2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231350

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Jólaóratóríur

Schütz (1666) og Bachs (1734)

(28.12.2014)

jolaoratoriur

Sumir halda að Beethoven hafi fyrstur manna samið pastoral sinfóníu. Það er ekki rétt. Aðrir halda að Bach hafi fyrstur manna skrifað jólaóratóríu. Það er heldur ekki rétt. Menn baukuðu við pastoral sinfóníur og jólaóratoríur um aldir. Ekkert nýtt undir sólinni.

Heinrich Schütz (1585-1672) kemst með tærnar þar sem Bach (1685-1750) hafði hælana og sumir segja rúmlega það. Þessir meistarar gnæfðu hátt. Schütz og Bach sömdu báðir jólaóratóríur - og lærdómsríkt að bera þær saman - með einföldum spurningum.

Spurt: Eru báðar óratóríurnar ætlaðar til flutnings í kirkjum? Já. Eru þær báðar sungnar á móðurmálinu? Já. Eru (syngjandi) guðspjallamenn í þeim báðum? Já. Eru aríur (persónur) og hópsenur? Já. Voldugir upphafs- og lokakórar? Já. Hljómsveit með einleiksköflum. Já. Lúðraþytur? Já. Og svo mætti lengi telja. Grunnurinn var til staðar. Bach „bara“ þandi hann út.

 

schutz

Schütz

 

 

bach

 Bach