Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Skrá yfir tónskáld okkar sem Guðmundur Emilsson hefur haft náin samskipti við
Ég hef lagt mig fram um það alla tíð að kynnast tónskáldunum okkar beint og óbeint, t.d. tekið viðtöl, gert heimildarkvikmyndir, falast eftir verkum frá þeim, frumflutt þau og hljóðritað. Hér á eftir fer meðlimaskrá Tónskálda félags Íslands frá upphafi eins og sú skrá birtist á netinu 2022. Ég hef merkt við þau tónskáld með stjörnu "*" sem ég hef haft ofangreind samskipti við. Það hefur veitt mér ómetanlega innsýn í tónlistarsögu Íslands frá miðri 20. öld og til dagsins í dag. Sumir safna frímerkjum, aðrir tónskáldum. Ég ætla mér að bæta við upplýsingum við hvert tónskáld þegar framlíða stundir og samvinnu okkar (gert eftir minni í desember 2022). Ég á bágt með að gera mér grein fyrir því hvert tónskálda okkar ég hitti fyrst á barnsaldri hér heima í Árvogi. Það var stöðugur straumur þeirra hingað til að æfa samleik með móður minni og/eða ræða um væntanlega efnisskrá einhverra tónleika eða jafnvel að hækka eða lækka lög, svo þau hæfðu betur rödd móður minnar. Ég man alltaf þegar ég grunnskólaneminn varð hissa þegar Fjölnir Stefánsson skólastjóri tónlistarskóla Kópavogs og kennari minn í Tónó gerði tvennt í senn, að drekka kaffisopa og lækka (transpónera) einni aríu niður um litla þríund. Ég man að mamma hafði orð á því að þetta væri tær snilld og ég var byrjaður að læra tónfræði en botnaði ekkert hvernig Fjölnir færi að þessu. Annars er vert að nefna meðleikara mömmu. Móðir Fjölnis hét Hanna Guðjónsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson, Kolbrún Sæmundsdóttir, Ragnar Björnsson, Agnes Löve, Róbert A. Ottósson, Haukur Guðlaugsson báðir söngmálastjórar þjóðkrikjunnar og þá Páll Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Dr. Viktor Urbancic og fleiri og fleiri, þar á meðal organistar í löngum bunum, ef um kirkju athöfn var að ræða. Svona var þetta í áratug eða þar til að sjónvarpið var stofnað 1966.
Meðlimir Tónskáldafélags Íslands frá upphafi:
*Atli Heimir Sveinsson (1938) . . . Með stórgáfuðustu mönnum
*Haukur Tómasson (1960) . . . Hef bara ekkert heyrt frá honum í 20 ár
*Leifur Þórarinsson (1934) . . . Aðgát skal höfð
*Atli Ingólfsson (1962) . . . Virðist vera fluggáfaður
Helgi Pálsson (1896) . . . Helga hitti ég aldrei
*Magnús Bl. Jóhannsson (1925) . . . Réttur maður á skökkum tíma
*Árni Björnsson (1905) . . . Samdi fallega strengjamúsík
*Herbert H. Ágústsson (1926) . . . Samdi fyrir mig konsert fyrir horn
*Mist Þorkelsdóttir (1960) . . . Dularfull og margslungin líkt og nafn hennar. Alvöru tónskáld
*Árni Harðarson (1956) . . . Þekki hann sem fínan kórstjóra
*Hildigunnur Rúnarsdóttir (1964) . . . Þekki hana sem burðarrás sóprandeildar Hljómeykis
*Oliver Kentish . . . Ég þekki hann ósköp lítið. Hann situr í verkenfavalsnefnd og mætti halda uppi merkjum íslenskra tónskálda þar af meiri krafti.
Árni Thorsteinsson (1870) . . . Stórmerkilegur. Hitti hann ekki. Þekki lögin hans út og inn
*Hilmar Þórðarson (1960) . . . Hvað varð um hann? Ég hef ekkert heyrt í honum lengi lengi. Ég falaðist eftir fiðlukonsert frá honum 1988
*Páll Ísólfsson (1893) . . . Lærði hjá honum, sem fólst í því að kynnast honum og hvernig hann hugsaði
*Áskell Másson (1953) . . . Man eftir honum fyrst með bongótrommur. Frumflutti sneriltrommukonsert hans og eins Októ-Nóvember fallegt verk
*Hjálmar H. Ragnarsson(1952) . . . Duglegur. Markviss. Þekki ekki tónverk hans nema lítil lög. Við vorum samskipa í Eastman School of Music New York og Cornell University New York, en samt bjó hann í Rochester. Þar hittumst við oft og spjölluðum um músík
*Páll P. Pálsson (1928) . . . Algjör lúðurþeytari og lét það gott heita að stjórna barnatónleikum, öldrunartónleikum og tónleikum sem aðalhljómsveitarstjórinn nennti ekki að stjórna. Þegar hann dó var hann nefndur prófessor - hvar og í hverju?
Áskell Snorrason (1888) . . . Hann þekkti ég ekki
*Hróðmar I. Sigurbjörnsson (1958) . . . Hann hefur samið fyrir mig fullt af tónverkum
*Ríkharður H. Friðriksson (1960) . . . Hress náungi og skemmtilegur
*Bára Grímsdóttir (1960) . . . Íhugul og væn kona
*John Speight (1945) . . . Góður félagi sem hefur samið fyrir mig hljómsveitarverk
Sigfús Halldórsson (1920) . . . Ljúfmenni
*Björgvin Guðmundsson (1891) . . . Samdi miklar óratoríur Akureyri
*Jón Ásgeirsson (1928) . . . Við rifumst oft á ritstjórn Morgunblaðsins sem gagnrýnendur blaðsins
Sigurður Þórðarson (1895) . . . Þekki hann ekki
*Elías Davíðsson (1941) . . . Dularfullur náungi sem segir margt skemmitlegt
*Jón Hlöðver Áskelsson (1945) . . . Hann er á Akureyri, nei hann á Akureyri
Siguringi E. Hjörleifsson (1902) . . . Veit lítið um hann
*Eyþór Stefánsson (1901) . . . Samdi falleg lög
*Jón Leifs (1899) . . . Það vantar meira pláss hér til að segja eitthvað um hann. Hann var risi á íslenskan meðalmennsku mælikvarða
*Skúli Halldórsson (1914) . . . Samdi fyrir mig ballett sem dansflokkurinn flutti við undirleik Íslensku Hljómsveitarinnar, það var gaman
*Finnur Torfi Stefánsson (1947) . . . Fjölhæfur, greindur, gott eyra, rökfastur og þá í músík væntanlega
*Jón Nordal (1926) . . . Vantar meira pláss til að segja eitthvað um hann.
*Snorri S. Birgisson (1954) . . . Við Snorri höfum alltaf verið skólabræður og vinir í Tónó og Eastman. Afskaplega dularfullur
*Fjölnir Stefánsson (1930) . . . Fjölnir er nú bara leiðsögumaður minn frá upphafi. Kenndi mér tónfræði og margt fleira
*Jón Þórarinsson (1917) . . . Hér vantar meiri pappír til að skrifa um þann mikilhæfa mann og merkilega
*Þórarinn Guðmundsson (1896) . . . Stofnaði og stjórnaði Hljómsveit Reykjavíkur
*Friðrik Bjarnason (1880) . . . Ég veit ekkert um hann. Hef þó lesið einhverjar bækur eftir hann
*Jónas Tómasson - e. (1881) . . . Veit lítið um hann. Hef þó heyrt kórlög sungin af sveitarfélögum hans
*Þórarinn Jónsson (1900) . . . Hann sagði mér brandara í sambandi við konungsheimsóknina á sínum tíma og að hann hafi fengið að taka í hönd hans hátignar fyrir hljómsveitarspilverkið, sem hann hnoðaði saman fyrirvara lítið
Guðmundur Hafsteinsson (1953) . . . Okkur hefur tekist að hittast ekki, samt báðir á vappi í Tónlistarskólanum
*Jónas Tómasson - y. (1946) . . . Starfar á Ísafirði. Heyrt nokkur verka hans
*Þorkell Sigurbjörnsson (1938) . . . Meiri pappír er þörf
*Gunnar R. Sveinsson (1933) . . . Hitti hann og gerði útvarpsþátt um hann. Þá bjó hann í kjallara gegnt Ásmundarsafni
*Jórunn Viðar (1918) . . . Er sögð vera frænka mín. Hef ekki hugmynd um hvernig. Þjóðlagastíll. Ágætur píanóleikari og samleikari
*Þorsteinn Hauksson (1949) . . . Ég falaðist eftir Ad Astra fyrir kammerhljómsveit listahátíðar. Síðan hef ég ekkert heyrt til hans
*Gunnar Þórðarson (1945) . . . Náttúruleg laglínugáfa
Karl.O.Runólfsson (1900) . . . Samdi Esju, fyrstu íslensku sinfóníuna. Kenndi krökkum að spila á lúðra. Það var vanþakklátt starf en skilaði miklum árangri
*Tryggvi Baldvinsson (1965) . . . Stendur með sjálfum sér og sínum hugmyndum
*Hafliði Hallgrímssons (1941) . . . Vantar meiri pappír til að skrifa allt um hann. Hitti hann í London 17 ára
*Karólína Eiríksdóttir (1951) . . . Samdi fyrir mig tónverk sem heitir Fimm lög, sem lítið fer fyrir en eru æði merkileg
*Victor Urbancic (1903) . . . Hitti hann einu sinni hérna heima þegar hann var að spila með mömmu. Kurteis. Vinsamlegur
*Hákon Leifsson . . . Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekkert verk eftir hann
*Kjartan Ólafsson (1958) . . . Frumflutti fyrsta hljómsveitarverk hans. Það var efnilegt. Kjartan mjög marksækinn
*Hallgrímur Helgason (1914) . . . Eins og grár köttur í Árvogi að æfa með mömmu. Fallegar útsetningar smærri laga en stærri verkin sum misheppnaðari t.d. Sandy Bar
*Lárus H. Grímsson (1954) . . . Þekki hann sem kórstjóra. Hann er bróðir Báru Grímsdóttur
*Þórður Magnússon (1973) . . . Skynjaði strax að Þórður væri efnilegur ungur maður. Falaðist eftir tónverkum frá honum, sem hann skilaði samviskusamlega. Þau voru falleg og fagmannlega unnin
Tónskáldin eru fleiri. Þarf að finna fullkomnari lista yfir félaga í Tónskáldafélagi Íslands. Hvar er slíkan lista að finna?