2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231641

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

 

Laddinn

(23.12.14)

laddiinn

 

laddin2

 

Íslenska Hljómsveitin starfaði í tíu ár (plús) og tók sig mjög alvarlega. Hljómsveitin hélt tuttugu tónleika "á ári" þegar mest gekk á. Stundum var hún sinfóníuhljómsveit, stundum kammersveit - og svo setti hún líka upp fornar óperur á Íslandi og frumflutti nýjar - með kórum og einsöngvarafjöld. Þetta veikburða apparat, sem stóð fyrir tugum tónleika, vítt og breitt um landið, skilaði arði þegar upp var staðið. Enn í dag eru fáeinar krónur á bankabók í hennar nafni. Sumum kann að þykja það merkileg niðurstaða. En hitt er betra, að ÍH falaðist eftir, frumflutti og hljóðritaði fyrir RÚV tugi innlendra tónverka, ekki síst verk ungra tónskálda, sem nú er ráðsett fólk og fer fyrir músíklífinu.

Fjöllistamaðurinn Laddi var að gefa út jóladiska (fjóra að tölu) með hljóði og mynd á vegum RÚV, FÍH og fleiri - þ.á.m. músíkatriði með ÍH. Undirritaður veitti leyfi fyrir sitt leyti - og fékk kassa frá útgáfustjóra RÚV í jólagjöf - sem er þakkað. Nú er þetta póstað á messudegi heilags Þorláks dýrlings - með óskum um brakandi hamsatólg, svæsna skötu, fagrar bænir og tíðasöng.

Hér átti að líkja eftir „Gömlu útvarpshljómsveitinni“ í gríni og í mikilli alvöru með þakklæti til frumkvöðla. Það sem gamla Útvarphljómsveitin lék var óafturkræft með öllu, allt sent út í „beinni“. Enda gerðist eitt og annað óvænt - líkt og sögur herma. 

Laddinn og stjórnandinn (sem stóð í sporum Páls Ísólfssonar og fleiri), plottuðu um „óvænt“ atriði. Ætlunin var að koma hinni endurlífguðu „Úvarpshljómsveit“ í opna skjöldu. Það tókst. ÍH vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrir! Og allt í beinni á vegum RÚV.

Undirrituðum finnst gaman að sjá þetta tónlistarfólk aftur - gamla vini - og viðbrögð þeirra við óvæntum aðstæðum.