2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
230348

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Músík í ljósvaka Mbl. 23.apríl, 2014

 

Hallgrímur   luther-207x300

 

Útlægur og réttdræpur

 

Merkilegt hvað þessir föstudagar eru langir. Þá hrannast upp

minningar. Árrisull drengur þandi orgel á kontór. Var að vekja hús.

Tíkin tók undir. Maður knýr dyra. Segir vafningalaust. Ég heimta

skilnað. Þá hófst sálusorgun.

 

Í stjórnarskrá segir: Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera

þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og

vernda.

 

Við setningu alþingis er efnt til prósessíu kirkjuvalds og veraldlegs til

marks um þetta. Fallegur siður að biðja fyrir valdhöfum í messulok. Á

móti kemur hitt að þá fer ekki mikið fyrir Lúther – sem setti sig upp á

móti svoleiðis fólki og öfugt. Það er skiljanleg þögn.

 

Í dag er vart þverfótandi fyrir Hallgrími Péturssyni. Hann

var „bannfærður hórkall" og útlægur fyrir lausavísur um háttsetta

menn. Sefaðist í passíusálmum – og þó. Hann átti alltaf erfitt með að

fyrirgefa Hólavaldinu meðferðina. Gekk síðar í gin Skálholtsvaldsins

og færði hórdómskonu sín hinstu rök að gjöf. Alltaf svolítið storkandi.

Við það tók þjóðin Hallgrím í „dýrlingatölu". Íslendingar rekast illa.

 

Lúther var lítið fyrir persónudýrkun. En höfum við skvett honum út

með siðbótarvatninu? Er siðbót okkar kaþólskari en páfinn? Særir

það réttlætiskennd okkar? Þeir Hallgrímur og Lúther voru nefnilega

þjáningabræður – yst sem innst.

 

Nú vona menn að „hin evangelíska lúterska kirkja" miðli nýjum

fréttum af Lúther til lýðsins. Kannski verður honum reist kirkja. Svo

mega sálusorgarar líka biðja fyrir honum. Hugsanir hans fylgja okkur

frá vöggur til grafar - frá morgni til kvölds.

 

Vangaveltur af þessu tagi hafa búið í undirrituðum alla ævi og eru

að því leyti óháðar nýrri bók. Hef ekki lesið hana. Það vakir ekkert í

þessari lænu nema fróðleiksfýsn og tilhlökkun:

 

Út er komin bókin Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu,

eftir dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest á Reynivöllum í Kjós

og prófast í Kjalarnessprófastsdæmi. Útgefandi, Hið íslenska

bókmenntafélag, segir meðal annars: Þar vegur þyngst uppgjör hans

við páfakirkjuna á hans tíma en einnig við hin veraldlegu yfirvöld,

einkum keisarann í hinu „Heilaga rómverska keisaradæmi þýskrar

þjóðar". Hann var því bannfærður og fordæmdur um alla eilífð, ásamt

fylgismönnum sínum, af kirkjulegum yfirvöldum og dæmdur útlægur

og réttdræpur af veraldlegum yfirvöldum.

 

Jesaja 53:3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann,

harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn

byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis . . .

 

Heyr slóð:

 

Spennandi að bera saman þessa grein frá 23.apríl, við 60 mín útvarpsþátt

RÚV frá 11.maí. Hlusta hér

 

YouTube slóð 7 mínútur: