2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231867

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Tvær Númer III

(9.2.2015)

tvaer number III

Sigurður I. Snorrason

Fátt er ritað um tónlist á Íslandi. Eða, fátt af því kemur fyrir sjónir almennings. Kafnar sennilega í kraðakinu. Þó er ein bók sem stöðugt er verið að skrifa og er hún lesin jafnóðum í Ríkisútvarpið – einskonar framhaldssaga a la Charles Dickens. Menn hafa verið að rita hana síðan 1950 og margir lagt hönd á plóg. Hér er átt við tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í raun er þessi ímyndaði og merkilegi doðrantur mælistika á tónmennt þjóðarinnar. Ekki verða þeir misgóðu sálmar sungnir hér - því nú er komið net sem gerir mönnum kleift að lesa allar heimsins bókmenntir og vísindi. Dæmi hver fyrir sig um framþróun þessara mála. Reyndar er þetta efni í doktorsritgerð // Árið 1905 gerðist þetta á vegum Einars Benediktssonar: 

„Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni.“ ´Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp t víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allÍsland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu.´

En loftskeyti og alheimsnet duga ritstjórum tónleikaskráa SÍ skammt ef ekki er til staðar innsæi, þekking, hæfileikar, reynsla og gáfur til að greina það alheimsfljót sem hingað rennur öllum stundum.

Maður er nefndur Sigurður I. Snorrason, þjóðkunnur af margháttuðum störfum í þágu tónlistar. Hann skrifar nú tónleikaskrár SÍ. Hér kveður við nýjan tón í „doðrantinum“. Það er hrein unun að lesa það sem Sigurður skrifaði um 3. Sinfóníu Sibeliusar og 3. Sinfóníu Bruckners - engar tuggur, engar gamlar lummur. Sigurður skrifar af þekkingu, reynslu og gáfum sem aðeins sá ræður yfir sem hefur helgað líf sitt tónlist frá barnsaldri. Orðfæri til fyrirmyndar, tilgerðarlaust með öllu. Allt frá hjartanu // Þetta vildi undirritaður hafa sagt.

Sibelius #3 í C-Dúr. Heyr eftirfarandi:

Bruckner #3 í d-moll. Heyr eftirfarandi: