2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir

Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo

Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)

youtube soundcloud

 

Heimsóknir
253936

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Námsárin mótandi

I.

Skrýtið! Við vitum meira um námsár Fjölnismanna í Kaupmannahöfn en námsár Jesús - hin svokölluðu þöglu ár. Meira að segja Herman Melville vitnar í Jónas Hallgrímsson í einni frægust bók allra bóka; Moby-Dick (1851).

bokrollur

„Sumir kalla þetta merkasta fornleifafund tuttugustu aldar. Hann átti sér stað fyrir rúmlega 50 (+) árum þegar Bedúíni, sem var að gæta fjár, kastaði steini inn í helli og heyrði brothljóð. Inni í hellinum fann hann brotna leirkrukku ásamt bókrollu. Hann hafði fundið fyrsta Dauðahafshandritið sem svo er kallað.“

 

Ekki er vitað með vissu hvar Jesús lauk doktorsprófi eða frá hvaða háskóla. En er handritin fundust í hellum við Dauðahaf fóru böndin að berast að Essenum. Og líkt og eftir pöntun voru það fjárhirðar af nærliggjandi völlum sem álpuðust til að finna þau - litlir klifurkettir. Nú eru þessi rifrildi varðveitt í (víggirtri) hvelfingu í Jerúsalemborg hvar alþjóðleg hjörð vísindamanna hefur verið að púsla þeim saman - frá því á miðri tuttugustu öld - og eru enn að. Þeir ráku strax augun í brotabrot úr Fjallræðunni Miklu (segjum í C-Dúr sb Schubert). Mattheus ritar: Við settumst í grasið með ilm sumarblóma í vitum og Jesús sat mitt á meðal okkar. Og Jesús sagði: "Sælir eru einlægir í anda. Sælir eru þeir sem ekki eru bundnir af jarðneskum eigum, því að þeir munu frjálsir verða. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu síðar gleðjast. . . .“ Allt bendir til þess að Jesús hafi verið sendur til Essena í gaggó, menntó og háskóla. Hann hafði nefnilega haldið miklar tölur í Musterinu í Jerúsalem yfir háum prestum og bara ybbað gogg þegar þeir mótmæltu málflutningi hans. Ekki bætti úr skák, ef treysta má því sem ritað, að þegar foreldrar drengsins atyrtu hann fyrir að láta sig hverfa í stórborginni, þá ybbaði hann bara meiri gogg - segjanda. Hvaða læti eru þetta? Ég var auðvitað í húsi pabba míns! Foreldrum hans leist ekki á blikuna og sendu hann í heimavistarskóla. Það þurfti að kenna svo gelgju mannasiði og hógværð og fleira  í þeim dúr. Þessi unglingur beinlínis hvarf af sjónarsviðinu. Að loknu doktorsprófi, um þrítugt, byrjaði ballið á ný. Það endaði í krossfestingu. Yfirvaldið óttaðist svona menn og líka Essena. Í öllu falli áttaði þessi óháði söfnuður sig á því að nú væri tímabært að fela skólabókasafnið í hellum við Dauðahaf. Það er hægt að mylja klaustur en ekki hugsun með vængi. Hinn óstjórnlegi ungi doktor frá Nasaret sagði margt er hann tók aftur til máls tuttugu árum eftir hneykslið í Musterinu - en minnist aldrei á betrunarvist í skóla Essena. Öll þau ár eru bara afgreidd almennt talað með orðunum - árin þöglu í ævi Jesús. Meistari Marteinn Luther sagði sig líka úr þjóðkirkjunni og fékk á baukinn frá páfanum í Róm. Og þar við situr. Nú er bara að vona að bylting ML hafi ekki nú þegar étið börnin sín: “ Oft eru miklar vonir bundnar við byltingar, en eftirleikurinn getur verið langdreginn og hryggilegur. Afleiðingarnar eru lengi að koma í ljós. (Þjóðkirkjan finnur fyrir því). Fræg eru þau orð kínverska stjórnmálamannsins Chou En-lai að það væri of snemmt að dæma um áhrif frönsku byltingarinnar . . .“  Skáldið Sigurður Pálsson sagði á meðal vina, að svona hugsanir bæru vott um langtímaskyn.

 

Mælt er með því að smellt sé á hlekkinn hér fyrir neðan og hlustað

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/frjalsar-hendur/20160918