2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
239780

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Studio 224

Stúdíó S224

Það var fyrir 50 árum sem undirrituðum datt í hug að innrétta stærsta herbergi prestsetursins og koma þar fyrir  hljóðveri - með leyfi foreldra. Þetta tók 5-6 ár samhliða námi til lokaprófs við Tónlistarháskólann í Skipholti. Fyrir áhugamenn um music concrete og raftónlist almennt mætti geta tækjakosts - sem maður fjármagnaði sjálfur - tækjakosts sem taldist til tíðinda í þá daga og sjálft Útvarpið við Skúlagötu bjó ekki að.

Fyrst er að geta þessa: Allt var einangrað í hólf og gólf. Hljóðheld loka var í glugga. Hér ríkti þögn. Tvöfalt gler aðskildi stúdíó og upptökuklefa. Í stúdíói voru þessi appararöt: Yamaha flygill og rafmagnsorgel sem þjónaði hlutverki hljóðgjafa. Innan glers, í upptökuklefa voru græjur - svona: Tvö Revox Studer upptökutæki (high speed 38 cm á sek), og að aukir fjölrása Studer segulband sem var kjörgripur. Alice Electronics smíðaði 6 rása Stereo mixer, bergmálstæki og fleira. Hljóðnemar voru allir frá Sennheiser - sumir hljóðrituðu í Stereo - aðrir voru notaðir til að spotdekka flygilinn eða aðra hljóðgjafa og hljóðfæri. Svo voru þarna tveir stórir hátalarar frá  Bang & Olufsen ásamt hátíðni-hátölurum. Maður hafði dýran smekk. - Heyr til gamans viðtal við Kjartan Ólafsson tónskáld og tæknifrömuð (sem veit hvað hann syngur) - sökum þess að hann taldi að meintur tækjakostur væri með ólíkindum og spurði hvort ég væri að segja satt? www.gudmunduremilsson.is

Eina sem ég hef til sannindamerkis um þessar smíðar og framkvæmdir árin 1965-71 eru orð skólastjóra Tónlistarskólans vor eitt - en þá sá Jón Nordal ástæðu til að geta þess í skólaslitaræðu í Háteigskirkju - að fyrsta raftónverk nemanda Tónlistarháskólans í Skiphotli hefði verið flutt í stigagangi skólans - eiginlega á þremur hæðum. Það verk heitir Nykur (um 15+ mín). Annað verk heitir Þú ert nú meiri fuglinn (10+ min) og byggir á lóukvaki og söng mófugla. Verkin urðu fleiri og sum hver flutt í Mono í Útvarpinu - fyrir velvild tónlistarstjóra. Maður hafði mikla unum af þessu föndri - sem yddaði bæði heyrn og skilning á samtímatónlist - allt til dagsins í dag.

 

Að loknu námi í Tónlistarháskólanum Skipholti voru þessi dýrmættu hljóðfæri og tækjabúnaður seldur - enda 15 ára langt og strangt nám og störf sem aðjúnkt við tvo háskóla fyrir stafni í útlöndum, og ekkert á lánasjóð Íslands að treysta - ef hann var þá til ?

Þetta stofnfé kom sér vel