Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Ísland 1980-90 heimsótt á ný
gamlir tónlistarvinir, hljómsveitir og kórar.
Hljóðrit frá þessum árum eru í vörslu RÚV og ekki hlaupið að því að nálgast þau.
Því verður látið duga að hlusta á þau via YouTube
(27.2.2015)
Enn um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir Zinman og Penderecki (sjá YouTube hér að neðan) kenndu manni margt og mikið – annar í Eastman hinn í Kraká. Báðir miklir dirigentar, en Zinman frá byrjun - enda réri hann að því öllum árum - stefndi að því alla tíð. Penderecki hóf seint að stjórna og um síðir – en hefur ótrúlegt vald á hljómsveitum, sérstaklega þegar hann stjórnaði eigin verkum. Sterkur persónuleiki sem heyrir allt.
Vilji Zinmans er mikill - kannski enn meiri en Pendereckis - og slagtækni hans er svo afgerandi og óaðfinnanleg að heimsfrægar hljómsveitir geta ekki annað en fylgt honum – á heimsenda ef því er að skipta – og njóta þess. Zinman var aðalstjórnandi Eastman Philharmonic og Rochester Philharmonic þegar maður var að þaufast þar um slóðir í 6-7 ár – auk þess að kenna lærlingum við Eastman. Maður bara óttablandna virðingu fyrir honum. Samt var hann tómt ljúfmenni prívat. Róbert Abraham gat verið hreinræktuð Gilitrutt, en ekki prívat. Þá fékk hann sér í pípu. Hann reykti Edgeworth tóbak. Seinna tók maður það upp eftir honum – um hríð. Menn áttu margar flottar pípur.
Annars stóð til að segja annað – svo stiklað sé á stóru: Næstu verkefni á vegum SÍ (ásamt Söngsveitinni, Karlakórnum Fóstbræðrum og einsöngvurum), voru tvö stór tónverk; annað eftir Penderecki (kór og hljómsveit) og hitt eftir Robert Schumann (hljómsveit); þ.e. Dies Irae og Sinfónía Nr. 1, sem Robert samdi fyrir Clöru sína í tihugalífinu. Verk Pendereckis er samið í minningu fórnarlamba mannvonsku í Auschwitz. Það var frumflutt við vígslu minnismerkis um þær milljónir 1967. Ólíkari verk verða vart á vegi manns – orðin skammdegi versus vorsól eru hjáróma í því samhengi.
*Penderecki: Dies Irae (frumflutt í Auschwitz)
Lamentation 1. Þáttur Dies Irae. YouTube slóð:
Apocalypsis 2. Þáttur Dies Irae:
Apotheosis Lokaþáttur Dies Irae
*Robert Schumann: Sinfónía Nr 1