2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231479

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Gabrieli

(14.12.2012)

GGabrieli

Maður hefur furðað sig á því í bráðum hálfa öld hví 14 radda mótetta Giovannis Gabrielis (1554-1612) höfðaði svo sterkt til unglings. Það var einhver galdur í þessu tónverki. Þá tók maður að stjórna því í kirkjum í framandi löndum - mas á Íslandi - en var engu nær um galdurinn - enda það gert í tímaþröng tónlistarmanns og ekkert svigrúm til að leggjast í djúpar tónfræðilegar rannsóknir. Svona gekk þetta lengi vel. Reyndar í hálfa öld.

Svo þolir maður ekki lengur við - sækir raddskrána og fer að stúdera In Eccleiis á aðventu 2014 af engu sérstöku tilefni - og kemst að ýmsum niðurstöðum - og tilgátum. Að svo búnu er farið á YouTube til að sannreyna þær. Ætlunin var að hlusta á verkið flutt í Markúsarkirkjunni í Feneyjum í nýrri hljóðritun. Gabrieli fæddist, starfaði og dó í Feneyjum.

Þá gerist það að maður rekst fyrir tilviljun á neðangreint á netinu. Við það varð dagljóst að undirritaður á sér sálufélaga út í heimi sem hefur beinlínis verið falið til að greina þetta verk í smáatriðum. Og þótt maður þekki hvern tón í In Eccleiis sagði þessi tónvísindamaður fréttir. Þáttur hans er gerður fyrir eldri grunnskólanema út í heimi. Það er merkilegt í sjálfu sér. Eru svona þættir  gerðir fyrir unglinga á Íslandi? Sjálfur var maður í landsprófi þegar þetta verk rak á fjörur manns, en það var ekki í Réttó heldur Tónó. Enn er ekki tónmenntafræðsla í Réttó það best er vitað.

Og hver er niðurstaðan? Manni verður á að segja djásn - sem nýtur sín úr mikilli fjarlægð - og undir smásjá - óskaplega fagurt víravirki sem aðeins tónsnillingur gat búið til. Hér er verkið í heild (7 mín).