2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231639

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Hið Guðdómlega Vald og Veisluhald

(5. jan 2015)

hid guddomlega 

„Samkvæmt þjóðveldislögunum var það skylda bænda (segjum stórbokka) að hýsa frá þremur og upp í þrjátíu gesti í svokallaða brúðför, eða ferðalag til brúðkaupsins, og gefa þeim að borða. Þessir gestir bændanna komu margir langt að og höfðu ferðast langar vegalengdir ýmist á hestum eða fótgangandi. Þar sem brúðkaupsgestirnir áttu svo oftar en ekki svipað ferðalag fyrir höndum sér á leiðinni tilbaka þá er það ekki nema von að brúðkaup stóðu lengi yfir (allt frá tveimur dögum upp í heila viku), þó það væri ekki nema til þess að leyfa hrossum og leggjum að fá hvíld og orku.“

SamuelScheidt     HeinrichSchutz        JohannHermannSchein 

            Samuel Scheidt                         Heinrich Schütz             Johann Hermann Schein

Við hirðir á meginlandinu stóð svona gleðskapur mun lengur - enda um enn lengri vegu að fara. Einu sinni var haldin mikil veisla sem stóð í tíu daga og þá hóað í Kapellmeister Heinrich Schütz (1585-1653) - er ungur nam hjá Gabrieli í Feneyjum. Honum var falið sjá um alla tónlist, ýmist til halda gestum vakandi, dansandi, sofandi eða blessuðum - því Guð varð að vera með í spilinu. Frá honum kom konungum vald til að drottna yfir eymingjum. Heinrich Schütz hóaði í Samuel Scheidt og Johan Hermann Schein (1586-1630) - en þeir þrír voru jafnaldrar og höfuðsnillingar tónlistar, þ.e.a.s. í „Germaníu“. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur.

Yðar einlægum og auðmjúkum var falið að standa í sporum tónlistarstjóra Heinrichs Schütz er þessi músíksamkoma var endurtekin lið fyrir lið - tíu kvöld í röð á aðventu 1979. Það var ekkert áhlaupaverk og kannski ekki hægt - í miðum jólaprófum - nema í einum fjölmennasta tónlistarháskóla heims. Nýr hópur daglega. Æft að morgni - leikið eður sungið að kveldið. Þá laukst það upp fyrir sumum hvílíkt veldi var á aðlinum í gamla daga. Hér koma dæmi úr ofangreindri tíu daga tónleikaskrá:

*Er hirðir riðu í hlað var fluttur svona konunglegur lúðraþytur eftir Samuel Scheidt: 

 

 

*Þegar matast var þurfti að skemmta kóngafólki á milli rétta. Johann Hermann Schein:

 

 

*Að morgni urðu konungar að mæta til kirkju til að endurheimta sálu sína og guðdómlegt vald. Þá var Kapellmeister Heinrich Schütz alveg í essinu sínu og messaði yfir liðinu með einu fínu Magnificati á móðurmálinu: Meine Seel erhebt den Herren. Önd mín miklar / lofar Drottin. Að svo búnu héldu stórbokkar áfram að skemmta sér. Konur snyrtu sig á ný. Matreiðslumenn og þjónar vönduðu sig - og tónlistarmenn fengu að narta í afganga // Amadeus mótmælti þessu „ástandi“ meira en öld síðar - en þá bjuggu innan við 18.000 manns í Salzburg. Hið guðdómlega biskupsvald þar sagði undrabarninu að hypja sig á burt. Við það komst sá háæruverðugi prins í mannkynssöguna // Svona kynntist undirritaður snilli þeirra Schütz, Scheidt og Schein. Við erum miklir vinir til 35 ára.