Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Músík í ljósvaka Mbl. 30.apríl, 2014
Á draumfjörum
Lærði þulu sem ilmar af lífsreynslu. Er þetta barnagæla, heilræðavísa um tímans
tönn eða bara kátína? Fjallkóngar syngja hundblautir og hrollkaldir. Nú á ég
hvergi heima. Eru samt harla glaðir. Sagt var um þann landlæga kviðling
(ÞH/Mbl): Með eilítið víðari og djarfari lestri má segja að vísan fjalli almennt um
tilvistarvanda mannsins, stöðu hans í eyðilegum heimi þar sem hvergi er athvarf
að finna. Þulan er svona. Fer augljóslega rangt með:
Þetta dreymdi. Fjörur dýrar.
Þá var vorið. Ég með væng.
Norður svifið. Hitti svani.
Mófugl heyrði. Sjófugl, hvali.
Sá á kesti. Allt um kring.
Tók að hlaða. Líkt og hafið.
Þá kom vetur. Sól með vori.
Vængjaþytur. Hafði enn þrótt -
Allt var horfið. Nema hafið.
Hugverk standa. Afrek einstaklinga. Þeim fer að vísu fækkandi. En minnisvarðar
falla umvörpum enda reistir á kostnað fjöldans. Bjartur sagði. Hann var ekki
alvitlaus. Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um
að bera annarra manna skuld. Hann færði ekki út kvíarnar. Byggði hvorki
sigurboga né píramída. En ól með sér draum um hreindýr. Við það fór hann yfir
strikið. Það mælti mín móðir. Nefndu landamæri. Jökulsá á Fjöllum? Hún er
elfur.
Annar átti sér tvo drauma. Hilmar Oddson kvikmyndaskáld sagði af honum.
Helgi er ungur maður sem dreymir um að verða rithöfundur. Hann snýr til
æskustöðva sinna með það í huga að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Ákveður að
skjóta að minnsta kosti eitt hreindýr. En dýrið sést hvergi og hann fyllist
örvæntingu. Þetta listaverk lifir í hugskoti. Prédikarinn segir 3:19.
Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn því að allt er hégómi. Erfitt að
kyngja því.
Fyrir þúsund árum fundu Keltar, Frakkar og fleiri upp söguna af Tristan og Ísól.
Sagt var um þá banvænu ást (SA/Vísir). Girnist Tristan Ísól bara af því að hún er
lofuð og hann getur aldrei eignast hana? Um tónverkið. Maður þarf ekki að vita
neitt um tilurð þess. Til að njóta. Og alls ekkert um Wagner. Það
er vandmeðfarið. Gerir kröfur. Stendur enn á draumfjörum.
YouTube slóð (11 mín)