5a) Námur frá 1987 og áfram***

Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo

Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)

youtube soundcloud

 

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Screenshot 2025 04 11 233414

 

 Þegar frumflutningi á þessu tónverki er lokið skal ljóðið Á Draumfjörum Niðurlag flutt umsvifalaust og áður en tónlistarfólkið hverfur af sviðinu.

 

(Strengjasveit leiki eftirtalda tóna á víðu tónsviði: 
Stóra A - litla g - tvístrikað e og tvístrikað b með fermötu, ppp, con sord, cenza vibrato, frjáls bogastrok, löng og sjálfstæð. Þessi hljómur liggji hreyfingalaus undir flutningi ljóðsins Á Draumfjörum - Niðurlag). Það er í höndum stjórnandans að annast þessar framkvæmdir og taka af skarið með þær (improvisando).

 

Á Draumfjörum Niðurlag 

Dalá þögul

Horfnir þrestir

Daufur garðstaur

Hnigin grös

Sleipnir viljans

vill á skeið

á þeysireið

sem ör af streng

Á fjaðurvæng

Um hvolfið allt

um foss og fjöll

og haustið kalt

Vættir nema

hófadyn

vængjahvin

hörpuym

Hrífast af

í spurn:

Hvað Veldur þinni

sorg

Hví gráta blíðir

strengir

á draumfjörum

Hví snýrðu aftur

með gráa vanga

með harm í hjarta

að kveldi dægra

Hví grætur

harpan þín

svo sárt?

Heimir

svarar

út yfir

hafsins

hjúp

ómælisdjúp

Senn verður mér horfin

þrenning sú

og þrenging

er dýpst ég ann

drengir tveir

og meyja

er mætar konur

tvær mér ólu

fagrar

Þau róta í huga

hin sáru skil

er enn skal þreyja

Svo að

deyja

Forsæla eykta

lengist hljótt

Garðstaur hallur

undir nótt

Sólúr þagnað

sefur rótt

                                                                                                                        

*