2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231516

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Einræður

(8.3.2015)

Hvað veldur því að listamenn halda áfram að mála, dansa, semja, stjórna, spila og skrifa bækur? Ég ræddi þetta „vandamál“ við minn Leonard Berstein síðkvölds í Bloomington. Hann sagði. Ég hreinlega veit það ekki. Það er eitthvað sem rekur listamenn áfram - kannski fullkomunarárátta? Hefur þú verið sáttur við þín verk? Nei, aldrei og allra síst tónverkin mín. En hljómsveitarstjórn þína? Nei, aldrei. Ég heyr alltaf falskar nótur og eitt og annað stórt og smátt sem fer í taugarnar á mér. En þú ert að vinna með bestu listamönnum í heimi? Það er ekki málið. Ég er málið og spyr mig hví ósköpunum ég æfði ég ekki tiltekna „transition“ betur til dæmis - þetta er allt fyrirsjáanlegt. Og hvað gerir Bernstein þá? Fer heim grútfúll og lofa gera betur næst! /// Um þessar mundir var aðalkennari minn að æfa 8. Mahlers. Mér var sagt það með mánaðar fyrirvara - og að auki að leggjast yfir þetta mikla verk. Svo hófust æfingar. Þá er mér sagt að sitja við hlið kennara míns með raddskrá og skrifa hjá mér það sem betur mætti fara. Svo voru problemin rædd að morgni í smáatriðum og æfð í þögn. Svona gekk þetta um hríð /// Næst var mér sagt að stjórna deildaræfingum síðdegis fyrir æfingar - kór, drengjakór, málmblásurum og svo framvegis. Og setjast svo í minn stól og sperra eyrun og skrifa í kompuna mína á samæfingum /// Þar til ein góðan verðurdag að sagt er við mig. Nú átt þú að stjórna í gegn og ég ætla að skrifa! Og það var gert og maður gerði sig að fífli og fór heim grútfull og lofaði sjálfum sér að gera betur næst. Bloomington reyndi að berja mig til biskups. Síðar tók ég við barsmíðunum og er enn að /// Sko. List er samfélagslegt athæfi. Listamaður sem aldrei sýnir list sína lærir ekki neitt - listamenn þurfa viðbrögð. Þetta er nú fremur dulspekilegt hjá þér Guðmundur minn - er það ekki? Nei, alls ekki. Segir ekki að sannleikurinn geri menn frjálsa? Þeir sem þora ekki að horfast í augum við hann verða aldrei barðir til biskups. Þetta er ekki mont. Þetta er nauðsynlegur kjarkur. Svo fer maður bara heim grútfúll og lofar sjálfum sér að gera betur næst eða síðar . . .  

Heyr á