nú aftur að efninu: Við þessa fregn varð uppi fótur og fit á Guðmundarstöðum.Bræðurnir steingleymdu Sinfó og snéru sér alfarið að þessari konu úr Kelduhverfi sem átti ættir að rekja til Árna Björnssonar tónskálds // Þeir áttu nefnilega líka sjónvarp.

Fólk þakkaði fyrir sig og rölti í rútuna – en ekki sjónvarpsþulan. Hún komst hvergi. Þeir bræður slepptu henni ekki fyrr en seint og um síðir. Þegar hún losnaði úr viðjum og mætti í rútu var klappað. Síðar fréttist eftir krókaleiðum að bændur á Guðmundarstöðum hefðu aldrei verið við konu kenndir. Maður leyfir sér að efast um það – eftir á að hyggja. Hitt er annað, að þau Stefán, Sighvatur og Jóhanna tóku fallega á móti óvæntu innrásarliði og gerðu vel við það. Maður sendi þeim póstkort síðar með þökkum // Eins hitt, að náttúrufegurð Vopnafjarðar er ógleymanleg.

Var að leita að mynd af Guðmundarstöðum á netinu. Rambaði þá á skrif (frá 2012) e. Ómar Ragnarssonar, vin vors og blóma – og andsvör við þeim (!) – og svo svar Ómars - sem er merkilegt. Þar ritar hann um Guðmunarstaði af nærgætni, en staðfestir jafnfram flest það sem sagt er hér að ofan samkvæmt minni undirritaðs frá 1980 og eitthvað. Nálgun Ómars er til fyrirmyndar; hann talar af mikilli virðingu um einstakt fólk. En paradís er ekki til á jörðu ekki einu sinni í firði Vopna. Og – Öskubuska er bara ævintýri!

Ómar Ragnarsson. Á netinu: 
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1273252/

Rossini: La Cenerentola - Non più mesta. Til Jóhönnu öskubusku að Guðmundarstöðum: Texti: „Ég fæddist einstæðingur og grátklökk. En aðstæður mínar hafa skyndilega breyst.“ Óstjórnlegur gleðisöngur. YouTube: 

Mendelssohn: Sinfónía Nr. 4 

Rossini: Inngangur, Stef og tilbrigði. YouTube: 

 

vopnafjordur

Vopnafjörður í eina tíð

 

gfh

GFH

island1980-90

Ísland 1980-90 heimsótt á ný

gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.

Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.

Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube

(2.3. 2015)

Svo var ráðist í Júdas Makkabeus eftir Georg Friedrich Händel með SÍ, SF og sólóistum – Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Jóni Þorsteinssyni og Robert Becker. Einvalalið. Músíkin talar sínu máli – samin fyrir frábært söngfólk og þannig fólk og áheyrendur // Puccini og Wagner hugsuðu svona með öðrum formerkjum // Herforingjar höfðu gjörsigarð innrásaralið frá Skotlandi. Hirðtónskáldið GFH neyddist til að semja sigurmúsík og samlíkinging við Júdas Makkabeus varð fyrir valinu – tónskáldið gekk ekki lengra í skjallinu. Hann var bara að semja músík // Makkabeus þessi var sigursæll 160 árum f. k. Og eiginlega steingleymdur öllum nema þeim sem lásu Gamlatestamentið sér til hugarhægðar. Jésús minnist aldrei á Júdas Makkebeus það best er vitað // Annars er þetta verk fyrst og fremst veisluborð fyrir söngfólk – ekki kóng - miklar aríur hver á fætur annari. Kórinn tekur undir á réttum stöðum og hljómsveitin heldur öllu saman. Úr verður drama. En það er fáum dirigentum gefið að fylgja dramanu eftir. Kannski ætti að sviðsetja Makkabeus // Bach stóð líka í þessu í áratugi. Samdi og samdi til að hafa í sig og á og sína. Því finnst manni hjákátlegt að kalla hann guðsjallamann. Þessir menn sömdu undurfagra tónlist fyrir hvern sem veitti þeim lífsviðurværi, veraldlega jafnt sem andlega yfirmenn // Annars kláraði unirritaður Händel sannast sagna fyrir sína parta 1975 er hann flutti Messiah - og snéri sér að öðru. En óperur Händels þekkir maður ekki neitt // Falið er djúpt í minni undirritaðs - og í Útvarpstíðindum frá 1947- að verkið Judas Makkebeus hafi áður verið flutt á Íslandi – svona:„LAUGARDAGUR 14. JÚNL 20.30 Tónleikar: Óratóríið „Júdas Makkabeus" eftir Handel. — (Samkór, drengjakór og hljómsveil Tónlistarfélagsins. — Dr. Urbantschitsch stjórnar. — Einsöngvarar: Einar Kristjánsson, Ragnar Stefánsson, Jón Kjartansson, Egill Bjarnason, Birgir Halldórsson, Nanna Egilsdóttir,Svanhvít Egilsdóttir)“ Fosíðumynd Úvarpstíðinda skartar ljósmynd af þessu landsliði okkar. Er þetta geymt hjá RÚV? Eður brot? Brotabrot?

Georg Friedrich Händel YouTube

 island1980-90heimsott a ny

Ísland 1980-90 heimsótt á ný

gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.

Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.

Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube

(27.2.2015)

Enn um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir Zinman og Penderecki (sjá YouTube hér að neðan) kenndu manni margt og mikið – annar í Eastman hinn í Kraká. Báðir miklir dirigentar, en Zinman frá byrjun - enda réri hann að því öllum árum - stefndi að því alla tíð. Penderecki hóf seint að stjórna og um síðir – en hefur ótrúlegt vald á hljómsveitum, sérstaklega þegar hann stjórnaði eigin verkum. Sterkur persónuleiki sem heyrir allt.

Vilji Zinmans er mikill - kannski enn meiri en Pendereckis - og slagtækni hans er svo afgerandi og óaðfinnanleg að heimsfrægar hljómsveitir geta ekki annað en fylgt honum – á heimsenda ef því er að skipta – og njóta þess. Zinman var aðalstjórnandi Eastman Philharmonic og Rochester Philharmonic þegar maður var að þaufast þar um slóðir í 6-7 ár – auk þess að kenna lærlingum við Eastman. Maður bara óttablandna virðingu fyrir honum. Samt var hann tómt ljúfmenni prívat. Róbert Abraham gat verið hreinræktuð Gilitrutt, en ekki prívat. Þá fékk hann sér í pípu. Hann reykti Edgeworth tóbak. Seinna tók maður það upp eftir honum – um hríð. Menn áttu margar flottar pípur.

Annars stóð til að segja annað – svo stiklað sé á stóru: Næstu verkefni á vegum SÍ (ásamt Söngsveitinni, Karlakórnum Fóstbræðrum og einsöngvurum), voru tvö stór tónverk; annað eftir Penderecki (kór og hljómsveit) og hitt eftir Robert Schumann (hljómsveit); þ.e. Dies Irae og Sinfónía Nr. 1, sem Robert samdi fyrir Clöru sína í tihugalífinu. Verk Pendereckis er samið í minningu fórnarlamba mannvonsku í Auschwitz. Það var frumflutt við vígslu minnismerkis um þær milljónir 1967. Ólíkari verk verða vart á vegi manns – orðin skammdegi versus vorsól eru hjáróma í því samhengi.

 

*Penderecki: Dies Irae (frumflutt í Auschwitz)

Lamentation 1. Þáttur Dies Irae. YouTube slóð:

Apocalypsis 2. Þáttur Dies Irae:

Apotheosis Lokaþáttur Dies Irae

*Robert Schumann: Sinfónía Nr 1