2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231243

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Grein Árna Tómasar Ragnarssonar - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014

 

Árni Tómas Ragnarsson

Hippocrates; fyrsti forveri minn: Gríski læknirinn Hippocrates,

sem fæddist árið 480 fyrir Krist á eyjunni Kos, er talinn faðir

nútíma læknisfræði. Hann setti fram kenningar um náttúrulegar

orsakir sjúkdóma, sem áður höfðu verið taldir orsakast af reiði

guðanna. Hann átti líka mestan þátt í að gera læknisfræði að 

sjálfstæðri fræðigrein. Í dag er hann þó hvað þekktastur fyrir

eiðinn, sem við hann er kenndur, og allir læknar eiga enn að fara

eftir í störfum sínum (þótt sumir geri það nú alls ekki).

Eiðurinn fjallar um starf læknisins og samskipti hans við skjólstæðinga sína og hefur

hann haldist að miklu leyti óbreyttur sem viðmiðun í siðfræði lækna. Kenningar Hippocratesar

voru svo róttækar á hans tíma að vegna þeirra sat hann í fangelsi í 20 ár, en varð þó

næstum hundrað ára gamall og var alltaf að á „læknastofu" sinni og gaf þar með glæst

fordæmi. Forverar Hippocratesar: Hann átti sér marga forvera, sem sumir myndu þó

vart kalla lækna nú á dögum. Hann átti að ýmsa kennara í Grikklandi, sem höfðu lært

af öðrum grískum læknakennurum og svo koll af kolli - öld fram af öld. En læknar höfðu

þó verið til löngu fyrir blómatíma Grikkja. Tuttugu þúsund árum áður voru uppi svokallaðir

seiðkararl í svörtustu Afríku sem læknuðu menn með góðum árangri með því að reka út

illa anda - með særingum og músík. Þeir eru enn að – og þykja góðir.