Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Grein Árna Tómasar Ragnarssonar - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014
Hippocrates; fyrsti forveri minn: Gríski læknirinn Hippocrates,
sem fæddist árið 480 fyrir Krist á eyjunni Kos, er talinn faðir
nútíma læknisfræði. Hann setti fram kenningar um náttúrulegar
orsakir sjúkdóma, sem áður höfðu verið taldir orsakast af reiði
guðanna. Hann átti líka mestan þátt í að gera læknisfræði að
sjálfstæðri fræðigrein. Í dag er hann þó hvað þekktastur fyrir
eiðinn, sem við hann er kenndur, og allir læknar eiga enn að fara
eftir í störfum sínum (þótt sumir geri það nú alls ekki).
Eiðurinn fjallar um starf læknisins og samskipti hans við skjólstæðinga sína og hefur
hann haldist að miklu leyti óbreyttur sem viðmiðun í siðfræði lækna. Kenningar Hippocratesar
voru svo róttækar á hans tíma að vegna þeirra sat hann í fangelsi í 20 ár, en varð þó
næstum hundrað ára gamall og var alltaf að á „læknastofu" sinni og gaf þar með glæst
fordæmi. Forverar Hippocratesar: Hann átti sér marga forvera, sem sumir myndu þó
vart kalla lækna nú á dögum. Hann átti að ýmsa kennara í Grikklandi, sem höfðu lært
af öðrum grískum læknakennurum og svo koll af kolli - öld fram af öld. En læknar höfðu
þó verið til löngu fyrir blómatíma Grikkja. Tuttugu þúsund árum áður voru uppi svokallaðir
seiðkararl í svörtustu Afríku sem læknuðu menn með góðum árangri með því að reka út
illa anda - með særingum og músík. Þeir eru enn að – og þykja góðir.
Grein Geralds Shapiros - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014
Back at Eastman in 1960 they taught us that the
first composers (meaning Western European males
who put notes on pieces of paper and signed them)
were the 12th Century School of Notra Dame masters,
Leonin and Perotin. But Hildegard von Bingen (1098-1179)
predates them, and Khosrovidukht, an Armenian poet
and composer who died in 737 predates her. The Gregorian
Chants that preceded all of that are anonymous, but someone
must have composed them.
We have treatises on musical theory from classical Greece, but no actual music. The
composer Flaccus is mentioned in plays from the 2nd Century BC. The prize for the oldest
known piece of written music probably goes to "The Solitary Orchid", attributed to Confucious.
Going back still further into mythic times, Jubal is the Bible's first musician, but there's no
actual music from him either. For the Greeks, it's Orpheus, son of Calliope, taught by Apollo
who some say was his father and all agree was the inventor of music. In Chinese mythology
it's Ling Lun, who made bamboo pipes and was taught by the birds. Supporting Ling's claim to
primacy, the earliest known instrument, and one of the earliest known implements of modern
man, a bird bone flute, datesfrom 40,000 ago in Southern Germany. Before flutes, people must
have sung. Among the Kaluli, a stone-age people from Papua New Guinea first contacted by
the developed world in the 1950's there were many composers, men and women alike, regularly
composing new songs for rituals and social events. Who was the first composer? The first human.
Who taught her? The birds, the wind, the heart. Music is a way of listening, not the sound which
is listened to.
Grein Geralds Shapiros - þýdd - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014
Dr. Gerald Shapiro prófessor við Brown University í Bandaríkjunum
segir í pistli sem hann sendir greinarhöfundi, að á sjöunda áratugnum
hafi sér verið kennt að fyrstu tónskáldin – og þá vestrænir karlmenn
sem settu nótur á blað og merktu sér – hafi verið þeir Leonin og Perotin
sem kenndir hafa verið við skóla Notre Dame á 12. öld. „En Hildegard von
Bingen (1098-1179) var uppi á undan þeim og armenska ljóðskáldið og
tónskáldið Khosrovidukht, sem lést árið 737, var uppi á undan henni.
Gregorísku sálmasöngvarnir sem eru enn eldri eru verk óþekktra höfunda en einhverjir hafa samið þá.
Til eru skrif um tónlistarfræði í Grikklandi hinu forna en engin raunveruleg tónlist. Tónskáldið Flaccus
er nefndur í leikritum frá annari öld fyrir Krist. Verðlaunin fyrir elstu skrifuð tónsmíðina hreppir líklega
„Einsamalt brönugras", sem er eignað Konfúsíusi. En ef við förum enn lengra aftur í tíma goðsagnanna,
þá er Jubal fyrsti tónlistarmaðurinn sem er nefndur í Biblíunni en við þekkjum enga raunverulega tónlist
eftir hann. Hjá Grikkjum er það Orfeius sem nam af Apolló, sem sumir segja að hafi verið faðir hans, og
allir eru sammála um að hafi fundið upp tónlistina. Í kínverskum goðsögum er það Ling Lun sem bjó til
bambusflautur og lærði af fuglum. Til að styðja kröfu Lings um að hafa verið fyrstur, þá eru elstu þekktu
hljóðfærin, og með elstu þekku verkfærum manna, fuglabeinsflauta sem fannst í Þýskalandi og er talin
40.000 ára gömul. Áður en fólk blés i flautur hlýtur það að hafa sungið. Meðal Kalui-fólksins á Papua Nýju
Gíneu,sem fyrst komust í samband við aðra menningu okkar á 6. áratug síðustu aldar, voru mörg tónskáld,
karlar og konur, sem sömdu fyrir ýmsa viðburði. Hver var fyrsta tónskáldið? Fyrsti maðurinn. Hver kenndi
henni? Fuglarnir, vindurinn, hjartað. Tónlist er að hlusta, ekki hljóðin sem hlustað er á.
Músík í ljósvaka Mbl. 1.apríl, 2014
Morgunblaðið
Músík í ljósvaka
1.apríl, 2014
Guðmundur Emilsson
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
*
A+B=0
Hér á eftir fara brot úr ritgerð um músíkvísindi sem ég reit fyrir nokkrum árum. Hún fór að
vísu beint í „hjartaskúffuna"; mig skorti kjark til að birta hana. Læt það nú eftir mér. Vil þó
fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum – til skilningsauka. Vel glefsur úr ritgerðinni og
útskýri þær. Ritgerðin er tileinkuð Hrabal, Kafka, Erasmus, Cervantes, Voltaire og Mólíér, og
ekki síst trúnaðarvini hans – mesta stjórnmálaskörungi sögunnar – Alceste Le comte de
Misanthrope; og öðru fágætisfólki sem uppfræddi mig.
Forsendur: Fljótt fennir í spor mikilhæfra manna. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Í ljósi
þessara fornu sanninda leyfi ég mér að koma eftirfarandi á framfæri um sögu mannkyns og
eiginlega sögu alls:
Tilgáta: Það hefur enginn fundið upp neitt!
Músíksaga mannkyns, svo langt sem hún nær, er örstutt miðað við annað. Óþarft er að taka
fram að með orðinu „músík" er átt við alla kunna þekkingu, eins og hún hefur „þróast" frá því
sögur hófust kl. 23:59. Þar í er stjörnufræði, stærðfræði, svokölluð „tónlist", heimspeki,
læknisfræði, stjórnmálafræði, ritlist, rökræðulist og ekki síst guðfræði – og fleira áhugavert
sem í öndverðu laut yfirráðum lista- og menntagyðja. Sögusvið ritgerðinnar takmarkast við sl.
6000 ár í fyrstu. Síðar yfirfæri ég kenninguna á sögu alheimsins, til 14 milljarða ára plús. Allt
ber að sama brunni. Útkoman er alltaf: A+B=0.
Það var einmitt við lestur ns í músíksögunni sem mér varð spurn. Við það komst ég á sporið.
[Í raunvísindum er ns notað til þess að tákna 10-9 hluta einhvers (0,000000001 hluti). Þannig
er talað um nanósekúndur, 1 ns = 10-9 s og nanómetra, 1 nm = 10-9 m]:
Sagt var að Arnold Schönberg hefði fundið upp svokallaða tólftóna músík. Ég leitaði víða
fanga í áratugi enda alltaf verið á hamra á þessu, á öllum mögulegum tungum. Í stuttu máli:
Schönberg fann ekki upp neitt. Mýgrútur músíkmanna hefur fiskað á þessum slóðum í
aldaraðir ef ekki frá upphafi vega. Fólk á næstu bæjum. Jafnvel tengdasonurinn Zemlinsky.
Schönberg sagði um skrif hans: Þau geta bara beðið. Svo fór fólk að segja að Arnold hefði
frelsað tónana og opnað nýjar leiðir – allri músík til hagsbóta á 20. öld og þeirra 21. Einskonar
Messsías.
Cervantes de la Mancha (1547-1616) sagði í formála að glæstu fræðiriti: Ég hef efni á að
segja þetta af því ég hef lesið allt! Ég held að ég hafi líka efni á að segja þetta um Schönberg.
Ég hef lagt mig eftir tónlist hans frá blautu barnsbeini. Hef leikið píanóverk hans og analíserað
nótu fyrir nótu, t.d. opus 11, op. 19 og op. 33A; stjórnað hljóðfæra- „söng" og
hljómsveitarverkum hans og lesið fræðirit hans upp í naglabönd. Reyndar alltaf þótt
hugarfóstur Arnolds fremur leiðinleg, ekki síst hin síðari, sem er bara mitt mat. Svo lagði ég á
mig fjögurra ára fjallabaksleið, um Kjöl og Kaldadal, bjó í bókasafni af fróðleiksást, til að
læra Heinrich Schenker-analísu og Set-analísu og annað, sem er helber stærðfræði úr
Princeton, Brown, Harvard, Yale – og ekki síst Germaníu – eftir Milton Byron Babbitt,
George Perle og Allen Forte og fleiri og fleiri, og greindi með þessum öflugu
músíkvinnuvélum stórvirki eftir Krzysztof Eugeniusz Penderecki (tónsmíð frá 1965-6). Þar
útskýrði ég tilurð allra tóna verksins frá a til ö. Það tók mig mörg ár að auki – og 300
blaðsíður. Niðurstaðan var sú sama og í dæminu um Schönberg. Penderecki fann ekki upp
neitt. Allir héldu það og Penderecki líka – í fyrstu. Hann sagði mér sjálfur. Jafnvel elskulegur
fyrsti tónfræðikennari minn í Tónlistarskólanum, Jón Þórarinsson, og forveri á
Morgunblaðinu, lét blekkjast er hann heyrði Lúkasarpassíu Pendereckis í Kaupmannahöfn og
skrifaði lofgreinar þar um. Að auki sá hann til þess að þota full af pólsku tónlistarfólki flaug
yfir járntjaldið og mætti á Listahátíð (sjá Mbl., júní 1988) og flutti Lúkas undir stjórn
höfundar. Mikið klapp og uppistand í Háskólabíói og á Bessastöðum.
Þetta virtust í fyrstu vonbrigði allra, ekki síst mín. En áratuga rannsóknarstörf leiddu mig nú í
framandi heima - líkt og Virgil leiddi Dante forðum.
En sum sé, Penderecki og Schönberg fundu ekki upp neitt. Réttara væri að segja að Carlo
Gesualdo (1566-1613) hafi „frelsað" tónana, eða J.S. Bach (1685-1750), eða Chopin (1810-
1849), eða Franz Liszt (1811-1886), eða Richard Wagner á köflum (1813-1883), Alexander
Scriabin (1872-1915) ad infinitum. Og þá er ekki minnst á Ives, Stravinsky, Messiaen og
Debussy. Ver ekki frekara púðri í Schönberg æsku minnar og Penderecki vin minn og
velgjörðarmann – dobroczynca – að sinni. Og þó. Hafi Schönberg hneppt tónana í vinnubúðir,
þá kom það í hlut Pólverjans Pendereckis að veita þeim frelsi. Það er A+B=0.
Þetta voru nú bara tvær vísindalegar rannsóknir. En nú færum við okkur brátt á músíkslóðir
sem almennir lesendur Morgunblaðsins hafa flestir komið á. Biblían leikur stórt hlutverk enda
þekkjum við hana; hún er samnefnari kynslóðanna. Sá sem ekki tekur afstöðu til fjölmargra
rita hennar telst vart músíkmaður (kannski ólæs?). Þeir hafa allir gert það – líka Einstein.
Spurningin er: Hver fann upp hvað – ef nokkuð? En fyrst þetta.
Völd og músík hafa alltaf átt samleið enda eitt og hið sama. Það skoffín hefur hvorki skolt né
skott. Eiginlegur hringormur. Enginn veit hvar kvikindið byrjar og hvar það endar. Stjórnmál
(sem eru líka músík) snúast (!) bókstaflega um völd. Þau hafa alltaf þrifist á fjármagni.
Yfirleitt illa fengnu. Í þrælahaldi, yfirgangi og vopnaskaki. Aðrir músíkmenn hafa neyðst til
að ala manninn í þessu umhverfi í þúsaldir; hafa verið látnir tóra, eins og skylmingaþrælar,
svo þeir geti skreytt hirðlíf þegar mikið liggur við; enda margir staðnir að skreytni (þögn eða
ósannsögli) til að halda lífi. Kópernikus (1473-1543), sem reit De revolutionibus orbium
coelestium, var skreytinn í þessum skilningi og þagði þunnu hljóði. Reyndar voru það
liðsmenn Lúthers (1483-1546) sem gengu í skrokk á honum. Galileo Galilei (1564-1642) hinn
blindi og fangelsaði þagði líka. Páfinn gekk í skrokk á honum. Galileo sagði vini í trúnaði:
„Biblían vísar leiðina til himna – þó það (innskot höf.) – en ekki hvernig himnarnir snúast!"
Nú vita það allir.
Músíkmenn þykja bestir dauðir. Það hefði liðið yfir pokaprestinn Hallgrím hefði hann séð
kirkjuna á Skólavörðuhæð í lifanda lífi. Enda fann hann hvorki upp passíu né passíusálma.
Músíkmenn höfðu skrifað bæði ljóð, lög og heimspekirit þar um í aldaraðir. Jafnvel 4000 fyrir
Krist (spámenn) og 2000 ár eftir Krist (hinir og þessir). Alls í 6000 ár plús. Og enginn veit
hvert þeir sóttu vísdóm sinn. Það hefur fennt í spor þeirra eða sólbráð afmáð þau. Dæmi:
Ástsælasta tónverk kristinna manna nefnist Messías (samið 1742). Þar í er rekin saga í þremur
hlutum sem fjallar um höfuðpersónuna frá vöggu til grafar, einnig píslargönguna (sb. passía).
Jennens er skráður höfundur söngtextans. Það er bara ekki rétt. Textinn er allur sóttur í
skræður sem voru ritaðar af vitringum þúsundum ára fyrir Anno Domini 0. Enginn veit
hvernig þeir sáu þetta fyrir.
Að svo mæltu hefst sönnunarfærsla á – eða sýnataka vegna – tilgátu um að enginn hafi fundið
upp neitt; að allt sé 0. Byrjum á dæmi sem allir þekkja. Everest. Sagt er að Hillary og Tenzing
(eða öfugt) hafi fyrstir manna klifið Sagarmatha eða Chomolungma eða Móður jörð eða Helgafell.
Það er ekki rétt. Þeir eiga sér nafngreinda vestræna forvera sem fórust á niðurleið –fjölmarga.
Sherpar og helgir menn – í Fannalandi tákna og töfra – klifu fjallið í aldaraðir til þess að mega
deyja í faðmi Móður jarðar eða til að reisa þar bænadulu. Það hefur bókstaflega fennt í spor
þeirra mikilhæfu manna. Tenzing og Hillary (A) urðu ekki fyrstir til, helgir menn ekki heldur (B).
Það var enginn fyrstur (0) enda ekkert nýtt undir sólinni. Tökum fleiri sýni. Lesendur geta fengist
við að stilla þeim upp í jöfnur ef vill. Og nú skrifaði ég í belg og biðu.
Hvor var fyrri til – Darwin eða Huxley og hver var forveri þeirra? Hvor var fyrri til –
Jóhannes skírari eða Jesús, sb. samtal þeirra í ánni Jórdan og skírn Jesú (Matthías 3:13-17)?
Eða voru það kannski Essenar sem voru fyrstir í þessu tilfelli, og ef svo, hver kenndi þeim í
árþúsundir? Þeir áttu safn bóka úr höfuðáttum og földu þær í leirkrúsum við Dauðahaf þegar
að þeim var sótt. Fundust á árunum 1946-56. Hver skrifaði þær bækur? Indverjar? Arabar?
Persar? Egyptar? Eþíópíumenn? Menn í Súdan? Hver fann Ísland? Norrænir menn eða inúítar
sem sigldu eða fuku yfir Grænlandssund? Engar sögur fara af þeim. Fennti í spor þeirra hér?
Lokuðu þeir hringnum umhverfis jörðina eða var það Drake, Magellan eða Jón Indíafari?
Hver fann upp afstraktlist? Ekki Picasso og félagar. Hellisbúar? Hver fann nýja heiminn? Var
það Bjarni Herjólfsson eða Leifur Eiríksson, eða fólk sem gekk þurrum fótum yfir
Beringssund, eða Columbus – eða sigldi fólk á reyrbátum frá Afríku áður en sögur hófust?
Hver fann upp Walkabout? Elizabeth II eða frumbyggjar Ástralíu? Hver fann upp
prentlistina? Gutenberg eða Kínverjar og hver kenndi þeim? Fann Marteinn Lúther upp
gyðingahatur (sjá skrif hans) eða var óumburðarlyndi í þeirra garð þekkt frá upphafi vega?
Hvert orti Davíðsálma, Davíð eða mýgrútur óþekktra músíkmanna, svokallaðra skálda? Hver
samdi Gregorsöng, páfinn eða mýgrútur óþekktra músíkmanna – svokallaðra tónskálda? Hver
fann upp kvintsönginn – organum / fjölröddun? Markaði útkoma séra Arngríms með organum
tímamót í músíksögu Íslands? Eða voru það rit Anons IV (atkvæðamikill á 13. öld) eða skrif
Johns Cottons á 12. öld (Johannes Afflighemensis: De musica), eða skrif Lénonins og
Pérotins (Magnus Liber Organum) í Notre Dame (uppi 1160-1250); eða hugsanir Pýþagórasar
(570-495 f.Kr +/-); sem þótti svo vænt um hina fullkomnu fimmund (og hlutfallið 3/2)? Hver
flaug fyrstur manna, Wilbur, Orville (eða öfugt) eða Íkarus, og hver kenndi þeim? Steinrunnar
og fiðraðar risaeðlur? Hver samdi sæluboðorðin og fjallræðuna. Það var ekki Jesú - hver
kenndi honum þau? Ekki voru það Grikkir. Og ekki Rómverjar. Þeir komu lítt við
trúarbragðasögu Hebrea á fyrri öldum (f.Kr). Hvar var Jesú við nám í tuttugu þögul ár? Hver
kenndi Boethiusi (480-525 e.Kr.) - hinum líflátna -músík? Eða safnaði hann bara fróðleik úr
öllum áttum líkt og Essenar, Davíð og Gregor? Loks í léttu hjali: Af hverju vísítera bréfberar
alltaf tvisvar!? Og svona áfram frá upphafi til enda og frá enda til upphafs. Enda er einn dagur
sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir = 0.
Í ritgerð minni segir að A+B=0. Núll? Það er ekki rétt. Margir hafi eflaust lesið jöfnuna
þannig. Núll er hringur í þessu tilfelli: ○ Hringur hefur hvorki upphaf né niðurlag. Forfeður
vorir sáu fyrir sér heimsmynd þar sem snákur beit í dyndil sinn. Sú heimsmynd gerir ráð fyrir
upphafi og endi, skolti og skotti. Heimsmynd sem er hringur ○ er ævarandi, hefur ekkert
upphaf og tekur aldrei enda; er baugur, vetrarbraut í vetrarbrautum – þar til gríðarlegt,
hringlaga svarthol birtist á þessari sporbraut
●
og gleypir allt í sig – og hverfist loks í agnarsmátt mengi jötunkrafta:
„●"
Svo kemur mikill hvellur og kliður og allt þenst út. Hringurinn fer að snúast og allt verður
sem nýtt; endurfæðist undir dagstjörnu; „Everest" klifið á ný - og svona aftur og aftur og
endalaust. Í ljósi þessa alls leyfi ég mér að koma á framfæri heimsmynd – eins og áður sagði -
sem talar sínu máli en er þó háð takmarkalausri endurnýjun – því allt er í alheiminum
breytingum undirorpið: Hringur er að því leyti einstakt fyrirbæri að „lesa" má hann áfram (P)
og afturábak (R), í spegilmynd (I) og spegilmynd afturábak (RI). Útkoman er alltaf sú sama.
Að auki er hringur fyrirbrigði í fjórvídd – augljóslega - hvorki lóðréttur (Dante), né láréttur
(Snorri). Vísindamenn segja okkur að „. . . fjórvíð kúla með radíus r og miðju í einhverjum
punkti p (sé) skilgreind sem safn þeirra punkta sem eru í minni fjarlægð en r frá punktinum p .
. . "
Eða: ○ (P) + ○ (R) + ○ (I) + ○ (RI) = ○
A+B=○
Baia di vapore, aprile AD 2014. Donum Dei, Lékař hudby
Hugleiðingar Árna Tómasar Ragnarssonar og Gerald
Shapiro, birtast í heild á vefnum www.dgnet.is/visindaritgerd/
Músík í Ljósvaka Mbl. 10. Apríl, 2014
Músík í Ljósvaka Mbl. 10. Apríl, 2014
Symphony of Psalms
Text
1. (Psalm 38, verses 13 and 14)
Exaudi orationem meam, Domine, et deprecationem meam. Auribus percipe lacrimas meas. Ne sileas, ne sileas. |
Hear my prayer, O Lord, and with Thine ears consider my calling: hold not Thy peace at my tears. |
Quoniam advena ego sum apud te et peregrinus, sicut omnes patres mei. |
For I am a stranger with Thee: and a sojourner, as all my fathers were. |
Remitte mihi, prius quam abeam et amplius non ero. |
O spare me a little that I may recover my strength: before I go hence and be no more seen. |
2. (Psalm 39, verses 2, 3 and 4)
Expectans expectavi Dominum, et intendit mihi. |
I waited patiently for the Lord: and He inclined unto me, and heard my calling. |
Et exaudivit preces meas; et exudit me da lacu miseriae, et de lato faecis. |
He brought me also out of the horrible pit, out of the mire and clay: |
Et statuit super petram pedes meos: et direxis gressus meos. |
and set my feet upon the rock, and ordered my goings. |
Et immisit in os meum canticum novrum, carmen Deo nostro. |
And He hath put a new song in my mouth: even a thanksgiving unto our God. |
Videbunt multi, videbunt et timabunt: et aperabunt in Domino. |
Many shall see it and fear: and shall put their trust in the Lord. |
3. (Psalm 150)
.
Alleluia. |
Alleluja. |
Laudate Dominum in sanctis Ejus. |
O praise God in His holiness: |
Laudate Erum firmamentis virtutis Ejus. |
praise Him in the firmament of His power. |
Laudate Dominum. |
|
Laudate Eum in virtutibus Ejus |
Praise Him in His noble acts: |
Laudate Eum secundum multitudinem magnitudinis Ejus. |
praise Him according to His excellent greatness. |
Laudate Eum in sono tubae. |
Praise Him in the sound of the trumpet: |
Laudate Eum. Alleluia. Laudate Dominum. Laudate Eum. |
|
Laudate Eum in timpano et choro, |
praise Him upon the lute and harp. |
Laudate Eum in cordis et organo; |
Praise Him upon the strings and pipe. |
Laudate Eum in cymbalis bene jubilantionibus. |
Praise Him upon the well-tuned cymbals. |
Laudate Eum, omnis spiritus laudate Dominum. |
Let everything that hath breath praise the Lord. |
Alleluia. |
Alleluja |
Músík í Ljósvaka Mbl. 10. Apríl, 2014
Hef mínar efasemdir
Músík í ljósvaka
Guðmundur Emilsson
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vegna greinar 1. apríl: Stundlegt bull er sívinsælt. Háfleygt bull er listform. Gaman
að fást við það. Hirðfífl gera sér mat úr því; fá í askinn. Morgante (Braccio di Bartolo)
var ráðherra Cosimo I de Medici; flutti þrumuræður í Flórens – nakinn. Forngrískir „leikarar"
gerðu grín að stjórnmálamönnum (sjá uppruna „hypokrisis"). Það þótti „lýðræði".
Hvað gerði ég? Skrýddi raunvísindagrugg í hempu sagnfræði. Annað ekki. Ber virðingu fyrir
meistara Schönberg. Stór skotspónn. Virði Martein Lúther Ljónshjarta (í 95. veldi). Virði
Hallgrími Pétursson; allt það fagra sem hann orti - og „dónalegar" lausavísur um háttsetta
menn - enda hringjarasonurinn á Hólum útlægur ger. Virði göfgandi menningarstarfi Hallgrímskirkju.
Stór! Biblían stærri. Almættið „ómælisdjúp".
Þetta var allt tvíbent og tvíeggja. Hef ekki bullað svona rækilega opinberlega. Og þó. Ekki í
Morgunblaðið í 42 ár – og þó.
Þakka Árna T. Ragnarssyni og Gerald Shapiro. Þeir skrifuðu rétt. Þakka Davíð og Golíat sem hýstu
ekki meinta vísindaritgerð. Þakka trúnaðarvini: „Í hverju felst gabbið? Er þetta ekki allt satt?"
Gæti verið – þá glópalán. Þakka blaðinu þrjá dálka.
Ekki skorti vísbendingar: Bókmenntafólk sá grugg: Hrabal er ekki grínlaus maður. Erasmus ekki heldur.
Lof heimskunnar kom út á íslensku 1730. Cervantes ekki La Mancha. Hugarfóstur hans, Don Kíkóti, kannski.
Alceste Le comte de Misanthrope er ekki til. Mólíeri reit kómedíu: Alceste er „fífli"; af því hann er ekki í harkinu.
Neitar að smjaðra fyrir aðlinum. Tónlistarunnendur sáu grugg. Lúkasarpassía Pendereckis ekki flutt á
Listhátíð 1988 - heldur Pólsk Sálumessa – Solidarność! Stórviðburður vestan járntjalds.
Mér þykir verst, eftir á að hyggja, að hafa ekki komið konum að. Biðst forláts á því. Sagnfræði er afurð
karla í þúsaldir. Heimsótti prófessor. Hann sagði: Við dr. Emilsson dispúterum heimspekileg málefni. Konur
fari í eldhús á meðan.
Það var móðir mín, Álfheiður Laufey Guðmundsdóttir, söngkona, prestsfrú (bauð líka kaffi og tertur eftir athafnir),
kirkjuorganisti, formaður kvenfélags líknarstarfa til áratuga, fjögurra barna móðir og mannvinur, sem sagði mér:
Það er ekkert nýtt undir sólinni. Hún var ekki kona einhöm; ekki hversdagsleg að afli.
Síðast er ég leit á teljarann höfðu 130+ lesendur farið á dgnet.is/visindaritgerd/. Það er
messufært í Hvalsneskirkju! Sjá Matt. 18:20. Ég þangað að prédika!
Hefði (!) lesið gabbið sjálfur; efniviðurinn áhugaverður. Biblían er ekki tæmandi bókasafn, en
hún veit margt.
Í raun stend ég enn við hvert orð - með ofangreindum frávikum. Eða eins og gáfumenni
í Hádegismóum reit prívat 25. mars á hebresku (sjá Davíðsálma): Halelúja! Við það datt
Sálmasinfónía Stavinskys í mig. Spilum hana í dag með þökkum til samverkamanns. Óska
landsmönnum kyrrðar í dymbilviku og gleðilegrar upprisuhátíðar.
YouTube slóð – kór og hljómsveit - 21 mín:
Igor Stravinsky Symphony of Psalms - Muti SuperGMaj7
Ítarefni vegna greina er hýst á slóðinni www.gudmunduremilsson.is. Þangað geta lesendur
sótt frekari fróðleik; nú söngtexta Sálmasinfóníu Stravinskys. Skrif höfundar eru eftir sem
áður hýst í gagnagrunni Morgunblaðsins (frá 1972). Þá verður meintri vísindagrein frá 1. apríl
sl. leyft að „hanga" (sb. Crus agni) til páska - á www.dgnet.is/visindaritgerd/
Músík í ljósvaka Mbl. 16. apríl, 2014
Hægt er að hlusta á verkin með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan
Áfangar
Áfangar í lífi okkar eru varðaðir músík; ekki síst hátíðir
og helgidagar í kristnu samfélagi. Þá verðum við svolítið
innhverf; hugum að liðinni tíð. Fólk hvorki fæðist, lifir né
deyr án tónlistar. Ég man hvar og hvenær ég heyrði þetta
og hitt; man hvað klukkan var enda áhrifin oft mögnuð.
Er ekki einn um það! Fjarri því. Þetta músíkeðli okkur kristallast
við útfarir. Syrgjendur kveðja ástvin og fela tónlistarfólki að
flytja tiltekið tónverk eða dægurlag. Enginn veit hvað tilfinningar
eða minningar vaka að baki. En það er eitthvað djúpt og persónulegt.
Stund og staður - klukkan eitthvað. Tónverkin hér að neðan tengjast
öll dymbilviku í starfi mínu. Fyrir vikið hlusta ég á þau nú. Annars
ekki.
Ég eignaði mér skrifpúlt á þriðju hæð í Sibley Music Library haustið 1973.
Á dýrar minningar þaðan. Sat þar til kl. 1979 (!) Fátt um mannaferðir á
þeirri hæð – bara andar. Safnið er sprengjuhelt og því nánast gluggalaust.
Þögult. Klaustrið mitt. Opera Omnia Lúthers í doðrantafjöld á vinstri hönd.
Cahiers Paul Valérys beint af augum (dagbækur). Í þessu umhverfi „heyrði"
ég In Ecclesis eftir Giovanni Gabrieli (frumflutt í Markúsarkirkjunni í Feneyjum).
Þessu skylt: Skýjaslæðumálarinn John Constable dvaldi í myrkri til að skerpa
sjón sína. Gekk svo út í ljósið.
Húsið í Rochester er reisulegt. Þar voru fimm íbúðir 1975. Leigjendur allir við
nám í Eastman School of Music. Árla dags set ég verk eftir Fauré á spilarann
- Cantique de Jean Racine. Og það var eins og við manninn mælt. Íbúar á leið
í skóla knúðu dyra og sögðu hver á fætur öðrum. Hvað er þetta? Má ég heyra?
Dásamlegt. Valdi upprunalega útgáfu á Cantique með orgelleik. Þá heyrir maður
krómatískar milliraddir undirleiks (ómstreitur, þverstæður og tengitóna). Þetta vill
hverfa í hljómsveitarbúningi.
Ég kynntist Kantötu Bachs BWV 4 (!) – Í dauðans böndum Drottinn lá – 1980.
Einn Marteinn Lúther í gegn. Stjórnaði flutningi þá um vorið í Bloomington. Kemur
þá ekki herra Prófessor Emiritus, dr. Julius Herford (1901-1981), heimsmeistari í
Bach, tekur í hönd mér og segir. Hvað er að frétta af vini mínum Róbert Abraham?
Þeir flýðu báðir hakakrossinn. Raddsetning Róberts á þessu forna sálmalagi er himnesk.
(Sjá: Úr söngarfi kirkjunnar. Tuttugu og tveir helgisöngvar; Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1967).
Bach Consort er skipað decet, tíu „venjulegum" tónlistarmönnum - að verki í „venjulegri" lútherskri
kirkju. Það glittir í krossmark – annað ekki. Lúther rak ekki bara nagla í hurð. Hann tók til.
Tónvefur Bachs tær. Hann hafði úr litlu að moða rúmlega tvítugur. Gerði mikið úr litlu.
Músík í ljósvaka Mbl. 23.apríl, 2014
Útlægur og réttdræpur
Merkilegt hvað þessir föstudagar eru langir. Þá hrannast upp
minningar. Árrisull drengur þandi orgel á kontór. Var að vekja hús.
Tíkin tók undir. Maður knýr dyra. Segir vafningalaust. Ég heimta
skilnað. Þá hófst sálusorgun.
Í stjórnarskrá segir: Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera
þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og
vernda.
Við setningu alþingis er efnt til prósessíu kirkjuvalds og veraldlegs til
marks um þetta. Fallegur siður að biðja fyrir valdhöfum í messulok. Á
móti kemur hitt að þá fer ekki mikið fyrir Lúther – sem setti sig upp á
móti svoleiðis fólki og öfugt. Það er skiljanleg þögn.
Í dag er vart þverfótandi fyrir Hallgrími Péturssyni. Hann
var „bannfærður hórkall" og útlægur fyrir lausavísur um háttsetta
menn. Sefaðist í passíusálmum – og þó. Hann átti alltaf erfitt með að
fyrirgefa Hólavaldinu meðferðina. Gekk síðar í gin Skálholtsvaldsins
og færði hórdómskonu sín hinstu rök að gjöf. Alltaf svolítið storkandi.
Við það tók þjóðin Hallgrím í „dýrlingatölu". Íslendingar rekast illa.
Lúther var lítið fyrir persónudýrkun. En höfum við skvett honum út
með siðbótarvatninu? Er siðbót okkar kaþólskari en páfinn? Særir
það réttlætiskennd okkar? Þeir Hallgrímur og Lúther voru nefnilega
þjáningabræður – yst sem innst.
Nú vona menn að „hin evangelíska lúterska kirkja" miðli nýjum
fréttum af Lúther til lýðsins. Kannski verður honum reist kirkja. Svo
mega sálusorgarar líka biðja fyrir honum. Hugsanir hans fylgja okkur
frá vöggur til grafar - frá morgni til kvölds.
Vangaveltur af þessu tagi hafa búið í undirrituðum alla ævi og eru
að því leyti óháðar nýrri bók. Hef ekki lesið hana. Það vakir ekkert í
þessari lænu nema fróðleiksfýsn og tilhlökkun:
Út er komin bókin Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu,
eftir dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest á Reynivöllum í Kjós
og prófast í Kjalarnessprófastsdæmi. Útgefandi, Hið íslenska
bókmenntafélag, segir meðal annars: Þar vegur þyngst uppgjör hans
við páfakirkjuna á hans tíma en einnig við hin veraldlegu yfirvöld,
einkum keisarann í hinu „Heilaga rómverska keisaradæmi þýskrar
þjóðar". Hann var því bannfærður og fordæmdur um alla eilífð, ásamt
fylgismönnum sínum, af kirkjulegum yfirvöldum og dæmdur útlægur
og réttdræpur af veraldlegum yfirvöldum.
Jesaja 53:3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn
byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis . . .
YouTube slóð 7 mínútur:
Músík í ljósvaka Mbl. 30.apríl, 2014
Á draumfjörum
Lærði þulu sem ilmar af lífsreynslu. Er þetta barnagæla, heilræðavísa um tímans
tönn eða bara kátína? Fjallkóngar syngja hundblautir og hrollkaldir. Nú á ég
hvergi heima. Eru samt harla glaðir. Sagt var um þann landlæga kviðling
(ÞH/Mbl): Með eilítið víðari og djarfari lestri má segja að vísan fjalli almennt um
tilvistarvanda mannsins, stöðu hans í eyðilegum heimi þar sem hvergi er athvarf
að finna. Þulan er svona. Fer augljóslega rangt með:
Þetta dreymdi. Fjörur dýrar.
Þá var vorið. Ég með væng.
Norður svifið. Hitti svani.
Mófugl heyrði. Sjófugl, hvali.
Sá á kesti. Allt um kring.
Tók að hlaða. Líkt og hafið.
Þá kom vetur. Sól með vori.
Vængjaþytur. Hafði enn þrótt -
Allt var horfið. Nema hafið.
Hugverk standa. Afrek einstaklinga. Þeim fer að vísu fækkandi. En minnisvarðar
falla umvörpum enda reistir á kostnað fjöldans. Bjartur sagði. Hann var ekki
alvitlaus. Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um
að bera annarra manna skuld. Hann færði ekki út kvíarnar. Byggði hvorki
sigurboga né píramída. En ól með sér draum um hreindýr. Við það fór hann yfir
strikið. Það mælti mín móðir. Nefndu landamæri. Jökulsá á Fjöllum? Hún er
elfur.
Annar átti sér tvo drauma. Hilmar Oddson kvikmyndaskáld sagði af honum.
Helgi er ungur maður sem dreymir um að verða rithöfundur. Hann snýr til
æskustöðva sinna með það í huga að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Ákveður að
skjóta að minnsta kosti eitt hreindýr. En dýrið sést hvergi og hann fyllist
örvæntingu. Þetta listaverk lifir í hugskoti. Prédikarinn segir 3:19.
Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn því að allt er hégómi. Erfitt að
kyngja því.
Fyrir þúsund árum fundu Keltar, Frakkar og fleiri upp söguna af Tristan og Ísól.
Sagt var um þá banvænu ást (SA/Vísir). Girnist Tristan Ísól bara af því að hún er
lofuð og hann getur aldrei eignast hana? Um tónverkið. Maður þarf ekki að vita
neitt um tilurð þess. Til að njóta. Og alls ekkert um Wagner. Það
er vandmeðfarið. Gerir kröfur. Stendur enn á draumfjörum.
YouTube slóð (11 mín)
Músík í ljósvaka Mbl. 7.maí, 2014
Álfakonungurinn eftir Goethe birtist í Æskunni
Hver ríður svo ört yfir ís og hjarn
um aftan siðla? Faðir með barn.
Hann heldur á drengnum í faðmi fast,
þvi frost er mikið og veður hvast.
»Hvi ertu, barn mitt, að byrgja þig?«
»Það ber nokkuð undarlegt fyrir mig;
sko álfakónginn með krónu og skart«.
»Þar kvikar, son minn, norðljós bjart«.
»Sjá, barn mitt, álfarnir koma' á kreik,
ég koma skal við þig í fagran leik.
Ég marglit blóm hef og margskyns gull,
af mætum gripum er höll mín full«.
»Æ, faðir minn, faðir minn, heyrirðu' ei,
hvað mér hvislar álfakongurinn að?«
»Ver svolítið rólegur, sonur minn,
i sefinu þýtur vindurinn«.
»Ég dætur mínar læt þjóna þér,
ef þú vilt, barn mitt, koma með mér;
þær dætur mínar þér dilla kátt
og dansa og syngja um myrka nátt«.
»Æ, sko, minn faðir, i skugganum þar,
þær skínandi huldumeyjarnar«.
»Þú, sonur minn góði, ég sé það vel,
þú sér þar að eins hin gráu él«.
»Ég elska þig, barn mitt, svo afarheitt,
ef ei þú kemur, skal valdi beitt«.
»Æ, faðir minn, faðir, mig frelsa þú,
ég finn, hve kippir hann i mig nú«.
Þá geigur fór um hinn gamla hal,
og geyst hann reið yfir mörk og dal.
Hann heim með naumindum náði þá;
þá nár í faðmi hans barnið lá. / V. Br. þýddi.
(MJ): Schubert sendi Goethe ljóðasöngva. Vissurðu það? Nei. Veistu hverju Goethe svaraði? Nei - en hann hefur væntanlega
látið Schubert njóta sannmælis? Nei. Hvað sagði hann? Ekki neitt. Berðu vinum kveðju.
Der Erlköning er leikhús eftir Schubert. Fjögur hlutverk. Barna, faðir, sögumaður og eitthvað yfirnáttúrulegt. Schubert kallaði
það Opus eitt. Skáldið sagði ekki neitt. Fischer-Diskau söng fertugur (1965). Gerald Moore lék á píanó hálfsjötugur – fjögur
hlutverk og hross og hljómsveit.
Youtube slóð:
Ítarefni um Valdimar Briem (sjá bls 16-17):
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3311399
Músík í ljósvaka Mbl. 21. maí, 2014
Með lögum skal land byggja
Mynd: Mótorhjólalöggur
Maður vann fyrir sé samhliða grafalvarlegu námi við Tónlistarháskólann í Skipholti. Sá og heyrði ýmislegt.
Guðsmaður og organisti. Hægferðug Cortinu-drusla á Miklubraut. Þokulúður. Bíll stöðvaður. Leðurklædd lögga. Talsmaður Drottins skrúfar niður og andar þessu í ásjónu mannsins. Hafið þið ekkert betra að gera en að skelfa presta milli barnaguðsþjónustu og síðdegismessu? Skrúfar upp. Ekur brott. Mótorhjólayfirvaldið hverfur í orðvana rykmekki. Við heimkomu: Þeir halda alltaf að maður sé að skrölta heim af balli.
Það læra börn. Triumph Spitfire. Löggan segir pollróleg. Ökuskírteini? Er að hlaupa í skarð! Það er aldeilis. Á að vera byrjaður að spila við útför! Dramatísk þögn. Er það hann Jón minn? Já - og farðu fyrir okkur! Ha? Já, þú meinar það. Lúðrar þeyttir niður órannsakanlega Miklubraut Guðs, yfir ljós í öllum regnbogans. Fæ svo ákúrur í skrúðshúsi. Prestar eru sérfræðingar í svívirðilega kurteisum skömmum og þiggja laun fyrir þær – blessaðir. Sálmanúmerin! Þá hófst loks útför Jóns míns.
British Racing Green 24. apríl 1968
Lögreglufagnaður á mánudegi. Hótel Saga. Að loknum endalausum síðdegisfordrykk, þrírétta dinner, eftirrétti og fjöldasöng – skellir Harley Davidson Kaldalóns á flygilinn. Svo kom gusa uppá hanabjálka. Hamraborgin. Skuldadagar: Hægt verður Cortinu-hægt. Hratt Spitfire-hratt. Þagnir dramatískar. Millispil svívirðilega kurteis. Loks hið fræga háa c2, sem lýkur á ljósum í öllum regnbogans á norðurhveli jarðar - þegar undirleikara hentar. Vopn snúast: Andvana tenór er fagnað. Alsherjar uppistand. Þvílík túlkun! Kvenpeningur tárast. Foringi hækkaður í tign. Fólk tók að dansa! Það var ekki á matseðli.
Píanóleikarinn fær loks pásu á miðnætti eftir sjö klukkustundir. Felur sig í fatahengi. Hræddur við tenór. Eru þá ekki lögreglustjóri og dómsmálaráðherra á hljóðskrafi. Eigum við ekki að framlengja? Greip síma. Hringi í neyðarvakt. Vek söngvara þjóðarinnar. Haukur birtist á sviði. Aftur fögnuður. Tondeleyo og fleira. Vansvefta þjóðsagnir tínast á svið. Eyþór gítar, Ormslev sax, Papa djass og Sverrir bassi. Tjúttað og trallað. Loks leigusjúkrabíll kl. 05:00. Bílstjóra spurn. Er drengurinn drukkinn? Syng ekki með fyllibyttum svaraði vammlaust sjentílmenni. Hvað er að honum greyinu? Spilaði yfir sig – í tólf klukkustundir svaraði Morthens og borgaði. Það er nú ekki mikið - sagði bílstjórinn.
Jimmy Smith
Dr. Páll Ísólfsson Bach-lögga hafði ekki hugmynd um hjáguð fermingardrengs. Sá hét Jimmy Smith pedalamaður. Nemandinn hélt því leyndu. Eins hinu – að maður spilaði á Borginni í Tríói Guðmundar sénís Ingólfssonar og Guðmundar Papa djass - á pedal Hammond.
Ágætu lesendur. Það er að koma Moggasumar. Örþreyttar ritstjórnir og lausir og fastir pennar að fara í langþráð frí. Það eru mannréttindi. Svo hefjast birtingar aftur í byrjun september. Mér hugnast þetta vel. En þekki minn mann. Veit að honum liggur alltaf eitthvað „voðalega merkilegt" á hjarta og beinlínis neyðist (!) til að skrifa sig frá því – til halda réttum kúrs. Því mega lesendur þessa blaðs - blaðs Davíðs og Golíats ehf. í Hlíðasmára - búast við vikulegum pistlum frá og með 8. júní. Héðan og þaðan. Ég tafðist aðeins. Takk fyrir veturinn. Gleðilegt sumar. Og góðar ferðir, g
Árvogsundrin (8. júní, 2014)
. . . langloka um Árvogsundrin er langsótt. Tími í léttu rúmi. Ferðast fram og aftur til þúsalda. Maður bara skrifaði og skrifaði skilyrðislaust í belg og biðu á helgum degi og allt til kvölds. Ljóðvinur minn, Paul Valéry (1871-1945), orti ljóð í leiðslu um kirkjugarð og haf á slíkum degi - Le Cimetière marin. Einræður – líkt og Einar Benediktsson. Svo skrapp Valéry til Parísar – fyrir öld eður svo. Til Sorbonne –
Messiaen - La Transfiguration de Notre Seigneur Jesus-Christ orangejamtw.
Bakka svo - og lesa eftirfarandi við undirleik – ef vill. Þetta hljómaði á helgum degi, frá morgni til kvölds, fram og aftur á meðan ég skrifaði í belg og biðu. Magnað.
Sjá hér - Árvogsundrin
Hlými (18. júní, 2014)
Messiane- Des canyons aux extoiles London Sinfonietta-Paul Crossley,
Esa-Pekka Salonen (1:30:11 mín) Þetta hljómaði aftur og aftur á meðan
ég skrifaði þessa grein.
Sjá hér - Hlými
Heyr Youtube slóðir:
Söngl 8. ágúst 2014
Youtube lög:
Heterófónía
Mongólía (8 mín)
Liljulag (1 mín+)
Geordie (2 mín+)
Pygmalion (6 mín)
Sjá skjal - Sigló
Þorkell Sigurbjörnsson 14. ágúst 2014
Youtube lag:
Carl Nielsen 1865-1931
Sjá skjal - Þorkels Saga Sigurbjörnssonar
Viðutan prófessorar (18. ágúst 2014)
YouTube slóðir:
Finnur útskrifast:
Strengjasveit á æfingu:
Tónstofa Valgerðar og nemendur:
Upplýsingar á netinu:
Prófessorar HÍ:
http://starfsfolk.hi.is/#th_nafn=&starfsheiti=41&svid=0&deild=0
Prófessorar tónlistardeildar LHÍ:
http://lhi.is/namid/tonlist/upplysingar/starfsfolk/
Ítarefni:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6426
Sjá hér: Viðutan prófessorar
Vibrato og bogastrok -
Og Royal Albert Hall
á Sprengisandi (28. ágúst 2014)
YouTube slóð:
Níunda Beethovens
Sjá hér: Vibrato og bogastrok - Og Royal Albert Hall á Sprengisandi
Til þeirra sem glepjast til að lesa skrifa GE (1. september 2014)
Einn polki
Heyr YouTube slóð - til heiðurs DDS
Já - þetta er polki - plús bráðnauðsynleg þögn - og ljósmyndir - Im Memoriam DDS.
Sjá skjal: Til þeirra sem glepjast til að lesa skrifa GE (1. september 2014)
YouTube slóð:
Lutoslawski (1913-1994) er einn af þessum stórum á 20. öld. Hann bjó handan járntjalds -
einangraður. Svo kom Penderecki og varpaði skugga á sína gömlu fyrirmynd - varð heimfrægur og
holdtekja pólskrar samtímatónlistar og einkavinur Jóhannesar Páls í Róm (fyrrum biskups í Kraká). En
músík Lutoslawskis ætlar að lifa þann tunglmyrkva af. Er það ekki?
Witold ( 7.september 2014 )
Witold Roman Lutoslawski
Sinfónía. Esa-Pekka Salonen stj. 2011
YouTube slóð:
Fjórða IX 2014 ge
Allt Hennar Göfga Kyn
8. IX 2014
(9.september.2014)
Peteris Vasks (1943-): Musica Dolorosa (1983).
Hvaða tónelsku hjörtu ?
16.09.2014
YouTube slóð:
Hvaða tónelsk hjörtu vilja ekki heyra einn stórbrotnasta hljómsveitarstjóra 20. aldar stjórna þriðju sinfóníu sinni 1985 – með Berliner Philharmoniker?
Eldskírnin
Emils, Erlings og Péturs
(birt 21. september 2014)
Grafarkirkjan - helgisetur. Ferðin hófst í Breiðdal 21. september 1915.
YouTube slóð:
Ræða í bundnu máli (1974): Emil Björnsson (um sögu þjóðar 874-1974)
Lestur og túlkun (2014): Erlingur Gíslason
Hljóðritun, ljósmynd og birting (2014): Pétur Fjeldsted
Kafka / Kurtág:
„Dýflissa mín – kastatalinn minn“.
3. október 2014
György Kurtág
Kafka-Fragmente Op.24
Meðfylgjandi sýningarskrá (!) frá Barbican er einstaklega vönduð ritsmíð og segir allt sem segja þar um verk Kafkas og Kurtágs. En skráin gerir að sama skapi kröfu um að menn leggist undir feld vilji þeir skilja þau til hlítar. Undirritaður hefur engu við að bæta – en snýr sér bakgrunni þessara listaverka.
(06.02.2015)
Ljósmynd: Pétur Fjeldsted Einarsson
Við vorum únglingar í skóginum 1980 - en áttum svo samleið á tónleikum í Bloomington 1981 fyrir NPR - og ári síðar í Reykjavík (RÚV). Svo lögðust við í ferðalög. Loks hittumst við í Búkarest (RRBC) 1992 fyrir tilviljun og síðan ekki söguna meir. Hef saknað hennar í 22 ár.
YouTube slóð:
Til Þeirra sem ráða ríkjum á íslandi
Orustan um Liège hófst 5. ágúst 1914 - enn er verið að - í Úkraínu til að mynda
YouTube slóð: Grafarþögn
Grein
Móðir drengs sagði um vankunnáttu sína í músík:
„Ég er eins og blindur maður í sól“. ÁLG
Beethoven í Mannhafi
Tónleikar tileinkaðir æðrulausum þjóðum - í hafi og mannhafi
ge 11. 11. kl. 11
Sjá meðfylgjandi grein
Heyr meðfylgjandi hjóritun - tónleikaupptöku og dagskrá
Þeir sem vilja geta smellt á bæði tónleikaupptöku / dagskrá - og grein - og sjá þá tímakóða (00:00:01 ofrv) - bæði í grein og tónleikaupptöku - og geta fylgst með 2 klst framvindu þessarar hljóðritunar, þ.e. hvenær einstaka liðir hefjast (tónverk, viðtal, einræður). Við það birtast tveir flibar efst á tölvusíðunni sem valsa má á milli.
Byltingin 1989
Ljósmynd: Pétur Fjeldsted Einarsson
Hljóðritun Loks komin í Hús
Hefur þú áhuga á Beethoven? Þá heyr og sjá á þessari slóð (www.gudmunduremilsson.is): Greini heitir Beethoven í Mannhafi og birtist 11.11. kl 11 (!)
Þetta er 2 klst dagskrá! Tónleikar GE í Búkarest; Sinfónía #1, Píanókonsert #2, Sinfónía #2 - auk viðtals (Arndís Björk Ásgeirsdóttir) - og loks Einræður Dimitris Altmúligmanns (Erlingur Gíslason).
Meira að heyra ?
Þeir sem vilja reka eyrun í fleiri upptökur GE geta kynnt sér https://soundcloud.com/user911478883
Þar er alltaf / nánast daglega verið að bæta við tónverkum, gömlum og nýjum úr ýmsum heimshornum.
Frekari upplýsingar veitar á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef vill.
(7.12.2014)
Sturla Matthíasar og Atla Heimis (13. öldin) var frumflutt af Íslensku Hljómsveitinni, Matthíasi Johannessen (framsögn), Kristni Sigmundssyni og Karlakórnum Fóstbræðrum undir lok níunda áratugar sl. aldar. Guð einn veit var hvar sú tónleikaupptaka er í grafhvelfingu RÚV í Efstaleiti
Heyr: https://soundcloud.com/user911478883/johannessen-sveinsson-sturla
Maður tók sig því til við aldamótin 2000 og hljóðritaði þetta dularfulla verk á ný með váru fólki í Studio Riga. Fékk til liðs við sig ungan lettneskan baritón og karlaraddir lettneska útvarpskórsins. Þessir frændur voru snöggir að læra íslensku. Matthías flutti svo ljóð sitt í hljóðritun hér heima. Og þá var þetta komið - í bili amk. Þetta heitir að bjarga menningarverðmætum. Í Mbl-viðtali við undirritaðan segir skáldið: „Og við eigum enn þennan staðarhólslega kögunarhól. Þar fengum við sjón, tilfinningu, haldreipi, sjálft útsýnið. Allt sem við eigum að varðveita. Við erum farmenn þessa hugmyndaheims, og ef við fléttum fley úr táknum hans mun það duga okkur vel“. Sjá: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3306566
Sjaldan hefur hljómsveitarstjóri orðið orðlaus við að sjá nýja raddskrá - eiginlega aldrei. En undirritaður varð það af þessu tilefni. Vissi ekkert hvað tónskáldið var að fara - og varð eiginlega búa til sitt eigið „prógram“ - einskonar frásögn sem hljóðar svo - ef það kemur hlustendum 2014 á sporið. Þetta er birt með leyfi tónskáldsins; en er viðmið í besta falli:
Stjórnandinn sér fyrir sér vígvöll að morgni. Saklausir mófuglar kveða á neðri tónum; vart vaknaðir. Svo heyrast drungaleg náttúruhljóð - válegir fyrirboðar. Strengjasveitin tekur til máls, en er tregt um tungu í fyrstu og flytur stuttar hendingar sem lengjast smátt og smátt svo úr verður saga. Allt er þetta undirbúningur. Sumir málmblásarar (stríðshljóðfæri) taka undir „friðarboðskapinn“ í fyrstu - en ekki ófriðarseggir í trommudeild (stríðshljóðfæri).
Strengjasveitin þrjóskast enn við að stilla til friðar með röksemdum - er nú háværari og segir lengri sögur. Þá eykst ógn enn - því lúðrar taka að gjalla - snúast á sveif með trommum. Mófuglar skynja hættuástandið. Fljúga skrækjandi á brott.
Eftir langa mæðu verður ekki við neitt ráðið. Heróp tveggja stríðandi fylkinga kallast á. Barið á skildi. Strengjasveitin (kannski ígildi skynseminnar) gefst loks upp og liggur úrkula vonar á dýpstu tónum.
Þá er líkt og tíminn standi í stað - allt þagnar - og skáld stígur fram og flytur ljóð sitt. Að svo búnu hefst óumflýjanleg orusta. En ljóð skáldsins ómar enn í hugum manna þar til allt er yfirstaðið - og bræður og frændur liggja í valnum. Þá eru orð skáldsins sungin yfir hinum dauðu einni röddu við undirleik strengja.
Eitt er víst. Þetta er dramatískt verk á táknmáli frá upphafi til enda. Það er bara að skilja það rétt - að túlka það líkt og sviðsverk. Grikkir ortu svona blóðugt; harmleiki og slíkt. Óþarft að tíunda það allt hér.
(10.12.2014)
Runeberg orti ljóð í hefðbundnu formi. Sibelius gerði úr því „ör-óperu“ - með forleik - sönglesi (recit) - millispilum - tóntegundaskiptum, hápunkti á gullinsniði og þögn á réttum stað. Til þess eru tónsmiðir. Tónskáld í þessu tilfelli. Mikil tónskáld! Annars samdi Sibelius aldrei óperu - átti kannski erfitt með það líkt og Beethoven. Orð virtust hefta hug hans.
Flickan kom ifrån sin älsklings möte,
kom med röda händer. Modern sade:
"Varav rodna dina händer, flicka?"
Flickan sade: "Jag har plockat rosor
och på törnen stungit mina händer."
Åter kom hon från sin älsklings möte,
kom med röda läppar. Modern sade:
"Varav rodna dina läppar, flicka?"
Flickan sade: "Jag har ätit hallon
och med saften målat mina läppar."
Åter kom hon från sin älsklings möte,
kom med bleka kinder. Modern sade:
"Varav blekna dina kinder, flicka?"
Flickan sade: "Red en grav, o moder!
Göm mig där och ställ ett kors däröver,
och på korset rista, som jag säger:
En gång kom hon hem med röda händer,
ty de rodnat mellan älskarns händer.
En gång kom hon hem med röda läppar,
ty de rodnat under älskarns läppar.
Senast kom hon hem med bleka kinder,
ty de bleknat genom älskarns otro."
(14.12.2012)
Maður hefur furðað sig á því í bráðum hálfa öld hví 14 radda mótetta Giovannis Gabrielis (1554-1612) höfðaði svo sterkt til unglings. Það var einhver galdur í þessu tónverki. Þá tók maður að stjórna því í kirkjum í framandi löndum - mas á Íslandi - en var engu nær um galdurinn - enda það gert í tímaþröng tónlistarmanns og ekkert svigrúm til að leggjast í djúpar tónfræðilegar rannsóknir. Svona gekk þetta lengi vel. Reyndar í hálfa öld.
Svo þolir maður ekki lengur við - sækir raddskrána og fer að stúdera In Eccleiis á aðventu 2014 af engu sérstöku tilefni - og kemst að ýmsum niðurstöðum - og tilgátum. Að svo búnu er farið á YouTube til að sannreyna þær. Ætlunin var að hlusta á verkið flutt í Markúsarkirkjunni í Feneyjum í nýrri hljóðritun. Gabrieli fæddist, starfaði og dó í Feneyjum.
Þá gerist það að maður rekst fyrir tilviljun á neðangreint á netinu. Við það varð dagljóst að undirritaður á sér sálufélaga út í heimi sem hefur beinlínis verið falið til að greina þetta verk í smáatriðum. Og þótt maður þekki hvern tón í In Eccleiis sagði þessi tónvísindamaður fréttir. Þáttur hans er gerður fyrir eldri grunnskólanema út í heimi. Það er merkilegt í sjálfu sér. Eru svona þættir gerðir fyrir unglinga á Íslandi? Sjálfur var maður í landsprófi þegar þetta verk rak á fjörur manns, en það var ekki í Réttó heldur Tónó. Enn er ekki tónmenntafræðsla í Réttó það best er vitað.
Og hver er niðurstaðan? Manni verður á að segja djásn - sem nýtur sín úr mikilli fjarlægð - og undir smásjá - óskaplega fagurt víravirki sem aðeins tónsnillingur gat búið til. Hér er verkið í heild (7 mín).
(15.12.2014)
Í fáum orðum: Monteverdi kom óperunni á legg með Orfeifi (1607). Forleikur:
Svo kom endalaus kirkjutónlist þám stórbrotið Magnificat og reyndar mörg - og veraldleg
sönglist.
Þá siðlaus og bersyndug ópera 1643 sem fullkomnaði „óperuformið“ L'Incoronazione di
Poppea. Tosca fölnar. Að svo búnu dó tónskáldið í Feneyjum. Erótískur lokadúett:
Er þetta ekki magnað lífshlaup?
(19.12.2014)
Kirkjukór einn lét eftir undirrituðum að hamast á framandlegu tónvirki eftir Guillaume Dufay veturlangt - og flytja á kirkjukóramóti á Selfossi vorið 1972. Tónelsk kona úr uppsveitum Árnessýslu þakkaði nýútskrifuðum söngstjóra í lok móts - sagði svo og spurðu svo. Er þetta nútímamúsík? Það er nú það? Já eiginlega! Ógleymanleg fyrirspurn og réttmæt. Söngfólk umhverfis Laugarvatn var nefnilega 500 árum á eftir áætlun.
Skjótt fennir í spor mikilhæfra manna. Dufay var mesta tónskáld „heimsbyggðarinnar“ um miðbik 15. aldar! Það vita allir sem vita vilja. Verk hans voru afrituð og flutt víða. Þá er spurt á 21. öld. Hvað er svona merkilegt við Dufay? Er hægt að úskýra það í stuttu máli? Nei, það er ekki hægt - ekki frekar en að afgreiða Snorra Sturluson í einni setningu. En það má varpa ljósi á Dufay svo allir skilji. Þá eru tekin dæmi sem eiga sér samsvörun í sálmi sem þjóðin kann. Heims um ból.
Fyrsta hugtak: Hendingaskipan í „þýðingu“ Sveinbjörns Egilssonar er regluleg / háttbundin: Heims um ból // helg eru jól // signuð mær // son Guðs ól // og svo allt til enda. Annað hugtag: Hendingamörk eru einnig regluleg:„Heims um ból, helg eru jól // hér andar söngfólkið // signuð mær, son Guðs ól // - og svo allt til enda. Þriðja hugtak: Niðurlag hvers vers (í sálmalagi Grubers) er alltaf skýrt afmarkaði með niðurlagshljómi, hér á orðunum „meinvill í myrkrinu lá. Niðurlagshljómurinn er kallaður Dominant í hljómfræði og er þríhljómur sem er reistur á fimmta tóni Dúr-tónstigans. Að svo búnu kemur lokaþríhljómur á fyrsta tóni. Þá vita allir að fyrsta versið er á enda. Öll þessi „tónvísindi“ eru fyrirbæri sem eldri grunnskólakrakkar læra í tónlistarskólum landsins. Þetta er ekkert flókið og þannig vildi Marteinn Lúther hafa það svo allir gætu tekið undir, sungið á móðurmálinu og liðið vel.
Og þá aftur að meistara Dufay og Ave Maris Stella (Heill þér hafsins stjarna) - sem er forn Maríubæn eða sálmur og gæti verið frá 8. öld.
Mikil tónskáld kunna allt sem kennt hefur verið en sjá jafnframt fram á veg og vísa nýja leiðir. Dufay var þannig maður. Hann kunni allt og var bundinn af því að vissu marki - en var samt stöðugt að fikra sig í óþekktar áttir líkt og Bach í Leipzig þremur öldum síðar. Auðvitað kunni Dufay víxlsöng. Prestur tónar, söfnuður svarar. - Gamall maður sagði. Jólin koma þegar Hátíðarsöngvar (víxlsöngvar) sr. Bjarna Þorseinssonar hljóma við aftannsöng á aðfangadagskvöld.- Og auðvita kunni Dufay líka allt um skipan hendinga, hendingamörk og niðurlagshljóma. En þetta breyttist í höndum hans - þokaðist á framandi slóð.
Nú væri freistandi að tíunda það sem Dufay lét sér detta í hug. En það yrði bara tónvísindastagl á aðventu. Hitt er betra, að bjóða þeim sem vilja - að hafa einungis þrjú ofangreind hugtök í huga er þeir hlýða á Ave Maris Stella, þ.e. hendingarskipan, hendingarmörk og *niðurlagshljóm - og þá einnig er hlustað er á sálmalag Grubers. Sá samanburður er í sjálfu sér er hugljómandi. En aðalatriðið er að áheyrendur skynji djúpa fegurð þessa aldna verks Dufays. Óþarft er að taka fram að sálmalag Grubers er með fegurstu lögum - í einfaldleika sínum // *Vísbending um niðurlagshljóm Dufays: Sjá Francesco Landini (1325–1397) og áfram.
Gleðileg jól, ge
(23.12.14)
Íslenska Hljómsveitin starfaði í tíu ár (plús) og tók sig mjög alvarlega. Hljómsveitin hélt tuttugu tónleika "á ári" þegar mest gekk á. Stundum var hún sinfóníuhljómsveit, stundum kammersveit - og svo setti hún líka upp fornar óperur á Íslandi og frumflutti nýjar - með kórum og einsöngvarafjöld. Þetta veikburða apparat, sem stóð fyrir tugum tónleika, vítt og breitt um landið, skilaði arði þegar upp var staðið. Enn í dag eru fáeinar krónur á bankabók í hennar nafni. Sumum kann að þykja það merkileg niðurstaða. En hitt er betra, að ÍH falaðist eftir, frumflutti og hljóðritaði fyrir RÚV tugi innlendra tónverka, ekki síst verk ungra tónskálda, sem nú er ráðsett fólk og fer fyrir músíklífinu.
Fjöllistamaðurinn Laddi var að gefa út jóladiska (fjóra að tölu) með hljóði og mynd á vegum RÚV, FÍH og fleiri - þ.á.m. músíkatriði með ÍH. Undirritaður veitti leyfi fyrir sitt leyti - og fékk kassa frá útgáfustjóra RÚV í jólagjöf - sem er þakkað. Nú er þetta póstað á messudegi heilags Þorláks dýrlings - með óskum um brakandi hamsatólg, svæsna skötu, fagrar bænir og tíðasöng.
Hér átti að líkja eftir „Gömlu útvarpshljómsveitinni“ í gríni og í mikilli alvöru með þakklæti til frumkvöðla. Það sem gamla Útvarphljómsveitin lék var óafturkræft með öllu, allt sent út í „beinni“. Enda gerðist eitt og annað óvænt - líkt og sögur herma.
Laddinn og stjórnandinn (sem stóð í sporum Páls Ísólfssonar og fleiri), plottuðu um „óvænt“ atriði. Ætlunin var að koma hinni endurlífguðu „Úvarpshljómsveit“ í opna skjöldu. Það tókst. ÍH vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrir! Og allt í beinni á vegum RÚV.
Undirrituðum finnst gaman að sjá þetta tónlistarfólk aftur - gamla vini - og viðbrögð þeirra við óvæntum aðstæðum.
(28.12.2014)
Sumir halda að Beethoven hafi fyrstur manna samið pastoral sinfóníu. Það er ekki rétt. Aðrir halda að Bach hafi fyrstur manna skrifað jólaóratóríu. Það er heldur ekki rétt. Menn baukuðu við pastoral sinfóníur og jólaóratoríur um aldir. Ekkert nýtt undir sólinni.
Heinrich Schütz (1585-1672) kemst með tærnar þar sem Bach (1685-1750) hafði hælana og sumir segja rúmlega það. Þessir meistarar gnæfðu hátt. Schütz og Bach sömdu báðir jólaóratóríur - og lærdómsríkt að bera þær saman - með einföldum spurningum.
Spurt: Eru báðar óratóríurnar ætlaðar til flutnings í kirkjum? Já. Eru þær báðar sungnar á móðurmálinu? Já. Eru (syngjandi) guðspjallamenn í þeim báðum? Já. Eru aríur (persónur) og hópsenur? Já. Voldugir upphafs- og lokakórar? Já. Hljómsveit með einleiksköflum. Já. Lúðraþytur? Já. Og svo mætti lengi telja. Grunnurinn var til staðar. Bach „bara“ þandi hann út.
Schütz
Bach
(5. jan 2015)
„Samkvæmt þjóðveldislögunum var það skylda bænda (segjum stórbokka) að hýsa frá þremur og upp í þrjátíu gesti í svokallaða brúðför, eða ferðalag til brúðkaupsins, og gefa þeim að borða. Þessir gestir bændanna komu margir langt að og höfðu ferðast langar vegalengdir ýmist á hestum eða fótgangandi. Þar sem brúðkaupsgestirnir áttu svo oftar en ekki svipað ferðalag fyrir höndum sér á leiðinni tilbaka þá er það ekki nema von að brúðkaup stóðu lengi yfir (allt frá tveimur dögum upp í heila viku), þó það væri ekki nema til þess að leyfa hrossum og leggjum að fá hvíld og orku.“
Samuel Scheidt Heinrich Schütz Johann Hermann Schein
Við hirðir á meginlandinu stóð svona gleðskapur mun lengur - enda um enn lengri vegu að fara. Einu sinni var haldin mikil veisla sem stóð í tíu daga og þá hóað í Kapellmeister Heinrich Schütz (1585-1653) - er ungur nam hjá Gabrieli í Feneyjum. Honum var falið sjá um alla tónlist, ýmist til halda gestum vakandi, dansandi, sofandi eða blessuðum - því Guð varð að vera með í spilinu. Frá honum kom konungum vald til að drottna yfir eymingjum. Heinrich Schütz hóaði í Samuel Scheidt og Johan Hermann Schein (1586-1630) - en þeir þrír voru jafnaldrar og höfuðsnillingar tónlistar, þ.e.a.s. í „Germaníu“. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur.
Yðar einlægum og auðmjúkum var falið að standa í sporum tónlistarstjóra Heinrichs Schütz er þessi músíksamkoma var endurtekin lið fyrir lið - tíu kvöld í röð á aðventu 1979. Það var ekkert áhlaupaverk og kannski ekki hægt - í miðum jólaprófum - nema í einum fjölmennasta tónlistarháskóla heims. Nýr hópur daglega. Æft að morgni - leikið eður sungið að kveldið. Þá laukst það upp fyrir sumum hvílíkt veldi var á aðlinum í gamla daga. Hér koma dæmi úr ofangreindri tíu daga tónleikaskrá:
*Er hirðir riðu í hlað var fluttur svona konunglegur lúðraþytur eftir Samuel Scheidt:
*Þegar matast var þurfti að skemmta kóngafólki á milli rétta. Johann Hermann Schein:
*Að morgni urðu konungar að mæta til kirkju til að endurheimta sálu sína og guðdómlegt vald. Þá var Kapellmeister Heinrich Schütz alveg í essinu sínu og messaði yfir liðinu með einu fínu Magnificati á móðurmálinu: Meine Seel erhebt den Herren. Önd mín miklar / lofar Drottin. Að svo búnu héldu stórbokkar áfram að skemmta sér. Konur snyrtu sig á ný. Matreiðslumenn og þjónar vönduðu sig - og tónlistarmenn fengu að narta í afganga // Amadeus mótmælti þessu „ástandi“ meira en öld síðar - en þá bjuggu innan við 18.000 manns í Salzburg. Hið guðdómlega biskupsvald þar sagði undrabarninu að hypja sig á burt. Við það komst sá háæruverðugi prins í mannkynssöguna // Svona kynntist undirritaður snilli þeirra Schütz, Scheidt og Schein. Við erum miklir vinir til 35 ára.
(10.01.15)
Mótíf er einn notadrýgsti efniðviður tónskálda um aldir. Mótíf getur verið röð örfárra tóna með eða án hrynmynsturs. Beethoven (1770-1827) kunni allt. Aðalefniviður 1. þáttar 5. sinfóníu hans byggir á fjórum tónum og hrynmynstri: (þögn) stutt, stutt, stutt og langt (G, G, G, Es) - sjá nótur hér að neðan. Mótíf þetta birtist í öllu hljóðfærum, í öllum hugsanlegum tónhvörfum, s.s. beint af augum, afturábak, í spegilmynd, og í spegilmynd afturábak - og nánast í hverjum takti í heilar 7-8 og mínútur - tónflutt út um alla móa. Fimmta er ekki einstök fyrir þær sakir. Hér er hún rétt hefjast. Meira stendur til. Sinfónían var samin 1808.
Heyr og sjá grafíska umritun fyrsta þáttar:
Mozart dó ungur (1756-91). Hann kunni allt. Lokaframlag hans til sinfónískra bókmennta var hin svokallaða Jupíter sinfónía nr. 41 - samin 1788. (Undirritaður tekur ekkert mark á gælunöfnum tónverka; þykist þó vita að Mozart eigi ekki þessa nafngift - heldu þeir sem reyndu að feta í fótspor hans, enda verkið einstakt; stórt í sniðum líkt og reikistjarnan). Og þá beint að efninu: Lokaþáttur sinfóníu 41, sá fjórði af fjórum, er stórbrotin tónsmíð. Þar bregður Mozart sér aftur í gráa forneskju og leikur sér að alkunnu stefjaefni, eða mótífi, líkt og köttur að mús. Köllum mótífið Pange lingua . Hann ákveður að nota bara fjóra tóna af laginu. Það er mönnum hulin ráðgáta hví Mozart gerði þetta. Tónarnir tilheyra „Pange lingua, gloriósi córporis mystérium“. Tómas af Aquino orti. Lagið er ævafornt. Tómas var kannski merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn „ . . . af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og því er oft vísað til hans sem heilags Tómasar“. Hann var á dögum 1225–1274 og því 45 ára aldursmunur á honum og Snorra Sturlusyni. Tómas þessi lét eftir sig rit sem sumir hafa á náttborðinu sínu á 21. öld // Umræddir fjórir tónar eru c, d, f, e; eða Do, re, fa, mí - og eru ritaðir í heilnótum. Strax í upphafi lokaþáttarins eru þær og sagðar fram af I. fiðlum og svo í öllum deildum allt til enda. Mótífið birtast í öllum hugsanlegum tónhvörfum, s.s. beint af augum, afturábak, í spegilmynd, og í spegilmynd afturábak. Mozart fer ekkert dult með þessar tónsmíðakúnstir fremur en Beethoven. Þvert í mót. Hann beinlínis „auglýsir“ þær þegar þær koma fyrir í tónvefnum.
Annars var Mozart allur svona. Sinfónía nr. 40 (einnig frá 1788) sem allir þekkja er full af þessu (sjá aðalstef 1. þáttar t. a. m.):
Það hlýtur sömu útreið / úrvinnslu og Pange lingua mótíf 41. sinfóníu hans. Fyrstu þrír tónarnir es, d, d (stutt, stutt, langt) eru gerðir að þriggja tóna mótífi sem birtast í öllum hugsanlegum tónhvörfum, s.s. beint af augum, afturábak, í spegilmynd, og í spegilmynd afturábak o.s.frv. Út um alla móa. Þá gætu sumir dregið þá ályktun að Beethoven hafi lært þessar kúnstir af Mozart. En það er ekki svo.
Nákvæmlega einn öld áður en Beethoven samdi fimmtu sinfóníu sína og 80 árum áður Mozart samdi sinfóníur nr. 40 og 41, var á dögum ungur maður sem hét Jóhann Sebastian Bach. Bach dó „gamall“ og blindur (1685-1750). Hann kunni allt. Enda var hann stúderaður af Mozart og Beethoven og öllum hinum - og enn í dag. Kantata hans Christ lag in Todes Banden BWV 4 í e-moll er líklega samin 1708 - og Bach því vart nema 22 ára. Þýskur sálmur er eftir Lúther. Fyrsta vers: Í dauðans böndum Drottinn lá, frá dauða svo vér sleppum, en upp reis dauðum aftur frá, svo eilíft líf vér hreppum. Í Guði því oss gleðjast ber og gjalda þökk og syngja hver af hjarta: Hallelúja. Sjá sálmabók nr. 157. Kantatan byggir á þessum sálmi Lúthers. Lagið er frá miðöldum eður enn eldra. Það veit ekki nokkur maður. Kantata hins bráðunga meistara er í tíu þáttum, að meðtöldum forleika (Sinfóníu) og sálmalaginu, sem rekur lestina ómengað af krúsídúllum og kontrapunkti - svo söfnuðurinn geti tekið undir og allir farið glaður heim. Líkt og Pange lingua mótíf Mozarts er þetta forna sálmalag rauður þráður í BWV 4 allt til enda, þ.e. umvafið tónvef Bachs. Það heyrir hvert mannsbarn sem heyra vill. Að vísu telur undirritaður að drengjaraddir hafi sungið lagið á sínum tíma og Bach því auglýst það rækilega svo allir mættu heyra og njóta. En það gæti verið misminni. Hér annast kvennaraddir flutning þess (sópran) í upphafskórnum. Heyr hvernig hvernig John Eliot Gardiner kallar sálmalagið fram í blábyrjun. Hann sussar á aðrar söngraddir (alt, tenór og bassa). En svo tekur tónvefurinn öll völd þ.e. mótífísk úrvinnsla. Hér eru viðhafðir allir tónsmíðagaldrar Mozarts og Beethovens. Því mætti draga þá ályktun að hinn ungi Bach hafi rutt þessa braut. En það er ekki svo:
• Sinfonia
• Choeur: Christ lag in Todesbanden (sópran)
• Duo: Den Tod niemand zwingen kunnt (tenórar)
• Aria: Jesus Christus, Gottes Sohn
• Choeur: Es war ein wunderlicher Krieg
• Aria: Hier ist das rechte Osterlamm
• Duo: So feiern wir das hohe Fest
• Choral: Wir essen und leben wohl
Josquin des Prez (1440/55-1521) var mikill meistari og kunni allt. Hann samdi kirkjutónlist - þar á meðal messu eina (sennilega 1515) í hefðbundnum fimm þáttum - Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Hún er kenndi við Pange lingua. Tómas af Aquino orti. Lagið er ævafornt. Þetta er sama lag og Mozart byggir á lokaþátt 41. sinfóníu sinnar (sjá hér að ofan). Lagið var í upphafi sungið einraddað (sb. Gregorsöngur) kannski alveg frá 9. öld eða jafnvel fyrr. Mozart nýtir sér aðeins fjóra tóna úr laginu, líkt og áður segir. Þá eru að finna í miðju Kyrie kaflans á orðunum Christi eleison / Kristur miskunna oss (í hljóðritun hér að neðan á 0:50 og áfram). Þeir (tónarnir) eru þar fyrst sungnir af bössum og svo af hverri rödd á fætur annarri líkt og í keðjusöng. Christi eleison þáttur þessi er undurfagur eins og allt annað sem Josquin kom nálægt. Og þá gæti manni dottið í hug að Josquin hafi verið fyrirmynd Bachs, Mozarts og Beethovens. En það er ekki svo. Og til að orðlengja þetta ekki frekar leyfir undirritaður sér að benda á eigin ritsmíð er birtist í Morgunblaðinu - en hún er með fyrstu greinum á þessari heimasíðu og ber yfirskriftina Músík í ljósvaka Mbl. 1. apríl 2014 (sjá bls. 6 eður 7 hér að neðan).Þá loks ættu lesendur að komast að því hvað menn eru fara með þessum dularfullu skrifum í janúar 2015; sb. Pange, lingua, gloriósi Córporis mystérium.
MÚSÍK Í LJÓSVAKA MBL. 1.APRÍL, 2014
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
(14.1.15)
Eitt er að vera hljómsveitarstjóri með áhuga á samtímatónlist - en hitt vanþakklátara á mælistiku „top of the pops“ að vera samtímatónskáld. Ljóðskáld þekkja þessa „problematík“ - og skapandi listamenn almennt. Svona fólk á það sammerkt að uppskera seint og um síðir - kannski. Svona fólki er ljóst að hvaða kostum það gengur. En sköpunargleði er bara svo fullnægjandi. Hún verður hvorki metin til fjár né frama. Eða líkt og eitt merkasta tónskáld Íslands sagði. Að heyra nýtt verk sitt flutt er eins og að eignast barn. Það er ólýsanleg tilfinning. Það jafnast ekkert á við hana. - Þá er ekki ónýtt að segjast hafa verið ljósmóðir þess.
Maður er nefndur Markús eða eiginlega Mark og hann er Filippusson þ.e. Phillips. Leiðir hans og undirritaðs liggja saman. Mark er mikið tónskáld. Það er ekki út í loftið að tala um nána samvinnu og vináttu í því sambandi.
Á vef sem nefnist soundcloud eru tónverk sem Mark hefur falið undirrituðum að frumflytja eða undirritaður falast eftir af honum. Þau nefnast Fire and Ice og Intrusus. Verk „okkar“ Marks eru fleiri - en þetta látið nægja í fyrstu bunu. Fyrra tónverkið er fyrir strengjasveit. Hið síðara fyrir fullskipaða hljómsveit og rúmlega það. Nafngiftir verkanna segja allt sem segja þarf. Bæði glæsileg.
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
(18.01.15)
Undirritaður kynntist Misti Þorkelsdóttur þegar hún var barn í Kópavogi. Svo hafa leiðir legið saman. Mist er mikið tónskáld enda maður falast eftir verkum hennar. Hér er eitt - og hið nýjasta af kljásteinum okkar þeas. Kvinnan fróma - um Guðríði Þorbjarnardóttur - fyrir strengjasveit. Verkið talar sínu máli um hæfni Mistar (8 mín).
https://soundcloud.com/user911478883/mist-thorkelsd-ttir-kvinnan-fr
Áður kom þetta, líka fyrir strengjasveit – In honor of Those . . .
https://soundcloud.com/user911478883/mist-thorkelsdottir-in-honor-of-those-f-str
*
Faðir Mistar, Þorkell Sigurbjörnsson, orti svona músík fyrir okkur Hafliða Hallgrímsson:
https://soundcloud.com/user911478883/cello-concerto
Sjá ef vill grein: http://gudmunduremilsson.is/images/Word/Thorkels_saga_Sigurbjornssonar.pdf
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
Hornkonsert með Ib
(22. 01.15)
Við hittumst á laugardegi - síðkvölds - í móttöku Hótel Riga og féllumst eiginlega í faðma, Þorkell, Ib-Lansky Otto og undirritaður. Þorkell var með raddskrá af Hornkonsert sínum; „litla stráið hann Ib“ með lúðurinn - og undirritaður lafhræddur. Skyldi þetta takast? Svo fóru þeir aldavinir að sofa en undirritaður að stúdera einn hornkonsert á sínu herbergi um nóttina.
Á sunnudagsmorgni iðaði Stúdíó Riga af lífi, tæknimenn, tónmeistarar, hljóðfæraleikara og gestir. Þetta þótti fréttnæmt. Ib í heimsókn. Fyrsta tilkynning hljómsveitarstjórans svohljóðandi. Við verðum að hafa hraðar hendur; Ib-Lansky þarf nefnilega á ná í skottið á Stokkhólmsfluginu kl. 16:00. Satt - en slæm sálfræði. Ib blés nokkrar tóna í lúðurinn í upphitunarskyni og sagði svo yfir söfnuðinn. Það er eitthvað að þessum lúðri mínum. Hann er falskur! Við þau orð átti hann hvert bein í öllum viðstöddum - og þá hafist handa. Það fóru allir glaðir heim og Ib náði Stokkhólmsflauginni. Svo settist hann í hásæti sitt á mánudagsmorgni í Fílharmóníu Stokkhólmsborgar. Þorkell varð eftir í Riga og við hljóðrituðum fjögur hljómsveitarverka hans að auki.
Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883/hornkonsert-thorkell-sigurbjornsson-ib-lansky-ott
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
Brotaspil, Flökt og Hlými
Ferðin sem aldrei var farin (sb. Sig. Nordal)
(26.1.15)
Einu sinni - og bara einu sinni - var sótt um styrk á Íslandi til að sinna rannsóknarverkefni. Í umsókn undirritaðs var því haldið fram að þrjú hljómsveitarverk skiptum sköpum í tónlistarsögu þjóðarinnar, þ.e. á sjöunda áratug sl. aldar - og reyndar öldina á enda: Flökt Þorkels Sigurbjörnssonar (hljómsveitarverk op.1), Hlými Atla Heimis (hljómsveitarverk op. 1) - og þá ekki síst Brotapil Jóns Nordal, auk hins undurfagra og alþekkta Adagios hans.
„Nefndin“ kallaði til „sérfræðing“ til að meta þessa tilgátu. Sérfræðingurinn, sem var ungtónskáld, taldi hana hæpna - enda viðkomandi hvorki heyrt á þessi tónverk minnst né séð raddskrár af þeim. Barast aldrei heyrt hljóðrit af þeim heldur! Að auki vissi hann ekkert um svokallaða set-analísu. Því fékkst ekki styrkur - eða svo sagði í ítarlegu höfnunarbréfi.
Þá áttaði umsækjandi sig á því, að honum hafði láðst að taka fram að hann hefði rætt þessi tónverk fram og aftur við tónskáldin þrjú á unglingsárum í Tónó á sjöunda áratug (1962-1967); heyrt fátæklegan og bjagaðan frumflutning þeirra - ýmist á tónleikum eða af „stáþráðum“. Handleikið raddskrárnar þrjár undir leiðsögn tónskáldanna í einkasamtölum; séð skopmyndir í dagblöðum og skilningssljó skrif „gagnrýnanda“, orið vitni að mótmælum hljóðfæraleika sem botnuðu ekki í þessum verkum og gerðu flest með hangandi hendi. Verst var þó, að í sumum tilfellum ríkti dauðaþögn um verkin þrjú og tómlæti og litið á þau sem einskonar mistök. Meira að segja harðast klapplið hélt að sér höndum.
En að auki gafst undirrituðum tækifæri áratugum síðar, við gerð þriggja heimildarmynda fyrir sjónvarp um þessi þá „ástsælu“ tónskáld, að víkja að orðum að Brotaspili, Flökti og Hlými - undir fjögur augu á ferðalögum um heiminn. Þá létu þessir ágætu menn allt fjúka í trúnaðarsamtölum. Íslendingar voru nefnilega á „Hraustir menn“ stiginu er hér var komið sögu (1962-67+) og það segir allt sem segja þarf.
Undirritaður ákvað þá að fara sína leið að vanda - án betlistafs. Hófst handa í stopulum tómstundum. Sú vegferð tók reyndar áratug og rúmlega það og skilaði sér hvorki í samanburðar-bókmennta-fræði-grein (ígildi doktorsritgerðar) né öðru haldbæru - komandi kynslóðum til gagns og gamans. Sigurður Pálsson skáld með meiru kallaði svona vinnubrögð langlundargeð eða öllu heldur „langtímaskyn“ (1987). Manni þykir vænt um þau áhrinsorð. Þau varða veginn enn og áfram.
Fyrst þurfi að finna raddskrár Flökts, Hlýmis og Brotaspils. Þessi verk lifðu bara í undirmeðvitund unglings – (fyrstu áhrif eru ofar en ekki sönn). Svo að grafa upp hljómsveitarraddir; fara yfir þær og leiðrétta samkvæmt raddskrám; svo að stúdera og læra þessi verk til flutnings; loks að finna vinsamlegan vettvang sem vildi gjöra svo vel að hljóðrita þau sómasamlega - helst ókeypis. Staðir fundust á 21. öld í Varsjá (Atli Heimir viðstaddur) og Riga (Þorkell viðstaddur). Lengra varð ekki komist - Brotaspil Jóns var ekki á meðal hljóðritaðra verka - því miður. Örlaganornin afréð það. Hún getur verið grimm. Notast var við handónýta upptöku frá frumflutningi í Hábíói 1962. Samkvæmt upplýsingum safnardeildar RÚV er það enn eina hljóðritunin af þessu verki Jóns. Til öryggis var símað til Jóns og hann staðfesti þetta. Brotspil liggur enn óbætt hjá garði.
Að svo búnu var farið við að rannsaka tónverkin þrjú - með gulnaðar raddskrár og splunkuný hljóðrit af Flökti og Hlými að leiðarljósi (Adagio Jóns var strax hljóðritað og gefið út í Svíþjóð í vönduðum flutningi). Notast var við sömu rannsóknaraðferðir („Schenker“ og Set-Analísu) og þegar Dies Irae Pendereckis var skoðað til doktorsprófs, en Penderecki samdi það verk á sjöunda áratug, líkt og Þorkell, Atli og Jón sín verk. Þeir fjórir voru samferða (1960 til 1967 +/-) og þekktust beint eður óbeint frá Darmstadt og víðar. Þeir stóðu allir á tímamótum - reyndar stóð alþjóðlegt tónlistarlíf á tímamótum eftir mannskæðustu styrjöld allra tíma. Menn voru ráðvilltir og leitandi. Hvert skyldi nú halda? Þeir Jón, Þorkell og Atli hugsuðu ráð sitt - sumir í allmörg ár - áður en ráðist var til atlögu við nýtt hljómsveitarverk. Það er merkilegast þögn í samanlagðri tónlistarsögu þjóðarinnar.
Undirritaður rispaði helstu niðurstöður sínar á blöð árið 2000 og eitthvað. Þær eru aðallega geymdar í hugskoti manns - og hafa þroskast þar. Hin upphaflega tilgáta stendur óhögguð, þ.e. tónverk þessi varpa ljósi á öllu síðari hljómsveitarverk viðkomandi höfunda - og þá ekki síður á verk nemanda þeirra allra fram á 21. öld - þ.e. á íslenskar hljómsveitarbókmenntir! Þau eiga það sammerkt að vera verkin sem voru samin áður en tónskáldin okkar þrjú fundu sitt eigið tungutak og tónmál - sem allir nú þekkja er þekkja vilja - og mæra.
Söguhetja Sigurðar Nordal (sjá undirfyrirsögn), Lucius að nafni, komst að þeirri niðurstöðu - fyrir rest - að „heima“ væri best. Orustur við herdeildir (skrifræðis) væru ekki til neins. Menn skyldu vera óháðir, sjálfstæðir og sjálfbjarga - í sínu hugskoti. Held að þetta kunni að eiga við tónskáldin okkar þrjú - í öllu falli um undirritaðan sem sækir ekki um fleiri styrki.
Annars er ástæðulaust að fjölyrða um þetta - en rétta að ota þessum hugmyndum að tónvísindamönnum á 21. öld; nýrri kynslóð tónskálda og tónfræðinga - þessari lífsreynslu, upplýsingum og innsæi - auk hljóðrita sem nú koma loks fyrir almenningssjónir - eða eyru. Það er ástæðulaust að liggja á þessu líkt og ormur á gulli. Birt með óskum um að ofangreint komi að gagni við ritun tónlistarsögu á shl. 20. aldar.
Hlýðum á Flökt Þorkels og Hlými Atla Heimis - í von um að einhver klári þetta dæmi af nærgætni og virðingu við mikla listamenn og frumkvöðla á heimsmælikvarða - hiklaust talað.
Þorkell - Flökt (Riga):
Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883
Atli Heimir - Hlými (Varsjá):
Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883/hlymi-ahs
Ítarefni: Sjá ef vill shl. greinar á heimasíðu þessari frá 18. júní 2014. Þar kemur Hlými við sögu á bls. 4:
Smella á eftirfarandi: http://gudmunduremilsson.is/images/hlymi.pdf
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
Tvítug fluga í Höfðinu
(28. 01. 2015)
Einu sinni fékk maður þá flugu í höfuðið í Grenoble 1990+ og endanlega 2010 að ástæða væri að efna til hljómsveitartónleika Jóni Nordal til heiðurs - einskonar Festschrift í tilefni ævistarfs í þágu tónlistar.
Og hvernig gerir maður það á Íslandi? Maður fer á stúfana og hringir um allar trissu. RÚV sagði já með skráðum skilmálum. Sinfó sagði já með skráðum skilmálum - og hinir og þessir fjármögnunaraðilar líka en alveg skilmálalaust. Þetta mátti nefnilega ekki kosta neitt. Varð að vera ókeypis. Ríkisstofnanir blankar. Í öllu falli átti undirritaður ekki fyrir hljómsveit, tæknimönnum, tónleikasal í fimm daga og eitt kvöld og prentsmiðju og píanóstillara og hinu og þessu. En fjármögnun tókst.
Að svo búnu var haft samband við starfsbræður Jóns Nordal hér og hvar og þeir beðnir að semja tónverk Jóni til heiðurs (Þorkell og Atli Heimir höfðu þegar gert það í Grenoble) - og aldeilis ókeypis. Tvö tónskáld að auki brugðust ljúflega við 2010.
Svo var talað við vin í stétt hljómsveitarstjóra og hann spurður hvort hann vildi ekki skreppa til Íslands og heiðra Jón Nordal á sinn kostnað - því maður gæti bara ekki bæði verið dyravörður og hljómsveitarstjóri það kvöldið! Það gekk líka eftir. Maestro Andrew Massey tók hlutverkið að sér og borgaði sinn brúsa.
Og þá er að segja frá því að flutt voru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Gerald Shapiro og Þórð Magnússon. Tónleikunum lauk á hinu dásamlega Adagio Jóns Nordal fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit. Þá fullkomnaðist kvöldstund í Langholtskirkju.
En sagan er ekki á enda - því öll hin tónverkin eru samin fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit líkt og Adagio Jóns Nordal!
Nú voru allir glaðir og allir á lífi og efnt til matarboðs - reyndar nokkuð fyrr.
En gleðin stóð ekki lengi. Fólk fór yfir móðuna miklu.
Er nú allt kyrrt í vorinu um hríð. Berst þá ekki undirrituðum - upphafsmanni til tuttugu ára, framkvæmdastjóra og fjármögnunarstjóra þessara tónleika - reikningur frá píanóstillara (x6). Sá sagðist hafa reynt að rukka RUV án árangurs. Svo Sinfó - líka án árangurs; að þessar ríkisstofnanir hefðu sagt sér að ekkert hefði verið samið við GE um píanóstillingar og því væru svona reikningar á hans snærum. Nú væri komið að undirrituðum að borga - takk. Segjum bara að málið hafi verið leyst farsællega - til varpa ekki skugga á annars bjarta minningu.
En - undirritaður stóðst ekki freistinguna og rammaði hinn víðfeðma píanóstillara-reikning inn og hengdi upp á vegg í Árvogi. Ekki verður tilgreint hvað stendur í honum - enda svakalega fyndið.
Var annars rétt í þessu að fá símskeyti frá “Herman Melville” - sem vissi allt um vísindagreinar Jónasar Hallgrímssonar (sjá Moby-Dick) - svohljóðandi - (sá fer létt með sjómannamál á 21. öld - er þetta ekki líka músík?):
Went out for a sail this morning. Brisk trade winds around 20 knots. Lots of sun and high puffy clouds. Good for the tan. One reef in the mainsail and full jib. I had the mizzen up as I left the harbor but took it down as soon as I reached open water. Sailed around some small islands nearby and was back for lunch. This afternoon more work on the current building project. I fastened on the keel - a big step. All good here in paradise.
Tokkata Geralds Shapiros fyrir Jón Nordal í 3 þáttum
Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883
Skák og mát (29.01.15)
Leikhlé - Skák og Spark
Einu sinni sem oftar var efnt til skákmóts (firmakeppni) í milljónaborg sem heitir Rochester NY. Dr. Robert Gauldin deilarforseti tónvísindadeildar Eastman School of Music, University of Rochester, safnaði árlega liði úr Eastman til þátttöku. Sjá áframhald greinar hér
Smella á eftirfarandi:
Smella á eftirfarandi:
Tvö verk flutt á Íslandi
(1.02.15)
Varla er hægt að búast við því að sumir muni alla einleikara og einsöngvara sem þeir hafa starfað með frá 1973 vítt og breitt. Því hefur maður sleppt því að nefna þá - en ekki af vanþakklæti. Þvert í mót. Sendi þeim öllum bestu kveðjur og þakkir. Svoleiðis upplýsingar eru allar skráðar, hér og hvar. Við látum tónlistarsagnfræðingum eftir að grafa þær upplýsingar upp, ef vill (!), hafi þeir ekkert við að vera á 21. öld. Undirritaður þakkar bara fyrir að muna hljómsveitarverkin sem hann hefur stjórnað til 42+ ára.
Eitt slíkt heitir Flos Campi, segjum liljur vallarins og er eftir Ralp Vaughan Williams - samið fyrir víólu, hljómsveit og kór; sumsé víólukonsert - sem ekki eru margir - já eða svíta. Ekki er óeðlilegt að rifja það verk upp á þessari tíð enda verið að minnast hinna föllnu hermanna sem létu lífið fyrir einni öld og síðar. Á þeim vígvöllum vaxa nú liljur.
Í eftirfarandi myndskeiði er altari kirkju hulið fölgrænum dúk - lit hinna gróandi valla. En altarið gæti allt eins verið líkkista óþekkta hermannsins - og því undarlega sterk tákn í mynd. Kórinn er orðvana – (af sorg?). Hér heyrist hin „mannlega rödd“ víólunnar vel - eins og Mozart sagði um sitt uppáhalds strengjahljóðfæri. Hún hljómar eins og mannsrödd, sagði undrabarnið. Í þessu tilfelli grátklökk. Gagnrýnandi einn á Íslandi reit. Þetta er svona Hollywood-músík. Sá var útí móa.
Víólukonsert Atla Heimis (Könnun) er af öðrum toga. Konsertinn minnir á kalda-kol-bókmenntir eftirstríðsára; námsborgin Köln í rúst; loft lævi blandið, kjarnorkuvá við hvert fótmál. Enda á víólan erfitt uppdráttar í massífum hljómsveitarbúningi tónskáldsins - líkt og skynsemin í þá daga (1971). AHS samdi Könnun til heiðurs Jóni Leifs, sem fékk nú aldeilis að kenna á stríðsrekstri.
Bæði þessi verk „fjalla“ því um stríð. Hvort með sínum hætti; Atla í yfirfærðri merkingu. Ólík mjög.
Flos Campi RVW
Smella á eftirfarandi:
Könnun AHS
Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
Tvær Óperur
(4.2.2015)
Sveinn Einarsson leikstjóri átti hvert bein í söngvaraliðinu í Bayreuth og síðar Toronto.
Reyndur maður
Það er meir en að segja það að panta tvær kammeróperur ofan af Íslandi, ráða þaðan einsöngvara, hljóðfæraleikara, ljósameistara, leikstjóra, sviðsstjóra, hljóðmeistara, búningahönnuð, saumakonur osfrv og flytja svo landsliðið og græjur til útlanda og frumflytja - og fjármagna. Um þetta mætti segja langar sögur. Segjum bara eina sögu - svo ekki halli á glæst listamannalið // Aðalsöngvarar veiktust/veikjast undantekingarlaust daginn fyrir frumsýningu, hvort heldur í Beijing eður Bayreuth. Og það var einmitt þar - í Bayreuth - sem eftirfarandi gerðist - svo maður slái á létta strengi þótt þetta sé ekkert grín og mikið í húfi. Carl-Gunnar Ahlén (sb. Jón Leifs) var staddur á lokaæfingu en tveir aðalsöngvarar með hina illræmdu Bayreuthpest. Gagnrýnandi Svenska Dagbladet kemur eftir æfingu og segir við stjórnandann. Vinur minn - hefurðu sungið opinberlega? Nei. - Þú gerðir það í dag! - Ha? - Já, og tvö hlutverk! - Maður svarar í nauðvörn: Tók bara ekki eftir því. Gerði ég það? Einhvur varð að gera það - Þá segir Carl-Gunnar og skellihlær. Það er ekki dónalegt að debútera í Bayreuth! // Renata nú Emilsson sat á sviðsbrún með skrifblokk og skráði eftir undirrituðum takta sem þyrftu endurskoðunar við eftir lokaæfingu. Maður var bara svo rosalega „busy“ // Innskot: Síðar eignaðist Carl-Gunnar hana Evu, vinkonu Renötu, sem þá starfaði fyrir Tékknesku Fílharmóníuna í Prag // Um kvöldið mættu aðalsöngvararnir á svið og sungu eins og englar // Umrædd ópera heitir Grettir og er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Hin óperan er eftir Atla Heimi Sveinsson og heitir Tunglskinseyjan - frumflutt í Beijing // Í þjóðleikhúsi Íslands var sýnt nánasta ókeypis. Því miður hafði undirritaður ekki rænu á að láta dókumentara þær sýningar þótti það væri í verkahring hans - ekki satt? Sumir skammast sín nú fyrir það og naga sig í handarbök. Sjá annars nánar á timarit.is
Tvær Númer III
(9.2.2015)
Sigurður I. Snorrason
Fátt er ritað um tónlist á Íslandi. Eða, fátt af því kemur fyrir sjónir almennings. Kafnar sennilega í kraðakinu. Þó er ein bók sem stöðugt er verið að skrifa og er hún lesin jafnóðum í Ríkisútvarpið – einskonar framhaldssaga a la Charles Dickens. Menn hafa verið að rita hana síðan 1950 og margir lagt hönd á plóg. Hér er átt við tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í raun er þessi ímyndaði og merkilegi doðrantur mælistika á tónmennt þjóðarinnar. Ekki verða þeir misgóðu sálmar sungnir hér - því nú er komið net sem gerir mönnum kleift að lesa allar heimsins bókmenntir og vísindi. Dæmi hver fyrir sig um framþróun þessara mála. Reyndar er þetta efni í doktorsritgerð // Árið 1905 gerðist þetta á vegum Einars Benediktssonar:
„Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni.“ ´Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp t víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allÍsland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu.´
En loftskeyti og alheimsnet duga ritstjórum tónleikaskráa SÍ skammt ef ekki er til staðar innsæi, þekking, hæfileikar, reynsla og gáfur til að greina það alheimsfljót sem hingað rennur öllum stundum.
Maður er nefndur Sigurður I. Snorrason, þjóðkunnur af margháttuðum störfum í þágu tónlistar. Hann skrifar nú tónleikaskrár SÍ. Hér kveður við nýjan tón í „doðrantinum“. Það er hrein unun að lesa það sem Sigurður skrifaði um 3. Sinfóníu Sibeliusar og 3. Sinfóníu Bruckners - engar tuggur, engar gamlar lummur. Sigurður skrifar af þekkingu, reynslu og gáfum sem aðeins sá ræður yfir sem hefur helgað líf sitt tónlist frá barnsaldri. Orðfæri til fyrirmyndar, tilgerðarlaust með öllu. Allt frá hjartanu // Þetta vildi undirritaður hafa sagt.
Sibelius #3 í C-Dúr. Heyr eftirfarandi:
Bruckner #3 í d-moll. Heyr eftirfarandi:
Nýtt Félag
(13.2.2015)
„Félag doktora í tónlist á Íslandi var stofnað 5. október sl. Markmið félagsins er að efla tónlistarrannsóknir og tónlistarmenntun á háskólastigi, styrkja stöðu þeirra sem lokið hafa doktorsnámi í tónlist og nýta þann mannauð sem felst í þessari menntun. Á stefnuskrá FDTÍ er t.a.m. undirbúningur stofnunar doktorsnáms í tónlist og samstarf við menningar- og menntastofnanir innanlands og erlendis. Félagið mun ennfremur álykta um mál sem snúa að tónlistarmenntun og rannsóknum á háskólastigi og standa vörð um faglega hagsmuni félagsmanna. Stjórn og varastjórn FDTÍ skipa: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður; Dr. Kjartan Ólafsson, tónskáld; Dr. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Ragnheiður Ólafsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari.“
Fyrst þetta. Undirritaður hefur ekkert umboð til að tala fyrir hönd nýstofnaðs félags - og kærir sig ekkert um slíkt. Hann heldur bara sínu striki með málfrelsi að leiðarljósi - ber ábyrgð á sínum skrifum. Hann hefur forðast eldhaf skrifræðis, frændsemi og stjórnmála á Íslandi í aldarfjórðung og fer ekki að breyta því úr þessu.
Félagið hóf störf undir forystu dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur í október sl. haust. Held hún hafi einnig verið aðalhvatamaður að stofnun þess. Þetta eru góð tíðindi og félögum færðar bestu óskir. Nú vill svo til að kvóti undirritaðs á sviði félagsmála hefur verið seldur (!) og því fremur seint í rass hans gripið. Á móti kemur hitt, að maður hefur einsett sér að styðja og styrkja þetta framtak af fremsta megni - utan dagskrár og án leyfis.
Forsaga: Óformlegur hópur doktora í tónlist ku hafa beitti sér fyrir lagabreytingum 2012 - ef rétt er skilið - um þá kröfu - að menntun sé metin að verðleikum við ráðningu starfsmanna Listaháskóla Íslands og slíkra stofnana. Maður var nú bara rétt að frétta þetta 2015 og sjá gögn þar að lútandi. Þetta hljómar kannski eins og grín á mörkum öfugmæla. Þarf að benda löggjafanum á svo augljóst sannindi? Nei. Hver er á móti hækkandi menntunarstigi á Íslandi? Var einhver að tala gegn því (sjá neðar) í bréfum til Alþingis? Gæti það nú verið? Augljóslega hefur eitthvað farið úrskeiðis í þessum efnum frá stofnun LHÍ.
Doktorar í tónlist verja mörgum árum í útlöndum til að mennta sig. Þeir eiga að njóta þess. Ef ekki er spurt: Til hvers er fólk að mennta sig? Til hvers er Háskóli Íslands og aðrir háskólar? Til að nemendur þeirra séu hundsaðir? Listháskóli Íslands var/er berlega sekur um slíkt óréttlæti. Furðulegar eru dylgjur í bréfum fyrrum rektors LHÍ um stöðuveitingar á hans vegum annars vegar og doktora hins vegar. Þær er í fullri mótsögn við tilgang þeirrar stofnunar.
Færa má rök fyrir því að einu sinni hafi ekki verið til doktorar í listum - enda Mozart ekki doktor í neinu, bara undrabarn - en kannski faðir hans - hann Leopold. En nú eru til bráðlifandi doktorar í „músík“- í víðasta skilningi þess orðs. Framhjá þeim verður vart litið - ekki lengur - nema þeir séu eitthvað bjagaðir innvortis. Og þeir eru ekki annars flokks listamenn, líkt og umræddur rektor lætur í veðri vaka í opinberum skrifum sínum til alþingismanna - enda hann sjálfur ekki doktor í neinu og kannski sjálfur annars flokks. Maður leggur ekki dóm á það. Sko, það er ekki ávísun á neitt að vera doktor í sínu fagi. En það er vart hægt að álasa fólki fyrir það. Meira að segja Alþingi snarfattaði þetta um leið og á það var bent - og breytti lagafrumvarpi!
Þá dæmisaga. Alvöru tónskáld (f. 1930 og eitthvað) sat virðulegt boð. Borðdama segir upp úr þurru. Er eitthvað varið í þessa Manuelu Wiesler? Skáldið svarar. Hún er snillingur. Frúin spyr þá. Af hvurju er hún þá á Íslandi? Held að tónskáldið hafi þagað þunnu hljóði - en hugsað sitt. Eða eins og annað snarlifandi alvöru tónskáld (f. 1920 og eitthvað) sagði af öðru tilefni og bara nýlega: Nú er svo komið að það er hversdagleg krafa að menn séu doktorar í sínu fagi. Húrra fyrir honum! Það var ekki svo á 19. og þeirri 20. En nú er 21. öld. Get it?
Og enn önnur dæmisaga: Undirritaður heyrði á viðtal í RÚV við lögreglustjóra - er nú ræður ríkjum frá Tröllaskaga til Berufjarðar amk. Sú fór áður í mál. Taldi að á henni verið brotið á Húsavík þar eð hún væri af vitlausu kyni. Hún vann það mál. Húrra fyrir henni. Kannski ættu doktorar í tónlist að fara í mál við LHÍ til að fá úr því skorið hvort doktorar séu annars flokks.
Sjá ef vill og aukreitis langhund um svona mál: Viðutan prófessorar frá 18. ágúst 2014:
http://gudmunduremilsson.is/images/stories/18.agust.pdf
Nýr Rektor LHÍ
fimmtán sóttu um starfið
(13.2.2015)
Fréttatilkynning frá LHÍ apríl 2013: Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún tekur við embættinu 1. ágúst nk. af Hjálmari H. Ragnarssyni sem hefur verið rektor frá stofnun og leitt farsællega fimmtán ára uppbyggingarferli æðri listmenntunar undir merkjum LHÍ. fr
Fimmtán aðilar sóttu um stöðu rektors sem var auglýst í nóvember og rann umsóknarfrestur út í byrjun janúar 2013.
Fríða Björk er með MA gráðu frá University of East Anglia í Norwich, í 19. og 20. aldar skáldsagnagerð en námið var samtvinnað deild háskólans í ritlist. Veigamikill þáttur í náminu var menningarfræðileg greining á skapandi listum og samhengi þeirra við umhverfið. Fríða Björk er með BA gráðu frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og stundaði einnig nám til BA prófs í Centre Universitaire de Luxembourg.
Fríða Björk hefur getið sér gott orð sem bókmennta- og menningarrýnir, rithöfundur, blaðamaður og þýðandi. Undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt, m.a. sem þýðandi og fyrirlesari, en einnig sem þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Hún hefur verið fastur gagnrýnandi Víðsjár á Rás 1 og í Kiljunni í Sjónvarpinu. Um þessar mundir er hún gestaumsjónarmaður í vikulegum þætti á Rás 1 Íslensk menning – getum við gert betur. Fríða Björk starfaði hjá Morgunblaðinu í tæp 10 ár (2000-2009) og gegndi þar ýmsum störfum. Hún var ritstjórnarfulltrúi menningar um árabil, einn af leiðarhöfundum blaðsins, pistla- og greinahöfundur. Einnig skrifaði hún bókmenntagagnrýni bæði um íslenskar bókmenntir og erlendar. Fríða Björk vann einnig sem sérfræðingur í þýðingardeild utanríkisráðuneytisins um skeið og kenndi við Háskóla Íslands á árunum 1997-2008.
Fríða Björk er stjórnarformaður Gljúfrasteins – húss skáldsins, skipuð af menntamálaráðherra. Einnig á hún sæti í ráðgjafarnefnd um heiðurslaun Alþingis, og sem varmaður í samstarfshópi um skapandi greinar – hvort tveggja fyrir hönd menntamálaráðherra. Hún sat í stjórn Kjarvalsstofu í París frá 2009-2012 og var stjórnarformaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006-2009. Fríða Björk vann einnig að uppbyggingu Vatnasafnsins í Stykkishólmi, sem fulltrúi bresku menningarstofnunarinnar Artangel og hefur síðan það opnaði haft umsjón með úthlutun styrkja til rithöfunda sem þar dveljast ár hvert.
Undirritaður hefur ekki hugmynd um hverjir sóttu um þetta starf.
(17.2.2015)
Kristinn E. Hrafnsson
Lesendur heimasíðu undirritaðs hafa verið í sambandi. Þeir eru margir. Samkvæmt heimildarmönnum er það ekki á stefnuskrá LHÍ að sinna doktorsefnum enda hefur svoleiðis menntun ekki í verið í boða frá upphafi – engir prófessorar starfandi við skólann. Þá er skiljanlegt af hverju lektor við LHÍ eru að sækja sér doktorspróf til Liverpool samhliða störfum hjá LHÍ. Og þá er skiljanlegt af hvurju séreignarstofnun þessi lætur sér nægja rektora með magistergráður. En hitt óskiljanlegt hví þessi stofnun er kölluð háskóli. Er Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins og aðrir listaskólar vítt og breitt um landið þá ekki líka háskólar? „Rektorar“ þeirra eru margir hámenntaðir. Hvaða sérstöðu hefur LHÍ hefur gagnvart öðrum listaskólum landsins? Spyr sá sem ekki veit. Er LHÍ tómt plat? Nafnið eitt? Og nú hefur komið í ljós að LHÍ - séreignarstofnun þjóðarinnar - telur sér ekki skylt að nafngreina fimmtán umsækjendur um stöðu rektors. Þetta er allt mjög duló. Meira síðar. En næst þetta. Sjá Morgunblaðið . . .
Morgunblaðið laugardagur 6. september 2015 smella á til að lesa
Musik des 21. Jahrhunderts
Tónlist á 21. öld
音樂21世紀
21世紀の音楽
Ars Nova
La musica del 21 ° secolo
Hudba 21. století
Musique du 21 siècle
Music of the 21. Century
Þórður Magnússon (f. 1973)
Námur fyrir Jón Nordal (frumflutt 2010)
(grein þessi er birt 19. feb 2015)
Að ofan frá vinstri. Þórður Magnússon tónskáld og skilgetið afkvæmi Tónlistarskólans í Reykjavík, þá Jón Nordal„heiðursdoktor“þjóðarinnar, Dr. Gerald Shapiro Íslandsvinur (Brown University), Atli Heimir Sveinsson „heiðursdoktor“ þjóðarinnar, og Þorkell Sigurbjörnsson heiðurdoktor (Hamline University).
Undirritaður hefur falast eftir og frumflutt tónverkafjöld frá 1973. Fyrst í Ameríku. Svo á Íslandi frá 1980-90. Svo í útlöndum í aldarfjórðung plús. En þá „misnotaði“ hann aðstöðu sína sem hljómsveitarstjóri og frumflutti og hljóðritaði ný tónverk - við fögnuð tónleikagesta um víða veröld. Undantekning á þessari 25 ára reglu eru tónleikar til heiðurs Jóni Nordal (2010) á Íslandi (!) en þá voru flutt fjögur tónverk honum til heiðurs, auk Adagios Jóns sjálfs. Þetta ku heita Festschrift á fínu máli. Undursamlegir tónleikar sem vöktu gleði // Þessi fimm tónverk fyrir flautu, hörpu, píanó og strengi munu lifa alla sem lesa þessi skrif. Undirritaður stjórnaði ekki þessum tónleikum – sem er önnur undantekning, enda þeir einskonar uppskeruhátíð. Vinur vor Andrew Massey hljóp í skarðið // Og er þá ekki tilvalið að nota tækifærið og þakka öllum þeim tónskáldum sem hafa treyst undirrituðum fyrir afkvæmum sínum // Umrædd tónverk heita miðaða við ljósmynd hér að ofan f.v: Námur, Adagio, Toccata, Pilsaþytur og Filigree. Þau eru sum á https://soundcloud.com/user911478883 - eru enn að tínast þar inn ásamt öðrum verkum (þetta er svo mikið vesen). Ljóst er að maður mun hafa nóg fyrir stafni á næstu árum við að safna „þjóðlögum“ úr ýmsum áttum og koma þeim á rafrænt framfæri // Og þá má geta þess að undirritaður, sem skipulagði og fjármagnaði umrætt tónleikahald, er einnig skilgetið afkvæmi Tónlistarskólans í Reykjavík og á Jóni Nordal eilífa skuld að gjalda // Um Námur Þórðar Magnússonar er þetta sagt í tónleikaskrá – annað ekki (Dr. Árni Heimir Ingólfsson): „Tónverk Þórðar Magnússonar, Námur, var samið sérstaklega í tilefni þessara tónleika og er frumflutt í kvöld. Með beiðni Guðmundar Emilssonar fylgdi samnefnt ljóð Guðbergs Bergssonar (einnig ort af þessu tilefni – innskot ge), og Þórður lætur eftirfarandi skýringu fylgja með: „Verkið er afrakstur þeirra hughrifa sem ljóðið vakti með mér og er það einskonar ljóðasinfónía.“ // Og nú gæti maður farið að syngja lofgjörð um Námur Þórðar. En dæmi hver fyrir sig. Sjá ef vill grein á þessari heimasíðu frá 28. 01. 2015 - Tvítug Fluga í Höfðinu. Heyr Námur Þórðar á https://soundcloud.com/user911478883
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
(25.2.2015)
Skrýtið: Brideshead Revisited, The Sacred & Profane Memories of Captain Charles Ryder er skáldsaga eftir Evelyn Waugh, Hún svífur yfir vötnum eftirfarandi skrifa. Losna bara ekki undan áhrifum hennnar. Las hana ungur og næmur.
Minnumst fyrst Sinfóníuhljómsveitar Ísland og Söngsveitarinnar Fíharmóníu á þessum árum. Fyrir atbeina tónlistarstjóra RUV voru tvö verk hljóðrituð meðfram námi, Sibelius Nr 2 í D-dúr og Könnun Atla Heimis Sveinssonar. Þá komu tónleikar á vegum SÍ - þar á meðal frumflutningur Sellókonsert Þorkels Sigurbjörnssonar og Adagios Magnúsar Blöndals. Tímamótaverk. Og loks sinfónía Borodins Nr. 2 í h-moll.
Þá sögðu prófessorar í Bloomington - að óþarft væri fyrir undirritaðan að vera lengur „candidate in residence“; að hann gæti lokið námi á sumri eður sumrum – enda tíu sleitulaus ár í útlöndum slatti í poka – og maður í blóma lífsins og til í allt tusk heima á Íslandi.
Næst var ráðist til atlögu með SÍ við sex ný hljómsveitarverk (á fimm æfingum) á Ung Nordisk Musik Festival, þar á meðal verk eftir Esa-Pekka Salonen og Jan Sandström. Nú eru þeir Esa-Pekka og Jan ekki lengur ungir – bara svakalega frægir. Við urðum vinir og hittumst oft síðar.
Næst kom Requiem Gabriels Faurés og Mendelssohn Nr 3 (1983). Þar verður staldrað við að sinni. Einstaklega falleg verk og alþýðleg - sem maður má til með að heimsækja í þessu samhengi.
Gabriels Fauré: Requiem. YouTube slóð:
Felix Mendelssohn: Sinfónía Nr. 3. YouTube slóð:
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
(27.2.2015)
Enn um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir Zinman og Penderecki (sjá YouTube hér að neðan) kenndu manni margt og mikið – annar í Eastman hinn í Kraká. Báðir miklir dirigentar, en Zinman frá byrjun - enda réri hann að því öllum árum - stefndi að því alla tíð. Penderecki hóf seint að stjórna og um síðir – en hefur ótrúlegt vald á hljómsveitum, sérstaklega þegar hann stjórnaði eigin verkum. Sterkur persónuleiki sem heyrir allt.
Vilji Zinmans er mikill - kannski enn meiri en Pendereckis - og slagtækni hans er svo afgerandi og óaðfinnanleg að heimsfrægar hljómsveitir geta ekki annað en fylgt honum – á heimsenda ef því er að skipta – og njóta þess. Zinman var aðalstjórnandi Eastman Philharmonic og Rochester Philharmonic þegar maður var að þaufast þar um slóðir í 6-7 ár – auk þess að kenna lærlingum við Eastman. Maður bara óttablandna virðingu fyrir honum. Samt var hann tómt ljúfmenni prívat. Róbert Abraham gat verið hreinræktuð Gilitrutt, en ekki prívat. Þá fékk hann sér í pípu. Hann reykti Edgeworth tóbak. Seinna tók maður það upp eftir honum – um hríð. Menn áttu margar flottar pípur.
Annars stóð til að segja annað – svo stiklað sé á stóru: Næstu verkefni á vegum SÍ (ásamt Söngsveitinni, Karlakórnum Fóstbræðrum og einsöngvurum), voru tvö stór tónverk; annað eftir Penderecki (kór og hljómsveit) og hitt eftir Robert Schumann (hljómsveit); þ.e. Dies Irae og Sinfónía Nr. 1, sem Robert samdi fyrir Clöru sína í tihugalífinu. Verk Pendereckis er samið í minningu fórnarlamba mannvonsku í Auschwitz. Það var frumflutt við vígslu minnismerkis um þær milljónir 1967. Ólíkari verk verða vart á vegi manns – orðin skammdegi versus vorsól eru hjáróma í því samhengi.
*Penderecki: Dies Irae (frumflutt í Auschwitz)
Lamentation 1. Þáttur Dies Irae. YouTube slóð:
Apocalypsis 2. Þáttur Dies Irae:
Apotheosis Lokaþáttur Dies Irae
*Robert Schumann: Sinfónía Nr 1
Ísland 1980-90 heimsótt á ný - Vopnafjörður
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
(01.3.2015)
Guðmundarstaðir í Vopnafirði (í dag)
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Svo kom að tónleikaferð. Komið við hér og þar - Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum og Garðabæ. Þó ekki í Breiðdal, sem að sögn sr. Emils er fegurst héraða. Eftirminnilegastar eru glæsisaríur úr Öskubusku / La CenerentolaRossinis (Sigríður Ella Magnúsdóttir) og Inngangur, stef og tilbrigði eftir Rossini (Einar Jóhannesson). Þau Sigríður Ella og Einar eru tómir snillingar // Að auki Mendelssohn Sinfónía Nr. 4
Sinfóníuhljómsveitin hafði ekki áður heimsótt Vopnafjörð að sögn, enda stútfullt félagsheimili og stórbrotnar góðgerðir á eftir á fínu hóteli. Meðal annarra orða - hver var þessi Vopni? Landnámsmaður? Menn muna þetta ekki lengur. Og hvað hét bróðir hans? // Þá var fyrir höndum mikill akstur til Egilsstaða. Góðhjartaður og þakklátur Vopnfirðingur segir við rútubílstjóra. Þið verðið nú að njóta fegurðar hér um slóðir. Komið við á Guðmundarstöðum. Þaðan er víðsýnt. Og þetta að auki: Músíkbændur á Guðmundarstöðum hafa bara ekkert vitað af þessum tónlistarviðburði! Rútubílstjórinn fyldi þessari ábendingu enda Guðmundarstaðir í leiðinni.
Ár og fjallalækir niða á næstu grösum. Söngfugl á garðstaurnum eins og við er að búast. Halarófa gengur niður tröðina til fundar við músíkbræður sem höfðu átt útvarpstæki lengi og harmóníum aukreitis. Þeir hétu Stefán og Sighvatur. Guðað á glugga án árangurs. Næst var hóað útí loftið - í kór. Og viti menn, þeir bræður birtast með hrífu, orf og ljá. Voru í heyönnum í æpandi sól og brakandi þurrki. Óvíst hvað þeir voru að slá í september?! Þeir tóku ekki annað í mál en að bjóða hljómsveitinni í kotið. Þeir höfðu nefnilega hlustað á sinfóníur og svoleiðis í útvarpinu í áratugi // Ekkert bólaði á fóstursystur þeirra - henni Jóhönnu. Hún fór aldrei af bæ og var lítið fyrir fjölmenni. Kannski hélt hún bara áfram að raka í góða veðrinu. Hitt er líklegra, að hún hafi tekið að baka lummur í leyni líkt og hver önnur La Cenerentola.
Einhvur fór að spila fjárlögin og sálma á harmóníum, kannski undirritaður, og Sinfó tók undir, Sigríður Ella og Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri. „Kirkjan ómar öll“ ort í Hvítadal. Svona haldið áfram um hríð og þeir bræður harla glaðir. Þá komu lummur, sultutau og þeyttur rjómi upp úr þurru – úr skúmaskoti í bæ // Þeim bræðrum er skyndilega ljóst að með í för er gáfaður og undurfagur fiðluleikari, sem jafnframt er sjónvarpsþula. Ekki nóg með það. Hún er ættuð af næsta bæ. Þó hvorki Þórshöfn né Raufarhöfn – heldur úr Kelduhverfi – bara rétt handan fjalla // Þá leið riðu bændur sem áttu erindi við Húsavík – kannski við Benedikt á Héðinshöfða eða Einar son hans – eða bara kaupmenn. Hvað veit maður um það? // Hitt er víst að Stefán komst ungur til Akureyrar. Kannski sundreið hann Jökulsárósa og áði í Lóni í Kelduhverfi í þjóðbraut // En nú aftur að efninu: Við þessa fregn varð uppi fótur og fit á Guðmundarstöðum.Bræðurnir steingleymdu Sinfó og snéru sér alfarið að þessari konu úr Kelduhverfi sem átti ættir að rekja til Árna Björnssonar tónskálds // Þeir áttu nefnilega líka sjónvarp.
Fólk þakkaði fyrir sig og rölti í rútuna – en ekki sjónvarpsþulan. Hún komst hvergi. Þeir bræður slepptu henni ekki fyrr en seint og um síðir. Þegar hún losnaði úr viðjum og mætti í rútu var klappað. Síðar fréttist eftir krókaleiðum að bændur á Guðmundarstöðum hefðu aldrei verið við konu kenndir. Maður leyfir sér að efast um það – eftir á að hyggja. Hitt er annað, að þau Stefán, Sighvatur og Jóhanna tóku fallega á móti óvæntu innrásarliði og gerðu vel við það. Maður sendi þeim póstkort síðar með þökkum // Eins hitt, að náttúrufegurð Vopnafjarðar er ógleymanleg.
Var að leita að mynd af Guðmundarstöðum á netinu. Rambaði þá á skrif (frá 2012) e. Ómar Ragnarssonar, vin vors og blóma – og andsvör við þeim (!) – og svo svar Ómars - sem er merkilegt. Þar ritar hann um Guðmunarstaði af nærgætni, en staðfestir jafnfram flest það sem sagt er hér að ofan samkvæmt minni undirritaðs frá 1980 og eitthvað. Nálgun Ómars er til fyrirmyndar; hann talar af mikilli virðingu um einstakt fólk. En paradís er ekki til á jörðu ekki einu sinni í firði Vopna. Og – Öskubuska er bara ævintýri!
Ómar Ragnarsson. Á netinu:
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1273252/
Rossini: La Cenerentola - Non più mesta. Til Jóhönnu öskubusku að Guðmundarstöðum: Texti: „Ég fæddist einstæðingur og grátklökk. En aðstæður mínar hafa skyndilega breyst.“ Óstjórnlegur gleðisöngur. YouTube:
Mendelssohn: Sinfónía Nr. 4
Rossini: Inngangur, Stef og tilbrigði. YouTube:
Vopnafjörður í eina tíð
GFH
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
(2.3. 2015)
Svo var ráðist í Júdas Makkabeus eftir Georg Friedrich Händel með SÍ, SF og sólóistum – Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Jóni Þorsteinssyni og Robert Becker. Einvalalið. Músíkin talar sínu máli – samin fyrir frábært söngfólk og þannig fólk og áheyrendur // Puccini og Wagner hugsuðu svona með öðrum formerkjum // Herforingjar höfðu gjörsigarð innrásaralið frá Skotlandi. Hirðtónskáldið GFH neyddist til að semja sigurmúsík og samlíkinging við Júdas Makkabeus varð fyrir valinu – tónskáldið gekk ekki lengra í skjallinu. Hann var bara að semja músík // Makkabeus þessi var sigursæll 160 árum f. k. Og eiginlega steingleymdur öllum nema þeim sem lásu Gamlatestamentið sér til hugarhægðar. Jésús minnist aldrei á Júdas Makkebeus það best er vitað // Annars er þetta verk fyrst og fremst veisluborð fyrir söngfólk – ekki kóng - miklar aríur hver á fætur annari. Kórinn tekur undir á réttum stöðum og hljómsveitin heldur öllu saman. Úr verður drama. En það er fáum dirigentum gefið að fylgja dramanu eftir. Kannski ætti að sviðsetja Makkabeus // Bach stóð líka í þessu í áratugi. Samdi og samdi til að hafa í sig og á og sína. Því finnst manni hjákátlegt að kalla hann guðsjallamann. Þessir menn sömdu undurfagra tónlist fyrir hvern sem veitti þeim lífsviðurværi, veraldlega jafnt sem andlega yfirmenn // Annars kláraði unirritaður Händel sannast sagna fyrir sína parta 1975 er hann flutti Messiah - og snéri sér að öðru. En óperur Händels þekkir maður ekki neitt // Falið er djúpt í minni undirritaðs - og í Útvarpstíðindum frá 1947- að verkið Judas Makkebeus hafi áður verið flutt á Íslandi – svona:„LAUGARDAGUR 14. JÚNL 20.30 Tónleikar: Óratóríið „Júdas Makkabeus" eftir Handel. — (Samkór, drengjakór og hljómsveil Tónlistarfélagsins. — Dr. Urbantschitsch stjórnar. — Einsöngvarar: Einar Kristjánsson, Ragnar Stefánsson, Jón Kjartansson, Egill Bjarnason, Birgir Halldórsson, Nanna Egilsdóttir,Svanhvít Egilsdóttir)“ Fosíðumynd Úvarpstíðinda skartar ljósmynd af þessu landsliði okkar. Er þetta geymt hjá RÚV? Eður brot? Brotabrot?
Georg Friedrich Händel YouTube
Löng saga (1968-2015)
Um Benjamin Britten
Gunnar, Britten og Ognibene
(5.3.2015)
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV.
Maður naut Serenöðu Brittens fyrir tenór, horn og strengjasveit sem táningur í London (trúlega í Barbican Centre 1968) - ásamt Les Illuminations, sem er verk fyrir sópran, tenór og strengjasveit - texti eftir Arthur Rimbaud. Sjá áframhald greinar hér.
Serenaða Brittens í flutningi SÍ, Gunnars Guðbjörnssonar og Josephs Ognibenes
Heyr slóð: https://soundcloud.com/user911478883 (birtist á föstudag) Britten Serenaða
Dvorák: Stabat Mater
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
Sinfóníuhljómsveit Íslands
og Söngsveitin Fílharmónía
(7.3.2015)
Katrín Sigurðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson og William Sharp
Matthías þjóðskáld Jochumsson, einkavinur Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur skáldkonu, var alltaf að vasast í fornkaþólskum trúarljóðum - en fór dult með það. Matthías þýddi Stabat Mater til dæmis. Maður man bara upphafið: Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra (ritað eftir minni) // Sem minnir á annað. Undirritaður hefur alltaf verið að vasast í trúarlegum tónverkum. Hvað veldur? Fyrsta verkið sem menn stjórnaðu upp á eigin spýtur - með kór, einsöngvurum og strengjasveit var Stabat Mater eftir Pergolesi. Það mun hafa 1972/3 /// Johannes Brahms var fremur óhress með Antonín Dvorák og reit sálufélaga sínum henni Clöru Schumann bréf þar um - sem flest eru ekki prenthæf. Dr. Virginia Hancock (sérfræðingur í Brahms) krafðist þess að maður læsi þessi bréf. Svo tók maður próf í þeim // Antonin var bara svo feikilega vinsæll og snöggur að semja músík. Það verður ekki sagt um Brahms // Annars eru þeir báðir snillingar - svo ofangreint skiptir engu máli þegar upp er staðið /// Maður gleymir heldur engu sem AHS deilir með manni. Hann sagði fyrir margt löngu: „Hálf tónlistarsagan byggir á kjaftasögum“. Niðurstaða: Því bera að varast „hana“. Það er móralinn í þessum útúrdúr /// Stabat Mater Dvoráks er dásamlegt tónverk og tilgerðarlaust með öllu. Laust við rembing. Hógvært. Maður man hvern tón. Syngjanlegt. Cantabile!
Heyr YouTube:
Tíu ár í Útlöndum
Vatnaskil
(8.3.2015)
Borodin, Rameu, Magnús Bl., Þorkell, Hafliði
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar
Fyrstu opinberu tónleikar undirritaðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands 15. apríl 1982. Bein útsending RÚV. Jón Múli Árnason kynnir. Heyr á: https://soundcloud.com
Einræður
(8.3.2015)
Hvað veldur því að listamenn halda áfram að mála, dansa, semja, stjórna, spila og skrifa bækur? Ég ræddi þetta „vandamál“ við minn Leonard Berstein síðkvölds í Bloomington. Hann sagði. Ég hreinlega veit það ekki. Það er eitthvað sem rekur listamenn áfram - kannski fullkomunarárátta? Hefur þú verið sáttur við þín verk? Nei, aldrei og allra síst tónverkin mín. En hljómsveitarstjórn þína? Nei, aldrei. Ég heyr alltaf falskar nótur og eitt og annað stórt og smátt sem fer í taugarnar á mér. En þú ert að vinna með bestu listamönnum í heimi? Það er ekki málið. Ég er málið og spyr mig hví ósköpunum ég æfði ég ekki tiltekna „transition“ betur til dæmis - þetta er allt fyrirsjáanlegt. Og hvað gerir Bernstein þá? Fer heim grútfúll og lofa gera betur næst! /// Um þessar mundir var aðalkennari minn að æfa 8. Mahlers. Mér var sagt það með mánaðar fyrirvara - og að auki að leggjast yfir þetta mikla verk. Svo hófust æfingar. Þá er mér sagt að sitja við hlið kennara míns með raddskrá og skrifa hjá mér það sem betur mætti fara. Svo voru problemin rædd að morgni í smáatriðum og æfð í þögn. Svona gekk þetta um hríð /// Næst var mér sagt að stjórna deildaræfingum síðdegis fyrir æfingar - kór, drengjakór, málmblásurum og svo framvegis. Og setjast svo í minn stól og sperra eyrun og skrifa í kompuna mína á samæfingum /// Þar til ein góðan verðurdag að sagt er við mig. Nú átt þú að stjórna í gegn og ég ætla að skrifa! Og það var gert og maður gerði sig að fífli og fór heim grútfull og lofaði sjálfum sér að gera betur næst. Bloomington reyndi að berja mig til biskups. Síðar tók ég við barsmíðunum og er enn að /// Sko. List er samfélagslegt athæfi. Listamaður sem aldrei sýnir list sína lærir ekki neitt - listamenn þurfa viðbrögð. Þetta er nú fremur dulspekilegt hjá þér Guðmundur minn - er það ekki? Nei, alls ekki. Segir ekki að sannleikurinn geri menn frjálsa? Þeir sem þora ekki að horfast í augum við hann verða aldrei barðir til biskups. Þetta er ekki mont. Þetta er nauðsynlegur kjarkur. Svo fer maður bara heim grútfúll og lofar sjálfum sér að gera betur næst eða síðar . . .
Heyr á
Reykjavík og Tapiola
(11.3.2015)
Ísland og Finnland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar
Linjama, Vaughan Williams, Britten og Atli Heimir Sveinsson
Einu sinni var maður að flækjast um Finnland - fyrir orð bráðungra stórdirigenta í Helsinki - Esas og Jukkas og Sakaris Oramos - höfuðpaura Avanti! - sem nú bera miklar byrðar - enda heimsfrægir - allt afkvæmi akademíu Sibeliusar - eða Jussis Jalas (1908-1985), er stjórnaði SÍ 1950. Það þarf bara einn hauk í horni til að kenna smáþjóð kúnstverk - eina fyrirmynd. Sibelius var þannig meistari og Jónas Hallgrímsson og Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák. Við það fer allt á skrið - óhjákvæmilega. Hef hitt fólk í útlöndum sem hefur ekki hugmynd um hvar Finnland er í heiminum. Ræðum ekki litla Ísland - en þar eru allir að gera það gott.
Á þessu ferðalagi var komið við í Tapiola/Espoo og hljómsveit stjórnað í glæsilegum tónleikasal. Og aldrei þessu vant man maður efnisskrána. Fyrst nýtt verk eftir Jyrki Linjama (nemandi Paavos Heinenins), þá Vaughan Williams Fantasia on a theme by Thomas Tallis (fyrir tvær strengjasveitir, eina venjulega og svo bergmálssveit). Þá kom Serenaða Brittens fyrir tenór, horn og strengi. Loks, Infintesimal Fragments of Eternity eftir Atla Heimi, sem hann samdi fyrir St. Paul Chamber Orchestra - alveg ógleymanlegt.
Tapiola (Tapio - skógarguð Kalevala) er svakalega frægt úthverfi höfuðborgarinnar - ekki síst fyrir byggingarlist. Þangað flykkjast arkitektar ár hvert. Nú hafa þau tíðindi borist að kaffistofa Norræna hússins sé nefnd Aalto - væntanlega eftir höfundi hússins - Alvar Aalto. Það eru góðar fréttir.
YLE útvarpaði þessum tónleikum beint. Þá kom rúta á tveimur hæðum - og fyrir allar aldir - full af útvarpsfólki - af tónmeisturum, hljóðmeisturum, linka-mönnum, kapladrögurum og dagskrárgerðarmönnum - ásamt pródúsent sem stjórnaði hersingunni. Samt var fullkomið hljóðver í salnum. Þetta var svo agað lið að maður tók ekkert eftir því - hvorki á lokaæfingu né tónleikum - það fór með veggjum. Á Íslandi mæta tveir menn í beinar útsendingar og/eða upptökur - tónmeistari og hljóðmaður (magnaravörður) - og þykir sjálfsagt íburður. Þeir eru margra manna makar til áratuga.
Næst. Tenórinn hét Mac- frá Skotlandi. Segjum bara Mr X. Sá gerði fátt annað en syngja Serenöðu Brittens um víða veröld. Hann var mjög góður. En í sannleika sagt var Gunnar Guðbjörnsson miklu betri - tæplega tvítugur. Hornleikari fór á kostum í Tapiola. Joseph Ognibene kann að nefna hann og þeir eru vinir. En Joe okkar er bara miklu betri. Heyr Serenöðu Brittens í flutningi Gunnars, Ognibenes og Sinfó (hér að neðan).
Maður hefur heyrt í marga heima - og getur því kannski (?) leyft sér að tala svona. Það kostar ekkert að segja satt fyrir sína parta - það er eiginlega sjálfsögð kurteisi. Sumir eru bara fremstir meðal jafningja! Að auki hafa þeir Gunnar og Joseph sinnt ómetanlegum uppeldisstörfum - og ungað út nýjum kynslóðum tónlistarmanna. Geri aðrir betur. Verð nú bara að segja það . . . þakksamlegast.
Britten. Heyr:
https://soundcloud.com/user911478883
Vaughan Williams. Heyr:
1979-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar
Um Úlfalda og Nálaraugu
(18.3.2015)
Öll þessi ævintýr gætu verið tröllasögur úr bók um Munchausen. En það er ekki svo. Þetta er allt satt og rétt - upp á ær og kýr - og sagt til heiðurs nýrri kynslóð íslenskra tónlistardoktora - sem nú hafa tekið höndum saman og stofnað félag - sennilega í þeirri von að menntun þeirra verði metin að verðleikum á vegum Listháskóla, Sinfóníuhljómsveitar, Óperu og fleiri aðila. Undirritaður hefur einsett sér að styðja við þetta félag eftir mætti. Vonandi veitir þessi grein innsýn í nám þeirra - svona:
Sjá grein hér
Ísland 1982/3-1997 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar
Kroníkulok
(20.3.2015)
Maður tók sér margt fyrir hendur eftir heimkomu - í heil fimmtán ár. Áratugir að baki og sumir alvarlega staurblankir - höfðu þraukað með mikilli vinnu samhliða námi frá 1965 og síðan í útlöndum frá 1973 og áfram. Allt þegið sem í boði var á Íslandi. Vinir frá fornu fari (skólabræður) voru áratugum á undan í fjáröflun. Áttu íbúðir, einbýlishús, sumarbústaðii og jeppa. Sjálfur átti maður ekki neitt - nema skuldir - og menntun. Kannski kærustu - en ekki barn. Öllu hafði verið fórnað. Markmiðið var ljóst og hvergi frá því hopað.
Sólmyrkvi. Stiklað á „stóru“: Það var kennt í Tónlistarskólanum. Endurmenntun Háskóla Íslands. Skrifað í blöð. Kennt við erlenda háskóla í sumarafleysingum. Gerðir útvarps- og sjónvarpsþættir. Söngsveit áhugafólks stjórnað. Allt tekið að sér sem í boði var. Stofnuð Íslensk Hljómsveit (einskonar New Music Ensemble) en ekki mikið upp úr því að hafa peningalega til tíu ára. Saga hennar er skráð í fjölmiðlum (sjá timarit.is) og því óþarft að þreyta fólk. Einnig ritaðar miklar og skemmtilega fundargerðir af stjórnarmönnum - hýstar á besta stað. En maður hékk ekki yfir þessu. Alltaf að skreppa til útlanda. Einir alvörutónleikar þar gerðu meira fyrir fjárhaginn en allt hitt samtals.
Loks starf á vegum RÚV frá 1989 á alvöru launum (!) með hörðum skilmálum. Þar var seiglast í átta ár - en starfinu svo sagt lausu - enda maður ekki kerfiskall að eðlisfari og rekst trauðla.
Samhliða tónlistarstjóraembætti var haldið áfram að flækjast til útlanda. Það jókst 1997 eftir RÚV - fyrir milligöngu góðs fólks. Og þá var maður loks kominn á rétta syllu í lífinu. En þrátt allt eiga menn ljúfar minningar frá þessum fimmtán árum. Að öllu ólöstuðu þykir manni vænst um samstarfið við Jón Nordal og fjölmarga nemendur hans. Því verður hér leikið hljómsveitarverk sem skólahljómsveit Tónlistarskólans flutti. Nordal sagði eitthvað notalegt um það - annars segir Jón yfirleitt ekki mikið. En maður man það allt - alveg frá 1964/5 - að unglingur ræddi Brotaspil við skólastjóra í Skipholti.
Að þessu sögðu lætur maður staðar numið í kroníku til margra áratuga. Þurfti bara að segja þetta svo börnin þrjú viti hvað faðir þeirra var að aðhafast í eina tíð. Þau hafa fylgt honum frá 1985 - og engu við að bæta. „Héðan í frá. Já, héðan í frá“ - líkt og skáldið sagði - verður einungis fjallað um músík. Hún hefur átt hug frá upphafi. Maður hefur aldrei séð aðra sól.
YouTube slóð:
Alberto Ginastera
(23.3.2015)
„Fréttatilkynning (13. júní 1982): Kammersveit Listhátíðar“. Listhátíðstendur nú í fyrsta sinn að stofnun sérstakrar kammersveitar, og er það von stjórnar hátíðarinnar, að kammersveitin verði varanlegt afl í íslensku tónlistarlífi. Kammersveitin heldur eina tónleika á Listahátíð, og verða þeir í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 15.00. Þar verða flutt fjögur verk, Ad Astra eftir Þorstein Hauksson, Sinfónia Concertante fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Mozart, Duo Concertino eftir Richard Strauss og Variaciones Concertantes fyrir kammersveit eftir Alberto Ginastera. Einleikarar með kammersveit Listahátiðar verða þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir (Mozart) og Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson (R. Strauss).“ Þetta var landsliðið. Ungt fólk. Sumir komu frá útlöndum og fylktu liði - með stuðningi Listahátíðar.
Það er nánast einstakt við þetta verk Ginastera - Variaciones Concertantes - að þar er gert ráð allir í hljómsveitinni leiki einleik - sumir í nokkra takta - aðrir lengi vel. Í þeim skilningi er verkið Concerto grosso - eða Gross. Þar fá allir að láta ljós sitt skína - ekki síst tónskáldið sjálft - enda verkið fagurt og skemmtilegt.
Ginastera (1916-1983) var mikilvirkur á stuttu lífsskeiði - kom Argentínu á alheimskortið líkt og Sibelius Finnlandi. Nú er rætt um Ginastera sem eitt mesta tónskáld vesturheims á fyrri hluta 20. aldar. Verk hans voru flutt víða - en heima í Buenos Aires í fegursta hljómburði sem þá um gat - í Teatro Colón. Það sagði Pablo Casals í æviminningum sínum - og kom hann víða við. Þeir Ginastera og skáldið Luis Borges voru samtímamenn. Þeir létust báðir í Genf - af undarlegum ástæðum.
Teatro Colón
Varitones Concertantes (opus 53 / 29 mín / 1953)
1. Tema per violoncello ed arpa
2. Interludio per corde
3. Variazione giocosa per flauto
4. Variazione in modo di Scherzo per clarinetto
5. Variazione drammatica per viola
6. Variazione canonica per oboe e fagotto
7. Variazione ritmica per tromba e trombone
8. Variazione in modo di Moto perpetuo per violino
9. Variazione pastorale per corno
10. Interludio per fiati
11. Ripresa del Tema per contrabbasso
12. Variazione finale in modo di Rondò per orchestra
YouTube slóð:
Pyotr Ilyich Tchaikovsky
Serenaða fyrir Strengjasveit í C-Dúr (1880)
(24.3.2015)
Þetta verk var flutt í Rvík við áramót 1980 - nákvæmlega öld eftir frumflutning.
1. Pezzo in forma di sonatina: Andante non troppo — Allegro moderato
2. Valse: Moderato — Tempo di valse
3. Élégie: Larghetto elegiaco
4. Finale (Tema russo): Andante — Allegro con spirito
Hlutverk túlkandi listamanna er ekki alltaf það að fara sem nákvæmast eftir fyrirmælum höfunda. Þeir reynast stundum blindir á eigin verk og viðfangsefni. Tökum dæmi. Nú er búið að grafa upp líkamsleifar Ríkarðs III í Leicesterborg og sannreyna með allri nútímatækni að þar er hann greftraður - undir bílastæði - þar sem áður var klaustur og altari. Varla fara borgarbúar í eina tíð að heiðra illmenni með slíkum hætti? Þá vakna strax spurningar leikhúsfræðinga og leikstjóra hvort Shakespeare hafi af listrænum ástæðum ákveðið að gera Ríkarð III að tómu illmenni og tekið sér óhóflegt skáldaleyfi í nafni leiklistar. Illimenn er ekki grafið á helgasta staða stað einnar borgar af ástæðulausu - og endurgrafið í Dómkirkju hennar við hátíðlega athöfn á 21. öld. Það er eitthvað bogið við þetta hjá William - ekki bara hryggsúlan.
Richard III
Sem minnir reyndar á Íslendingarsögurnar - allt frá Landnámu. Eru það ekki tómar lygar og ýkjusögur með skáldaleyfi? Eins HKL - var Bjartur bara harðstjóri og Pétur Þríhross bara hagsmunaseggur? Til að svona persónur lifni við - þurfa þær að sýna á sér tvær hliðar - annars eru þær bara leikbrúður - „sterótýpur“ úr commedia dell'arte - Arlecchino og Colombina ofl - alveg sérstakleg á leiksviði. Allir menn eiga sér málsbætur. Ef ekki svo, væru sækjendur og verjendur óþarfir, héraðsdómarar og hæstiréttur - svo nokkuð sé nefnt. Sem í sjálfu sér væri ágætt . . .
En aftur að Pyotr Ilyich. Hann hefur verið sakaður um flest í tónheimum. En hann reit sjálfur í dagbók sína 9. október, 1986 eftirfarandi hugsanir: Ég var að spila Brahms (á píanóið mitt). Hæfileikalaus bastarður! Það fer í mínar fínustu taugar að svona meðalmenni skuli vera hampað sem snillingi. Pyotr Ilyich fékk sjálfur stærri skammta af svívirðingum - ekki í dagbókum - heldur opinberlega í blöðum og bókum - og enn í dag. Kannski of vinsæll.
Það er nefnilega þannig um tónskáld, að gáfaðir og góðviljaðir túlkendur tónverka gera sér grein fyrir veikleikum þeirra og gera sitt til að breiða yfir þá. Þannig hafa hljómsveitarraddir Wagners í Bayrueth verið editeraðar í bak og fyrir af færum hljómsveitarstjórum í meira en öld. Þær eru læstar í grafhvelfingu. Bannað að ljósrita þær. Gulnuð blöð eru í gæslu hjá hálaunuðum nótnaverði. Því ekki má varpa skugga á Wagner. En hér eru dæmi um ritskoðun á verkum hans - sem hafa lekið út manna á meðal: Lágfiðlur eru stundum styrktar af sellóum, eða klarinettum. Fagott af lágfiðlum eða öfugt. Og svo mætti lengi telja ekki síst í brassinu. Hljóðfæraleikarar í gryfjunni eru reyndar bundnir þagnareið.
Orðið Serenaða hefur verið þýtt fallega sem „kvöldlokka“. Oft líka talað um næturljóð. Debussy samdi slíkt verk sem hann nefndi grínaktugur - La Serenade interrompue (La Fille aux chevaux de lin). Í öllu falli sofnar ekki nokkur maður undir Serenöðuðu Pyotrs Ilyichs eins og hún er almennt flutt - fólk fer frekar að dansa. Sum sé - það er stundum lítið að marka heiti tónverka - þótt margir haldi um þau langar tölur. Þau eru oftar en ekki nefnd til að afvegaleið forvitna eða kveikja í hugarflugi áheyrenda - ekki síst í París fyrir aldamótin 1900 og síðar - Satie og þeir.
YouTube: Serenaða fyrir strengjasveit. Stór sveit - fer samt mjúkum höndum um verkið - enda heimamenn sem skilja þessa músík:
YouTube: Önnur hljóðritun af Serenöðunni. Þessi sveit er mun minni en harðari og bólgnari. Er „leikstjórinn“ eitthvað misskilja hlutverk sitt? Dæmi hver og einn.
Fágæti fyrir Forvitna
Le diable boiteux & Socrate
Halti djöfulinn og Sókrates
(29.3.15)
Bruce Kramer & Jón Þorsteinsson
Það gekk á ýmsu í París 1927. Satie og fleiri rituðu boðorð til höfuðs Debussy. Þeim lauk á orðunum - Ad Gloriam Tuam. Þau eru í átján liðum. Eitt hljóðar svo. Þú skalt ekki semja syngjanlegar melódíur (ekkert svindl takk). Þar segir líka: Samstígar fimmundir eru bannaðar! Boðorðin eru meinfyndin. Margir rituðu undir plaggið - sennilega flestir með eitthvað í tánni.
Þorkell Sigurbjörnsson sagði eitt sinn í útlöndum: „Það eru alltaf 300 manns á hverjum stað sem eru að leita að óþekktum gullmolum í tónbókmenntum - hvort heldur þeir búa í litlum samfélögum eða milljónaborgum - svona 300 forvitnir“.
Þetta er laukrétt. Á það hefur reynt. Hljómsveit í Rvík stóð fyrir tónleikum og flutti tvö verk sem vart er að finna í helstu tölvumiðlum 21. aldar. Annað er eftir Jean Françaix: Le diable boiteux (1938) - og hitt eftir Eric Satie: Socrate. Og 300 forvitnir og lærdómsfúsir gestir sóttu tónleikana í Rvík. Fullt hús. Það telst ekki til tíðinda þótt kirkja fyllist þegar Jólakonsert Corellis er á dagskrá, Kanon Pachelbels og Árstíðir Vivaldis. En þetta þótti saga til næsta bæjar og kom mönnum í opna skjöldu. Fyrr má nú vera forvitnin.
Einsöngvarar voru þeir Jón Þorsteinsson (tenór) og Bruce Kramer (bass-baritón). Tónlistarsagnfræðingar leggja orð í belg og segja þessi verk vart óperur per se. Það kann að vera rétt - eða hitt - að engum hafi dottið í hug að sviðsetja þau - það best er vitað. Annað eins hefur nú verið sett á svið og þótt harla gott.
Stutt um Sókrates Saties: Byrjum svona. John Cage, annar sérvitringur, sá eitthvað merkilegt við Sókrates og útsetti verkið í frístundum fyrir tvö píanó - fjórhent. Það er í sjálfu sér gæðastimpill, sem allir verða að taka afstöðu til. Annars er hér verið að tala um þriðju útgáfu Saties fyrir kammerhljómsveit (sú fyrsta er frá 1918/1919). Það segir sumum sitthvað - að fyrstu drög verksins skuli hafi orðið til í heimsstyrjöld. Kannski segir það heilmikið (!) ef að er gáð: Einhver sagði Sókrates vera harðneskjulegt verk / kaldhamrað / meinlætalegt / göfugt - en mjög franskt. Um það hefur áhugafólk um 20. öldina deilt fram og aftur // Annar gagnrýnandi sagði: Sókrates er svo einstakt verk að það muni lengi lifa; enda ber það ekki nein einkenni samtíðar sinnar eður 20. aldar. Eiginlega upphafs- og endalaust // Allt eru þetta mjög spennandi hugsanir - kröfuharðar og strangar gagnvart þeim sem eiga vona á venjulegum og grípandi melódíum. Sem vekur spurn: Var Sókrates venjulegur maður og þá ekki síður dauðdagi hans?
Handrit hljómsveitarútsetningar Saties er hvergi að finna - en verkið er enn til í prentaðri útgáfu. Victor Cousin annaðist þýðingu úr Platon og valdi textabrot sem fjalla um Sókrates. Áhöld eru uppruna þessara texta enda komu margir að þeimí fyrndinni. Libretto Cousin er í þremur köflum:
I partie: Portrait de Socrate (Le banquet)
II partie: Bords de I'llissus
III partie: Mort de Socrate
YouTube: Sókrates - hefst á 1:10 mín (að loknum forleik sem er verkinu óviðkomandi)
PS: Nú bar vel í veiði. Undirritaður rambaði á þetta á sjálfri Wikipediu - þýðingu á Socrate a la Victor Cousin - og fleira gómsætt:
Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Socrate
Sálufélag
föstudagurinn langi
(3.4.15)
Guðmundur Emilsson
Tímarit Máls og menningar (feb. 2015):
Á draumfjörum
Tregaljóð tileinkað
Þórunni Erlu Valdimarsdóttur skáldkonu
Þetta dreymdi. Fjörur dýrar
Þá var vorið. Ég með væng
Norður svifið. Hitti svani
Mófugl heyrði. Sjófugl, hvali
Sá á kesti. Allt um kring
Tók að hlaða. Líkt og hafið
Svo kom vetur. Sól og vindar!
Vængjaþytur. Hafði enn þrótt –
Allt var horfið. Nema hafið
Það er „hefð“ fyrir því í Árvogi að hlýða a kantötu Bachs - Í Dauðans böndum Drottinn lá - á þessum degi // YouTube:
TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS ÆTLAÐ AÐ EFLA ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF
Helga líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar
NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR, FORMAÐUR NÝSTOFNAÐRAR TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS, SEGIR UM KAFLASKIL Í ÍSLENSKRI TÓNLISTARSÖGU AÐ RÆÐA. MARKMIÐ AKADEMÍUNNAR, SEM ER EINGÖNGU ÆTLUÐ DOKTORUM Í TÓNLIST, ER AÐ EFLA TÓNLISTARMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI OG TÓNLISTARRANNSÓKNIR Á ÍSLANDI. Davíð Már Stefánsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
(á páskum bls. 57)
Það má segja að þetta marki kaflaskil í íslenskri tónlistarsögu,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður nýstofnaðrar Tónlistarakademíu Íslands, félags doktora í tónlist. „Markmið Tónlistarakademíunnar eru tvennskonar, annarsvegar að efla tónlistarmenntun á háskólastigi og hinsvegar tónlistarrannsóknir á Íslandi. Við erum með átján doktora sem eru meðlimir í akademíunni sem var stofnuð á síðasta ári en þá voru liðin sextíu ár frá því að fyrsti tónlistardoktorinn, dr. Hallgrímur Helgason, útskrifaðist frá Háskólanum í Zürich í Sviss í tónvísindum. Síðan þá hafa um það bil þrjátíu doktorar útskrifast, eða einn doktor annað hvert ár,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á útskriftum íslenskra doktora í tónlist á síðustu árum. „Í Tónlistarakademíu Íslands er meirihluti allra íslenskra doktora í tónlist, sem útskrifast hafa frá erlendum háskólum á undanförnum tuttugu árum, fullgildir meðlimir,“ segir hún en þess má geta að stjórn og varastjórn Tónlistarakademíunnar skipa ásamt Nínu Margréti þau Kjartan Ólafsson tónskáld, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tónlistarfræðingur, Ragnheiður Ólafsdóttir tónlistarfræðingur og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. Fjölbreytt fagsvið innan tónlistar „Það má segja að konunglega sænska tónlistarakademían sé fyrirmynd okkar en hún var stofnuð árið 1771. Það er því löng hefð fyrir sambærilegum akademíum. Styrkleikar Tónlistarakademíunnar eru einkum fjölbreytt fagsvið innan tónlistar, breidd háskólamenntunar í alþjóðlegu samhengi, víðtæk kennslureynsla á háskólastigi og neðri stigum náms, fjölþættar rannsóknir og útgáfur ásamt nokkuð jafnvægum kynjahlutföllum,“ segir Nína Margrét og nefnir meðlimi sem hafa sérhæft sig í tónlistarflutningi, hljómsveitastjórnun, tónlistarrannsóknum, tónlistarmenntunarfræðum, tónsmíðum og tónlistarþerapíu máli sínu til stuðnings. Hún segir mikil tækifæri felast í mannauði akademíunnar fyrir íslenskt háskóla og rannsóknarsamfélag og menningarlíf til framtíðar. „Ég er nokkuð viss um að hlutfall sérfræðinga í tónlist á Íslandi sé fremur hátt miðað við önnur norræn lönd. Við leggjum upp með að halda utan um þessa fjölþættu sérfræðiþekkingu og miðla henni enda þýðir latneska orðið doktor sá sem helgar líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar. Þetta er mikill mannauður sem við viljum leggja til samfélagsins og við teljum að það sé mjög ákjósanlegur tími núna þar sem það eru áform frá opinberum aðilum um að styrkja doktorsnám og rannsóknir á doktorssviði. Við viljum gjarnan stuðla að samkeppnishæfni háskólanáms hér á landi,“ segir hún. Þess má geta að meðlimir akademíunnar koma frá mjög fjölbreyttri flóru af háskólum, til að mynda bandarískum, kanadískum, evrópskum og áströlskum. Nína Margrét vill auk þess koma því á framfærir að allir þeir sem uppfylla þær hæfniskröfur sem félagið setur séu velkomnir og einnig doktorsnemar í tónlist. Þeim er velkomið að sækja um það sem kallað er aukaað- ild. Tónlist að verða miðlægari „Við teljum að það sé löngu tímabært að skapa þennan vettvang. Það er mjög mikið í umræðunni núna að Ísland þurfi að skapa sér sérstöðu og vera samkeppnishæft hvað varðar rannsóknir og nýsköpun, slíkt fer náttúrlega að miklum hluta fram í háskólum. Tónlist er meira og meira að verða miðlæg með hliðsjón af ýmsum fræðasviðum sem eru ekki tónlistarlegs eðlis, svo sem raunvísindi, heilbrigðis- og menntavísindi og þar fram eftir götunum,“ segir hún og kveðst hafa orðið vör við að fólk tengi doktorsgráðuna ekki við tónlist. „Okkur finnst mjög mikilvægt að kynna í samfélaginu að tónlist og tónlistartengdar greinar eru virtar fræðigreinar í alþjóðlegu akademísku samfélagi. Það má segja að doktorspróf í tónlist skiptist einkum í tvennt, annars vegar Doctor of Musical Arts, D.M.A., það er þá rannsóknartengd gráða í tónlistarflutningi. Viðkomandi er þá sérfræðingur í tónlistarflutningi með rannsóknir á því sviði. Hinsvegar er það Doctor of Philosophy, Ph.D., sem er þá meira rannsóknir á sviði til dæmis tónlistarþerapíu, tónvísinda, tónlistarmenntunarfræða og tónsmíða,“ segir Nína Margrét. Íslensk tónlist lítið rannsökuð Nína Margrét útskrifaðist sjálf með doktorsgráðu í tónlist, D.M.A., árið 2010 frá tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. „Í grunninn er ég píanóleikari og ég skrifaði doktorsritgerð um píanóverk dr. Páls Ísólfssonar og hefur hún verið gefin út alþjóðlega sem bók. Ég hljóðritaði þar að auki geisladisk með píanóverkum hans fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS. Doktorsrannsóknir eru frumrannsóknir og það er mikilvæg nýsköpun sem á sér þar stað. Það sem ég komst að í minni doktorsrannsókn var hversu lítið íslensk tónlist hefur verið rannsökuð og hvað þörfn á rannsóknum á því sviði er mikil. Þarna er mikið starf óunnið. Okkur finnst einnig tímabært að stofna alþjóðlegt doktorsnám við háskóla sem hafa viðurkenningu til þess að veita slíkt nám,“ segir hún en samkvæmt tilkynningu er eitt af helstu markmiðum akademíunnar undirbúningur að stofnun doktorsnáms í tónlist enda hafi innlendar og erlendar fyrirspurnir borist um slíkt á undanförnum árum. Þess má einnig geta að Tónlistarakademía Íslands er með fagaðild að Reykjavíkur Akademíunni, FÍH og aðildarfélagi tónlistarmanna að BHM. Þá er enskt heiti akademíunnar The Music Academy of Iceland. „Við viljum líka að stuðla að því að rannsóknarfé verði eyrnamerkt tónvísindum, til dæmis með sérstökum rannsóknarsjóði tónlistar. Víðtækar tónlistarrannsóknir sem hluti doktorsnáms munu auðga samfélagið á mörgum sviðum og leiða til öflugra háskólasamfélags,“ segir Nína Margrét að lokum.
PS: Til hamingju Nína Margrét, ge
Tvær Erlur
(14.4.15)
Sumir fundu hvöt hjá sér til yrkja lítið ljóð - og gera svo við það lagstúf - á páskum. Og nú er ekkert meira um þetta að segja.
Prentvilla í takti 5 // des5 er ekki á hljómborðinu! Á að vera b4 líkt og í takti 7.
Það var fyrir aldarfjórðungi
Sex daga tónvísindahátíð
og tónvísindafélag stofnað
(18.4.2015)
Morgunblaði 1. júní. DAGANA 2. til 7. júní nk. (1989) efnir Íslenska Hljómsveitin til tónvísindahátíðar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sjö innlendir og erlendir fyrirlesarar flytja níu fyrirlestra um ýmis tónvísindaleg efni, auk þess sem fyrirlesarar taka þátt í umræðum um skyldleik listsköpunar og listvísinda; haldið verður fimm daga námskeið í músíkþerapíu og loks verður efnt til bæði málþings og umræðna um mótun menningarstefnu á Íslandi. Á miðvikudag er boðað til stofnfundar Tónvísindafélags Íslands.
In Memoriam Árni Scheving sem sat í stjórn hátíðarinnar frá upphafi.
„Sveifla“
Dagskrárgerðarfólk og tæknilið RÚV stóð að djasshátíð - fyrst 1990
með dyggum stuðningi fjölda aðila.
Hún lifir enn góðu lífi sem Jazzhátíð Reykjavíkur -
1990-2015
Þjóðviljinn 31. maí 1991:
Sigurður Hrafn Guðmundsson fjallar um RúREK:
„Við skulum láta þessa djasshátíð verða áregan viðburð héðan í frá.
Að lokum legg ég til að til að tónlistarhús verði reist á Íslandi“ - segir SHG
TónVakinn
(21.4.2015)
Tónlistarverðlaun RÚV
Í samvinnu tónlistardeildar og tækniliðs
Undanúrslit í Efstaleiti (hluti keppenda 199x) í beinni útsendingu - sumartónleikar
Dagblaðið Vísir - DV í mars 1992:
ÍsMús
Svipmyndir frá 1992-199x
Tónlistardeild og tæknilið RÚV
ÍsMús tónleikar RUV eru sendir út beint um gervitungl til 25 þjóðlanda
Morgunblaðið 21. Janúar, 1993 - Sjá hér nánar um ÍsMús ofl:
INNGANGUR AÐ GREIN
(28.4.2015)
Tónlistardeild RÚV var öflug þar til framkvæmdarstjóri, dagskrárstjóri, útvarpsstjóri og flokksgæðingar hans ákváðu að skera deildina niður við nögl - þá sögðu sumir starfinu sínu lausu og létu sig hverfa til útlanda. Og enn 2015 er verið að skera niður í nafni "samkeppni" við "frjálsa miðla". Þetta er dapurlegt en satt. Enda Ríkisútvarpið vart svipur hjá sjón - ef frá eru taldir einstaka þættir sem enn fá að lafa, til að mynda veðurfréttir. Í stað útvarpsleikhúss koma leiknar auglýsingar, Í stað fræðandi efnis endalausir "spjallþættir" frá morgni til kvölds - og alltaf sama fólkið að spjalli.
Framandi menn í Framandi landi
(7.5.2015)
Hugur minn hefur í seinni tíð hvarflað til Dr. Róberts og Dr. Hallgríms. Þeir voru ekki líkir, í raun gerólíkir. En áttu eitt sameiginlegt (sjá grein). - Ég þekkti þá báða í gegnum móður mína Álfheiði - sem var alltaf að syngja með þeim, stundum með Sinfó, stundum með kórum, oftast við píanóleik þeirra (Grieg, Sibelius og ljóðasöngva tónskálda okkar). Þeir tveir voru fastir gestir í Árvogi svo langt aftur sem ég man. Og maður lagði við hlustir - jafnt á músík sem kaffispjall - með tertum og sherrý.
Píanó er ekki mitt Forte
(15.5.2015)
Steinway - Veltemprað hamraverk í Eastman, Kilbourn Hall
Í hnausþykkri endurminningabók sinni segir Berlioz sögu - bók sem maður las í tætlur utan dagskrár í Tónó.- Í dag er hiklaust sagt að Berlioz hafi verið fyrsti alvöru hljómsveitarstjórinn með tónsprota und alles // Hann var staddur í Rússlandi. Þá komu boð frá hirðinni - um að hann léki fyrir æðsta yfirvald. Það er sjálfsagt, segir Hector, ef tiltækt er hljóðfæri. Sendiboði fellur í gryfjuna - og segir keisarann eiga úrval af pianoforte og fortepiano hljóðfærum. Innskot: Rússar hafa alltaf verið mjög snobbaðir fyrir franskri menningu - eiginlega alveg frá Loðvík XIV í Versölum - og töluðu „rúss-frönsku“ sín í millum alve fram að byltingu.
Dollarar og Cent +/-!
Hið Velpempraða og Ósveigjanlega versus
Hið sveigjanlega
Um tónbylgjur Á Mannamáli
Framhald greinar frá 15.5
(17.5.2015)
Hljómeyki
Heimspekingar, tónvísindamenn og hljóðeðlisfræðingar hafa hamast við það í þúsaldir að reikna út tónbil og mæla þau - það sem við köllum í daglegu tali stillingu hljóðfæra -eða intónasjón. Um þetta efni hafa verið ritaðar doðrantar alveg frá Pýþagórasi og áfram - og reglulega. Breyturnar eru bara svo margar að það þarf mestu stærðfræðinga til að koma þeim öllum á blað - en við það verður viðfangsefnið óskiljanlegt venjulegu fólki - og tónlistarmönnum - sem læra bara að treysta á eyrun sín - samkvæmt fyrirmyndum sem þeir kynnast í æsku og alla tíð. Nú verðu reynt að útskýra þetta allt á mannamáli.
Til Heiðurs Tónlistarkrökkum
(20.5.2015)
Það er í raun stórmerkilegt hvað börn eru næm - ekki síst á hljóðfæri. Tökum dæmi. Foreldrar hafa heyrt sagt að Suzuki aðferðin sé vænleg til árangurs - og hún er það svo sannarlega í mörgum tilfellum. Hér talar tónlistamaður með Suzukikennarapróf upp á vasann. Svo g
Álfheiður syngur
(24.5.2015)
Theódóra Jónsdóttir Árdal á Sigló með flest börn sín - við Þjóðlagasetrið
Þetta var skrifað 7.5.2015 (á gudmunduremilsson.is):
Hugur minn hefur í seinni tíð hvarflað til Dr. Róberts og Dr. Hallgríms. Þeir voru ekki líkir, í raun gerólíkir. En áttu eitt sameiginlegt (sjá grein). - Ég þekkti þá báða í gegnum móður mína Álfheiði - sem var alltaf að syngja með þeim, stundum með Sinfó, stundum með kórum, oftast við píanóleik þeirra (Grieg, Sibelius og ljóðasöngva tónskálda okkar). Þeir tveir voru fastir gestir í Árvogi svo langt aftur sem ég man. Og maður lagði við hlustir - jafnt á músík sem kaffispjall - með tertum og sherrý.
Kvöldsaga fyrir Jóhannes /span>
Skólahljómsveitin
(5.6.2015)
Þegar Hrói Höttur, Roy Rogers og Tarzan voru ekki lengur upp á teningnum og ný della að vakna í vitund barns - voru sumir enn í Breiðagerðisskóla. Í þessari sögu heitir maður Guðmundur I (fyrsti). Segi við vin minn Hannes Flosason tónmenntakennara að nú skuli stofnuð hljómsveit skólans. Honum leist vel á það. Svo var farið að safna liði - sem var nú reyndar ekkert áhlaupaverk.
Þorsteinn Valdimarsson
(6.6.2015)
Píanópottormur
(9.6.2015)
(9.6.2015)
Ég þekki sex ára strák. Hef kennt honum á píanó og fiðlu og tónfræði. Þá heiti ég Leopold en hann Amadeus og við í sérstökum ham í klukkustund. Hann má helst ekki sjá píanó því þá fer hann að glamra á það. Eru þeir feðgar Leopold og Amadeus úr sögunni.
Draumar í Dósum
Því er mér síður svo stirt um stef
ég stæri mig lítt af því sem ég hef
því hvað er auður og afl og hús
ef engin jurt vex í þinni krús. (HKL)
(19.6.2015)
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Í pistli 19. júní er sögð dæmisaga í þremur hlutum. Tveir fyrstu fjalla unga karla sem voru fremur ragir við "heimsljósið". Þriðji hluti er um bráðunga og kjarkaða konu. Sögð í tilefni dagsins. Annað mál: Þessi þjóð hefur alltaf átt gommu af glæstu kvennaliði í klassískri músík. Maður saknar þeirra í öllu þess rokki og róli sem (óupplýstir) fjölmiðlar hamast við að dengja yfir þjóðina á þessu degi á öllum rásum!
Horft til fortíðar
Tekið úr Lesbók Morgunblaðsins, 23.04.1988
Úr námum Íslenzku Hljómsveitarinnar II - partur 1
Úr námum Íslenzku Hljómsveitarinnar II - partur 2
Riddarar, Úrtölumenn
Og Loftárásir úr Hæstu hæðum
(25.6.2015)
Þrír feðgar störfuðu - og starfa sumir enn - við Ríkisútvarpið - segjum samtals hátt á aðra öld - sem fréttastjóri, dagskrárstjóri, upptökustjóri og tónlistarstjóri. Það útskýrir kannski hví manni er umhugað um þetta meningarapparat. Annars hefur lífsskeið RÚV verið eitt alsherjar Diminuendo í seinni tíð. Það hófst Forte - með öflugum tónlistarstjórum - en er nú Sussurando sökum lofárása. Hér átt við hlut Útvarps í tónlistaruppeldi þjóðar á hjara veraldar. Pistillinn er í D-Dúr hinni sigursælu tóntegund en honum lýkur í dís-moll þegar líður á söguna með krossafjöld.
Morgunblaðsgreinar
1982 og 1992
Listahátíðartónleikar
Kammerkór Íslensku Hljómsveitarinnar
Morgunblaðsgrein frá 1982
Morgunblaðsgrein frá 1992
Hlegið á Melaheiði
og um
Víða veröld
(11. júlí 2015)
Þorkell Sigurbjörnsson
Virðulegir nemendur LHÍ, hámenntaðir, sem njóta leiðsagnar Hróðmars I. Sigurbjörnssonar tónskálds, komu í heimsókn fyrr í sumar. Þeir vildu fyrst vita allt um Þorkel Sigurbjörnsson. Svo snéru þeir aftur - en höfðu nú áhuga á Jóni Nordal. Viðtöl þessi hin endalausu og fyrirvaralausu tóku þeir Steinar Logi Helgason (SLH), Þorkell Nordal (ÞN) og Örnólfur Eldon (ÖE). Þau er ekki ritað upp í heild samkvæmt segulbandi - blessunarlega - heldur eingöngu þeir þættir er tengjast rannsókn þeirra félaga og ég legg nú blessun á. Nóg samt! Þeir bræður skellihlógu á réttum stöðum - líkt og við Þorkell í áratugi - Þorkell var mikill brandarakall. En hlátur LHÍ drengja er ekki færður til bókar - enda þetta alvarlegt háskólaverkefni. Þeir þrír, Steinar Logi, Þorkell og Örnólfur - eru einstaklega skemmtilegir ungir menn. Hér að neðan er afrakstur starfa þeirra um Þorkel - ásamt síðari vangaveltum mínum. Kannski birtist annað eins um Jón Nordal? Einu sinni var sonur minn að skrifa vísindalega ritgerð um Einar Má Guðmundsson. Á ég ekki bara að hringja í hann fyrir þig? Það var gert. Ekkert sjálfsagðara sagði Einar Már (við erum vinir). Aldrei fékk ég að sjá hvað kom út úr því djúpa viðtali. Eftirfarandi samtal var líka ójafn leikur. Þrír sprenglærðir gæðingar gengu í skrokk á gamalmenni og vildu vita allt. Gráar sellur mínar fengu taugaáfall og voru lengi að jafna sig eftir þessa innrás - enda hefur ekki nokkur maður sýnt áhuga á Þorkatli Sigurbjörnssyni í mínu persónulegu eyru - hvorki fyrr né síðar. Eða eins og Jón Nordal sagði við mig af öðru tilefni: Það er merkilegt hve fljótt fennir í spor mikilhæfra manna á Íslandi. Ég man þetta orðrétt - og allt annað sem Nordal hefur sagt við mig frá 1964+. Þá sjaldan Jón talar hlustar maður! Sama á við um Þorkel. Og maður á að segja satt. Ég er viss um að mig hefði skort kjark til að skrifa svona grein um Þorkel, vin og sálufélaga. Þrír ungir menn kveiktu ómótstæðilega glóð í mér og áttu í erfiðleikum með að halda mér á beinni braut. Fyrir þetta allt er ég þeim einstaklega þakklátur - svo ekki sé meira sagt. Vona að þetta komi að gagni. Blessuð sé minning Þorkels. Eftirfarandi er byggt á fyrirspurnum háskólanema - með viðbótum sem hafa leitað á mig miðsumars. Þetta er allt þeim að kenna. Steinar Logi, þorkell og Örnólfur opnuðu flóðgátt. Rétt að taka fram að allt sem hér er sagt er ritað eftir minni, þar á meðal allt sem sagt er um tónverk Þorkels - stórt og smátt. Þau syngja í hug mér. Það leiðréttist er leiðrétta þarf - er fram líða stundir.
VAKA
Menningarþáttur Sjónvarpsins
10.5.1978. Umsjón Guðmundur Emilsson
Egill Eðvarðsson - Upptökustjóri
Nokkur inngagnsorð. Í þættinum er reynt að veita innsýn í störf tónskálda okkar. Rætt við Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Leif Þórarinsson, Pál P. Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson - og jafnframt fylgst með tilurð tónverks Þorkels: Það var asnanum dár að hann dansaði með apynjunni - og það frumflutt. Í þættinum birtast ljósmyndir af öðrum félögum Tónskáldafélags Íslands 1978. Loks þakkir til Egils Eðvarðssonar upptökustjóra og Jóns Þórarinssonar tónskálds og dagskrárstjóra lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins fyrir að treysta 26 ára viðvaningi fyrir svo stóru verkefni. Síðast en ekki síst þakkir til núverandi starfsmanna Sjónvarps fyrir að finna rykfallinn þátt í safninu mikla - nú í sumar.
Loftskeyti
(9.9.2009)
Dufþekja er sérkennilegt bjarg í Vestmannaeyja. Dufþakur hinn Írski þræll
stökk þar fyrir björg er útsendara Ingólfs og Hjörleifs veittu honum eftirför -
eða svo segir „munnleg geymd“.
Þau berast aldrei eftir pöntun - bara þegar honum þóknast. Og alls ekki nema ég sitji við skrifborð hans á kontórnum í Árvogi og sé að sötra kaffi árla dags og heilabúið á milli svefns og vöku. Loftskeyti séra Emils eru knöpp, yfirleitt eitt orð. Við þau hrekk ég í kút líkt og bjöllu sé hringt fyrirvaralaust. Í kvæði Hannesar Péturssonar segir um klukku: „Vox Mea Est Bamba. Possum Depellere Satan“. Og Jón Rafnsson segir í ljóðinu Dufþekja: „Eftir Dufþaks morð líkt og áhrinsorð hvílir uggvæn ró yfir óhappastaðnum“.
MACBETH
Fimmta boðorðið
(16.09.2015)
Emil Björnsson 1915-1976
f. 21. september 1915, d. 17. júní 1991
Aldarminning 21. september 2015
Emils verður minnst í Kirkju Óháða Safnaðarins sunnudaginn 27.september kl 14:00
Sr. Emil Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar Sjónvarpsins og prestur Óháða safnaðarins, lést á Borgarspítalanum mánudaginn 17. júní, á 76. aldursári. Emil fæddist 21. september 1915 á Felli í Breiðdal, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Árni Björn Guðmundsson bóndi þar og kona hans Guðlaug H. Þorgrímsdóttir ljósmóðir.
Emil lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939. Hann stundaði nám í viðskiptadeild Háskóla íslands 1939-41, og lauk guðfræðiprófi við skólann 1946. Hann dvaldist í Finnlandi við nám sumarið 1953, og við nám og störf í London og Canterbury 1960-61. Hann fór í námsdvöl hjá sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum 1965.
Emil var ræðuskrifari í Alþingi 1941-50, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 1944-65 og jafnframt oft settur fréttastjóri og fastur staðgengill fréttastjóra síðustu árin og vann að undirbúningi sjónvarps fyrsta árið þar. Hann var dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar Sjónvarpsins frá upphafi þess 1965 til ársins 1985 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Emil var prestur Óháða safnaðarins í 34 ár, eða allt frá stofnun safnaðarins árið 1950. Hann var aðalhvatamaður að kirkjubyggingu safnaðarins, og var formaður kirkjubyggingarnefndar og framkvæmdastjóri byggingarinnar 1956-59 en það ár var kirkjan vígð. Hann var formaður Blaðamannafélags Íslands 1965-66. Ýmis rit liggja eftir Emil, en eftir að hann hætti störfum hjá Sjónvarpinu ritaði hann meðal annars sögu Óháða safnaðarins og eigin æviminningar. Emil lætur eftir sig eiginkonu, Álfheiði Guðmundsdóttur, og fjögur börn.
Leiðsla
Heimildarmynd
Rökkurhlýja í Skógarkoti
Af æskuslóðum Jóns Nordal tónskálds
Og aðrar sögur
(23. september 2015)
„Skógarkot.Greinilegar rústir þessa býlis sjást undir Sjónarhóli austan Þingvallabæjarins. Stígur liggur þangað úr Vallakrók hjá Furulundi og gamli vegurinn yfir hraunið lá sunnan túns Skógarkots. Vatn þraut oft í brunninum í túninu. Þarna var búið til 1936.“
Hlými í hálfa öld - Óútgefin hljóðritun frá Varsjá
Spuni - Heimildarkvikmynd um Atla Heimi Sveinsson
Og stutt Spjall -
Svona 1/50 af afmælistertu
(október 2015)
Atli Heimir Sveinsson
Hlými (1965) - hljóðritað í Varsjá - GE stjórnar - (29:32 mín)
Spuni. Heimildarkvikmynd eftir Guðmund Emilsson
VATNASKIL
1944-1994
(27. okt. 2015)
Sjá og heyr:
http://www.ruv.is/frett/tonverk-lydveldissogunnar
Hvaða tónverk hafa markað tímamót á vegferð þjóðarinnar? Þeirri spurningu var varpað fram þegar hálf öld var frá stofnun lýðveldisins. Tíu verk voru valin - en standast þau tímans tönn?
Beethoven,
Týndi hlekkurinn (link)
Og víti til varnaðar
(nóvember 2015)
BBC World Service: Maður einn útí heimi segir farir sínar ekki sléttar. Hann sendi vinkonu afmælisóskir á netinu en komst að því seint og um síðir að hún væri látin. Spurði svo: Hvað verður um öll þessi skrif og annað efni á FB og netinu þegar upp er staðið? Hlustendur BBC-World Service um allar álfur tóku að hringja til Lundúna og tjá sig án afláts - og komust færri að en vildu í klukkustund. Málið var rætt af sjónarhóli tækni og siðfræði. Flestir héldu tölvuefni sitt hoggið í stein - nánast rúnir á vegg. - Þá gerist það í Árvogi að hlekkur (linkur) sem hýstur hefur verið á vegum hins virðulega fyrirtækis siminn.is hverfur skyndilega með öllu. Var nú farið að grafast fyrir um þetta dularfulla hvarf og hringt í tæknideildir fyrirtækisins. Einnig hringt í Arnald Indriðason með beiðni um hjálp. Hlekkurinn fannst - og þar með minningar. - Meira um BBC World Service. Hlustandi einn sagði símleiðis: Mér finnst að fyrirtæki sem annast hýsingu tölvuefnis eigi haldi því úti á netinu svo lengi sem maður er á lífi og greiðir sín mánaðargjöld. Annar hlustandi með báðar fætur á terra firma sagði: Framþróun í netheimum verður ekki stöðvuð - löggjafar um víða veröld hafa ekki undan. Því er öruggast að hýsa sín persónulegu gögn á svokölluðum „backup“ diskum heima í stofu. Í tölvuheimum ber ekki nokkur maður ábyrgð á neinu - nema þú sjálfur/sjálf. Achtung!
Tímamót 1965:
Þegar tónlistarlíf Íslands var svipt Meydómnum
Fyrsti hlut þessa endalausa blaðaviðtals hófst á heimasíðu undirritaðs undir merkjum
www.gudmunduremilsson.is í október 2015 - og fyrirsögninni:
Hlými í hálfa öld
Nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið.
Viðfang: Atli heimir Sveinsson á 21. öld
Hlými í hálfa öld II
(nóv. 2015)
Brot af formála fyrstu greinar: Þannig var. Blaðamanni datt í hug - sem oftar - að spjalla við Atla Heimi - en nú á 21. öld. Hef verið að spjalla við hann í öllum miðlum frá 1978 - kannski fyrr - eiginlega frá 1968 en þá var Atli lærifaðir minn í Tónlistarskólanum og enn púðurlykt af honum frá sprengiregninu í Köln. Man allt sem AHS hefur sagt við mig - enda mergjað og tæpitungulaust. En við vorum svo fjári skemmtilegir - þótti okkur á 21 öld - að það tognaði úr þessu hjá okkur.
„HÖKUverkir og Málstol“
(5.12.2015)
Gremlin og Rodin
Undirritaður blaðaði í Orðabók Sigfúsar Blöndal(s) - (Gutenberg 1920-24) - í leit að skilgreiningu á hugtakinu „HÖKUverkir“. Sigfús hefur greinilega ekki þekkt þetta hugtak - hvorki hann né meðhjálparar hans. Kannski er það ættað úr Breiðdalsþokunni langt aftur í aldir.
Mjög er manni orðs vant. Þannig er mál með vexti, að góðir tónlistarfræðingar, fyrrum nemar, og vinir tók sig til og söfnuðu saman músíkskrifum og myndum undirritaðs allt frá 1972, og klykktu svo út með fyrirsögninni: "Músík og myndir 1972-2022 (!?)". Segjanda að auki: "Vonandi koma þessi skrif að gagni þótt síðar verði" // Kærustu þakkir vinir mínir. Ég færi ykkur blóm // En æ sér gjöf til gjalda. Það liggur í orðanna hljóðan að mér beri að skrifa músíkpistla til 2022 og fylla þannig hálfa öld af hljóðskrafi í prentmiðlum, aðallega Morgunblaðsins. Er ekki nóg komið? // Ég geri mitt besta en lofa engu. Almættið stjórnar. Hér kemur fyrsti hluti af fjölmörgum.
gudmunduremilsson.is
Músík og myndir 1972-2022 (!?)
Vonandi koma þessi skrif að gagni þótt síðar verði
Stefán Edelstein: Ímyndunarafl og vandvirkni
Vísir, 107. Tölublað (13.05.1972), Blaðsíða 7. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3243041
*
Britten - Barnaóperan Nóaflóðið
Mbl, 124. tölublað (07.06.1972), Blaðsíða 14, 23. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1432160
*
Menuhin og Ashkenazy á Listahátíð
Mbl, 134. tölublað (20.06.1972), Blaðsíða 17 og 22. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1432587
*
1973. Hlíðaskólakórinn: Einsöngvarar, kór og hljómsveit
“Stabat Mater á þrem stöðum um borgina”
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=238277&pageId=3248289&lang=is&q=Stabat%20Mater
*
Te Deum Þorkels Sigurbjörnssona Eastman School of Music vorið 1974
Penderecki
14. Desember 1977.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=116990&pageId=1493962&lang=is&q
*
Eftirfarandi er skrifað heima í Reykjavík meðfram ritun MM ritgerð á Landsbókasafni 1978-79. Menn þurftu að afla sér fjár með skrifum í Mbl., með útvarpsþáttagerð um íslensk samtímatónskáld - og gerð sjónvarpsþátta um þau:
Tryggingasölumaðurinn Charles Ives
Hugleiðing um gagnrýni - 26. Janúar 1978.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117031&pageId=1495419&lang=is&q
*
Hljómlistin
Íslendingar hafa verið að gefa út tónlistartímarit furðu lengi - 7. Mars 1978.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117057&pageId=1496546&lang=is&q
*
Tónbókasöfn í Reykjavík. Á göngu út og suður. – 9. Mars 1978.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117059&pageId=1496630&lang=is&q
*
14.mars 1978.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117063&pageId=1496830&lang=is&q
*
Tónhvísl: Að þeim yrði fengur - 16 mars 1978. Bls 20-1).
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117065&pageId=1496894&lang=is&q
Mjög er manni orðs vant. Þannig er mál með vexti, að góðir tónlistarfræðingar, fyrrum nemar, og vinir tók sig til og söfnuðu saman músíkskrifum og myndum undirritaðs allt frá 1972, og klykktu svo út með fyrirsögninni: "Músík og myndir 1972-2022 (!?)". Segjanda að auki: "Vonandi koma þessi skrif að gagni þótt síðar verði" // Kærustu þakkir vinir mínir. Ég færi ykkur blóm // En æ sér gjöf til gjalda. Það liggur í orðanna hljóðan að mér beri að skrifa músíkpistla til 2022 og fylla þannig hálfa öld af hljóðskrafi í prentmiðlum, aðallega Morgunblaðsins. Er ekki nóg komið? // Ég geri mitt besta en lofa engu. Almættið stjórnar. Hér kemur annar hluti af fjölmörgum.
gudmunduremilsson.is
Músík og myndir frá 1972 til 2022 (!?)
Vonandi koma þessi skrif að gagni þótt síðar verði
Ólafur Vignir Albertsson
”Fúgur og einhver fjárinn” - 30. mars 1978
Framh. á bls 26.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117076&pageId=1497318&lang=is&q
*
Draumurinn um húsið - 15 apríl 1978
Framh. á bls 31.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117090&pageId=1497946&lang=is&q
*
Dr. Hallgrímur Helgason - 29 apríl 1978
“Ég man, að einn kennara minna, Paul Hindemith, var gjarn á að vera hlutdrægur í fyrirlestrum sínum, t.d. um tólftónatækni Schönbergs og nýja Vínarskólann. Þetta fannst ýmsum umdeilanleg og óréttmæt vinnubrögð af hálfu háskólaprófessors.”
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117104&pageId=1498534&lang=is&q
*
Matthías afi Guðrúnar
Úrklippusafn frú Guðrúnar 4. maí 1978
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117109&pageId=1498730&lang=is&q
*
Verður Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarháskóli íslands? - 10 maí 1978 - Fyrri hluti
“Skýringin á þessari þögn er vafalaust sú, að skólastjórar hafa ekki viljað ögra „keppinautum" sínum, eða taka sér í hendur vald sem þeim ber ekki. Enda er það svo, að „valdskipting" innan stéttar tónlistarskólastjóra er nokkuð óljós, og staða tónlistarinnar sjálfrar innan hins almenna skólakerfis enn óljósari. Hver stjórnar? Hver ræður?” - Fjórir skólastjórar leggja orð í belg, þeir Garðar, Sigursveinn, Stefán og Jón Nordal.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117115&pageId=1498946&lang=is&q
Verður Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarháskóli íslands? - Síðari hluti
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117122&pageId=1499226&lang=is&q
*
Halldór Gísli
Listahátíð: Bartok og Stravinsky f. tvö píanó - 3. júni 1978
“Á íslandi lætur alþýða manna glepjast hvað eftir annað af skrautklæðum erlendra farandsöngvara og fagurgala fjárhaldsmanna þeirra! Íslenskir tónlistarmenn verða að læra að svara í sömu mynt, ellegar að sætta sig við að drukkna í áróðursflóðinu”.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117141&pageId=1499927&lang=is&q
*
Laugardalshöll byggð.
Síðar stúfylltist hún af tónelskum hjörtum og áheyrendum.
Lengstu, fjölmennustu, og fjölbreyttustu tónleikar á Listahátíð - 10. júní 1978
“Það var þá sem það kom til tals að þessir tónleikar Karlakórasambandsins og lúðrasveita yrðu liður í Listahátíð '78. Einnig var ákveðið að fela Ragnari að skipuleggja þessa maraþontónleika, þar eð mestur þungi tónleikanna hvíldi á honum hvort sem var: Um 11 karlakórar koma fram, en það munu vera um 400 söngvarar” auk fjölda lúðrasveita.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117148&pageId=1500182&lang=is&q
Mjög er manni orðs vant . . . grein þrjú
Músík og myndir frá 1972 til 2022 (!?)
Rut Ingólfsdóttir
Íslenzkir tónlistarmenn á Listahátíð 1978 - Kammersveit Reykjavíkur (viðtöl) - og verk Jóns Þórarinssonar:“Í kvöld, 11. júní, fara fram einu svo til al-íslensku tónleikarnir á Listahátíð '78! Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu leika og syngja tónverk eftir Jón Þórarinsson í Norræna húsinu kl. 20:30. Þeir eru: Magnús Jónsson, Ólafur Vignir Albertsson, Gísli Magnússon, Ruth L. Magnússon, Jónas Ingimundarson, Kristinn Hallsson, Ólöf K. Harðardóttir, Guðrún A. Kristinsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Sigurður Björnsson. Auk þessa fríða flokks listamanna kemur fram Strokkvartett Kaupmannahafnar er frumflytur tvo þætti fyrir strengjakvartett sem Jón lagði síðustu hönd á nýverið.” Sjá bls. 40
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117150&pageId=1500262&lang=is&q
*
Þorgerður Ingólfsdóttir
Íslenskt tónlistarmenn á listahátíð - júní 1978 (bls 10, framhald á 11)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117151&pageId=1500297&lang=is&q
“Í kvöld býðst íslenskum tónlistarunnendum einstakt tækifæri til að hlýða á vandaðan kórsöng — einstakt tækifæri í fyllstu merkingu þeirra orðs.
*
Jón Leifs
Verður framtíðarsýn Jóns Leifs loks að veruleika? - 20. Júlí 1979. Atli Heimir Sveinsson segir blm Mbl fréttir af fundi Tónskáldafélagsins. Sjá bls 27
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117188&pageId=1501717&lang=is&q
*
Helga Ingólfsdóttir
Sumartónleikar í Skálholtskirkju - 25. Júlí 1978 - sjá bls 10
Helga Ingólfsdóttir í öndvegi.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117192&pageId=1501868&lang=is&q
*
Arvika UNM
Rætt við Áskel Másson tónskáld - 13 ágúst 1978 - sjá bls 26
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117208&pageId=1502568&lang=is&q
*
Sigurður og Hafsteinn SÍ
Um Sinfóníuhljómsveit Íslands – 15 Ágúst 1978 - 1 hluti - sjá bls 10
Blaðamaður efndi til fundar með fráfarandi formanni og varaformanni Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar íslands, þeim Gunnari Egilssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni, og framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar og tónlistarstjóra Utvarps, Sigurði Björnssyni og Þorsteini Hannessyni. Þessum mönnuin færir undirritaður bestu þakkir fyrir fróðlegt spjall. Fyrir fjórmenningana voru lagðar spurningar sem var ætlað að varpa ljósi á starfsháttu hljómsveitarinnar.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117209&pageId=1502600&lang=is&q
*
Gunnar Egilsson
Um hljómsveitina, Reykjavíkursvæðið og landsbyggðina - 17. 8. 1978 - 2. hluti - sjá bls 21
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117211&pageId=1502679&lang=is&q
*
Sigurður Björnsson Þorsteinn Hannesson
Um samband fjölmiðla og hljómsveitar - 22 Ágúst 1978 - 3. grein - sjá bls 33
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117216&pageId=1502859&lang=is&q
*
Paul Zufosky
Þið borgið tvöfalt - 31 ágúst 1978 - sjá bls 14 (Orð í tíma töluð 1978, ge)
ÞESSA dagana stendur yfir svokallað Zukofsky námskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Leiðbeinandi þar er bandaríkjamaðurinn Paul Zukofsky sem er íslenskum tónlistarmönnum, og þá sérstaklega tónlistarnemum, að góðu kunnur. Námskeiðið fer fram í Tónlistarskólanum í Skipholti og sækja það um 35 manns. Blaðamaður tók Paul Zukofsky tali eitt grámuggulegt rigningarkvöld og varð bá til svofelldur kontrapúnktur // Blm. Þú ert þá án efa hlynntur stofnun tónlistarháskóla á íslandi? „Ef það er lausnin er ekki eftir neinu að bíða."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117224&pageId=1503160&lang=is&q
*
Kristinn Hallsson
Tónlistarfulltrúinn - 8 September 1978 - sjá bls 12
Rætt við Kristinn Hallsson. “Í hvers verkahring er að marka stefnu í þeirri ringulreið sem einkennir tónbóka- og hljómplötusafnsmál á íslandi? „Það veit ég satt að segja ekki”.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117232&pageId=1503450&lang=is&q
*
Njáll Sigurðsson
Námsstjórinn - 12 september 1978 - sjá bls 34
Rætt við Njál Sigurðsson - „Það þarf að taka öll tónlistarmál á íslandi til gagngerrar endurskoðunar".
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117236&pageId=1503596&lang=is&q
Mjög er manni orðs vant . . . grein fjögur
Músík og myndir frá 1972 til 2022 (!?)
Hjálmar H. Ragnarsson annast nú áhugaverða útvarpsþætti
um tónskáldin okkar
Tónskáldin ungu - 30. september 1978 - bls 14
Þessa dagana (23. til 30. september) stendur yfir hér í Stokkhólmi mót norrænna tónskálda, hinir svokölluðu Nordiska Musikdagar. Mót þessi hafa farið fram allreglulega allt frá árinu 1888, en þá var hið fyrsta þeirra í Kaupmannahöfn. Þau eru haldin annað hvart ár fyrir tilstuðlan norræna tónskáldaráðsins.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117254&pageId=1504264&lang=is&q
*
Hver er staðan - 1978 versus 2016?
Um tónlistarsöfn á Íslandi - 10 október 1978 - bls 32! - framald bls 33 (það athugist)
Haldin var umræðufundur á vegum bókafulltrúa ríkisins, Kristínar H. Pétursdóttur
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117265&pageId=1504667&lang=is&q
*
Norrænir tónlistardagar’78 - 12. október 1978 - bls 30
Haflög Þorkels er einstakt tónverk er myndi blómstra í vandaðri hljóðritun þar sem legið yrði yfir hverri hendingu. (GE veit hvorki til þess 2016 að Haflög hafi verið undurflutt né hljóðrituð).
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117267&pageId=1504740&lang=is&q
*
Lokaorð um tónlistarsöfn. Svo má íllu venjast að gott þyki - 26 október 1978 - bls 39
Sá sem einu sinni hefur reynt þá unaðastilfinningu að geta teygt sig í eintak af Harmonice Musices Odehecaton Petruccis með vinstri hendi og raddskrá af Hljómsveitartilbrigðum Schonebergs op. 31 með þeirri hægri, samtímis því að hlusta á fágæta hljóðritun Toscaninis á Fimmtu sinfóníu Beethovens í heyrnartólum — ánetjast tónlistarsafni fyrir lífstíð.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117281&pageId=1505297&lang=is&q
*
Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur - 19 desember 1978 - bls 16
I huga undirritaðs nýtur Kammersveit Reykjavíkur sérstakrar virðingar, svo jaðrar við að markalínur óhlutdrægni séu fótum troðnar. Virðingin stafar af þeirri einföldu staðreynd, að Kammersveitin ber með sér þann neista einlægni og áhuga, ef ekki sköpunarkrafts, sem ólaunuðum störfum eru samfara.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117340&pageId=1507626&lang=is&q
*
Óperuflutningur áhugafólks - 21. desember 1978 - bls 13
Ragnhildur Helgadóttir segir stórfrétt úr þingsölum
Við þessi alþingistíðindi, sem duttu ofan í morgunkaffibolla tónlistarunnenda allra var rokið út í myrkrið, skundað til fundar við Ragnhildi Helgadóttur. Blaðamaður sagðist vilja vita sannleikann í þessum ótrúlega máli, helst tafarlaust.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117343&pageId=1507751&lang=is&q
*
Greinarflokkur um óperuflutning á Íslandi - 8 febrúar 1979 - bls 32 framhald bls 33
Rætt við Þorstein Hannesson tónlistarstjóra og Jón Þórarinsson dagskrárstjóra.
Þorsteinn: Hér hefur ríkt algjört stefnuleysi á sviði óperumála. Jón: Vonandi framhald á óperusýningum sjónvarpsins.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117385&pageId=1509426&lang=is&q
*
Við verðum að skapa söngvurum okkar tækifæri - 13. febrúar 1979 - bls 36 og framh. bls 37
Sigríður Ella Magnúsdóttir tekur til máls: „Gróska áranna um og eftir 1950 gufaði upp. Hættum að kjökra um milljónakostnað í óperuflutningi — Þræðum milliveg". Sigurður Björnsson segir: „Konsertuppfærslur á óperum með Sinfóníuhljómsveitinni hugsanlegur meðan Þjóðleikhúsið gerir ekki meira"
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117390&pageId=1509638&lang=is&q
Hafsjór!
Til Erlings
20.3.2016
Erlingur, Jóhannes (kanína) og Renata
Erlingur Gíslason er allur. Synir hans sýndu mér þau elskulegheit að tilkynna mér lát hans símleiðis svo ég frétti það ekki á skotspónum. Við Erlingur vorum vinir. Við vorum nánir vinir. Vinir til hálfrar aldar - sem útskýrist svo:
Samhliða námi í kennaradeild Tónlistarskólans 1965+ lék maður í Þjóðleikhúskjallaranum á flygil fyrir gesti í hléi. Kaffi og pönnukökur með rjóma og sultu. Á undan og eftir þessu kaffi átti maður greiðan aðgang að efstu svölum og sá sýningar oft og mörgum sinnum - eiginlega endalaus - og þá með Erlingi í stórhlutverkum.
Leikara og ekki síst leikstjórar komu á kaffistofu starfsmanna í kjallarannum eftir sýningar til að gefa enn fleiri „nótur“. Þá var rætt hvað mátti betur fara og öfugt. Fyrir mér voru þetta háskólafyrirlestar í leikhúsfræðum. Sökudólgar fóru að svo búnu snarleiðis á barinn til að drekkja syndum sínum - aðrir heim.
Alltaf var kjallarinn fullur af fólki. Það var undir þessum kringumstæðum að við Erlingur Gíslason tókum tal saman á kaffistofu starfsmanna í kjallaranum Því samtali lauk hálfri öld síðar, sl. miðvikudag.
Erlingur kanína. Erlingur Gíslason færði Jóhannesi syni okkar Renötu þetta „dýr“ í skírnargjöf. Kanínan á heima í svefnherbergi hans. Kanínan og Jóhannes fara með kvöldbænir - og sofna saman - hér eftir sem hingað til.
Þau Brynja áttu ekki bara leikhús við Laufáveg heldur stórmerkt safn leikrita sem við Erlingur gengum í og hann las fyrir mig. Lék allar rullur. Ógleymanleg forréttindi. Svo útskýrði hann inntak og efnistök. Þetta var engu líkt. Lér konungur - svo eitthvað stórt sé nefnt.
Gleymi aldrei þegar Erlingur söng Fiðlarann á þakinu í leikhúsi þeirra hjóna við Laufásveg. Þá naut hann sín. Maður glamraði með honum. Við vorum bara tveir saman. Syngjum meira! Fleiri söngleiki frá upphafi til enda. Maður varð að hafa sig allan við. Kanntu Kabarett? Kanntu Brecht? Erlingur hafði glæsilega söngrödd og tóneyra á við konsertmeistara.
*
Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrum þjóðleikhústjóri með miklu meiru - lét umsvifalaust í té helstu leikrit og hlutverk Erlings Gíslasonar frá þessum árum. Tinna skrifar:
Helstu hlutverk Erlings á þessu tímabili:
*Hornakórallinn eftir Odd Björnsson / Leif Þórarins ´67
Erlingur lék Loft
*Galdra-Loftur ´67
Erlingur lék Ólaf
*Putilla bóndi og Matti eftir B. Brecht
Erlingur lék Matta
(Og áfram ad infinitum . . . eftir að undirritaður hélt til náms í útlöndum)
*Brúðuheimilið eftir Ibsen ´74
Erlingur lék Helmer
*Lúkas eftir Guðmund Steinsson ´75
Erlingur lék Lúkas
*Silfurtunglið eftir HKL '75
Erlingur lék Feilan Ó
Erlingur lék líka í fjölmörgum öðrum sýningum, svo sem: Marat / Sade, Sorba, Höfuðsmaðurinn frá Köpernick, Faust, Lýsistrata, Nótt ástmeyjanna, Skugga Sveinn ofl.
Kærar þakkir Tinna.
*
Dæmigert samtal rétt fyrir andlátið. GE: Erlingur minn, ég ætla bara að vona að þú farir ekki að deyja upp úr þurru. EG: Það kemur þér bara ekkert við. GE: Jú víst. Þegar þú ert allur verður umferðaröngþveiti frá Dómkirkju og alla leið að grafreit Brynju. EG: Og hvað með það? GE: Þá verða kallaðar út svo margar löggur að útsvar mitt hækkar. Reyndu að tóra áfram. Guð geymi þig Erlingur minn. EG: Og þig líka Guðmundur minn.
Erlingur kunni að meta kaldhæðni umfram flesta. En hann beitti henni aldrei gagnvart mér. Tómt ljúfmenni, elskulegt, hógvært með óstjórnlega kímnigáfu til hinsta dags. Ég kallaði hann alltaf skáldið við Laufásveg og þóttist vera sonur hans í fjarveru pabba míns. Stundum var símávarpið því „faðir vor“. Ert það þú Guðmundur minn? Heill og sæll . . .
*
Ítarefni
Samvinna okkar Erlings - tvö dæmi af mörgum:
Eldskírnin
http://gudmunduremilsson.is/index.php/328-eldskirnin
Beethoven-tónleikar. Heyr lokasprett Erlings á 01:53:36
https://soundcloud.com/
PS: Gagnrýnandi New York Times sagðist hafa þurft að draga fram landakort af þessu tilefni, enda tónskáldið frá Brown University, stjórnandi og sögumaður frá Íslandi og hljómsveitin frá Lettlandi.
Það er pirringur í réttlætiskendinni
Höfðingjadirfska hefur verið einkenni þjóðar vorrar - og má tína til fjölda dæma um hana í bókmenntum til forna og allt til dagsins í dag. Stjórnmálamenn eru að fatta það - að haldið er. En það breytir ekki hinu, að Ísland er lítil þjóð og vistkeðjan hér afar viðkvæm. Það eru helst kjarkaðir einstaklingar sem leggja í höfðingja - einstaklingar sem eiga engra hagsmuna að gæta - aðrir þegja þunnu hljóð - því ekki bítur maður hönd þess er veitir!
Að þessu sögðu snúa sumir sér beint að efninu.
Nú bregður svo við, að hinir og þessir starfsmenn útvarps eru teknir að flytja dýr ljóð og gersemar á Rás 1 í stað leikara þjóðarinnar sem eru til þess menntaðir og hafa glatt hlustendur til fjölda ára og áratuga. Óþarft er að tíunda það fólk á báða bóga. Útvarpsfólk gerir þetta í nauðvörn. Ekki af illum hvötum. Til að draga úr einhæfni. Það er við aðra að sakast.
Þetta er gert undir stjórn útvarpsstjóra sem er leiklistarmenntaður - og dagskrárstjóra sem er bókmenntafræðingur - og skýtur það skökku við. Enn óskiljalengra er að Bandalag listamanna skuli ekki kvarta opinberlega - og síðast en ekki síst Félag íslenskra leikara og Hollvinir RÚV. Menntamálaráðherra Illugi sagði eftir síðasta niðurskurð að þeir eru kynnu að standa eftir á vígvelli RÚV væru „einfærir“ (sic) um starfrækja menningar-rás okkar (fréttaviðtal). Þá fuku 60 manns úr Efstaleiti.
Píparar ganga ekki í störf organista enda kunna þeir ekkert á pípuorgel. Flugþjónar ekki í störf flugstjóra. Ræstitæknar ekki störf skurðlækna. Það eru bara forstjórar Rio Tinto sem ganga í störf hafnarverkamanna - en hóta ella að loka apparatinu. Það á kannski líka við um RÚV? Hyllir undir það? Þetta er orðið verulega vandræðalegt.
Að þessu sögðu er að lokum lagt til að símadömur RÚV og húsverðir lesi Passíusálmana að ári. Kostar ekkert // Annars kemur undirrituðum þetta ekki við - nema hvað honum er skylt að greiða afnotagjald af þessari fátækt // Máltækið segir. Betra er að vera barinn þræll en feitur. Hirðfífl segja konungum satt - viðhlæjendur hafa uppi fagurgala.
Þetta heimsfræga hirðfífl fékk höll (!) að launum fyrir að fara ekki í launkofa - var höfðingjadjarfur ugluspegill sem hafði ekkert að fela:
*
Gleðilega páska góðir lesendur -
Og þá hjálparhellur:
Hildur
Nonni
Án aðstoðar Hildar og Nonna, og reyndar fleiri, hefði þessi víðlesna heimasíða ekki verið gerð.
GE - fullur þakklætis
Doktorsritgerð - upphaf og niðurlag
Ritgerðin var skrifuð 1978-79 samhliða Mbl greinum sem áður eru birtar.
Abstract:
Krzysztof Penderecki's Dies Irae (Auschwitz Oratorio); aspects of music and literature. Set analyses of Dies Irae (1967) reveals that it is not based on a rigid pre-compositional scheme, as often is assumed by commentators of Pendrecki's works in the sixties and early seventies; an era of serialism. On the contrary, the structures freely mirror the profound historical, literary, religious and philosophical connotations of the work's impressive libretto; that is to say the composer's own mosaic of quotes from the writings of King David, Aeschylus, Apostle Paul, John the Christian (1st century A.D.), Paul Valéry, Louis Aragon, Wladyskaw Broniewski and Tadeusz Rozewitzc. The word is the backbone of continuity in Dies Irae; the word qualifies the music.
Eintak af ritgerð þessari í heild er að finna í Þjóðarbókhlöðunni.
Æðruleysi?
Haustskip
Lesendum er bent á að hér að neðan hefur verið safnað greinum um Íslenzku Hljómsveitina og þeim skipt í tvö tímabil, 1980-85 og 1986-92. Til þess að lesa þessar greinar þarf einungis að smella á hlekk hverrar greinar. Þá birtist hún á timarit.is í leshæfu formi með myndum.
Veljið tímabil og smellið svo á bláa hlekkinn til að opna þá tímaritsgrein sem þú vilt lesa.
Íslenska hljómsveitin 1980 - 1985
Fjörkippir í tónlistarlífinu
„Megin höfundur þessarar
íslensku tónmenningarstefnu
— ásamt
góðum samstarfsmönnum
— er Guðmundur
Emilsson, hljómsveitarstjóri
og tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins. Hann
hefur verið óþreytandi
við að kynna íslenska
tónlist í gegnum tíðina,
hér heima og á erlendri
grund."
Námsárin Mótandi
III.
Máríuvísur Hróðmars I Sigurbjörnsson, einsöngvari og hljómsveit undir stjórn Maestro Roberts Porcos. IsMus tónleikum þessum var varpað út beint um veröld alla og hlutu einróma lof tónlistarsstjóra á fundi í Genf.
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
I.
Skrýtið! Við vitum meira um námsár Fjölnismanna í Kaupmannahöfn en námsár Jesús - hin svokölluðu þöglu ár. Meira að segja Herman Melville vitnar í Jónas Hallgrímsson í einni frægust bók allra bóka; Moby-Dick (1851).
„Sumir kalla þetta merkasta fornleifafund tuttugustu aldar. Hann átti sér stað fyrir rúmlega 50 (+) árum þegar Bedúíni, sem var að gæta fjár, kastaði steini inn í helli og heyrði brothljóð. Inni í hellinum fann hann brotna leirkrukku ásamt bókrollu. Hann hafði fundið fyrsta Dauðahafshandritið sem svo er kallað.“
Ekki er vitað með vissu hvar Jesús lauk doktorsprófi eða frá hvaða háskóla. En er handritin fundust í hellum við Dauðahaf fóru böndin að berast að Essenum. Og líkt og eftir pöntun voru það fjárhirðar af nærliggjandi völlum sem álpuðust til að finna þau - litlir klifurkettir. Nú eru þessi rifrildi varðveitt í (víggirtri) hvelfingu í Jerúsalemborg hvar alþjóðleg hjörð vísindamanna hefur verið að púsla þeim saman - frá því á miðri tuttugustu öld - og eru enn að. Þeir ráku strax augun í brotabrot úr Fjallræðunni Miklu (segjum í C-Dúr sb Schubert). Mattheus ritar: Við settumst í grasið með ilm sumarblóma í vitum og Jesús sat mitt á meðal okkar. Og Jesús sagði: "Sælir eru einlægir í anda. Sælir eru þeir sem ekki eru bundnir af jarðneskum eigum, því að þeir munu frjálsir verða. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu síðar gleðjast. . . .“ Allt bendir til þess að Jesús hafi verið sendur til Essena í gaggó, menntó og háskóla. Hann hafði nefnilega haldið miklar tölur í Musterinu í Jerúsalem yfir háum prestum og bara ybbað gogg þegar þeir mótmæltu málflutningi hans. Ekki bætti úr skák, ef treysta má því sem ritað, að þegar foreldrar drengsins atyrtu hann fyrir að láta sig hverfa í stórborginni, þá ybbaði hann bara meiri gogg - segjanda. Hvaða læti eru þetta? Ég var auðvitað í húsi pabba míns! Foreldrum hans leist ekki á blikuna og sendu hann í heimavistarskóla. Það þurfti að kenna svo gelgju mannasiði og hógværð og fleira í þeim dúr. Þessi unglingur beinlínis hvarf af sjónarsviðinu. Að loknu doktorsprófi, um þrítugt, byrjaði ballið á ný. Það endaði í krossfestingu. Yfirvaldið óttaðist svona menn og líka Essena. Í öllu falli áttaði þessi óháði söfnuður sig á því að nú væri tímabært að fela skólabókasafnið í hellum við Dauðahaf. Það er hægt að mylja klaustur en ekki hugsun með vængi. Hinn óstjórnlegi ungi doktor frá Nasaret sagði margt er hann tók aftur til máls tuttugu árum eftir hneykslið í Musterinu - en minnist aldrei á betrunarvist í skóla Essena. Öll þau ár eru bara afgreidd almennt talað með orðunum - árin þöglu í ævi Jesús. Meistari Marteinn Luther sagði sig líka úr þjóðkirkjunni og fékk á baukinn frá páfanum í Róm. Og þar við situr. Nú er bara að vona að bylting ML hafi ekki nú þegar étið börnin sín: “ Oft eru miklar vonir bundnar við byltingar, en eftirleikurinn getur verið langdreginn og hryggilegur. Afleiðingarnar eru lengi að koma í ljós. (Þjóðkirkjan finnur fyrir því). Fræg eru þau orð kínverska stjórnmálamannsins Chou En-lai að það væri of snemmt að dæma um áhrif frönsku byltingarinnar . . .“ Skáldið Sigurður Pálsson sagði á meðal vina, að svona hugsanir bæru vott um langtímaskyn.
Mælt er með því að smellt sé á hlekkinn hér fyrir neðan og hlustað
Námsárin mótandi
II.
„Gyðingar eru mestu óvinir mannkyns.“
Doktor doktor !!
Fyrst um viðbrögð mikilvirts og gáfaðs prests þjóðkirkju við drögum að neðangreindum skrifum. Hann sagði: Minn kæri, ég get ekki sagt neitt við svona ýkjuskrifum sem kemur að gagni - svona fyrirvaralaust og símleiðis - enda er ég að hlusta á stjórnmálaumræður á Alþingi. Presturinn, vinur minn, sagði ekki annað. En hér koma vangaveltur undirritaðs frá mánudegi 26. september sem lesnar voru símleiðis fyrir fjóra presta. Allt var gert til að hvetja menn til umræðna. Yfirleit virkar það ekki á Íslandi. Prestarnir sögðu allir sem einn „no comment“. Það gæta allir sinnar syllu í Þúfubjarginu á Íslandi og dettur ekki í huga að kveðast á við minikölska. Og annað í niðurstöðustíl: Fulltrúar Almættisins hafa í þúsaldir átt samleið með valdhöfum og verið handbendi þeirra. Aftaka Jóns Arasonar er æpandi dæmi um það - pólítískur glæpur á heimsmælikvarða. Því er prestum nauðsyn á að fylgjast grannt með stundlegu þrasi á Alþingi.
Löggjafarsamkomunni gæti dottið í hug að stela frá þjóðkirkjunni því sem hún stal frá páfanum og hann stal frá auðtrúa fátæklingum - hinum svokölluðu kirkjujörðum - um land allt. Er ekki upp á teningnum núna að láta þjóðina njóta náttúruauðæfa Íslands en ekki fárra útvalda? Kirkjujarðir, hin feitu brauð, eru náttúruauðæfi þjóðarinnar, fjöll og dalir, laxveiðiár og jarðhiti. Ha?
ÝKJUSÖGUR
Cervantes, Voltaireog Snorri Sturluson - og spámenn og lærissveinar Jesús til að mynda - hófu frægustu ritningar sínar á að fullvissa lesendur um hvað söguhetjur þeirra væru stórættaðar og hámenntaðar - alveg frá Adam og til konunga í Noregi - allt eftir því sem hentaði hverju sinni. Faðir undirritaðs gerði sér og börnum sínum það til skemmtunar að flytja endalausar niðjatölur Biblíunnar til að skerpa minnið. Ef honum fataðist flugið fengum við krónu í bauk. Svona formála voru ýmist skrifaðir í alvöru - eða í háði. Þá dettur sumum í hug jiddískt máltæki: Þegar mennirnir skipuleggja stundlegan áróður sinn og stefnur og strauma - veltast Guðirnir um af hlátri.
Dæmi: Cervantes lætur sögupersónu sína halda mikla formála um sitt bláa blóð og menntun í bestu háskólum. Afkvæmi hans, Don Kíóti, er ánægður með sitt - svo ekki sé talað um lærisvein hans Sancho Panza en farskjótur hans var asni. Egla, Grettissaga og forn skrif voru öll og eru ýkjusögur. Halldór Laxness reit ýkjusögur, á bækur og í blöð. Nú vill svo til að þúsundir vísindamanna um víða veröld eru og hafa verið að skrifa lærðar bækur um þessi ýkjurit okkar manna - og gera sér það að góðu - öfugt við presta.
Við eigum tvo bræður á Íslandi á vorri tíð sem tala í gjallarhornið gríðarlega á helgum dögum og boða nýtt fagnaðarerindi (sic). Annar er ávarpaður „tvöfaldur doktor í Marteini Lúther“ (hér eftir Marlútur til að spara internetið - af því hann kunni á lútu). Doktor doktor er augljóslega mun menntaðri en skjaldsveinninn - sem er allur minni að vöxtum í fræðunum, og gæti kallast Panza meðreiðarsveinn og skjaldsveinn. Panza lítur mjög upp til riddara síns og hlustar agndofa á endalausar ræður hans - ýkjsögur - sem í senn eru alvarlegar og fyndnar - líkt og allar góðar bókmenntir.
Á meðal þess sem doktor doktor boðar er að Marlútur hafi verið „spámaður“ og meðreiðarsveinar hans og meyjar „lærisveinar.“ Það munar um minna. Dr. Páll Ísólfsson var ekki doktor - bara heiðursdoktor og þótti góður. En hugtakið doktor doktor virðist eiga upp á pallborðið um þessar mundir - amk í RÚV.
Meðreiðarsveinn doktors doktors ærist alveg í svo virðulegum félagsskap - tvíeflist -líkt og hann gangi á háum hælum.
Fyrir um 20 árum létu sumir í ljós þá skoðun í útvarpsráði að það væri tímabært að efna til útvarpsþátta á helgum dögum um helstu trúarbrögð heims! Tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum hreppstjórasona sem vildu sitja áfram á Alþingi og koma málum kjósenda sinna í höfn. Bannað að móðga þá. Þótti þessi dagskrárhugmynd nánast guðlast en örugglega fyrra. Síðan hafa turnar og torg verið sprengd í loft upp um víða veröld og menn alveg blindir á ástæður þess ófagnaðar. Öll framandi trúarbrögð voru og eru talin grunsamleg ef ekki hættuleg - þótt þau séu í raun meinlaus og hógvær. Fordómar og fáviska hefur ráðið för - og magnast. Fólk veit ekki betur. Rúv hefur brugðist skyldu sinni að upplýsa þjóðina um helstu trúarbrögð heims - alla sína tíð.
Marlútur kunni á lútu og orti sálma - segja Útvarpsbræður. Hallgrímur Pétursson er nefndur helgur maður ef ekki spámaður, St. Pétursson - og kirkja ein á Skólavörðuhæð mikill helgidómur og risastór íkoni reistur í minningu hans. Þá verður sumum spurn. Til hvers og af hverju vorum við að murka lífið úr Jóni Arasyni og afkvæmum hans? Boðaði hann villu eða gera útvarpsbræður það nú?
Heilagur Þorlákur, sem ekki er heilagur lengur í guðfræðideildinni / þjóðkirkjunni, heldur hornreka, safnaði hiklaust - og orti og samdi - fleiri sálma en Marlútur. Sálmar ML voru 35 að tölu að sögn en Sankti Þorlákur ritað tíðasöng á Íslandi fyrir allar aldir - bókstaflega. En hann var ekki doktor doktor - bara mikilvirkur - og því geta kaþólskir átt hann og Jón Arason.
Útvarpsbræður kvarta undan því að Marlútur sé bendlaður við Germaníu og Kaupmannahöfn. Að það sé bara ekki rétt!
Sumum er spurn. Hvaðan kom „siðbótin“ til Íslands ef ekki frá Germaníu og Kaupmannahöfn. Ekki frá Tíbet - það eitt er víst!
Nú hafa Útvarpsbræður fengið liðstyrk frá Germaníu, en það er ekki pláss á netinu til að tíunda andleg afrek þeirra gesta. Þessir spámenn eru báðir doktororar og doktorar í Marlúti og spila kannski á lútu. Útvarpsbræður dá svona nútíma heilagleika og bugta sig og beygja fyrir þeim - í fjölmörgum orðum.
Marlútur ritaði í endalausar ritsmíðar sínar: Gyðingar eru mestu óvinir mannkyns. Sumum hreinlega brá í brún er þeir álpuðust til að lesa þessa setningu í bindi nr. 19 (+/-) af 40 í doðröntum Marlútar - trúðu vart sínum eigin augum. Heilagur Hallgrímur Pétursson sagði aldrei svona ljótt - það best er vitað - og allra síst Jón Arason - er það annars?
***
Svona geta sumir haldið áfram endalaust. En að lokum verður nefnd stund á Skólavörðuhæð í Musteri Sankti Hallgríms Péturssonar - (nefnd í friðþægindaskyni fyrir ofangreint).
Þar birtist Daili Lama og blessaði alla trúarleiðtoga og friðflytjendur á Íslandi. Þeir, allir sem einn, og þá biskup Íslands, ávörpuðu Daili Lama með orðunum: „Yðar heilagleiki“. Það þótti sumum merkasta helgistund Íslands í aldir.
Hinn kaþólski Penderecki (tónskáld frá Pólandi) minnist í Dies Irae fórnarlamba óumburðarlyndis gangvart gyðingum, og samkynhneigðum og öllu öðru drasli sem Adolf vildi losna við. Það tók Penderecki 12 mánuði að velja textabrotin sem mynda þessa ógnvekjandi drápu. Þar á meðal er þessi áhrifamikla en einfalda setning úr pólsku samtímaljóði: „. . . og flétta sem pottormar eltust við í skólanum . . . „
Námsárin mótandi
V
Kjartan Ólafsson
Viðtal 2016 - Fyrri hluti
Námsárin mótandi
VI
Karólína Eiríksdóttir
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
VII
Rætt við Kjartan Ólafsson tónskáld
seinni hluti
Hér lætur tónskáldið gamminn geysa - fer mikinn um margt og mikið, ekki síst Listaháskóla Íslands - kom sjálfum sér í opna skjöldu eftir á að hyggja. Vakin er sérstök athygli á þessu viðtali og ekki að ósekju. Gagnrýni, í besta skilningi þess orð, er af hinu góða og drifkraftur framfara.
Þeir sem aðallega hafa áhuga á því sem Kjartan tónskáld hefur að segja um Listaháskóla Íslands sem og Háskóla Íslands geta stytt sér leið og hlustað á viðtalið frá og með 29 mín og til enda.
Viðtal 2016 - Seinni hluti
Námsárin mótandi
VIII
Hjálmar H Ragnarsson, fyrrum rektor Listaháskóla Íslands, tók þotuflugið í viðtali við undirritaðan fyrir skömmu. Og nú birtist það. Hjálmar var hraðmæltur enda hefur hann enn í mörg horn að líta - þótt hann hafi gert sitt til að gera sig „ónauðsynlegan“ í LHÍ. Það liggur margt á honum. Það er hægara sagt en gert að segja sig frá afkvæmi sínu. Sumir geta það bara alls ekki: Forsetar, til að mynda - forsetar stjórnmálaflokka, kóra, forsetar Alþingis, íbúar á Bessastöðum og formenn stéttarfélaga. Þetta á reyndar einnig við um þann sem hér skrifar. Sá hefur verið að fjargviðrast í fjölmiðlum frá 1968. Þetta er ættgengur andsk . . . Einu sinni fréttamaður, alltaf fréttamaður. Einu sinni rektor, alltaf rektor. Einu sinni forseti. Alltaf forseti.
Viðtal 2016
Þetta viðtal er óritskoðað með öllu - hvað sem síðar verður, GE
Námsárin mótandi
IX
Rætt við Tryggva M Baldvinsson tónskáld og forseta tónlistardeildar Listháskóla Íslands.
Undirritaður og Tryggvi erum vinir frá fornu fari - og erum enn. Þó skal fúslega viðurkennt að aldrei hefur fréttastjóri heimasíðu gengið álíka óvægilega fram í viðtali - sem í þessu. Tryggvi mætti af fúsum og frjásum vilja vitandi vits um það - að nú ætlaði gamall vinur að aðstoða hann við að stinga út úr hrútakofanum - enda hefur Tryggvi setið undir óvægnum aðdróttunum. Þetta gerist þegar hámenntað fólk á hlut að máli og persónulegir hagsmunir þess, enda þjóðin smá og fá sæti á lausu við hringborð Arthúrs konungs. Þá hefjast burtreiðar !
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
X
Grínaktugt samtal gráhærðra vina á aðventu 2016
Halldór Haraldsson
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
IV
Snorri Sigfús Birgisson
Við bræður í músík og skólabræður Snorri Sigfús Birgisson og undirritaður vorum sammála um að við hefðum getað gert betur í fyrri umfjöllun okkar um hina merku uppeldisstöð sem Tónlistar-há-skólinn í Skipholti er og var. Því hittumst við aftur - óðamála - og stoppuðum í göt. Úr því samtali varð langloka, enda þykir okkur vænt um svo einstaka stofnun. Við vorum ekki bara samnemendur þar - heldur einnig báðir kennarar í Tónó er fram liðu stundir. Og til að bæta grá oná svart vorum við Snorri samskipa í Eastman School of Music, University of Rochester í Amríku - og höfum verið samverkamenn alla tíð. Af augljósum ástæðum er það sem hér fer á eftir ekki viðtal - heldur samtal.
Viðtal 2017
Músík í ljósvaka MBL. 1.apríl, 2014
Þessi grein birtist fyrir nákvæmlega þremur árum
og varð kveikjan að þessari heimasíðu.
Í fyrstu voru lesendur 0, en nú eru þeir orðnir 25.649+
A+B=0
Hér á eftir fara brot úr ritgerð um músíkvísindi sem ég reit fyrir nokkrum árum. Hún fór að
vísu beint í „hjartaskúffuna"; mig skorti kjark til að birta hana. Læt það nú eftir mér. Vil þó
fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum – til skilningsauka. Vel glefsur úr ritgerðinni og
Franz Kafka
útskýri þær. Ritgerðin er tileinkuð Hrabal, Kafka, Erasmus, Cervantes, Voltaire og Mólíér, og
ekki síst trúnaðarvini hans – mesta stjórnmálaskörungi sögunnar – Alceste Le comte de
Misanthrope; og öðru fágætisfólki sem uppfræddi mig.
Forsendur: Fljótt fennir í spor mikilhæfra manna. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Í ljósi
þessara fornu sanninda leyfi ég mér að koma eftirfarandi á framfæri um sögu mannkyns og
eiginlega sögu alls:
Tilgáta: Það hefur enginn fundið upp neitt!
Músíksaga mannkyns, svo langt sem hún nær, er örstutt miðað við annað. Óþarft er að taka
fram að með orðinu „músík" er átt við alla kunna þekkingu, eins og hún hefur „þróast" frá því
sögur hófust kl. 23:59. Þar í er stjörnufræði, stærðfræði, svokölluð „tónlist", heimspeki,
læknisfræði, stjórnmálafræði, ritlist, rökræðulist og ekki síst guðfræði – og fleira áhugavert
sem í öndverðu laut yfirráðum lista- og menntagyðja. Sögusvið ritgerðinnar takmarkast við sl.
6000 ár í fyrstu. Síðar yfirfæri ég kenninguna á sögu alheimsins, til 14 milljarða ára plús. Allt
ber að sama brunni. Útkoman er alltaf: A+B=0.
Það var einmitt við lestur ns í músíksögunni sem mér varð spurn. Við það komst ég á sporið.
[Í raunvísindum er ns notað til þess að tákna 10-9 hluta einhvers (0,000000001 hluti). Þannig
er talað um nanósekúndur, 1 ns = 10-9 s og nanómetra, 1 nm = 10-9 m]:
Arnold Schönberg
Sagt var að Arnold Schönberg hefði fundið upp svokallaða tólftóna músík. Ég leitaði víða
fanga í áratugi enda alltaf verið á hamra á þessu, á öllum mögulegum tungum. Í stuttu máli:
Schönberg fann ekki upp neitt. Mýgrútur músíkmanna hefur fiskað á þessum slóðum í
aldaraðir ef ekki frá upphafi vega. Fólk á næstu bæjum. Jafnvel tengdasonurinn Zemlinsky.
Schönberg sagði um skrif hans: Þau geta bara beðið. Svo fór fólk að segja að Arnold hefði
frelsað tónana og opnað nýjar leiðir – allri músík til hagsbóta á 20. öld og þeirra 21. Einskonar
Messsías.
Cervantes de la Mancha (1547-1616) sagði í formála að glæstu fræðiriti: Ég hef efni á að
segja þetta af því ég hef lesið allt! Ég held að ég hafi líka efni á að segja þetta um Schönberg.
Ég hef lagt mig eftir tónlist hans frá blautu barnsbeini. Hef leikið píanóverk hans og analíserað
nótu fyrir nótu, t.d. opus 11, op. 19 og op. 33A; stjórnað hljóðfæra- „söng" og
hljómsveitarverkum hans og lesið fræðirit hans upp í naglabönd. Reyndar alltaf þótt
hugarfóstur Arnolds fremur leiðinleg, ekki síst hin síðari, sem er bara mitt mat. Svo lagði ég á
mig fjögurra ára fjallabaksleið, um Kjöl og Kaldadal, bjó í bókasafni af fróðleiksást, til að
læra Heinrich Schenker-analísu og Set-analísu og annað, sem er helber stærðfræði úr
Princeton, Brown, Harvard, Yale – og ekki síst Germaníu – eftir Milton Byron Babbitt,
George Perle og Allen Forte og fleiri og fleiri, og greindi með þessum öflugu
músíkvinnuvélum stórvirki eftir Krzysztof Eugeniusz Penderecki (tónsmíð frá 1965-6). Þar
útskýrði ég tilurð allra tóna verksins frá a til ö. Það tók mig mörg ár að auki – og 300
blaðsíður. Niðurstaðan var sú sama og í dæminu um Schönberg. Penderecki fann ekki upp
neitt. Allir héldu það og Penderecki líka – í fyrstu. Hann sagði mér sjálfur. Jafnvel elskulegur
fyrsti tónfræðikennari minn í Tónlistarskólanum, Jón Þórarinsson, og forveri á
Morgunblaðinu, lét blekkjast er hann heyrði Lúkasarpassíu Pendereckis í Kaupmannahöfn og
skrifaði lofgreinar þar um. Að auki sá hann til þess að þota full af pólsku tónlistarfólki flaug
yfir járntjaldið og mætti á Listahátíð (sjá Mbl., júní 1988) og flutti Lúkas undir stjórn
höfundar. Mikið klapp og uppistand í Háskólabíói og á Bessastöðum.
Þetta virtust í fyrstu vonbrigði allra, ekki síst mín. En áratuga rannsóknarstörf leiddu mig nú í
framandi heima - líkt og Virgil leiddi Dante forðum.
Carlo Gesualdo
En sum sé, Penderecki og Schönberg fundu ekki upp neitt. Réttara væri að segja að Carlo
Gesualdo (1566-1613) hafi „frelsað" tónana, eða J.S. Bach (1685-1750), eða Chopin (1810-
1849), eða Franz Liszt (1811-1886), eða Richard Wagner á köflum (1813-1883), Alexander
Scriabin (1872-1915) ad infinitum. Og þá er ekki minnst á Ives, Stravinsky, Messiaen og
Debussy. Ver ekki frekara púðri í Schönberg æsku minnar og Penderecki vin minn og
velgjörðarmann – dobroczynca – að sinni. Og þó. Hafi Schönberg hneppt tónana í vinnubúðir,
þá kom það í hlut Pólverjans Pendereckis að veita þeim frelsi. Það er A+B=0.
Þetta voru nú bara tvær vísindalegar rannsóknir. En nú færum við okkur brátt á músíkslóðir
sem almennir lesendur Morgunblaðsins hafa flestir komið á. Biblían leikur stórt hlutverk enda
þekkjum við hana; hún er samnefnari kynslóðanna. Sá sem ekki tekur afstöðu til fjölmargra
rita hennar telst vart músíkmaður (kannski ólæs?). Þeir hafa allir gert það – líka Einstein.
Spurningin er: Hver fann upp hvað – ef nokkuð? En fyrst þetta.
Völd og músík hafa alltaf átt samleið enda eitt og hið sama. Það skoffín hefur hvorki skolt né
skott. Eiginlegur hringormur. Enginn veit hvar kvikindið byrjar og hvar það endar. Stjórnmál
(sem eru líka músík) snúast (!) bókstaflega um völd. Þau hafa alltaf þrifist á fjármagni.
Yfirleitt illa fengnu. Í þrælahaldi, yfirgangi og vopnaskaki. Aðrir músíkmenn hafa neyðst til
að ala manninn í þessu umhverfi í þúsaldir; hafa verið látnir tóra, eins og skylmingaþrælar,
svo þeir geti skreytt hirðlíf þegar mikið liggur við; enda margir staðnir að skreytni (þögn eða
ósannsögli) til að halda lífi. Kópernikus (1473-1543), sem reit De revolutionibus orbium
coelestium, var skreytinn í þessum skilningi og þagði þunnu hljóði. Reyndar voru það
liðsmenn Lúthers (1483-1546) sem gengu í skrokk á honum. Galileo Galilei (1564-1642) hinn
blindi og fangelsaði þagði líka. Páfinn gekk í skrokk á honum. Galileo sagði vini í trúnaði:
„Biblían vísar leiðina til himna – þó það (innskot höf.) – en ekki hvernig himnarnir snúast!"
Nú vita það allir.
Músíkmenn þykja bestir dauðir. Það hefði liðið yfir pokaprestinn Hallgrím hefði hann séð
kirkjuna á Skólavörðuhæð í lifanda lífi. Enda fann hann hvorki upp passíu né passíusálma.
Músíkmenn höfðu skrifað bæði ljóð, lög og heimspekirit þar um í aldaraðir. Jafnvel 4000 fyrir
Krist (spámenn) og 2000 ár eftir Krist (hinir og þessir). Alls í 6000 ár plús. Og enginn veit
hvert þeir sóttu vísdóm sinn. Það hefur fennt í spor þeirra eða sólbráð afmáð þau. Dæmi:
Ástsælasta tónverk kristinna manna nefnist Messías (samið 1742). Þar í er rekin saga í þremur
hlutum sem fjallar um höfuðpersónuna frá vöggu til grafar, einnig píslargönguna (sb. passía).
Jennens er skráður höfundur söngtextans. Það er bara ekki rétt. Textinn er allur sóttur í
skræður sem voru ritaðar af vitringum þúsundum ára fyrir Anno Domini 0. Enginn veit
hvernig þeir sáu þetta fyrir.
Mount Everest
Að svo mæltu hefst sönnunarfærsla á – eða sýnataka vegna – tilgátu um að enginn hafi fundið
upp neitt; að allt sé 0. Byrjum á dæmi sem allir þekkja. Everest. Sagt er að Hillary og Tenzing
(eða öfugt) hafi fyrstir manna klifið Sagarmatha eða Chomolungma eða Móður jörð eða Helgafell.
Það er ekki rétt. Þeir eiga sér nafngreinda vestræna forvera sem fórust á niðurleið –fjölmarga.
Sherpar og helgir menn – í Fannalandi tákna og töfra – klifu fjallið í aldaraðir til þess að mega
deyja í faðmi Móður jarðar eða til að reisa þar bænadulu. Það hefur bókstaflega fennt í spor
þeirra mikilhæfu manna. Tenzing og Hillary (A) urðu ekki fyrstir til, helgir menn ekki heldur (B).
Það var enginn fyrstur (0) enda ekkert "nýtt" undir sólinni. Tökum fleiri sýni. Lesendur geta fengist
við að stilla þeim upp í jöfnur ef vill. Og nú skrifaði ég í belg og biðu.
Hvor var fyrri til – Darwin eða Huxley og hver var forveri þeirra? Hvor var fyrri til –
Jóhannes skírari eða Jesús, sb. samtal þeirra í ánni Jórdan og skírn Jesú (Matthías 3:13-17)?
Eða voru það kannski Essenar sem voru fyrstir í þessu tilfelli, og ef svo, hver kenndi þeim í
árþúsundir? Þeir áttu safn bóka úr höfuðáttum og földu þær í leirkrúsum við Dauðahaf þegar
að þeim var sótt. Fundust á árunum 1946-56. Hver skrifaði þær bækur? Indverjar? Arabar?
Persar? Egyptar? Eþíópíumenn? Menn í Súdan? Hver fann Ísland? Norrænir menn eða inúítar
sem sigldu eða fuku yfir Grænlandssund? Engar sögur fara af þeim. Fennti í spor þeirra hér?
Lokuðu þeir hringnum umhverfis jörðina eða var það Drake, Magellan eða Jón Indíafari?
Hver fann upp afstraktlist? Ekki Picasso og félagar. Hellisbúar? Hver fann nýja heiminn? Var
það Bjarni Herjólfsson eða Leifur Eiríksson, eða fólk sem gekk þurrum fótum yfir
Beringssund, eða Columbus – eða sigldi fólk á reyrbátum frá Afríku áður en sögur hófust?
Hver fann upp Walkabout? Elizabeth II eða frumbyggjar Ástralíu? Hver fann upp
prentlistina? Gutenberg eða Kínverjar og hver kenndi þeim? Fann Marteinn Lúther upp
gyðingahatur (sjá skrif hans) eða var óumburðarlyndi í þeirra garð þekkt frá upphafi vega?
Hvert orti Davíðsálma, Davíð eða mýgrútur óþekktra músíkmanna, svokallaðra skálda? Hver
samdi Gregorsöng, páfinn eða mýgrútur óþekktra músíkmanna – svokallaðra tónskálda? Hver
fann upp kvintsönginn – organum / fjölröddun? Markaði útkoma séra Arngríms með organum
tímamót í músíksögu Íslands? Eða voru það rit Anons IV (atkvæðamikill á 13. öld) eða skrif
Johns Cottons á 12. öld (Johannes Afflighemensis: De musica), eða skrif Lénonins og
Pérotins (Magnus Liber Organum) í Notre Dame (uppi 1160-1250); eða hugsanir Pýþagórasar
(570-495 f.Kr +/-); sem þótti svo vænt um hina fullkomnu fimmund (og hlutfallið 3/2)? Hver
flaug fyrstur manna, Wilbur, Orville (eða öfugt) eða Íkarus, og hver kenndi þeim? Steinrunnar
og fiðraðar risaeðlur? Hver samdi sæluboðorðin og fjallræðuna. Það var ekki Jesú - hver
kenndi honum þau? Ekki voru það Grikkir. Og ekki Rómverjar. Þeir komu lítt við
trúarbragðasögu Hebrea á fyrri öldum (f.Kr). Hvar var Jesú við nám í tuttugu þögul ár? Hver
kenndi Boethiusi (480-525 e.Kr.) - hinum líflátna -músík? Eða safnaði hann bara fróðleik úr
öllum áttum líkt og Essenar, Davíð og Gregor? Loks í léttu hjali: Af hverju vísítera bréfberar
alltaf tvisvar!? Og svona áfram frá upphafi til enda og frá enda til upphafs. Enda er einn dagur
sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir = 0.
Biblían
Í ritgerð minni segir að A+B=0. Núll? Það er ekki rétt. Margir hafi eflaust lesið jöfnuna
þannig. Núll er hringur í þessu tilfelli: ○ Hringur hefur hvorki upphaf né niðurlag. Forfeður
vorir sáu fyrir sér heimsmynd þar sem snákur beit í dyndil sinn. Sú heimsmynd gerir ráð fyrir
upphafi og endi, skolti og skotti. Heimsmynd sem er hringur ○ er ævarandi, hefur ekkert
upphaf og tekur aldrei enda; er baugur, vetrarbraut í vetrarbrautum – þar til gríðarlegt,
hringlaga svarthol birtist á þessari sporbraut
●
og gleypir allt í sig – og hverfist loks í agnarsmátt mengi jötunkrafta:
„●"
Svo kemur mikill hvellur og kliður og allt þenst út. Hringurinn fer að snúast og allt verður
sem "nýtt"; endurfæðist undir dagstjörnu; „Everest" klifið á ný - og svona aftur og aftur og
endalaust. Í ljósi þessa alls leyfi ég mér að koma á framfæri heimsmynd – eins og áður sagði -
sem talar sínu máli en er þó háð takmarkalausri endurnýjun – því allt er í alheiminum
breytingum undirorpið: Hringur er að því leyti einstakt fyrirbæri að „lesa" má hann áfram (P)
og afturábak (R), í spegilmynd (I) og spegilmynd afturábak (RI). Útkoman er alltaf sú sama.
Að auki er hringur fyrirbrigði í fjórvídd – augljóslega - hvorki lóðréttur (Dante), né láréttur
(Snorri). Vísindamenn segja okkur að „. . . fjórvíð kúla með radíus r og miðju í einhverjum
punkti p (sé) skilgreind sem safn þeirra punkta sem eru í minni fjarlægð en r frá punktinum p .
. . "
Eða: ○ (P) + ○ (R) + ○ (I) + ○ (RI) = ○
A+B=○
Baia di vapore, aprile AD 2014. Donum Dei, Lékař hudby
Stúdíó S224
Það var fyrir 50 árum sem undirrituðum datt í hug að innrétta stærsta herbergi prestsetursins og koma þar fyrir hljóðveri - með leyfi foreldra. Þetta tók 5-6 ár samhliða námi til lokaprófs við Tónlistarháskólann í Skipholti. Fyrir áhugamenn um music concrete og raftónlist almennt mætti geta tækjakosts - sem maður fjármagnaði sjálfur - tækjakosts sem taldist til tíðinda í þá daga og sjálft Útvarpið við Skúlagötu bjó ekki að.
Fyrst er að geta þessa: Allt var einangrað í hólf og gólf. Hljóðheld loka var í glugga. Hér ríkti þögn. Tvöfalt gler aðskildi stúdíó og upptökuklefa. Í stúdíói voru þessi appararöt: Yamaha flygill og rafmagnsorgel sem þjónaði hlutverki hljóðgjafa. Innan glers, í upptökuklefa voru græjur - svona: Tvö Revox Studer upptökutæki (high speed 38 cm á sek), og að aukir fjölrása Studer segulband sem var kjörgripur. Alice Electronics smíðaði 6 rása Stereo mixer, bergmálstæki og fleira. Hljóðnemar voru allir frá Sennheiser - sumir hljóðrituðu í Stereo - aðrir voru notaðir til að spotdekka flygilinn eða aðra hljóðgjafa og hljóðfæri. Svo voru þarna tveir stórir hátalarar frá Bang & Olufsen ásamt hátíðni-hátölurum. Maður hafði dýran smekk. - Heyr til gamans viðtal við Kjartan Ólafsson tónskáld og tæknifrömuð (sem veit hvað hann syngur) - sökum þess að hann taldi að meintur tækjakostur væri með ólíkindum og spurði hvort ég væri að segja satt? www.gudmunduremilsson.is
Eina sem ég hef til sannindamerkis um þessar smíðar og framkvæmdir árin 1965-71 eru orð skólastjóra Tónlistarskólans vor eitt - en þá sá Jón Nordal ástæðu til að geta þess í skólaslitaræðu í Háteigskirkju - að fyrsta raftónverk nemanda Tónlistarháskólans í Skiphotli hefði verið flutt í stigagangi skólans - eiginlega á þremur hæðum. Það verk heitir Nykur (um 15+ mín). Annað verk heitir Þú ert nú meiri fuglinn (10+ min) og byggir á lóukvaki og söng mófugla. Verkin urðu fleiri og sum hver flutt í Mono í Útvarpinu - fyrir velvild tónlistarstjóra. Maður hafði mikla unum af þessu föndri - sem yddaði bæði heyrn og skilning á samtímatónlist - allt til dagsins í dag.
Að loknu námi í Tónlistarháskólanum Skipholti voru þessi dýrmættu hljóðfæri og tækjabúnaður seldur - enda 15 ára langt og strangt nám og störf sem aðjúnkt við tvo háskóla fyrir stafni í útlöndum, og ekkert á lánasjóð Íslands að treysta - ef hann var þá til ?
Þetta stofnfé kom sér vel
Aðjúnktinn
Aðal-tónleikasalirnir í Eastmann og Bloomington
Í Eastaman Scool of Music var maður strax á fyrsta ári og allt til BM og Meistaragráður gerður að aðstoðarmanni helstu deildarforseta. Þannig var maður aðjúkt í kór- Hljómsveitar- og óperustjórn og að auki aðjúnkt í tónfræðum og tónheyrn. Í Bloomington var doktorskandidatinn aðstoðarmaður forseta kórdeildarinnar (einir 6 kórar af öllum gerðum) og aðstoðarmaður forseta deildar hljómsveitarstjóra (það þurfti að foræfa fimm sinfóníuhljómsveitir). Vænst þótti manni um að vera falið að annast Chamber Singers (einsöngvarakór) og New Music Ensemble öll árin til doktorsprófs. Auðvitað var þetta mikið starf sem seinkaði útskrift - en jók á móti hæfni manns til að takast á við hvað sem helst. Af þessu hafði maður mikla nautn. Doktorsritgerðin var skrifuð á Íslandi ásamt því að stjórna Íslensku Hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Söngsveitinni Fílharmóníu, Hljómsveit Tónlistarskólans og kenna tónlistarsögu í Tónó og HÍ, auk þess að stjórna óperum í Þjóðleikhúsinu en þar á meðal var Tosca. Og þá er ekki getið útvarpsþátta og reglulegra skrifa í Morgunblaðið.
Og hananú!
TÓNLISTARHUGTÖK
Spjallað um stafróf tónfræðinnar og eitt og annað
GE Ádal Þórður Magnússon Ríkharður Örn Pálsson
1. spjall
Tónn og hljóð
2. spjall
Lengdargildi og þagnir
G.Emilsson Árdal
Veðufar og músík #1
Jóhannes Birkiland
Til er veðurglöggt mannfólk. Til eru veðurglöggar skepnur. Nefnum forystuær. Ekki er vitað með vissu hvort þessi hæfileiki er meðfæddur eða lærður. Eins eru til tónglöggt mannfólk. Sama gildir um það. Ekki er vitað hvort sá hæfileiki er meðfæddur eður lærður.
Ef hann er lærður þarf margt til. Viðkomandi þarf áratuga þjálfun í tónheyrn. Þarf að kunna tónfræði og hljómfræði og tónlistarsöguna alla - svo eitthvað sé nefnt. Þarf að geta greint tónlist í huganum og í þögn og með lokuð augu - eða blindur.
Það gerði Darwin er hann vann að þróunarkenningunni. Það gerði Einstein er hann vann að afstæðiskenningunni. Það hafa helstu snillingar gert frá örófi alda - svo sem Bach, Newton og Mozart. Og þá einnig Sókrates og Platon - svo ekki sé minnst á Jesús.
Þessir menn höfðu allir innri sýn og nýttu til þess öll skynfæri sín og gáfur. Þeir sátu við borð eða fóru út að ganga, hugsuðu og rituðu - eða fluttu boðskap sinn á torgum úti.
Forystuær þurfa ekki að heyra þrumur og sjá eldingar til að rása heim á bæ. Þær bara skynja hættuna.
Kvöldstund með listamanni
Hafliði Hallgrímsson
Birtist 04.05.1986 á RÚV
Stjórnandi: Björn Emilsson, Umsjón: Guðmundur Emilsson.
Þáttur gerður á þorranum í Edinborg um Hafliða Hallgrímsson sellóleikara og tónskáld og verk hans Poemi. Fyrir það hlaut hann tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs.. Rætt við Hafliða og skoska kammerhljómsveitin leikur verðlaunaverkið, höfundurinn stjórnar. Jaime Laredo leikur einleik á fiðlu.
Nasasjón
1967 - 2017
Um margra ára hríð var nánast vonlaust að fá afrit af tónleikaupptökum sem menn hafa leikið eða stjórnað. Þetta á sömuleiðis við um ýmislegt annað sem hljóðritað hefur verið til áratuga, svo sem leikrit, útvarpserindi og viðtöl. Þar að auki, er safn þessara hljóðritana ekki að fullu tölvuskráð. Það sem birtist hér að neðan er spjaldskráin eins og hún var vistuð 2017, en þar eru augljósar eyður sem vonandi verða fylltar áður en þessir hillumetrar af upptökum gufa upp. Hafi einhver áhuga á að hlýða á það sem þó er skráð má gera það held ég endurgjaldslaust í Útvarpshúsinu. Ef einhver falast eftir afriti þá þarf að greiða fyrir það ýmsa skatta sem útvarpið hefur fundið upp. Ég stenst að lokum ekki mátið og lýsi furðu minni á þessu hirðuleysi, ekki bara um tónleikaupptökur frá síðari hluta 20. aldar, heldur og allt annað hljóðritað menningarefni. Ég reyndar skrifaði í Morgunblaðið heilmikla grein um þetta ástand 1980 eða þar um bil og fékk ógurlegar skammir yfirmanna útvarps fyrir vikið. Sem tónlistarstjóri frá 1989-1997 ræddi ég þetta mál hástöfum á fundum með yfirmönnum án sýnilegs árangurs. Í sem fæstum orðum segulbönd endast ekki að eilífu, þau hreinlega gufa upp.
ÖGN AF HLJÓÐRITASAFNI RÚV
1.
Viðtal Jóns Þórarinssonar við Guðmund Emilsson á undan sinfóníu<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=0&TakeID=0FF1BA4D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Jón Þórarinsson [1917-2012]
DB-6060
0:00
DB 6060
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=0&SiteID=0&sameSiteID=1')>
07.03.2017 13:24:58
2.
Sinna : Penderecky<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=1&TakeID=F9FE92D6&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Sinna : þáttur um listir og menningarmál
0:00
DB 11444
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=1&SiteID=0&sameSiteID=1')>
14.02.2017 14:20:01
3.
ErkiTíð 1996 : Caput: Didjeridu og decadens [tónleikarnir í heild]<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=2&TakeID=D0376E16&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
ErkiTíð 1996 : Caput: Didjeridu og decadens
57:31
BTD 3491
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=2&SiteID=0&sameSiteID=1')>
19.01.2016 14:08:48
4.
Eins og skepnan deyr (1985)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=3&TakeID=0578AC9D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Eins og skepan deyr (1985) : Jóhanna Þórhallsdóttir og Íslenska hljómsveitin
21:06
TD 2203
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=3&SiteID=0&sameSiteID=1')>
21.05.2014 15:49:00
5.
Eins og skepan deyr (1985) : Jóhanna Þórhallsdóttir og Íslenska hljómsveitin<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=4&TakeID=F96898D1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Jóhanna V. Þórhallsdóttir [1957-] Söngkona
0:00
TD 2203
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=4&SiteID=0&sameSiteID=1')>
21.05.2014 15:31:27
6.
Ópus (2013-2014)/ BLÓMABAÐ ATLA HEIMIS SVEINSSON<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=5&TakeID=693FBAAF&SiteID=0&dataType=WORD')>
Ingibjörg Eyþórsdóttir [1957-]
59:20
017601-0002-01<http://dagskra.ruv.is/tonlistarskyrslur/017601-0002-01>
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=5&SiteID=0&sameSiteID=1')>
21.10.2013 09:01:51
7.
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson : 4. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=6&TakeID=655BF047&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson
1:02:05
BTD 2154-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=6&SiteID=0&sameSiteID=1')>
16.10.2012 15:13:16
8.
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson : 3. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=7&TakeID=E553C2E3&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson
56:45
BTD 2154-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=7&SiteID=0&sameSiteID=1')>
16.10.2012 15:12:22
9.
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson : 2. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=8&TakeID=B5492B9C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson
1:06:25
BTD 2154-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=8&SiteID=0&sameSiteID=1')>
16.10.2012 15:11:13
10.
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson : 1. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=9&TakeID=3534301C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson
1:04:45
BTD 2154-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=9&SiteID=0&sameSiteID=1')>
16.10.2012 15:08:55
11.
Tónskáldakynning : Leifur Þórarinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=10&TakeID=E41F27C3&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
BTD 2154-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=10&SiteID=0&sameSiteID=1')>
16.10.2012 14:38:40
12.
Stúdíóupptaka : Serenaða op. 31 (1943)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=11&TakeID=F51107D9&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Gunnar Guðbjörnsson [1965-]
Serenaða op. 31(1943)
24:41
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=11&SiteID=0&sameSiteID=1')>
15.08.2012 11:46:36
13.
Fréttaauki 1994.03.28 : Tónlistarkeppni<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=12&TakeID=B7E2C71B&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir - DB-14432
0:00
DB 14432
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=12&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 15:52:54
14.
Agnus Dei<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=13&TakeID=D7C126D0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Hörður Áskelsson [1953-]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
5:20
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=13&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:54:08
15.
Jólakvöld<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=14&TakeID=F7C10FC6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Skólakór Kársness [ ]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
3:40
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=14&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:59
16.
Máríukvæði<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=15&TakeID=07C0FFF2&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Marteinn H. Friðriksson [1939-2010]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
3:10
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=15&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:52
17.
Um kvöld<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=16&TakeID=07C0F030&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Peter Máté [1962-]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
1:40
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=16&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:46
18.
Jól<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=17&TakeID=97C0DDFA&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Marteinn H. Friðriksson [1939-2010]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
3:40
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=17&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:39
19.
Himna rós, leið og ljós - orgelforleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=18&TakeID=D7C0D851&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Jón Stefánsson [1946-2016] Kórstjóri
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
1:25
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=18&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:36
20.
Sjá himins opnast hlið<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=19&TakeID=B7C0C8B3&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Jón Stefánsson [1946-2016] Kórstjóri
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
0:00
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=19&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:30
21.
Jesú þú ert vort jólaljós<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=20&TakeID=F7C0B910&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Jón Stefánsson [1946-2016] Kórstjóri
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
3:20
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=20&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:23
22.
Hodie Christus natus est<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=21&TakeID=B7C0AE42&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Mótettukór Hallgrímskirkju [ ]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
8:00
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=21&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:19
23.
Toccata<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=22&TakeID=27C0A3A1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Marteinn H. Friðriksson [1939-2010]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
1:30
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=22&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:15
24.
Hodie Christus natus est<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=23&TakeID=F7C09B6E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Mótettukór Hallgrímskirkju [ ]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
2:30
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=23&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:11
25.
Úr Þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar : Með gleðiraust og helgum hljóm / H<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=24&TakeID=97C090D8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Benedikt Ingólfsson [1968-]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
3:10
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=24&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:07
26.
Þorlákstíðir : Officium sancti Thorlaci<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=25&TakeID=97C08665&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Mótettukór Hallgrímskirkju [ ]
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19
1:30
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=25&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:03
27.
Jólasöngvar í þúsund ár - jóladagskrá Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirkju 21.12.19<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=26&TakeID=87C085D1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
0:00
BTD 3613
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=26&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 14:53:02
28.
Fréttaauki 1994.11.13 : Evróputónleikar RÚV<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=27&TakeID=77851577&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir - DB-15195
2:10
DB 15195
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=27&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 13:09:10
29.
Don Giovanni : Madamina! Il Catalogo è questo = Ungfrú góð! Þetta er listinn<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=28&TakeID=36EBCBDB&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
5:57
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=28&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:41:16
30.
Don Giovanni : Deh, viena alla finestra = Æ komdu út að glugganum<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=29&TakeID=E6EBB37E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
2:02
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=29&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:41:07
31.
Don Giovanni : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=30&TakeID=76EB9C99&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic Philharmonic [533785]
Mozart : forleikir og aríur
5:47
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=30&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:57
32.
Die Zauberflöte = Töfraflautan : Ein Mädchen oder Weibchen = Stúlkukindar eða ko<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=31&TakeID=16EB80E3&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
4:48
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=31&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:46
33.
Die Zauberflöte = Töfraflautan : Der Vogelfänger bin Ich ja = Ég er sko fuglavei<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=32&TakeID=56EB69B5&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
2:48
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=32&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:36
34.
Die Zauberflöte = Töfraflautan : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=33&TakeID=F6EB4F71&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic Philharmonic [533785]
Mozart : forleikir og aríur
6:20
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=33&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:26
35.
Cosi fan tutti : Donne mie, la fate a tante = Dömur mínar, þið farið svona<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=34&TakeID=26EB35C9&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
3:27
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=34&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:15
36.
Cosi fan tutti : Non siate ritosi = Verið ekki þverúðarfull<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=35&TakeID=26EB1E38&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
2:11
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=35&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:40:05
37.
Cosi fan tutti : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=36&TakeID=F6EB09F6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic Philharmonic [533785]
Mozart : forleikir og aríur
4:21
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=36&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:57
38.
Le nozze di Figaro : Vedro ment'io sospiro = Á ég að sjá þjón minn<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=37&TakeID=96EAEB82&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
5:39
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=37&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:45
39.
Le nozze di Figaro : Aprite un po'quegli occhi = Opnið bara augun dálítið<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=38&TakeID=16EACED6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
4:29
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=38&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:33
40.
Le nozze di Figaro : Non piu andrai = Þú ferð ekki lengur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=39&TakeID=B6EAB388&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
Mozart : forleikir og aríur
4:07
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=39&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:22
41.
Le nozze di Figaro : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=40&TakeID=76EA9F7D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic Philharmonic [533785]
Mozart : forleikir og aríur
4:20
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=40&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:13
42.
Mozart : forleikir og aríur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=41&TakeID=E6EA9242&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sigurður Bragason [1954-]
0:00
GE 17587-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=41&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 08:39:08
43.
Fréttaauki 1994.09.04 : Upphaf RúRek '94<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=42&TakeID=369E5948&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir - DB-15171
3:10
DB 15171
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=42&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 06:25:56
44.
Fréttaauki 1992.02.10 : Ísmús tónleikar í Hallgrímskirkju<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=43&TakeID=E66E9DD9&SiteID=0&dataType=WORD')>
Gísli Helgason [1952-]
Fréttir - DB-14100
2:44
DB 14100
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=43&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 05:02:30
45.
Jólalag Ríkisútvarpsins 1997 : Jólakvöld<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=44&TakeID=461F6E01&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Dómkórinn í Reykjavík [ ] ; Drengjakór Laugarneskirkju [ ] ; Gradualekór Langhol
Jólalög Ríkisútvarpsins 1987-2001
3:56
GE 16062-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=44&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 02:44:07
46.
Fréttaauki 1991.09.22<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=45&TakeID=D5C3ED61&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir DB-13257
0:00
DB 13257
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=45&SiteID=0&sameSiteID=1')>
31.03.2011 00:04:12
47.
Lofsöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=46&TakeID=A5AF834D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kór Kvennaskólans í Reykjavík [ ]
Náttmál
2:28
GE 17126-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=46&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 23:28:32
48.
Nú sefur jörðin<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=47&TakeID=05AF39AB&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kór Kvennaskólans í Reykjavík [ ]
Náttmál
2:13
GE 17126-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=47&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 23:28:02
49.
Það er svo margt<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=48&TakeID=B5AF031B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kór Kvennaskólans í Reykjavík [ ]
Náttmál
2:06
GE 17126-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=48&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 23:27:39
50.
Sólskríkjan<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=49&TakeID=F5AE9FB1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kór Kvennaskólans í Reykjavík [ ]
Náttmál
4:21
GE 17126-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=49&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 23:26:59
51.
Kvölds í blíða blænum<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=50&TakeID=75ADE4E0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kór Kvennaskólans í Reykjavík [ ]
Náttmál
2:38
GE 17126-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=50&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 23:25:42
52.
EBU tónleikar í Langholtskirkju 17. febrúar 1997<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=51&TakeID=659D4C03&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
1:39:40
BTD 3556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=51&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 22:56:42
53.
Kvika 1994.10.05<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=52&TakeID=154D0169&SiteID=0&dataType=WORD')>
Jón Ásgeir Sigurðsson [1942-2007]
Kvika
7:24
DB 14353
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=52&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 20:36:23
54.
Norðurljós 1996 : tónleikar í Þjóðminjasafni Íslands 20. október 1996<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=53&TakeID=6528A8AB&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
59:45
BTD 3555
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=53&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 19:32:51
55.
Norðurljós 1996 : tónleikar í Háskóla Íslands 27. október 1996<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=54&TakeID=B5269169&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sverrir Guðjónsson [1950-] Tónlistarm.
55:24
BTD 3554
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=54&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 19:29:12
56.
Stúdíóupptaka : Lofsöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=55&TakeID=150D7035&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
2:20
BTD 3884
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=55&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 18:45:17
57.
Kvinnan fróma = Woman of faith<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=56&TakeID=E4B2A0D7&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic chamber orchestra [609144]
Portrait
8:10
GE 28565-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=56&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 16:06:35
58.
Velkominn biskup = Velcome bishop<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=57&TakeID=34B240FD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Kristmundsson [1962-]
Portrait
24:40
GE 28565-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=57&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 16:05:56
59.
Til heiðurs þeim = In honor of those<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=58&TakeID=24B21EAD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baltic chamber orchestra [609144]
Portrait
9:09
GE 28565-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=58&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 16:05:42
60.
Davíð 116 = David 116<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=59&TakeID=A4B1ED3C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Portrait
12:42
GE 28565-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=59&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 16:05:21
61.
Fréttir 1995.10.11 : Erfiðleikar í samstarfi<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=60&TakeID=84906D0D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir - DB-15664
3:10
DB 15664
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=60&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 15:06:49
62.
Hátíðardagskrá í tilefni af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=61&TakeID=F488D6FB&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
54:00
BTD 3534
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=61&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 14:53:33
63.
Orfeifur og Evridís<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=62&TakeID=8462A922&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
BTD 3130
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=62&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 13:46:50
64.
Dido og Aeneas<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=63&TakeID=C4628A79&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Elín Ósk Óskarsdóttir [1961-]
0:00
BTD 3129
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=63&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 13:46:37
65.
Skyggnst í skrif<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=64&TakeID=445D05D5&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 13858
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=64&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 13:36:59
66.
Velkominn biskup<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=65&TakeID=845B2A98&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðný Guðmundsdóttir [1948-]
25:56
BTD 3333
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=65&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 13:33:44
67.
Velkominn biskup<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=66&TakeID=04597A1D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðný Guðmundsdóttir [1948-]
24:42
TD 2512
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=66&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 13:30:47
68.
Heimsókn í þjóðgarðinn á Þingvöllum<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=67&TakeID=943CC34B&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
56:37
DB 12735
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=67&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 12:40:36
69.
Jólalag Ríkisútvarpsins 1997 : Jólakvöld<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=68&TakeID=9430FF26&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Dómkórinn í Reykjavík [ ] ; Drengjakór Laugarneskirkju [ ] ; Gradualekór Langhol
Jólalög Ríkisútvarpsins 1993-2002
3:45
TD 2462
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=68&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 12:20:02
70.
Setning barnabókaviku<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=69&TakeID=94109794&SiteID=0&dataType=WORD')>
Hanna G. Sigurðardóttir [1957-]
41:07
DB 11570
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=69&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:23:24
71.
Tónþing um Atla Heimi Sveinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=70&TakeID=440F23BB&SiteID=0&dataType=WORD')>
Bergljót Haraldsdóttir [1962-] Dagskrárg
1:18:48
DB 21291-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=70&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:20:52
72.
Tónelfur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=71&TakeID=F40CDC6B&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
56:11
DB 11879
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=71&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:16:53
73.
Tónelfur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=72&TakeID=040CBFC9&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
57:05
DB 11880
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=72&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:16:41
74.
Tónelfur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=73&TakeID=B40C4E96&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
43:13
DB 11878-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=73&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:15:55
75.
Tónelfur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=74&TakeID=540B3F6F&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
51:51
DB 11877
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=74&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:14:04
76.
Kontrapunktur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=75&TakeID=940B28F3&SiteID=0&dataType=WORD')>
Bergljót Haraldsdóttir [1962-] Dagskrárg
59:54
DB 11873
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=75&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:13:55
77.
Kontrapunktur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=76&TakeID=840B1E69&SiteID=0&dataType=WORD')>
Bergljót Haraldsdóttir [1962-] Dagskrárg
59:23
DB 11872
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=76&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 11:13:50
78.
Bless this house<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=77&TakeID=63F07614&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
2:55
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=77&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:27:15
79.
Brúðkaup Fígarós : Aría<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=78&TakeID=13F06921&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
4:20
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=78&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:27:10
80.
Tröllaslagur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=79&TakeID=43F0612C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Reed, Keith [1959-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
1:40
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=79&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:27:06
81.
Spilafífl<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=80&TakeID=F3F056A8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
1:15
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=80&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:27:02
82.
Kall sat undir kletti<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=81&TakeID=F3F049B0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-] ; Reed, Keith [1959-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
1:20
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=81&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:57
83.
Viðtal Guðmundar Emilssonar við Keith Reed<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=82&TakeID=03F03CCF&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
8:40
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=82&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:52
84.
Ljóðaflokkur um Don Kíkóta<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=83&TakeID=93F034B1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
7:00
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=83&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:48
85.
Richard Cory<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=84&TakeID=B3F027B1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
2:30
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=84&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:43
86.
Whither must I wonder<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=85&TakeID=93F01D4A&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
4:45
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=85&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:39
87.
Sea fever<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=86&TakeID=E3F01537&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-] ; Reed, Keith [1959-]
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit
2:05
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=86&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:35
88.
Tónvakinn 1997 : Keith Reed - úrslit<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=87&TakeID=73F00D58&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ólafur Vignir Albertsson [1936-]
49:40
BTD 3787
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=87&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 10:26:32
89.
En Saga op. 9<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=88&TakeID=B3DC0D75&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar III í Háskólabíói 1995.10.07 : lokatónleikar
17:05
STD 906
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=88&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:35
90.
Konsert fyrir píanó og hljómsveit nr. 3 í C-dúr op. 26<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=89&TakeID=C3DBFDED&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar III í Háskólabíói 1995.10.07 : lokatónleikar
28:57
STD 906
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=89&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:29
91.
Konsert fyrir marimbu, víbrafón og hljómsveit op. 278<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=90&TakeID=13DBF360&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar III í Háskólabíói 1995.10.07 : lokatónleikar
17:16
STD 906
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=90&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:24
92.
Nordsol 1995 : tónleikar III í Háskólabíói 1995.10.07 : lokatónleikar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=91&TakeID=C3DBEB70&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 906
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=91&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:21
93.
Konsert fyrir marimbu, víbrafón og hljómsveit op. 278 : 1. og 3. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=92&TakeID=23DBDC08&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
9:05
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=92&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:15
94.
Píanókonsert nr. 2 í c-moll op. 18 : 1. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=93&TakeID=13DBD146&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
11:10
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=93&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:10
95.
Píanókonsert nr. 3 í C-dúr : 1. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=94&TakeID=D3DBC0A6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
9:05
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=94&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:51:04
96.
Romeo et Juliette : Je veux vivre<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=95&TakeID=A3DBAE0D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
3:05
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=95&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:50:56
97.
Le nozze di Figaro : Deh vieni non tardar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=96&TakeID=E3DB9E85&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
3:50
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=96&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:50:50
98.
Othello : Salce<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=97&TakeID=D3DB915D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
6:05
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=97&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:50:44
99.
Fiðlukonsert op. 77 í D-dúr : 1. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=98&TakeID=63DB81FE&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05
22:15
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=98&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:50:38
100.
Nordsol 1995 : tónleikar II í Háskólabíói 1995.10.05<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=99&TakeID=E3DB7A0E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 905
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=99&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:50:35
101.
Danzas del Ballet Estancia<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=100&TakeID=73D7B315&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
12:25
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=100&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:59
102.
Concertino de Otono<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=101&TakeID=E3D7A885&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
12:05
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=101&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:54
103.
Milonga í d-moll<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=102&TakeID=73D7990F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
5:30
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=102&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:48
104.
Serie de tangos<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=103&TakeID=73D78E8F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
18:05
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=103&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:44
105.
Bachianas Brasileiras no. 5<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=104&TakeID=13D783F1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
11:30
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=104&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:39
106.
Huapango<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=105&TakeID=63D77707&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28
8:40
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=105&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:34
107.
ÍsMús-tónleikar Ríkisútvarpsins 1995.09.28<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=106&TakeID=33D76EF4&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 904
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=106&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 09:43:31
108.
Díafónía<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=107&TakeID=13BE3C55&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
15:35
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=107&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:59:28
109.
Filigree = Víravirki<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=108&TakeID=D3BE22B8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
10:35
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=108&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:59:18
110.
Hljómsveitartröll : forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=109&TakeID=13BE1A3C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
9:05
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=109&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:59:14
111.
Il Bacio : vals<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=110&TakeID=F3BE0A97&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
3:35
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=110&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:59:08
112.
Gianni Schicchi : O mio babbino caro<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=111&TakeID=23BDFAFC&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
2:00
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=111&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:59:02
113.
Cavalleria rusticana : Intermezzo : hljómsveitarmillispil<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=112&TakeID=E3BDF2E6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
3:00
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=112&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:58
114.
Romeo et Juliette : Je veux vivre<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=113&TakeID=93BDE300&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
3:10
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=113&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:52
115.
La bohème : Quando m'en vo<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=114&TakeID=B3BDD76C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
2:10
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=114&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:47
116.
Le nozze di Figaro : Deh vieni non tardar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=115&TakeID=33BDC76A&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
3:45
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=115&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:41
117.
Helios : hljómsveitarforleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=116&TakeID=03BDBF5B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás
12:25
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=116&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:37
118.
Hátíðartónleikar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hás<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=117&TakeID=E3BDB22E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Heimir Steinsson [1937-2000]
0:00
STD 878
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=117&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:58:32
119.
Stabat Mater<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=118&TakeID=F3ACBD50&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1986.04.10
1:29:35
STD 862
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=118&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:28:54
120.
Tónleikar í Háskólabíói 1986.04.10<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=119&TakeID=93ACB791&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 862
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=119&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 08:28:52
121.
ErkiTíð 1996 : Caput: Didjeridu og decadens<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=120&TakeID=833A3862&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
57:30
BTD 3491
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=120&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 05:08:46
122.
Hátíðartónleikar í Háskólabíói 1992.11.26<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=121&TakeID=A2CD136A&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
STD 822
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=121&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 01:58:01
123.
Hlaupanótan 2007.12.20<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=122&TakeID=32A3CDD9&SiteID=0&dataType=WORD')>
Berglind María Tómasdóttir [1973-]
40:36
B 9282
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=122&SiteID=0&sameSiteID=1')>
30.03.2011 00:45:53
124.
Rætt um djass 1995.09.09<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=123&TakeID=5278289F&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 20806
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=123&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 23:29:37
125.
Nordsol 1995 : Henri Sigfridsson, píanó; Guðrún María Finnbogadóttir, sópran og <javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=124&TakeID=726379BE&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
0:00
BTD 3436
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=124&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 22:53:28
126.
Nordsol 1995 : Christina Bjørkøe, píanóog Markus Leoson, slagverk<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=125&TakeID=1262543D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
0:00
BTD 3435
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=125&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 22:51:28
127.
Afhending bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=126&TakeID=725AE66D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Halldór Ásgrímsson [1947-]
1:37:37
DB 16340
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=126&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 22:38:29
128.
Tónvakinn 1993 : Þorsteinn Gauti Sigurðsson, sigurvegari Tónvakans 199<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=127&TakeID=62574884&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Þorsteinn Gauti Sigurðsson [1960-]
55:30
BTD 3426
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=127&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 22:32:10
129.
Inngangsorð að Tónmenntadögum Ríkisútvarpsins 1994<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=128&TakeID=9225638B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins 1994
0:00
BTD 3398
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=128&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 21:04:58
130.
Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins 1994<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=129&TakeID=B2256084&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
57:21
BTD 3398
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=129&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 21:04:57
131.
Vatnasvíta Händels : 2 lokaþættir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=130&TakeID=82228AA6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Stórtónleikar í Háskólabíói til styrktar byggingu tónlistarhúss 1988.01.09
0:00
STD 704
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=130&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 20:59:59
132.
Ávörp við setningu Tónmenntadaga Ríkisútvarpsins<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=131&TakeID=F2210950&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins 1993
7:29
BTD 3397
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=131&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 20:57:21
133.
RúREK 1997 á Jómfrúnni<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=132&TakeID=B1EF1B39&SiteID=0&dataType=WORD')>
Atli Heimir Sveinsson [1938-]
50:00
DB 19045
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=132&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 19:30:06
134.
RúREK 1997 : Þórir Baldursson á Jómfrúnni<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=133&TakeID=11E41F9A&SiteID=0&dataType=WORD')>
Sigurður Valgeirsson [1952-]
50:00
DB 19046
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=133&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 19:10:54
135.
RúREK 1997 : tónleikar á Jómfrúnni í Lækjargötu<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=134&TakeID=41E3C3FC&SiteID=0&dataType=WORD')>
Foster, Frank [1928-2011]
54:00
DB 19044
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=134&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 19:10:17
136.
RúREK 1997 : Tríó Jacky Terrasson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=135&TakeID=71E3C0E0&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
54:00
DB 19043
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=135&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 19:10:15
137.
Luces - fyrir strengjasveit<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=136&TakeID=01D0D491&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Ísmús 1993 : tónleikar í Listasafni Íslands 28. febrúar 1993
20:15
BTD 3396
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=136&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 18:37:11
138.
Myrkir músíkdagar 1995 : Caput hópurinn í Listasafni Íslands 1995.02.12<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=137&TakeID=A1CFBF82&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Caput [51396]
0:00
BTD 3393
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=137&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 18:35:18
139.
Hlaupanótan 2003.11.13<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=138&TakeID=01A6B8F4&SiteID=0&dataType=WORD')>
Elísabet Indra Ragnarsdóttir [1970-]
0:00
G 12355
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=138&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 17:23:36
140.
Tónmenntir : Ljóð og tónar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=139&TakeID=7173A970&SiteID=0&dataType=WORD')>
Áskell Másson [1953-]
54:23
DB 16424
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=139&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:54:22
141.
Jasstónleikar í Gamla bíói<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=140&TakeID=9172B020&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
1:00:35
DB 16410
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=140&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:52:40
142.
Tónskáldatímí : Jón Þórarinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=141&TakeID=B1669A21&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 16249
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=141&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:31:32
143.
Tónskáldatími : Jón Þórarinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=142&TakeID=D16691CD&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 16248
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=142&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:31:29
144.
Tónskáldatími : Hjálmar H. Ragnarsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=143&TakeID=B1667FD6&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
42:12
DB 16247-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=143&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:31:22
145.
Tónskáldatími : Hjálmar H. Ragnarsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=144&TakeID=F16668C0&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
44:40
DB 16246-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=144&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:31:12
146.
Tónskáldatími : Hjálmar H. Ragnarsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=145&TakeID=71664CE5&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:00
DB 16245-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=145&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:31:01
147.
Tónskáldatími : Hjálmar H. Ragnarsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=146&TakeID=11662BCD&SiteID=0&dataType=WORD')>
Hjálmar H. Ragnarsson [1952-]
44:14
DB 16244-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=146&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:47
148.
Tónskáldatími : Jón Ásgeirsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=147&TakeID=816623E4&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Jón Ásgeirsson
0:00
DB 16243
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=147&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:44
149.
Tónskáldatími : Jón Ásgeirsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=148&TakeID=81661E78&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 16243
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=148&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:42
150.
Tónskáldatími : Jón Ásgeirsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=149&TakeID=416604F3&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
41:13
DB 16242-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=149&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:31
151.
Tónskáldatími : Jón Nordal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=150&TakeID=6165FD1A&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Jón Nordal
0:00
DB 16241
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=150&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:28
152.
Tónskáldatími : Jón Nordal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=151&TakeID=F165F7A9&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:35
DB 16241
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=151&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:26
153.
Tónskáldatími : Jón Nordal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=152&TakeID=9165F21E&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Jón Nordal
0:00
DB 16240
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=152&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:24
154.
Tónskáldatími : Jón Nordal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=153&TakeID=F165EC05&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 16240
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=153&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:30:21
155.
Tónskáldatími : Karólína Eiríksdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=154&TakeID=9165270C&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
43:40
DB 16239-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=154&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:29:00
156.
Tónskáldatími : Karólína Eiríksdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=155&TakeID=01651021&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
44:34
DB 16238-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=155&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:51
157.
Tónskáldatími : Karólína Eiríksdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=156&TakeID=1164F40E&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
44:31
DB 16237-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=156&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:39
158.
Tónskáldatími : Hafliði Hallgrímsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=157&TakeID=A164DF0D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:29
DB 16236-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=157&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:31
159.
Tónskáldatími : Áskell Másson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=158&TakeID=4164C563&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:22
DB 16235-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=158&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:20
160.
Tónskáldatími : Áskell Másson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=159&TakeID=7164B373&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:23
DB 16234-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=159&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:13
161.
Tónskáldatími : Árni Harðarson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=160&TakeID=E1649E65&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
43:30
DB 16233
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=160&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:04
162.
#1: Tónskáldatími : Fjölnir Stefánsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=161&TakeID=E164ADE7&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
50:34
DB 16233
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=161&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:28:11
163.
Tónskáldatími : Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=162&TakeID=01647537&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
45:38
DB 16232-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=162&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:27:47
164.
Tónskáldatími : Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=163&TakeID=F1646811&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:12
DB 16232-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=163&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:27:42
165.
Tónskáldatími<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=164&TakeID=51645DA8&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Þorkell Sigurbjörnsson
39:42
DB 16231-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=164&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:27:38
166.
Tónskáldatími : Þorkell Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=165&TakeID=31644E12&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Þorkell Sigurbjörnsson
45:00
DB 16231-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=165&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:27:31
167.
Tónskáldatími : Þorkell Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=166&TakeID=A1643C08&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
45:05
DB 16231-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=166&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:27:24
168.
Tónskáldatími : Atli Heimir Sveinsson - Seinni þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=167&TakeID=815F33AB&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Atli Heimir Sveinsson - Fyrri þáttur
46:50
DB 16230-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=167&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:18:36
169.
Tónskáldatími : Atli Heimir Sveinsson - Fyrri þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=168&TakeID=215F21B2&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
46:20
DB 16230-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=168&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:18:29
170.
Tónskáldatími : Mist Þorkelsdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=169&TakeID=B15F0A58&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
44:42
DB 16229
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=169&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:18:19
171.
Tónskáldatími : Gunnar Reynir Sveinsson - Seinni þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=170&TakeID=215EE450&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónskáldatími : Gunnar Reynir Sveinsson - Fyrri þáttur
45:00
DB 16228-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=170&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:18:04
172.
Tónskáldatími : Gunnar Reynir Sveinsson - Fyrri þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=171&TakeID=115EBA60&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
1:10:00
DB 16228-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=171&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:47
173.
Tónskáldatími : Skúli Halldórsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=172&TakeID=515EAA8B&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
50:07
DB 16227
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=172&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:40
174.
Tónskáldatími : Haukur Tómasson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=173&TakeID=715E932A&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
47:25
DB 16226
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=173&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:31
175.
Tónskáldatími : Þorsteinn Hauksson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=174&TakeID=515E8B19&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
42:15
DB 16225
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=174&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:27
176.
Tónskáldatími : John Speight<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=175&TakeID=315E7422&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
44:54
DB 16224
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=175&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:18
177.
Tónskáldatími : Jón Nordal / Þorkell Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=176&TakeID=515E648E&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
1:25:53
DB 16223
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=176&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:17:12
178.
Tónskáldatími : Páll P. Pálsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=177&TakeID=615B75B8&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
49:17
DB 16222
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=177&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 15:12:04
179.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Jón Nordal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=178&TakeID=B153FC0F&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
31:20
DB 16131
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=178&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:59:00
180.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Þorgerður Ingólfsdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=179&TakeID=5153F394&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
55:45
DB 16130
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=179&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:57
181.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Gunnar Reynir Sveinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=180&TakeID=7153CD55&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
46:33
DB 16129
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=180&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:41
182.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Kjartan Ólafsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=181&TakeID=4153AF4C&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
47:15
DB 16128
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=181&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:29
183.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Selma Guðmundsdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=182&TakeID=71539D21&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
46:30
DB 16127
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=182&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:21
184.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Elín Ósk Óskarsdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=183&TakeID=41538B3B&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
42:35
DB 16126
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=183&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:14
185.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Ingibjörg Guðjónsdóttir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=184&TakeID=A153739D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
47:21
DB 16125
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=184&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:58:04
186.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Atli Heimir Sveinsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=185&TakeID=B153579D&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
48:59
DB 16124
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=185&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:57:53
187.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Sigurður I. Snorrason<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=186&TakeID=A153428A&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
DB 16123-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=186&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:57:44
188.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Þorkell Sigurbjörnsson<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=187&TakeID=D1533806&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
49:20
DB 16122
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=187&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:57:40
189.
Tónlistarmenn á lýðveldisári : Gunnar Kvaran<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=188&TakeID=615325E9&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
48:45
DB 16121
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=188&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 14:57:32
190.
Júdas Makkabeus : óratórían<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=189&TakeID=40F9555D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1985.05.30
1:52:49
STD 669
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=189&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 12:20:35
191.
Tónleikar í Háskólabíói 1985.05.30<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=190&TakeID=80F95000&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 669
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=190&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 12:20:33
192.
Tónvakinn 1994 : Guðrún María Finnbogadóttir, sigurvegari Tónvakans 19<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=191&TakeID=B0F1B6EA&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðrún María Finnbogadóttir [1969-]
30:24
BTD 3381
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=191&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 12:07:16
193.
Hollendingurinn fljúgandi : ópera í þremur þáttum [heildarverk]<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=192&TakeID=608F90CC&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1985.03.07 og 1985.03.09
2:07:55
STD 632
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=192&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 09:15:44
194.
Hlaupanótan 2003.07.28<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=193&TakeID=C08F0224&SiteID=0&dataType=WORD')>
Lana Kolbrún Eddudóttir [1965-]
0:00
G 11719
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=193&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 09:14:46
195.
Fantasía fyrir píanó, kór og hljómsveit op. 80<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=194&TakeID=C0877D6F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1984.05.17
19:10
STD 614
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=194&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 09:01:37
196.
Lucia di Lammermoor : ópera í þremur þáttum [heildarverk]<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=195&TakeID=70843D4C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1984.03.03
2:16
STD 609
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=195&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 08:55:56
197.
Sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=196&TakeID=50799EB0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1984.01.19
31:20
STD 604
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=196&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 08:37:23
198.
Dies irae = Dagur reiði : (óratóría tileinkuð minningu þeirra sem myrtir voru í <javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=197&TakeID=D079878D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1984.01.19
24:00
STD 604
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=197&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 08:37:13
199.
Baldvin Halldórsson, leikari, les íslenska þýðingu á texta við Dies irae<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=198&TakeID=E0798202&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Baldvin Halldórsson [1923-2007]
Tónleikar í Háskólabíói 1984.01.19
9:40
STD 604
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=198&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 08:37:11
200.
Tónleikar í Háskólabíói 1984.01.19<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=199&TakeID=807974EB&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 604
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=199&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 08:37:06
201.
In ecclesiis : fimmtán radda hátíðarmótetta fyrir kór, einsöngvara og<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=200&TakeID=004DE4B4&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Signý Sæmundsdóttir [1958-]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar 19. desember 1982
9:30
BTD 3128
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=200&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 07:20:58
202.
Októ-nóvember (1982)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=201&TakeID=C04DC8C6&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar 19. desember 1982
34:25
BTD 3128
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=201&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 07:20:46
203.
Íslensk tónlist í ellefu aldir : tónleikar í Hallgrímskirkju 10. febrú<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=202&TakeID=F019C11E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
2:52
BTD 3171
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=202&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:49:51
204.
Ljósbrot, 1. þáttur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=203&TakeID=80152FA6&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
DB-13873
59:20
DB 13873
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=203&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:41:52
205.
Sinfónía nr. 9 í d-moll op. 125<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=204&TakeID=B014119D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1983.06.02 og 1983.06.04
1:16:35
STD 588
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=204&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:39:55
206.
Sinfónía nr. 3 í a-moll op. 56<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=205&TakeID=A00DBE93&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1983.04.14
37:25
STD 585
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=205&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:28:51
207.
Requiem op. 48<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=206&TakeID=000DA9B1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í Háskólabíói 1983.04.14
34:00
STD 585
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=206&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:28:43
208.
Tónleikar í Háskólabíói 1983.04.14<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=207&TakeID=300DA1EF&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 585
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=207&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:28:40
209.
Kynning Guðmundar Emilssonar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=208&TakeID=900B4006&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Lundin, Fredrik [1963-]
RúREK 1997 : Pierre Dørge og The New Jungle Orchestra í Súlnasal 1997.09.10
0:00
BTD 4191-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=208&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:24:30
210.
Tosca : ópera í þrem þáttum [heildarverk]<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=209&TakeID=C00AD58F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kristján Jóhannsson [1948-] Óperusöngvari
Tónleikar í Háskólabíói 1983.03.08
1:52:14
STD 580
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=209&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 05:23:46
211.
Sinfónía nr. 2 í h-moll<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=210&TakeID=EFEC3BEE&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [1394] ; Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónleikar í Háskólabíói 1982.04.15
29:45
STD 556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=210&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 04:30:18
212.
Ulisse ritorna = Odysseifur snýr heim : sellókonsert (frumfl.)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=211&TakeID=3FEC2EF1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Hafliði Hallgrímsson [1941-] ; Sinfóníuhljómsveit Íslands [1394]
Tónleikar í Háskólabíói 1982.04.15
22:05
STD 556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=211&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 04:30:12
213.
Adagio fyrir strengjasveit<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=212&TakeID=3FEC247F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [1394] ; Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónleikar í Háskólabíói 1982.04.15
6:15
STD 556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=212&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 04:30:08
214.
Pygmalion : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=213&TakeID=CFEC19F3&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [1394] ; Guðmundur Emilsson [1951-]
Tónleikar í Háskólabíói 1982.04.15
5:45
STD 556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=213&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 04:30:04
215.
Tónleikar í Háskólabíói 1982.04.15<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=214&TakeID=6FEC148B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [1394] ; Guðmundur Emilsson [1951-]
0:00
STD 556
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=214&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 04:30:01
216.
Americana! concertworld : hátíðartónleikar 21. apríl 1995<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=215&TakeID=8FC9F6DD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
0:00
BTD 3341
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=215&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 03:30:24
217.
Tónleikar Kroumata og Manuelu Wiesler 19. mars 1995<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=216&TakeID=CFBB8853&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Manuela Wiesler [1955-2006]
0:00
BTD 3330
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=216&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 03:05:11
218.
Tónleikar Ríkisútvarpsins og norrænu menningarhátíðarinnar Sólstafa<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=217&TakeID=1FBA7AD9&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ericson, Eric Kammarkör [5918]
0:00
BTD 3329
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=217&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 03:03:20
219.
Myrkir músíkdagar 1995 : Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Waage í Gerðarsafni <javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=218&TakeID=3FB45901&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Elísabet Waage, hörpuleikari [1960-]
59:30
BTD 3325
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=218&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 02:52:37
220.
Sinfónía nr. 2 í D-dúr<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=219&TakeID=6FB309AF&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Tónleikar í útvarpssal 1981.12.27
45:30
STD 540
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=219&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 02:50:20
221.
Tónleikar í útvarpssal 1981.12.27<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=220&TakeID=4FB3044B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
STD 540
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=220&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 02:50:18
222.
Myrkir músíkdagar 1995 : Bryndís Halla Gylfadóttir á Kjarvalsstöðum 1995.02.15<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=221&TakeID=2FAFF0C4&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Bryndís Halla Gylfadóttir [1964-]
58:20
BTD 3323
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=221&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 02:44:55
223.
Evróputónleikar Ríkisútvarpsins 1994<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=222&TakeID=EF812A1D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
2:35
BTD 3292
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=222&SiteID=0&sameSiteID=1')>
29.03.2011 01:23:11
224.
Víðsjá : úrval 2000.06.12<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=223&TakeID=AED9C5DB&SiteID=0&dataType=WORD')>
Ævar Kjartansson [1950-]
59:41
DB 18246
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=223&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 20:30:38
225.
Jólalag Ríkisútvarpsins 1997 : Jólakvöld<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=224&TakeID=CE78C956&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Dómkórinn í Reykjavík [ ] ; Drengjakór Laugarneskirkju [ ] ; Gradualekór Langhol
Jólalög útvarpsins 1987-1998
4:04
GE 25531-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=224&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 17:41:08
226.
Við hljóðmúrinn<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=225&TakeID=7E609665&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
57:56
DB 18125
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=225&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 16:58:51
227.
Adagio fyrir flautu, hörpu, píanó og strengi<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=226&TakeID=ED956A91&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Bústaðakirkju
11:05
BTD 3100
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=226&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 11:03:47
228.
Poemi (1984)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=227&TakeID=FD8CFD0A&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju
22:05
BTD 3094
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=227&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:49:03
229.
Fantasía um stef eftir Thomas Tallis (1910)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=228&TakeID=DD8CF4D5&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju
0:00
BTD 3094
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=228&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:49:00
230.
Elegie (1987)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=229&TakeID=ED8CECD0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju
0:00
BTD 3094
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=229&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:48:57
231.
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=230&TakeID=CD8CE71B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
0:00
BTD 3094
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=230&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:48:54
232.
Sinfóníetta (1932)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=231&TakeID=3D8CC5D7&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Gerðubergi
17:45
BTD 3093
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=231&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:48:41
233.
'Sinfonietta concertante : ferðalangur af Íslandi' fyrir horn, trompet<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=232&TakeID=AD88DB25&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Árni Niels Lund [329035]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Gerðubergi
17:35
BTD 3092
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=232&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:41:50
234.
Klukkukvæði (1988, fruml.) : tónverk fyrir altsöngkonu, framsögumann og litla hl<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=233&TakeID=ED88188E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Árni Niels Lund [329035]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Gerðubergi 1988
28:57
BTD 3091
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=233&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:40:30
235.
Landnámsljóð (1987)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=234&TakeID=1D86C61C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kristján Jóhannsson [1948-] Söngvari
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Hallgrímskirkju
23:44
BTD 3090
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=234&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:38:12
236.
Konsert fyrir fiðlu og litla hljómsveit (1987)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=235&TakeID=4D86B5A0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Hallgrímskirkju
17:20
BTD 3090
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=235&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:38:05
237.
Októ-nóvember (1982)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=236&TakeID=5D86ADB5&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Hallgrímskirkju
11:50
BTD 3090
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=236&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:38:02
238.
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Hallgrímskirkju<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=237&TakeID=3D86A7F8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
0:00
BTD 3090
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=237&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:37:59
239.
Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=238&TakeID=AD843D57&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Íslenska hljómsveitin [ ]
54:30
BTD 3089
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=238&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 10:33:46
240.
RúREK 1996 : Pierre Dørge kvartett á Jómfrúnni 1996.09.28<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=239&TakeID=0CC4ECB5&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Dørge, Pierre [58466]
0:00
BTD 4123-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=239&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:59:25
241.
RúREK 1997 : Trio Egils Straume á Hótel Sögu 1997.09.11<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=240&TakeID=5CC2F24B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
0:00
BTD 4120-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=240&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:55:58
242.
RúREK 1997 : setning hátíðarinnar á Markúsartorgi 1997.09.10<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=241&TakeID=0CC05A80&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir [1954-]
1:03:35
BTD 4117-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=241&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:51:26
243.
RúREK 1995 : fimm ára afmælistónleikar : Hilliard Ensemble og Jan Garbarek í Hal<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=242&TakeID=7CC04720&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
1:32:29
BTD 4116-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=242&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:51:18
244.
RúREK 1997 : Briem, Hubbard, Smith og Lockett í Súlnasal 1997.09.16<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=243&TakeID=FCBF8402&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Gunnlaugur Briem [1962-] Tónl.
0:00
BTD 4115-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=243&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:49:58
245.
RúREK 1997 : Krafla í Súlnasal 1997.09.12<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=244&TakeID=0CBED316&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Kjartan Valdemarsson [1967-] Tónlistarm.
1:56:07
BTD 4113-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=244&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 04:48:45
246.
RúREK 1997 : Stórsveit Reykjavíkur - Frank Foster : tónleikar á Hótel Sögu 1997.<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=245&TakeID=5C8DB5DD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Stórsveit Reykjavíkur [ ]
1:58:43
BTD 4114-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=245&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 03:22:55
247.
Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri RÚV flytur ávarp<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=246&TakeID=3C8108B4&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
RúREK 1995 : opnunartónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur 1995.09.03
0:00
BTD 4364-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=246&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 03:00:46
248.
RúREK 1994 : setning RúREK í Útvarpshúsinu 1994.09.04<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=247&TakeID=DC8057CD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
41:37
BTD 4363-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=247&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 02:59:34
249.
RúREK 1997 : Tríó Jacky Terrasson : Súlnasal Hótel Sögu 1997.09.18<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=248&TakeID=DC7E5A50&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Terrasson, Jacky [54394]
0:00
BTD 4362-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=248&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 02:56:05
250.
Sinfónía nr. 3 í Es dúr op. 55 - Eroica<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=249&TakeID=2C4C50E0&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Deutsches Symphonie-Orchester Berlin [354542]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Þýska Sinfóníuhljómsveitin í Berlín
50:40
LH 96-7-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=249&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:28:38
251.
Sinfónía nr. 3 í a-moll op. 56 - Skoska sinfónían<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=250&TakeID=8C4C464A&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Deutsches Symphonie-Orchester Berlin [354542]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Þýska Sinfóníuhljómsveitin í Berlín
37:12
LH 96-7-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=250&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:28:34
252.
Columbine : divertimento í þremur þáttum fyrir flautu og strengjasveit<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=251&TakeID=FC4C3941&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Deutsches Symphonie-Orchester Berlin [354542]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Þýska Sinfóníuhljómsveitin í Berlín
14:55
LH 96-7-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=251&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:28:29
253.
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Þýska Sinfóníuhljómsveitin í Berlín<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=252&TakeID=2C4C33CA&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Deutsches Symphonie-Orchester Berlin [354542]
2:21:23
LH 96-7-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=252&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:28:26
254.
Aida : lok 2. þáttar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=253&TakeID=BC3EBA26&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
8:39
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=253&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:53
255.
Aida : aría Aidu<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=254&TakeID=3C3EAA9E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
6:52
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=254&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:47
256.
La traviata : kór<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=255&TakeID=FC3E9880&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
2:44
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=255&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:40
257.
Don Carlo : aría Posa<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=256&TakeID=6C3E8B8F&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
12:04
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=256&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:34
258.
Don Carlo : tvísöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=257&TakeID=DC3E7BF1&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
7:09
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=257&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:28
259.
Madame Butterfly : kór<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=258&TakeID=1C3E6C87&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
3:00
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=258&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:22
260.
La bohème : tvísöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=259&TakeID=DC3E5CB8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
23:34
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=259&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:15
261.
La bohème : aría Mimi<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=260&TakeID=DC3E4FAC&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
4:36
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=260&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:10
262.
La bohème : aría Rodolfo<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=261&TakeID=CC3E450E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
4:55
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=261&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:04:05
263.
Faust : aría Valentin<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=262&TakeID=5C3E34CC&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
3:44
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=262&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:59
264.
Carmen : Habanera<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=263&TakeID=5C3E2A2B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
5:20
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=263&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:54
265.
Carmen : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=264&TakeID=DC3E1D35&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
2:05
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=264&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:49
266.
Hollendingurinn fljúgandi : Innkoma gestanna<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=265&TakeID=AC3E0D8C&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
6:19
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=265&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:43
267.
Hollendingurinn fljúgandi : Sjómannakórinn<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=266&TakeID=AC3DFE09&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
2:22
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=266&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:36
268.
Grímudansleikurinn : aría Renato<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=267&TakeID=1C3DF109&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
6:10
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=267&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:31
269.
Grímudansleikurinn : tvísöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=268&TakeID=8C3DE15B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
9:20
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=268&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:25
270.
Grímudansleikurinn : aría Amelíu<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=269&TakeID=3C3DD44D&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
9:48
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=269&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:19
271.
Nabucco : Fangakórinn<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=270&TakeID=8C3DC4BD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
4:34
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=270&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:13
272.
Il trovatore : þrísöngur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=271&TakeID=CC3DB2A7&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
7:57
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=271&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:03:06
273.
Il trovatore : aría Leonoru<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=272&TakeID=8C3DA2E4&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
8:35
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=272&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:59
274.
Il trovatore : kór<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=273&TakeID=DC3D934B&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
2:41
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=273&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:53
275.
Luisa Miller : aría Rodolfo<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=274&TakeID=2C3D8638&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
5:24
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=274&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:47
276.
Rakarinn í Sevilla : aría Rosinu<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=275&TakeID=7C3D7939&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
5:59
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=275&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:42
277.
Rakarinn í Sevilla : aría Fígaró<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=276&TakeID=3C3D6C15&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
4:53
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=276&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:37
278.
Rakarinn í Sevilla : Forleikur<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=277&TakeID=EC3D616E&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir
7:02
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=277&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:32
279.
Listahátíð í Reykjavík 1996 : Heimskórinn = World Festival Choir<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=278&TakeID=2C3D5960&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
0:00
LH 96-2-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=278&SiteID=0&sameSiteID=1')>
28.03.2011 01:02:29
280.
RúREK 1997 : Tómas R. Einarsson o.fl. á Hótel Sögu 1997.09.15<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=279&TakeID=FBF495DD&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Eyþór Gunnarsson [1961-]
2:04:14
BTD 4076-1
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=279&SiteID=0&sameSiteID=1')>
27.03.2011 22:55:19
281.
Duo concertino : fyrir klarinett og fagott<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=280&TakeID=6BDB04C5&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Hafsteinn Guðmundsson [1947-] ; Kammersveit Listahátíðar [580509] ; Sigurður Ing
Listahátíð í Reykjavík 1982 : tónleikar í Háskólabíói : Kammersveit Listahátíðar
18:30
LH 82-3
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=280&SiteID=0&sameSiteID=1')>
27.03.2011 22:10:38
282.
Könnun = Exploration (1971)<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=281&TakeID=8B3C4123&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Portrait
18:49
GE 8037-0
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=281&SiteID=0&sameSiteID=1')>
27.03.2011 17:33:11
283.
Ulisse ritorna : Konsert fyrir selló og hljómsveit<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=282&TakeID=59DFFCA8&SiteID=0&dataType=MUSIC')>
Sinfóníuhljómsveit Íslands [ ]
Þrír konsertar
19:41
GE 7349
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=282&SiteID=0&sameSiteID=1')>
27.03.2011 07:24:32
284.
Fréttaauki 1989.08.18<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=283&TakeID=79153801&SiteID=0&dataType=WORD')>
Svavar Gestsson [1944-]
Fréttir DB-11731
0:00
DB 11731
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=283&SiteID=0&sameSiteID=1')>
27.03.2011 01:30:10
285.
Víðsjá : úrval 1998.05.03<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=284&TakeID=F871AC4A&SiteID=0&dataType=WORD')>
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir [1957-]
38:21
DB 17834
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=284&SiteID=0&sameSiteID=1')>
26.03.2011 20:44:21
286.
Víðsjá : úrval 1998.04.19<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=285&TakeID=1871092C&SiteID=0&dataType=WORD')>
Eiríkur Guðmundsson [1969-] Dagskrárgerð
38:25
DB 17832
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=285&SiteID=0&sameSiteID=1')>
26.03.2011 20:43:14
287.
Fréttaauki 1989.12.10<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=286&TakeID=B6828ECD&SiteID=0&dataType=WORD')>
Guðmundur Emilsson [1951-]
Fréttir - DB-11752
0:00
DB 11752
Safn fréttir<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=286&SiteID=0&sameSiteID=1')>
26.03.2011 06:19:05
288.
Víðsjá : úrval 1998.05.24<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=287&TakeID=1569BF97&SiteID=0&dataType=WORD')>
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir [1957-]
38:30
DB 17644
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=287&SiteID=0&sameSiteID=1')>
25.03.2011 22:08:20
289.
Samhljómur : tónlistarmaður vikunnar<javascript:show('fwstammdaten.jsp?pos=288&TakeID=C50483BF&SiteID=0&dataType=WORD')>
Bergþóra Jónsdóttir [1958-2011]
47:24
DB 11498
Safn útvarp<javascript:setStore('Construct_FT_Tree.jsp?results=suchergebnis&pos=288&SiteID=0&sameSiteID=1')>
25.03.2011 19:11:25
30.000
Sæll kæri vinur.
Ekki óraði fyrir mér þegar þú hafðir samband við D&G árið 2013, til að fá þá til þess að taka þátt í léttu aprílgabbi að við stæðum uppi með heimasíðu fulla af upplýsingum og fróðleik um íslenska tónlistarsögu. Það var frábær ákvörðun hjá þér að fá þér heimasíðu og fá mig til þess að aðstoða þig við að koma mörgum af þínum miklu og veglegu verkum á veraldarvefinn, enda mikilvægt að þetta glatist ekki fyrir framtíðina. Samt sem áður datt mér ekki í hug að tæpum 4 árum seinna væri búið að skoða síðuna 30þ sinnum. Til hamingju með þennan áfanga kæri vinur og það var klárlega þörf fyrir þessa síðu. Hér fyrir neðan má líta á verkið sem kom þessu öllu af stað.
Kær kveðja
Jón Steindór Þorsteinsson
*
A+B=0
Hér á eftir fara brot úr ritgerð um músíkvísindi sem ég reit fyrir nokkrum árum. Hún fór að
vísu beint í „hjartaskúffuna"; mig skorti kjark til að birta hana. Læt það nú eftir mér. Vil þó
fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum – til skilningsauka. Vel glefsur úr ritgerðinni og
útskýri þær. Ritgerðin er tileinkuð Hrabal, Kafka, Erasmus, Cervantes, Voltaire og Mólíér, og
ekki síst trúnaðarvini hans – mesta stjórnmálaskörungi sögunnar – Alceste Le comte de
Misanthrope; og öðru fágætisfólki sem uppfræddi mig.
Forsendur: Fljótt fennir í spor mikilhæfra manna. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Í ljósi
þessara fornu sanninda leyfi ég mér að koma eftirfarandi á framfæri um sögu mannkyns og
eiginlega sögu alls:
Tilgáta: Það hefur enginn fundið upp neitt!
Músíksaga mannkyns, svo langt sem hún nær, er örstutt miðað við annað. Óþarft er að taka
fram að með orðinu „músík" er átt við alla kunna þekkingu, eins og hún hefur „þróast" frá því
sögur hófust kl. 23:59. Þar í er stjörnufræði, stærðfræði, svokölluð „tónlist", heimspeki,
læknisfræði, stjórnmálafræði, ritlist, rökræðulist og ekki síst guðfræði – og fleira áhugavert
sem í öndverðu laut yfirráðum lista- og menntagyðja. Sögusvið ritgerðinnar takmarkast við sl.
6000 ár í fyrstu. Síðar yfirfæri ég kenninguna á sögu alheimsins, til 14 milljarða ára plús. Allt
ber að sama brunni. Útkoman er alltaf: A+B=0.
Það var einmitt við lestur ns í músíksögunni sem mér varð spurn. Við það komst ég á sporið.
[Í raunvísindum er ns notað til þess að tákna 10-9 hluta einhvers (0,000000001 hluti). Þannig
er talað um nanósekúndur, 1 ns = 10-9 s og nanómetra, 1 nm = 10-9 m]:
Sagt var að Arnold Schönberg hefði fundið upp svokallaða tólftóna músík. Ég leitaði víða
fanga í áratugi enda alltaf verið á hamra á þessu, á öllum mögulegum tungum. Í stuttu máli:
Schönberg fann ekki upp neitt. Mýgrútur músíkmanna hefur fiskað á þessum slóðum í
aldaraðir ef ekki frá upphafi vega. Fólk á næstu bæjum. Jafnvel tengdasonurinn Zemlinsky.
Schönberg sagði um skrif hans: Þau geta bara beðið. Svo fór fólk að segja að Arnold hefði
frelsað tónana og opnað nýjar leiðir – allri músík til hagsbóta á 20. öld og þeirra 21. Einskonar
Messsías.
Cervantes de la Mancha (1547-1616) sagði í formála að glæstu fræðiriti: Ég hef efni á að
segja þetta af því ég hef lesið allt! Ég held að ég hafi líka efni á að segja þetta um Schönberg.
Ég hef lagt mig eftir tónlist hans frá blautu barnsbeini. Hef leikið píanóverk hans og analíserað
nótu fyrir nótu, t.d. opus 11, op. 19 og op. 33A; stjórnað hljóðfæra- „söng" og
hljómsveitarverkum hans og lesið fræðirit hans upp í naglabönd. Reyndar alltaf þótt
hugarfóstur Arnolds fremur leiðinleg, ekki síst hin síðari, sem er bara mitt mat. Svo lagði ég á
mig fjögurra ára fjallabaksleið, um Kjöl og Kaldadal, bjó í bókasafni af fróðleiksást, til að
læra Heinrich Schenker-analísu og Set-analísu og annað, sem er helber stærðfræði úr
Princeton, Brown, Harvard, Yale – og ekki síst Germaníu – eftir Milton Byron Babbitt,
George Perle og Allen Forte og fleiri og fleiri, og greindi með þessum öflugu
músíkvinnuvélum stórvirki eftir Krzysztof Eugeniusz Penderecki (tónsmíð frá 1965-6). Þar
útskýrði ég tilurð allra tóna verksins frá a til ö. Það tók mig mörg ár að auki – og 300
blaðsíður. Niðurstaðan var sú sama og í dæminu um Schönberg. Penderecki fann ekki upp
neitt. Allir héldu það og Penderecki líka – í fyrstu. Hann sagði mér sjálfur. Jafnvel elskulegur
fyrsti tónfræðikennari minn í Tónlistarskólanum, Jón Þórarinsson, og forveri á
Morgunblaðinu, lét blekkjast er hann heyrði Lúkasarpassíu Pendereckis í Kaupmannahöfn og
skrifaði lofgreinar þar um. Að auki sá hann til þess að þota full af pólsku tónlistarfólki flaug
yfir járntjaldið og mætti á Listahátíð (sjá Mbl., júní 1988) og flutti Lúkas undir stjórn
höfundar. Mikið klapp og uppistand í Háskólabíói og á Bessastöðum.
Þetta virtust í fyrstu vonbrigði allra, ekki síst mín. En áratuga rannsóknarstörf leiddu mig nú í
framandi heima - líkt og Virgil leiddi Dante forðum.
En sum sé, Penderecki og Schönberg fundu ekki upp neitt. Réttara væri að segja að Carlo
Gesualdo (1566-1613) hafi „frelsað" tónana, eða J.S. Bach (1685-1750), eða Chopin (1810-
1849), eða Franz Liszt (1811-1886), eða Richard Wagner á köflum (1813-1883), Alexander
Scriabin (1872-1915) ad infinitum. Og þá er ekki minnst á Ives, Stravinsky, Messiaen og
Debussy. Ver ekki frekara púðri í Schönberg æsku minnar og Penderecki vin minn og
velgjörðarmann – dobroczynca – að sinni. Og þó. Hafi Schönberg hneppt tónana í vinnubúðir,
þá kom það í hlut Pólverjans Pendereckis að veita þeim frelsi. Það er A+B=0.
Þetta voru nú bara tvær vísindalegar rannsóknir. En nú færum við okkur brátt á músíkslóðir
sem almennir lesendur Morgunblaðsins hafa flestir komið á. Biblían leikur stórt hlutverk enda
þekkjum við hana; hún er samnefnari kynslóðanna. Sá sem ekki tekur afstöðu til fjölmargra
rita hennar telst vart músíkmaður (kannski ólæs?). Þeir hafa allir gert það – líka Einstein.
Spurningin er: Hver fann upp hvað – ef nokkuð? En fyrst þetta.
Völd og músík hafa alltaf átt samleið enda eitt og hið sama. Það skoffín hefur hvorki skolt né
skott. Eiginlegur hringormur. Enginn veit hvar kvikindið byrjar og hvar það endar. Stjórnmál
(sem eru líka músík) snúast (!) bókstaflega um völd. Þau hafa alltaf þrifist á fjármagni.
Yfirleitt illa fengnu. Í þrælahaldi, yfirgangi og vopnaskaki. Aðrir músíkmenn hafa neyðst til
að ala manninn í þessu umhverfi í þúsaldir; hafa verið látnir tóra, eins og skylmingaþrælar,
svo þeir geti skreytt hirðlíf þegar mikið liggur við; enda margir staðnir að skreytni (þögn eða
ósannsögli) til að halda lífi. Kópernikus (1473-1543), sem reit De revolutionibus orbium
coelestium, var skreytinn í þessum skilningi og þagði þunnu hljóði. Reyndar voru það
liðsmenn Lúthers (1483-1546) sem gengu í skrokk á honum. Galileo Galilei (1564-1642) hinn
blindi og fangelsaði þagði líka. Páfinn gekk í skrokk á honum. Galileo sagði vini í trúnaði:
„Biblían vísar leiðina til himna – þó það (innskot höf.) – en ekki hvernig himnarnir snúast!"
Nú vita það allir.
Músíkmenn þykja bestir dauðir. Það hefði liðið yfir pokaprestinn Hallgrím hefði hann séð
kirkjuna á Skólavörðuhæð í lifanda lífi. Enda fann hann hvorki upp passíu né passíusálma.
Músíkmenn höfðu skrifað bæði ljóð, lög og heimspekirit þar um í aldaraðir. Jafnvel 4000 fyrir
Krist (spámenn) og 2000 ár eftir Krist (hinir og þessir). Alls í 6000 ár plús. Og enginn veit
hvert þeir sóttu vísdóm sinn. Það hefur fennt í spor þeirra eða sólbráð afmáð þau. Dæmi:
Ástsælasta tónverk kristinna manna nefnist Messías (samið 1742). Þar í er rekin saga í þremur
hlutum sem fjallar um höfuðpersónuna frá vöggu til grafar, einnig píslargönguna (sb. passía).
Jennens er skráður höfundur söngtextans. Það er bara ekki rétt. Textinn er allur sóttur í
skræður sem voru ritaðar af vitringum þúsundum ára fyrir Anno Domini 0. Enginn veit
hvernig þeir sáu þetta fyrir.
Að svo mæltu hefst sönnunarfærsla á – eða sýnataka vegna – tilgátu um að enginn hafi fundið
upp neitt; að allt sé 0. Byrjum á dæmi sem allir þekkja. Everest. Sagt er að Hillary og Tenzing
(eða öfugt) hafi fyrstir manna klifið Sagarmatha eða Chomolungma eða Móður jörð eða Helgafell.
Það er ekki rétt. Þeir eiga sér nafngreinda vestræna forvera sem fórust á niðurleið –fjölmarga.
Sherpar og helgir menn – í Fannalandi tákna og töfra – klifu fjallið í aldaraðir til þess að mega
deyja í faðmi Móður jarðar eða til að reisa þar bænadulu. Það hefur bókstaflega fennt í spor
þeirra mikilhæfu manna. Tenzing og Hillary (A) urðu ekki fyrstir til, helgir menn ekki heldur (B).
Það var enginn fyrstur (0) enda ekkert nýtt undir sólinni. Tökum fleiri sýni. Lesendur geta fengist
við að stilla þeim upp í jöfnur ef vill. Og nú skrifaði ég í belg og biðu.
Hvor var fyrri til – Darwin eða Huxley og hver var forveri þeirra? Hvor var fyrri til –
Jóhannes skírari eða Jesús, sb. samtal þeirra í ánni Jórdan og skírn Jesú (Matthías 3:13-17)?
Eða voru það kannski Essenar sem voru fyrstir í þessu tilfelli, og ef svo, hver kenndi þeim í
árþúsundir? Þeir áttu safn bóka úr höfuðáttum og földu þær í leirkrúsum við Dauðahaf þegar
að þeim var sótt. Fundust á árunum 1946-56. Hver skrifaði þær bækur? Indverjar? Arabar?
Persar? Egyptar? Eþíópíumenn? Menn í Súdan? Hver fann Ísland? Norrænir menn eða inúítar
sem sigldu eða fuku yfir Grænlandssund? Engar sögur fara af þeim. Fennti í spor þeirra hér?
Lokuðu þeir hringnum umhverfis jörðina eða var það Drake, Magellan eða Jón Indíafari?
Hver fann upp afstraktlist? Ekki Picasso og félagar. Hellisbúar? Hver fann nýja heiminn? Var
það Bjarni Herjólfsson eða Leifur Eiríksson, eða fólk sem gekk þurrum fótum yfir
Beringssund, eða Columbus – eða sigldi fólk á reyrbátum frá Afríku áður en sögur hófust?
Hver fann upp Walkabout? Elizabeth II eða frumbyggjar Ástralíu? Hver fann upp
prentlistina? Gutenberg eða Kínverjar og hver kenndi þeim? Fann Marteinn Lúther upp
gyðingahatur (sjá skrif hans) eða var óumburðarlyndi í þeirra garð þekkt frá upphafi vega?
Hvert orti Davíðsálma, Davíð eða mýgrútur óþekktra músíkmanna, svokallaðra skálda? Hver
samdi Gregorsöng, páfinn eða mýgrútur óþekktra músíkmanna – svokallaðra tónskálda? Hver
fann upp kvintsönginn – organum / fjölröddun? Markaði útkoma séra Arngríms með organum
tímamót í músíksögu Íslands? Eða voru það rit Anons IV (atkvæðamikill á 13. öld) eða skrif
Johns Cottons á 12. öld (Johannes Afflighemensis: De musica), eða skrif Lénonins og
Pérotins (Magnus Liber Organum) í Notre Dame (uppi 1160-1250); eða hugsanir Pýþagórasar
(570-495 f.Kr +/-); sem þótti svo vænt um hina fullkomnu fimmund (og hlutfallið 3/2)? Hver
flaug fyrstur manna, Wilbur, Orville (eða öfugt) eða Íkarus, og hver kenndi þeim? Steinrunnar
og fiðraðar risaeðlur? Hver samdi sæluboðorðin og fjallræðuna. Það var ekki Jesú - hver
kenndi honum þau? Ekki voru það Grikkir. Og ekki Rómverjar. Þeir komu lítt við
trúarbragðasögu Hebrea á fyrri öldum (f.Kr). Hvar var Jesú við nám í tuttugu þögul ár? Hver
kenndi Boethiusi (480-525 e.Kr.) - hinum líflátna -músík? Eða safnaði hann bara fróðleik úr
öllum áttum líkt og Essenar, Davíð og Gregor? Loks í léttu hjali: Af hverju vísítera bréfberar
alltaf tvisvar!? Og svona áfram frá upphafi til enda og frá enda til upphafs. Enda er einn dagur
sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir = 0.
Í ritgerð minni segir að A+B=0. Núll? Það er ekki rétt. Margir hafi eflaust lesið jöfnuna
þannig. Núll er hringur í þessu tilfelli: ○ Hringur hefur hvorki upphaf né niðurlag. Forfeður
vorir sáu fyrir sér heimsmynd þar sem snákur beit í dyndil sinn. Sú heimsmynd gerir ráð fyrir
upphafi og endi, skolti og skotti. Heimsmynd sem er hringur ○ er ævarandi, hefur ekkert
upphaf og tekur aldrei enda; er baugur, vetrarbraut í vetrarbrautum – þar til gríðarlegt,
hringlaga svarthol birtist á þessari sporbraut
●
og gleypir allt í sig – og hverfist loks í agnarsmátt mengi jötunkrafta:
„●"
Svo kemur mikill hvellur og kliður og allt þenst út. Hringurinn fer að snúast og allt verður
sem nýtt; endurfæðist undir dagstjörnu; „Everest" klifið á ný - og svona aftur og aftur og
endalaust. Í ljósi þessa alls leyfi ég mér að koma á framfæri heimsmynd – eins og áður sagði -
sem talar sínu máli en er þó háð takmarkalausri endurnýjun – því allt er í alheiminum
breytingum undirorpið: Hringur er að því leyti einstakt fyrirbæri að „lesa" má hann áfram (P)
og afturábak (R), í spegilmynd (I) og spegilmynd afturábak (RI). Útkoman er alltaf sú sama.
Að auki er hringur fyrirbrigði í fjórvídd – augljóslega - hvorki lóðréttur (Dante), né láréttur
(Snorri). Vísindamenn segja okkur að „. . . fjórvíð kúla með radíus r og miðju í einhverjum
punkti p (sé) skilgreind sem safn þeirra punkta sem eru í minni fjarlægð en r frá punktinum p .
. . "
Eða: ○ (P) + ○ (R) + ○ (I) + ○ (RI) = ○
A+B=○
Baia di vapore, aprile AD 2014. Donum Dei, Lékař hudby
Hugleiðingar Árna Tómasar Ragnarssonar og Gerald
Shapiro, birtast í heild á vefnum www.dgnet.is/visindaritgerd/
Tóm steypa
Hirðfífl með lögheimili á Manhattan hinni hátimbruðu, hlýtur að hafa rekið í rogastans, er í ljós kom að Beijing er enn hátimbraðri en Manhattan og menningarsetur um þúsundir alda. Trump Tower í NYC er hallærislegur í því samhengi. Þá limpaðist Trump niður, hann skilur nefnilega steypu.
Reykjavíkurtjörn í allri sinni dýrð
Stærsta samverutorg barna í Reykjavík var Tjörnin. Þar voru ekki haldnar búsáhaldabyltingar eður Gúttóslagir. Þar var bara gaman að skauta við hljómsveitarundirleik úr magnarakerfi - og þar áður á Melavelli - að sögn.
HIRÐFÍFLIÐ ?
Hirðfífl hafa verið til sóma og nauðsynleg til þúsundir ára, af því að þau hafa alltaf sagt satt og konungar og forystumenn hafa treyst orðum þeirra en ekki ráðherrum og ráðuneyti. Þau hafa verið til góðs. En nú er svo komið að hirðfífl eitt sem að álýtur sig tala fyrir vestræna menningu, sem á rætur að rekja til Rómar og Aþenu, er vestrænni menningu til skammar um allar jarðir. Undirritaður nam í háskólum USA og starfaði þar til fjölda ára - og kynntist þar mönnum á borð við Leonard Bernstein og nam af þeim og virðir þá svo sem heimsbyggð öll. Því vekur það undrun allra vina minna og félaga og samherja í Bandaríkjunum að Donald Trump skuli þykjast vera fulltrúi þessarar merku þjóðar - USA. Í raun er Trump til skammar þjóð sinni og vinum hennar um allar jarðir.
P.s. Og nú berast fregnir frá Washington um að "hirðfíflið" hafi raskað friðhelgi Jerúsalem og þar með friði í heiminum - eða það sem eftir ef af honum (friðnum); með því að lýsa yfir að þessi alþjóðlega bænaborg sé höfuðborg Ísraelsríkis, þvert á vonir allra friðelskandi manna í heiminum. Megi Trump farast í þeim eldi. Amen. Meira að segja Englendingar og Saudi-Arabar, handbendi U.S.A, hafa mótmælt þessu kexrugli.
"Nú 13 des - funda og mótmæla 57 þjóðirTrump og afþakka afskipti hans af Jerúsalem og framtíð borgarinnar. Bjóst Trump við öðru?"
"Palestinian President Mahmoud Abbas addressed an emergency summit in Istanbul in response to Trump's decision to recognize Jerusalem as the capital of Israel."
Og en bætist í, Nikki Haley
"At the UN we're always asked to do more & give more," Haley tweeted on Tuesday afternoon. "So, when we make a decision, at the will of the American ppl, abt where to locate OUR embassy, we don't expect those we've helped to target us. On Thurs there'll be a vote criticizing our choice. The US will be taking names."
Hér eru löndin sem þorðu að standa upp í hárinu á Hirðfíflinu:
Afghanistan, Albania, Algeria, Andorra, Angola, Armenia, Austria, Azerbaijan, Bahrain, Bangladesh, Barbados, Belarus, Belgium, Belize, Bolivia, Botswana, Brazil, Brunei, Bulgaria, Burkina Faso, Burundi, Cabo Verde, Cambodia, Chad, Chile, China, Comoros, Congo, Costa Rica, Cote d'Ivoire, Cuba, Cyprus, Democratic People's Republic of Korea (North Korea), Denmark, Djibouti, Dominica, Ecuador, Egypt, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Finland, France, Gabon, Gambia, Germany, Ghana, Greece, Grenada, Guinea, Guyana, Iceland, India, Indonesia, Iran, Iraq, Ireland, Italy, Japan, Jordan, Kazakhstan, Kuwait, Kyrgyzstan, Laos, Lebanon, Liberia, Libya, Liechtenstein, Lithuania, Luxembourg, Madagascar, Malaysia, Maldives, Mali, Malta, Mauritania, Mauritius, Monaco, Montenegro, Morocco, Mozambique, Namibia, Nepal, Netherlands, New Zealand, Nicaragua, Niger, Nigeria, Norway, Oman, Pakistan, Papua New Guinea, Peru, Portugal, Qatar, Republic of Korea (South Korea), Russia, Saint Vincent and the Grenadines, Saudi Arabia, Senegal, Serbia, Seychelles, Singapore, Slovakia, Slovenia, Somalia, South Africa, Spain, Sri Lanka, Sudan, Suriname, Sweden, Switzerland, Syria, Tajikistan, Thailand, The Former Yugoslav Republic of Macedonia, Tunisia, Turkey, United Arab Emirates, United Kingdom, United Republic of Tanzania, Uruguay, Uzbekistan, Venezuela, Vietnam, Yemen, Zimbabwe
Við Nonni minn vorum að rabba saman um heimasíðuna okkar - þá kom þetta aftur upp.
Nonni minn
Músík í ljósvaka Mbl. 28.maí, 2014
Menn utan löghelgi
Jón (1593-1679) munstraður í sjóher. Ber glóð að fallstykki. Þeyttist í öfuga átt. Var bjargað. Liðsforingi með medalíuhatt hundskammar Jón fyrir að eyðileggja eignir hans hátignar í Kaupmannahöfn; fyrir að ógna lífi og limum manna – og fyrir liðhlaup! Jón baðst afsökunar – vissi ekki að tundrið væri svona stutt. Herréttur. Sakborningur dæmdur til að skrúbba. Jón undi hag sínum vel. Annað skáld. Jóhannes Birkiland (1886-1961) reit bók. Harmsaga ævi minnar; hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Átti kofa utan lögsögu. Las bókina sem barn og hafði mikla samúð með höfundi. Táraðist. Vissi ekki þá að Jóhannes væri dagsfarsprúður en alvarlega þunglyndur; húmorslaus skapofsamaður; með undirliggjandi mikilsmennskuduld; að það skorti í hann nokkra kafla. Sjá orðspor og eftirmæli. Hélt áfram að tárast. Þessi borgaralega „sálgreining" á nefnilega við um öll mikilmenni. Beethoven til dæmis.
Beethoven, Birkiland, Thor og Thoreau
Jóhannes hóf nýtt líf í Kanada á hávetri fjarri mannabyggð - líkt og fyrirmyndin; talsmaður borgararlegar óhlýðni, Henry Thoreau. Fannfergi. Tjaldað. Jarðhræringar. Kíkt út. Óðfluga, plægjandi og flautandi eimreið! Skáldið fór af sporinu. Aleigan hvarf. Jóhannes fylgir teinum í norður og komst í tjaldbúðir á hjara veraldar. Öldungur með fjöðurstaf þóttist (!) sjá hvað hér væri á ferð. Rétti honum friðarpípu til öryggis. Skáldið reyndist blíðlynt og hjálpsamt. Reis til metorða.
Thor í Bonn: " Ha? – þeir Jón og Jóhannes! Þeir voru sko lífsreyndir menn og mikil skáld! Hef andstyggð á fólki sem talar illa um sakleysingja! Atvinnufroðusnakkari blaðraði um Birkiland. Sá manninn tilsýndar. Hann reyndi að ná sambandi. Ég horfði í gegnum vömbina á honum. Fátt er aumkunarverðara en misheppnaður skríbent"! Hitti Thor aftur eftir tónleika í Grenoble fyrir aldarfjórðungi (í borg Vigdísar, Messiane og Stendahls) - hann segjandi. Þú er aldrei heim! Jú, jú – en mér hundleiðis þar - stjórna bara í útlöndum; segðu mér eitthvað gáfulegt Thor minn. Bardagamaðurinn upphóf fangbrögð, horfði djúpt í hugskot viðmælanda og sagði loks af visku galeiðuþræls: Enginn má við margnum!
Nútímafólk spyr. Hverjir voru þessir menn? Jón Indíafari var átrúnaðargoð heillar kynslóðar MR-inga, sem enn stjórna landinu; Jóhannes Birkiland og Thoreau lifa góðu lífi á Alþingi í fólki sem stundar borgaralega óhlýðni til að stríða MR-ingum; Thor Vilhjálmsson (1925-2011) lapti dauðann úr samfélagsskel í áraraðir fyrir að segja satt um allt og alla. Það er pláss fyrir allar „pólitískar" hetjur í mínum 900 fermetra altumvefjandi garði – enda hann óháður harkinu og aldrei í kjörklefa komið. Hann kann hvorki að segja „við og hin" né „hin og við." Bara - við öll!
Beethoven reit sinfóníu. Svona hljómar annar þáttur undir stjórn meistara Carlo Maria Giulini (1914-2005) vinar míns frá Romsborg; Chicago Symphony Orchestra. Þátturinn ber yfirskrift: "Tilbrigði við harmsögu ævi minnar; hvers vegna ég varð auðnuleysingi" - sjá dagbækur Ludwigs.
YouTube slóð (10 mín)
Gleðileg jól
Koptíska kirkjan
Koptíska kirkjan er elsta kirkjudeild okkar - og á rætur að rekja til Eþíópiu. Hver lærisveina frelsarans boðaðaði trú þar? Það er reyndar vitað.
Nú var verið að gera árás í Egyptlandi á kirkju þeirra - trúbræðra minna og þinna. Margir féllu. Hvers eiga þeir að gjalda?
http://www.icelandonline.is/ferd…/israel_jerusalem_skoda.htm.
Á förnum vegi
3Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs, sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. 14Þeir ræddu sín á milli um allt þetta, sem gjörst hafði. 15Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim. 16En augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki. 17Og hann sagði við þá: "Hvað er það, sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?"
Þeir námu staðar, daprir í bragði, 18og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: "Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem, sem veist ekki, hvað þar hefur gjörst þessa dagana."
19Hann spurði: "Hvað þá?"
Þeir svöruðu: "Þetta um Jesú frá Nasaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýð, 20hvernig æðstu prestar og höfðingjar vorir framseldu hann til dauðadóms og krossfestu hann. 21Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael. En nú er þriðji dagur síðan þetta bar við. 22Þá hafa og konur nokkrar úr vorum hóp gjört oss forviða. Þær fóru árla til grafarinnar, 23en fundu ekki líkama hans og komu og sögðust enda hafa séð engla í sýn, er sögðu hann lifa. 24Nokkrir þeirra, sem með oss voru, fóru til grafarinnar og fundu allt eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki."
25Þá sagði hann við þá: "Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! 26Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?" 27Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritningunum.
28Þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætluðu til, en hann lét sem hann vildi halda lengra. 29Þeir lögðu þá fast að honum og sögðu: "Vertu hjá oss, því að kvölda tekur og degi hallar." Og hann fór inn til að vera hjá þeim. 30Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim. 31Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann, en hann hvarf þeim sjónum. 32Og þeir sögðu hvor við annan: "Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?"
33Þeir stóðu samstundis upp og fóru aftur til Jerúsalem. Þar fundu þeir þá ellefu og þá, er með þeim voru, saman komna, 34og sögðu þeir: "Sannarlega er Drottinn upp risinn og hefur birst Símoni."