2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231866

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

tvo verk flutt a islandi

Tvö verk flutt á Íslandi

(1.02.15)

 

Varla er hægt að búast við því að sumir muni alla einleikara og einsöngvara sem þeir hafa starfað með frá 1973 vítt og breitt. Því hefur maður sleppt því að nefna þá - en ekki af vanþakklæti. Þvert í mót. Sendi þeim öllum bestu kveðjur og þakkir. Svoleiðis upplýsingar eru allar skráðar, hér og hvar. Við látum tónlistarsagnfræðingum eftir að grafa þær upplýsingar upp, ef vill (!), hafi þeir ekkert við að vera á 21. öld. Undirritaður þakkar bara fyrir að muna hljómsveitarverkin sem hann hefur stjórnað til 42+ ára.

Eitt slíkt heitir Flos Campi, segjum liljur vallarins og er eftir Ralp Vaughan Williams - samið fyrir víólu, hljómsveit og kór; sumsé víólukonsert - sem ekki eru margir - já eða svíta. Ekki er óeðlilegt að rifja það verk upp á þessari tíð enda verið að minnast hinna föllnu hermanna sem létu lífið fyrir einni öld og síðar. Á þeim vígvöllum vaxa nú liljur.

Í eftirfarandi myndskeiði er altari kirkju hulið fölgrænum dúk - lit hinna gróandi valla. En altarið gæti allt eins verið líkkista óþekkta hermannsins - og því undarlega sterk tákn í mynd. Kórinn er orðvana – (af sorg?). Hér heyrist hin „mannlega rödd“ víólunnar vel - eins og Mozart sagði um sitt uppáhalds strengjahljóðfæri. Hún hljómar eins og mannsrödd, sagði undrabarnið. Í þessu tilfelli grátklökk. Gagnrýnandi einn á Íslandi reit. Þetta er svona Hollywood-músík. Sá var útí móa.

Víólukonsert Atla Heimis (Könnun) er af öðrum toga. Konsertinn minnir á kalda-kol-bókmenntir eftirstríðsára; námsborgin Köln í rúst; loft lævi blandið, kjarnorkuvá við hvert fótmál. Enda á víólan erfitt uppdráttar í massífum hljómsveitarbúningi tónskáldsins - líkt og skynsemin í þá daga (1971). AHS samdi Könnun til heiðurs Jóni Leifs, sem fékk nú aldeilis að kenna á stríðsrekstri.

Bæði þessi verk „fjalla“ því um stríð. Hvort með sínum hætti; Atla í yfirfærðri merkingu. Ólík mjög.

Flos Campi RVW

Smella á eftirfarandi:

Könnun AHS

Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883