2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
228918

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Grein Geralds Shapiros - þýdd - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014

 

Gerald ShapiroDr. Gerald Shapiro prófessor við Brown University í Bandaríkjunum

segir í pistli sem hann sendir greinarhöfundi, að á sjöunda áratugnum

hafi sér verið kennt að fyrstu tónskáldin – og þá vestrænir karlmenn

sem settu nótur á blað og merktu sér – hafi verið þeir Leonin og Perotin 

sem kenndir hafa verið við skóla Notre Dame á 12. öld. „En Hildegard von

Bingen (1098-1179) var uppi á undan þeim og armenska ljóðskáldið og

tónskáldið Khosrovidukht, sem lést árið 737, var uppi á undan henni.

Gregorísku sálmasöngvarnir sem eru enn eldri eru verk óþekktra höfunda en einhverjir hafa samið þá.

Til eru skrif um tónlistarfræði í Grikklandi hinu forna en engin raunveruleg tónlist. Tónskáldið Flaccus

er nefndur í leikritum frá annari öld fyrir Krist. Verðlaunin fyrir elstu skrifuð tónsmíðina hreppir líklega

„Einsamalt brönugras", sem er eignað Konfúsíusi. En ef við förum enn lengra aftur í tíma goðsagnanna,

þá er Jubal fyrsti tónlistarmaðurinn sem er nefndur í Biblíunni en við þekkjum enga raunverulega tónlist

eftir hann. Hjá Grikkjum er það Orfeius sem nam af Apolló, sem sumir segja að hafi verið faðir hans, og

allir eru sammála um að hafi fundið upp tónlistina. Í kínverskum goðsögum er það Ling Lun sem bjó til

bambusflautur og lærði af fuglum. Til að styðja kröfu Lings um að hafa verið fyrstur, þá eru elstu þekktu

hljóðfærin, og með elstu þekku verkfærum manna, fuglabeinsflauta sem fannst í Þýskalandi og er talin

40.000 ára gömul. Áður en fólk blés i flautur hlýtur það að hafa sungið. Meðal Kalui-fólksins á Papua Nýju

Gíneu,sem fyrst komust í samband við aðra menningu okkar á 6. áratug síðustu aldar, voru mörg tónskáld,

karlar og konur, sem sömdu fyrir ýmsa viðburði. Hver var fyrsta tónskáldið? Fyrsti maðurinn. Hver kenndi

henni? Fuglarnir, vindurinn, hjartað. Tónlist er að hlusta, ekki hljóðin sem hlustað er á.