Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Alberto Ginastera
(23.3.2015)
„Fréttatilkynning (13. júní 1982): Kammersveit Listhátíðar“. Listhátíðstendur nú í fyrsta sinn að stofnun sérstakrar kammersveitar, og er það von stjórnar hátíðarinnar, að kammersveitin verði varanlegt afl í íslensku tónlistarlífi. Kammersveitin heldur eina tónleika á Listahátíð, og verða þeir í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 15.00. Þar verða flutt fjögur verk, Ad Astra eftir Þorstein Hauksson, Sinfónia Concertante fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Mozart, Duo Concertino eftir Richard Strauss og Variaciones Concertantes fyrir kammersveit eftir Alberto Ginastera. Einleikarar með kammersveit Listahátiðar verða þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir (Mozart) og Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson (R. Strauss).“ Þetta var landsliðið. Ungt fólk. Sumir komu frá útlöndum og fylktu liði - með stuðningi Listahátíðar.
Það er nánast einstakt við þetta verk Ginastera - Variaciones Concertantes - að þar er gert ráð allir í hljómsveitinni leiki einleik - sumir í nokkra takta - aðrir lengi vel. Í þeim skilningi er verkið Concerto grosso - eða Gross. Þar fá allir að láta ljós sitt skína - ekki síst tónskáldið sjálft - enda verkið fagurt og skemmtilegt.
Ginastera (1916-1983) var mikilvirkur á stuttu lífsskeiði - kom Argentínu á alheimskortið líkt og Sibelius Finnlandi. Nú er rætt um Ginastera sem eitt mesta tónskáld vesturheims á fyrri hluta 20. aldar. Verk hans voru flutt víða - en heima í Buenos Aires í fegursta hljómburði sem þá um gat - í Teatro Colón. Það sagði Pablo Casals í æviminningum sínum - og kom hann víða við. Þeir Ginastera og skáldið Luis Borges voru samtímamenn. Þeir létust báðir í Genf - af undarlegum ástæðum.
Teatro Colón
Varitones Concertantes (opus 53 / 29 mín / 1953)
1. Tema per violoncello ed arpa
2. Interludio per corde
3. Variazione giocosa per flauto
4. Variazione in modo di Scherzo per clarinetto
5. Variazione drammatica per viola
6. Variazione canonica per oboe e fagotto
7. Variazione ritmica per tromba e trombone
8. Variazione in modo di Moto perpetuo per violino
9. Variazione pastorale per corno
10. Interludio per fiati
11. Ripresa del Tema per contrabbasso
12. Variazione finale in modo di Rondò per orchestra
YouTube slóð: