2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
245239

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS ÆTLAÐ AÐ EFLA ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF

Helga líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar

NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR, FORMAÐUR NÝSTOFNAÐRAR TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS, SEGIR UM KAFLASKIL Í ÍSLENSKRI TÓNLISTARSÖGU AÐ RÆÐA. MARKMIÐ AKADEMÍUNNAR, SEM ER EINGÖNGU ÆTLUÐ DOKTORUM Í TÓNLIST, ER AÐ EFLA TÓNLISTARMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI OG TÓNLISTARRANNSÓKNIR Á ÍSLANDI. Davíð Már Stefánsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

(á páskum bls. 57)

Það má segja að þetta marki kaflaskil í íslenskri tónlistarsögu,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður nýstofnaðrar Tónlistarakademíu Íslands, félags doktora í tónlist. „Markmið Tónlistarakademíunnar eru tvennskonar, annarsvegar að efla tónlistarmenntun á háskólastigi og hinsvegar tónlistarrannsóknir á Íslandi. Við erum með átján doktora sem eru meðlimir í akademíunni sem var stofnuð á síðasta ári en þá voru liðin sextíu ár frá því að fyrsti tónlistardoktorinn, dr. Hallgrímur Helgason, útskrifaðist frá Háskólanum í Zürich í Sviss í tónvísindum. Síðan þá hafa um það bil þrjátíu doktorar útskrifast, eða einn doktor annað hvert ár,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á útskriftum íslenskra doktora í tónlist á síðustu árum. „Í Tónlistarakademíu Íslands er meirihluti allra íslenskra doktora í tónlist, sem útskrifast hafa frá erlendum háskólum á undanförnum tuttugu árum, fullgildir meðlimir,“ segir hún en þess má geta að stjórn og varastjórn Tónlistarakademíunnar skipa ásamt Nínu Margréti þau Kjartan Ólafsson tónskáld, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tónlistarfræðingur, Ragnheiður Ólafsdóttir tónlistarfræðingur og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. Fjölbreytt fagsvið innan tónlistar „Það má segja að konunglega sænska tónlistarakademían sé fyrirmynd okkar en hún var stofnuð árið 1771. Það er því löng hefð fyrir sambærilegum akademíum. Styrkleikar Tónlistarakademíunnar eru einkum fjölbreytt fagsvið innan tónlistar, breidd háskólamenntunar í alþjóðlegu samhengi, víðtæk kennslureynsla á háskólastigi og neðri stigum náms, fjölþættar rannsóknir og útgáfur ásamt nokkuð jafnvægum kynjahlutföllum,“ segir Nína Margrét og nefnir meðlimi sem hafa sérhæft sig í tónlistarflutningi, hljómsveitastjórnun, tónlistarrannsóknum, tónlistarmenntunarfræðum, tónsmíðum og tónlistarþerapíu máli sínu til stuðnings. Hún segir mikil tækifæri felast í mannauði akademíunnar fyrir íslenskt háskóla og rannsóknarsamfélag og menningarlíf til framtíðar. „Ég er nokkuð viss um að hlutfall sérfræðinga í tónlist á Íslandi sé fremur hátt miðað við önnur norræn lönd. Við leggjum upp með að halda utan um þessa fjölþættu sérfræðiþekkingu og miðla henni enda þýðir latneska orðið doktor sá sem helgar líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar. Þetta er mikill mannauður sem við viljum leggja til samfélagsins og við teljum að það sé mjög ákjósanlegur tími núna þar sem það eru áform frá opinberum aðilum um að styrkja doktorsnám og rannsóknir á doktorssviði. Við viljum gjarnan stuðla að samkeppnishæfni háskólanáms hér á landi,“ segir hún. Þess má geta að meðlimir akademíunnar koma frá mjög fjölbreyttri flóru af háskólum, til að mynda bandarískum, kanadískum, evrópskum og áströlskum. Nína Margrét vill auk þess koma því á framfærir að allir þeir sem uppfylla þær hæfniskröfur sem félagið setur séu velkomnir og einnig doktorsnemar í tónlist. Þeim er velkomið að sækja um það sem kallað er aukaað- ild. Tónlist að verða miðlægari „Við teljum að það sé löngu tímabært að skapa þennan vettvang. Það er mjög mikið í umræðunni núna að Ísland þurfi að skapa sér sérstöðu og vera samkeppnishæft hvað varðar rannsóknir og nýsköpun, slíkt fer náttúrlega að miklum hluta fram í háskólum. Tónlist er meira og meira að verða miðlæg með hliðsjón af ýmsum fræðasviðum sem eru ekki tónlistarlegs eðlis, svo sem raunvísindi, heilbrigðis- og menntavísindi og þar fram eftir götunum,“ segir hún og kveðst hafa orðið vör við að fólk tengi doktorsgráðuna ekki við tónlist. „Okkur finnst mjög mikilvægt að kynna í samfélaginu að tónlist og tónlistartengdar greinar eru virtar fræðigreinar í alþjóðlegu akademísku samfélagi. Það má segja að doktorspróf í tónlist skiptist einkum í tvennt, annars vegar Doctor of Musical Arts, D.M.A., það er þá rannsóknartengd gráða í tónlistarflutningi. Viðkomandi er þá sérfræðingur í tónlistarflutningi með rannsóknir á því sviði. Hinsvegar er það Doctor of Philosophy, Ph.D., sem er þá meira rannsóknir á sviði til dæmis tónlistarþerapíu, tónvísinda, tónlistarmenntunarfræða og tónsmíða,“ segir Nína Margrét. Íslensk tónlist lítið rannsökuð Nína Margrét útskrifaðist sjálf með doktorsgráðu í tónlist, D.M.A., árið 2010 frá tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. „Í grunninn er ég píanóleikari og ég skrifaði doktorsritgerð um píanóverk dr. Páls Ísólfssonar og hefur hún verið gefin út alþjóðlega sem bók. Ég hljóðritaði þar að auki geisladisk með píanóverkum hans fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS. Doktorsrannsóknir eru frumrannsóknir og það er mikilvæg nýsköpun sem á sér þar stað. Það sem ég komst að í minni doktorsrannsókn var hversu lítið íslensk tónlist hefur verið rannsökuð og hvað þörfn á rannsóknum á því sviði er mikil. Þarna er mikið starf óunnið. Okkur finnst einnig tímabært að stofna alþjóðlegt doktorsnám við háskóla sem hafa viðurkenningu til þess að veita slíkt nám,“ segir hún en samkvæmt tilkynningu er eitt af helstu markmiðum akademíunnar undirbúningur að stofnun doktorsnáms í tónlist enda hafi innlendar og erlendar fyrirspurnir borist um slíkt á undanförnum árum. Þess má einnig geta að Tónlistarakademía Íslands er með fagaðild að Reykjavíkur Akademíunni, FÍH og aðildarfélagi tónlistarmanna að BHM. Þá er enskt heiti akademíunnar The Music Academy of Iceland. „Við viljum líka að stuðla að því að rannsóknarfé verði eyrnamerkt tónvísindum, til dæmis með sérstökum rannsóknarsjóði tónlistar. Víðtækar tónlistarrannsóknir sem hluti doktorsnáms munu auðga samfélagið á mörgum sviðum og leiða til öflugra háskólasamfélags,“ segir Nína Margrét að lokum. 

PS: Til hamingju Nína Margrét, ge