12) Dr Guðmundur Emilsson: Hálfrar aldar starfsafmæli 1972-2022

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Dr Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri

Hálfrar aldar starfsafmæli 1972-2022

Kvöldverður og vinafagnaður á Hótel Holti 

miðvikudaginn 28. september 2022

Gestir: Hjálmar W. Hannesson, Anna Birgis, Jón Baldvin Hannibalsson, Bryndís Schram

Markús Örn Antonsson, Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn Einarsson, Örnólfur Óli Thorsson,

Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Martial Nardeau, Guðmundur Kristinn Jóhannesson ljósmyndari

 

Vinamargur maður er ríkur maður, ekki síst ef viðkomandi er hljómsveitarstjóri á faraldsfæti um heimsbyggðina, frá Washington til Beijing, frá Origon til Jerúsalem eða Buenos Aires og Mendoza. Ég á utanríkisþjónustu Íslands mikið að þakka, sendiherrahjónum og ræðismannshjónum, og yrði of langt mál að telja það fólk allt upp. En fulltrúum þess var boðið til kvöldverðar með þakklæti svo sem Hjálmari W. Hannessyni og frú Önnu, Jóni Baldvini og Bryndísi og Markúsi Erni (Steinunn var í útlöndum). Þá var full ástæða til að bjóða fulltrúa skrifstofu forseta Íslands, Örnólfi Thorssyni og Margréti Þóru Gunnarsdóttur, enda mörg samvinnuverkefni að baki í mörgum löndum. Þá var Sveini Einarssyni boðið, fyrrum Þjóðleikhússtjóra og leikstjóra, en svoleiðis menn eru nauðsynlegir þegar verið er að skrattast með íslenskar óperur í vestur, suður og austur. Martial Nardeau flautuleikari og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari voru fulltrúar þeirra fjölmörgu hljóðfæraleikara sem hafa ferðast með mér. Loks ber að geta meistara Guðmundar Kr. Jóhannessonar sem hefur fylgt mér innanlands og utan, og tekið myndir af tónlistarfólkinu sem hefur átt hlut að máli hverju sinni. Margt bar á góma þetta kvöld en ópera Atla Heimis Tunglskinseyjan var oft nefnd og önnur verk Atla Heimis. Því læt ég youtube hlekkinn að heimildamynd sem við Baldur Hrafnkell gerðum um Atla og nefnist Spuni fylgja hér með, sjá neðst á þessari síðu.

untitled shoot 4855

untitled shoot 4711untitled shoot 4673

untitled shoot 4698untitled shoot 4713untitled shoot 4722 untitled shoot 4725untitled shoot 4729untitled shoot 4733untitled shoot 4738untitled shoot 4762untitled shoot 4767untitled shoot 4807untitled shoot 4815untitled shoot 4823untitled shoot 4838untitled shoot 4841untitled shoot 4844

argentinaCanadaChinaColoradoDenmarkEcuadorFinlandFranceGermanyIcelandKentuckynew jerseyNorwayOhioOregonperuPhiladelphiaPolandrhode island flagRomaniaSardiniaSwedenÍtalía

AustriaBavariaCzech republicHessenIllinoisLatviaMaine statenorth rhinePennsylvaniaTexasUSAwashington flagWest VirginaWyoming