2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
230373

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Músík í ljósvaka Mbl. 16. apríl, 2014

 

Hægt er að hlusta á verkin með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan


Áfangar 

VarðaÁfangar í lífi okkar eru varðaðir músík; ekki síst hátíðir

og helgidagar í kristnu samfélagi. Þá verðum við svolítið

innhverf; hugum að liðinni tíð. Fólk hvorki fæðist, lifir né

deyr án tónlistar. Ég man hvar og hvenær ég heyrði þetta

og hitt; man hvað klukkan var enda áhrifin oft mögnuð.

Er ekki einn um það! Fjarri því. Þetta músíkeðli okkur kristallast

við útfarir. Syrgjendur kveðja ástvin og fela tónlistarfólki að

flytja tiltekið tónverk eða dægurlag. Enginn veit hvað tilfinningar

eða minningar vaka að baki. En það er eitthvað djúpt og persónulegt.

Stund og staður - klukkan eitthvað. Tónverkin hér að neðan tengjast

öll dymbilviku í starfi mínu. Fyrir vikið hlusta ég á þau nú. Annars

ekki.

 

GabrieliGiovanniÉg eignaði mér skrifpúlt á þriðju hæð í Sibley Music Library haustið 1973.

Á dýrar minningar þaðan. Sat þar til kl. 1979 (!) Fátt um mannaferðir á

þeirri hæð – bara andar. Safnið er sprengjuhelt og því nánast gluggalaust.

Þögult. Klaustrið mitt. Opera Omnia Lúthers í doðrantafjöld á vinstri hönd.

Cahiers Paul Valérys beint af augum (dagbækur). Í þessu umhverfi „heyrði"

ég In Ecclesis eftir Giovanni Gabrieli (frumflutt í Markúsarkirkjunni í Feneyjum).

Þessu skylt: Skýjaslæðumálarinn John Constable dvaldi í myrkri til að skerpa 

sjón sína. Gekk svo út í ljósið. 

 

 

Gabriel FauréHúsið í Rochester er reisulegt. Þar voru fimm íbúðir 1975. Leigjendur allir við

nám í Eastman School of Music. Árla dags set ég verk eftir Fauré á spilarann

- Cantique de Jean Racine. Og það var eins og við manninn mælt. Íbúar á leið

í skóla knúðu dyra og sögðu hver á fætur öðrum. Hvað er þetta? Má ég heyra?

Dásamlegt. Valdi upprunalega útgáfu á Cantique með orgelleik. Þá heyrir maður

krómatískar milliraddir undirleiks (ómstreitur, þverstæður og tengitóna). Þetta vill

hverfa í hljómsveitarbúningi. 

 

 


J. S. BachÉg kynntist Kantötu Bachs BWV 4 (!) – Í dauðans böndum Drottinn lá – 1980.

Einn Marteinn Lúther í gegn. Stjórnaði flutningi þá um vorið í Bloomington. Kemur

þá ekki herra Prófessor Emiritus, dr. Julius Herford (1901-1981), heimsmeistari í

Bach, tekur í hönd mér og segir. Hvað er að frétta af vini mínum Róbert Abraham?

Þeir flýðu báðir hakakrossinn. Raddsetning Róberts á þessu forna sálmalagi er himnesk.

(Sjá: Úr söngarfi kirkjunnar. Tuttugu og tveir helgisöngvar; Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1967).

Bach Consort er skipað decet, tíu „venjulegum" tónlistarmönnum - að verki í „venjulegri" lútherskri

kirkju. Það glittir í krossmark – annað ekki. Lúther rak ekki bara nagla í hurð. Hann tók til.

Tónvefur Bachs tær. Hann hafði úr litlu að moða rúmlega tvítugur. Gerði mikið úr litlu.