4) Bernstein (í vinnslu)

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Leonard Bernstein - 11. mars 2022

Við hittumst á alþjóðaflugvellinum í Frankfurth á tilsettum tíma. Bernstein bauð mér að fylgja sér á VIP lounge. Vísað til borðs. Matur og síðdegisdrykkir pantaðir. Skrafað lengi. Bað mig um raddskrár. Þær afhentar. Schubert Stóra C-dúr! Hvar, hvenær og hvernig gekk?Þá umræður - og föðurlegar ábendingar // Kemur ekki dinner-píanisti og fer að spila rétt undir lok máltíðar. Ég segi, eigum við frekar að leika á píanóið? Ha. Hvað? Summertime. Móðir mín söng það, ég kann það. Við gengum til verks og fengum leyfi húspíanistans til spila, hans sagði "Of course Maestro Bernstein". Það sló þögn á VIPs er Bernstein settist hjá mér og hóf að raula George Gershwin, forvera sinn og mentor í amerískum tónsmíðum. Mér brá eiginlega líka. Hann var á heimleið og í stuði! - Meðfylgjandi lífverði LB var sagt - þú varðst ekki vitni að þessu rauli mínu. Sannast sagna voru lífverðir alltaf á sveimi umhverfis LB, jafnvel í Bloomington, þegar ég kynntist honum, þar voru þeir þrír að tölu - enda búið að myrða marga af bestu vinum hans þar á meðal John Lennon.