6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

16. mars 2022

Tónlistarhneykslið í Efstaleiti. Ég hef verið að benda á það hversu hrapalega er komið fyrir hljóðritsafni RÚV. Byrjaði á því í Morgunblaðinu með langlokum 1979! Tónlistarsaga Íslands frá 1950 er beinlínis að gufa upp - í vörslu RÚV til 70 ára. Önnur söfn menningarsögu þjóðarinnar virðast hafa lifað af frá 1950 og til þessa dags. Undirritaður hugsi og vonsvikinn. Vei þeim sem hafa staðið að þessari "bókabrennu".