2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231646

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

guillaume

 

Guillaume Dufay (1397-1474)

(19.12.2014)

 

Dufay

Kirkjukór einn lét eftir undirrituðum að hamast á framandlegu tónvirki eftir Guillaume Dufay veturlangt - og flytja á kirkjukóramóti á Selfossi vorið 1972. Tónelsk kona úr uppsveitum Árnessýslu þakkaði nýútskrifuðum söngstjóra í lok móts - sagði svo og spurðu svo. Er þetta nútímamúsík? Það er nú það? Já eiginlega! Ógleymanleg fyrirspurn og réttmæt. Söngfólk umhverfis Laugarvatn var nefnilega 500 árum á eftir áætlun.

Songkor Middalskirkju vor1972

Skjótt fennir í spor mikilhæfra manna. Dufay var mesta tónskáld „heimsbyggðarinnar“ um miðbik 15. aldar! Það vita allir sem vita vilja. Verk hans voru afrituð og flutt víða. Þá er spurt á 21. öld. Hvað er svona merkilegt við Dufay? Er hægt að úskýra það í stuttu máli? Nei, það er ekki hægt - ekki frekar en að afgreiða Snorra Sturluson í einni setningu. En það má varpa ljósi á Dufay svo allir skilji. Þá eru tekin dæmi sem eiga sér samsvörun í sálmi sem þjóðin kann. Heims um ból.

Fyrsta hugtak: Hendingaskipan í „þýðingu“ Sveinbjörns Egilssonar er regluleg / háttbundin: Heims um ból // helg eru jól // signuð mær // son Guðs ól // og svo allt til enda. Annað hugtag: Hendingamörk eru einnig regluleg:„Heims um ból, helg eru jól // hér andar söngfólkið // signuð mær, son Guðs ól // - og svo allt til enda. Þriðja hugtak: Niðurlag hvers vers (í sálmalagi Grubers) er alltaf skýrt afmarkaði með niðurlagshljómi, hér á orðunum „meinvill í myrkrinu lá. Niðurlagshljómurinn er kallaður Dominant í hljómfræði og er þríhljómur sem er reistur á fimmta tóni Dúr-tónstigans. Að svo búnu kemur lokaþríhljómur á fyrsta tóni. Þá vita allir að fyrsta versið er á enda. Öll þessi „tónvísindi“ eru fyrirbæri sem eldri grunnskólakrakkar læra í tónlistarskólum landsins. Þetta er ekkert flókið og þannig vildi Marteinn Lúther hafa það svo allir gætu tekið undir, sungið á móðurmálinu og liðið vel. 

Og þá aftur að meistara Dufay og Ave Maris Stella (Heill þér hafsins stjarna) - sem er forn Maríubæn eða sálmur og gæti verið frá 8. öld. 

Mikil tónskáld kunna allt sem kennt hefur verið en sjá jafnframt fram á veg og vísa nýja leiðir. Dufay var þannig maður. Hann kunni allt og var bundinn af því að vissu marki - en var samt stöðugt að fikra sig í óþekktar áttir líkt og Bach í Leipzig þremur öldum síðar. Auðvitað kunni Dufay víxlsöng. Prestur tónar, söfnuður svarar. - Gamall maður sagði. Jólin koma þegar Hátíðarsöngvar (víxlsöngvar) sr. Bjarna Þorseinssonar hljóma við aftannsöng á aðfangadagskvöld.- Og auðvita kunni Dufay líka allt um skipan hendinga, hendingamörk og niðurlagshljóma. En þetta breyttist í höndum hans - þokaðist á framandi slóð. 

Nú væri freistandi að tíunda það sem Dufay lét sér detta í hug. En það yrði bara tónvísindastagl á aðventu. Hitt er betra, að bjóða þeim sem vilja - að hafa einungis þrjú ofangreind hugtök í huga er þeir hlýða á Ave Maris Stella, þ.e. hendingarskipan, hendingarmörk og *niðurlagshljóm - og þá einnig er hlustað er á sálmalag Grubers. Sá samanburður er í sjálfu sér er hugljómandi. En aðalatriðið er að áheyrendur skynji djúpa fegurð þessa aldna verks Dufays. Óþarft er að taka fram að sálmalag Grubers er með fegurstu lögum - í einfaldleika sínum // *Vísbending um niðurlagshljóm Dufays: Sjá Francesco Landini (1325–1397) og áfram. 

Gleðileg jól, ge