10) Endurómur frá Íslandi

Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo

Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)

youtube soundcloud

 

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Evróputónleikar (drög)
Hér á eftir fara nokkrar stikklur, líkt og faðir minn hefði orðað það, frá stórmerkilegum tónleikum sem Berlínar Philharmoniker hélt að vanda á stofndegi sínum 1. maí. Þessir afmælistónleikar fagna hverju sinni stofnun hljómsveitarinnar og hafa einnig að markmiði að heiðra alþjóðlega tónlistarmenn, tónskáld og flytjendur, frá öllum heimshornum, sem unnið hafa með hljómsveitinni. Að þessu sinni stóð til að þessir hátíðartónleikar færu fram í Odessa til stuðnings málstaðar Úkraínu. Þá ærðust Rússar, tóku að varpa sprengjum á þá borg sem aldrei fyrr. Tónleikarnir voru því fluttir um set og fóru fram í Raftónleikahöllinni (Lielais Dzintars) í lettnesku hafnarborginni Liepaja við Eystrasalt skammt frá Riga. Dzintars þýðir raf, og raf er steingerð tjákvoða sem er eftirsótt í skartgripagerð.
1280px Baltic amber Hemiptera Sternorrhyncha Aleyrodoidea Psylloidea Aleyrodidae
Hér að ofan hefur rússnesk fluga sest á trjákvoðu til að gæða sér á henni, en fór flatt á því og steingerðist fyrir milljónum ára. Þessi gimsteinn er ekki einstakur einn af mörgum fögrum. Nú er bara spurning hvort eins fari fyrir Rússum fyrir að glepjast til að ráðast á Úkraínu. Heyrum nú og sjáum brot úr þessum stórdramtísku tónleikum. Þeir hefjast á sorgaróðnum Dolorosa eftir þjóðartónskáld Letta Petrisks Vasks, en mér var falið að stjórna Dolorosa hans nokkur ár í röð á útisviði við hið kolsvarta hernámssafn í Riga, í minningu þeirra milljóna Letta sem fluttir voru í útrýmingarbúðir í seinni heimstyrjöldinni. Þúsundir manna standa ár hvert úti á torginu fyrir framan safnið og lúta höfði. Engum dettur í hug að klappa að loknum flutningi, það ríkir bara djúp þögn.

Hernámssafnið í Riga

Hinn "rússnesk" fæddi Kirill Petrenko aðalstjórnandi Berlinar Philharmoniker stjórnar tónleikunum. Faðir hans var frá Úkraínu og hann sjálfur menntaður þar og í Austurríki svo eitthvað sé sagt. Það er kaldhæðni örlaganna að í dag skuli stjórnandi með "rússneskt vegabréf" stjórna frægustu hljómsveit Þýskalands, hvar í felst vonarneistinn.

 


Það er einnig undarlega tilviljun að eitt frægasta kvikmyndaskeið, ef ekki hið frægasta, eftir meistara Eisenstein (fæddur 1898), þögul mynd í svarthvítu sínir endalausar tröppur í Odessa, gerð árið 1925 og heitir Orustuskipið Potemkin.

 


Ég læt þessi orð nægja um tónleikana sem áttu sér stað í Lettlandi í maí síðastliðnum og nefndir voru Endurómur frá evrópu. Ekkert af því sem hér að ofan er ritað kom fram í þularkynningu, heldur einungis þurr upptalning á heiti hljómsveitar, stjórnanda, tónverkum, tónleikasala og að tónleikarnir hafi verið haldnir til stuðnings Úkraínumönnum. Þetta er örugglega fátæklegasta kynning á dagskrá sem ég hef heyrt um ævina. Þar skorti allt sem heitir samúð og sögulegur skilningur, eiginlega allt það sem gerði þessa tónleika þá merkilegustu sem útvarpað hafa verið um heim allann, í háa herrans tíð. Ekkert var gert til að vekja athygli Íslendinga t.d. í kynningu á dagskrárefni framundan, eða í sjónvarpi á þessum tónleikum.
Að lokum nefni ég að handahófi þær þjóðir sem ýmist myrtu eða vörðust í hildarleik seinni heimstyrjaldar - En þær koma beint og óbeint við sögu þessara stórmerku tónleika EuroRadio og enduróma beinlínis voðaverk Barbarossa til norðurs og annarra hryðjuverka: Úkraína, Rússland, Þýskaland, Rúmenía, Lettland, Litháen, Eistland og meira að segja Ísland - ad infinitum.
Dagskrárstjóri Rásar 1 svaf á verðinum og lét sér fátt um finnast, enda um að ræða samtímatónlist og klassíska.