2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
183464

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Gabrieli

(14.12.2012)

GGabrieli

Maður hefur furðað sig á því í bráðum hálfa öld hví 14 radda mótetta Giovannis Gabrielis (1554-1612) höfðaði svo sterkt til unglings. Það var einhver galdur í þessu tónverki. Þá tók maður að stjórna því í kirkjum í framandi löndum - mas á Íslandi - en var engu nær um galdurinn - enda það gert í tímaþröng tónlistarmanns og ekkert svigrúm til að leggjast í djúpar tónfræðilegar rannsóknir. Svona gekk þetta lengi vel. Reyndar í hálfa öld.

Svo þolir maður ekki lengur við - sækir raddskrána og fer að stúdera In Eccleiis á aðventu 2014 af engu sérstöku tilefni - og kemst að ýmsum niðurstöðum - og tilgátum. Að svo búnu er farið á YouTube til að sannreyna þær. Ætlunin var að hlusta á verkið flutt í Markúsarkirkjunni í Feneyjum í nýrri hljóðritun. Gabrieli fæddist, starfaði og dó í Feneyjum.

Þá gerist það að maður rekst fyrir tilviljun á neðangreint á netinu. Við það varð dagljóst að undirritaður á sér sálufélaga út í heimi sem hefur beinlínis verið falið til að greina þetta verk í smáatriðum. Og þótt maður þekki hvern tón í In Eccleiis sagði þessi tónvísindamaður fréttir. Þáttur hans er gerður fyrir eldri grunnskólanema út í heimi. Það er merkilegt í sjálfu sér. Eru svona þættir  gerðir fyrir unglinga á Íslandi? Sjálfur var maður í landsprófi þegar þetta verk rak á fjörur manns, en það var ekki í Réttó heldur Tónó. Enn er ekki tónmenntafræðsla í Réttó það best er vitað.

Og hver er niðurstaðan? Manni verður á að segja djásn - sem nýtur sín úr mikilli fjarlægð - og undir smásjá - óskaplega fagurt víravirki sem aðeins tónsnillingur gat búið til. Hér er verkið í heild (7 mín).

 

Runeberg og Sibelius

 (10.12.2014)

Runeberg 2    Runeberg 1 

 

Runeberg orti ljóð í hefðbundnu formi. Sibelius gerði úr því „ör-óperu“ - með forleik - sönglesi (recit) - millispilum - tóntegundaskiptum, hápunkti á gullinsniði og þögn á réttum stað. Til þess eru tónsmiðir. Tónskáld í þessu tilfelli. Mikil tónskáld! Annars samdi Sibelius aldrei óperu - átti kannski erfitt með það líkt og Beethoven. Orð virtust hefta hug hans.

Flickan kom ifrån sin älsklings möte,
kom med röda händer. Modern sade:
"Varav rodna dina händer, flicka?"
Flickan sade: "Jag har plockat rosor
och på törnen stungit mina händer."

Åter kom hon från sin älsklings möte,
kom med röda läppar. Modern sade:
"Varav rodna dina läppar, flicka?"
Flickan sade: "Jag har ätit hallon
och med saften målat mina läppar."

Åter kom hon från sin älsklings möte,
kom med bleka kinder. Modern sade:
"Varav blekna dina kinder, flicka?"
Flickan sade: "Red en grav, o moder!
Göm mig där och ställ ett kors däröver,
och på korset rista, som jag säger:

En gång kom hon hem med röda händer,
ty de rodnat mellan älskarns händer.
En gång kom hon hem med röda läppar,
ty de rodnat under älskarns läppar.
Senast kom hon hem med bleka kinder,
ty de bleknat genom älskarns otro."

Meira að heyra ?

 

soundcloud

 

Þeir sem vilja reka eyrun í fleiri upptökur GE geta kynnt sér https://soundcloud.com/user911478883 
Þar er alltaf / nánast daglega verið að bæta við tónverkum, gömlum og nýjum úr ýmsum heimshornum. 

Frekari upplýsingar veitar á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef vill.

Sturla

 (7.12.2014)

sturla1   sturla2

 

Sturla Matthíasar og Atla Heimis (13. öldin) var frumflutt af Íslensku Hljómsveitinni, Matthíasi Johannessen (framsögn), Kristni Sigmundssyni og Karlakórnum Fóstbræðrum undir lok níunda áratugar sl. aldar. Guð einn veit var hvar sú tónleikaupptaka er í grafhvelfingu RÚV í Efstaleiti

Heyr: https://soundcloud.com/user911478883/johannessen-sveinsson-sturla

Maður tók sig því til við aldamótin 2000 og hljóðritaði þetta dularfulla verk á ný með váru fólki í Studio Riga. Fékk til liðs við sig ungan lettneskan baritón og karlaraddir lettneska útvarpskórsins. Þessir frændur voru snöggir að læra íslensku. Matthías flutti svo ljóð sitt í hljóðritun hér heima. Og þá var þetta komið - í bili amk. Þetta heitir að bjarga menningarverðmætum. Í Mbl-viðtali við undirritaðan segir skáldið: „Og við eigum enn þennan staðarhólslega kögunarhól. Þar fengum við sjón, tilfinningu, haldreipi, sjálft útsýnið. Allt sem við eigum að varðveita. Við erum farmenn þessa hugmyndaheims, og ef við fléttum fley úr táknum hans mun það duga okkur vel“. Sjá: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3306566

Sjaldan hefur hljómsveitarstjóri orðið orðlaus við að sjá nýja raddskrá - eiginlega aldrei. En undirritaður varð það af þessu tilefni. Vissi ekkert hvað tónskáldið var að fara - og varð eiginlega búa til sitt eigið „prógram“ - einskonar frásögn sem hljóðar svo - ef það kemur hlustendum 2014 á sporið. Þetta er birt með leyfi tónskáldsins; en er viðmið í besta falli:

Stjórnandinn sér fyrir sér vígvöll að morgni. Saklausir mófuglar kveða á neðri tónum; vart vaknaðir. Svo heyrast drungaleg náttúruhljóð - válegir fyrirboðar. Strengjasveitin tekur til máls, en er tregt um tungu í fyrstu og flytur stuttar hendingar sem lengjast smátt og smátt svo úr verður saga. Allt er þetta undirbúningur. Sumir málmblásarar (stríðshljóðfæri) taka undir „friðarboðskapinn“ í fyrstu - en ekki ófriðarseggir í trommudeild (stríðshljóðfæri).

Strengjasveitin þrjóskast enn við að stilla til friðar með röksemdum - er nú háværari og segir lengri sögur. Þá eykst ógn enn - því lúðrar taka að gjalla - snúast á sveif með trommum. Mófuglar skynja hættuástandið. Fljúga skrækjandi á brott.  

Eftir langa mæðu verður ekki við neitt ráðið. Heróp tveggja stríðandi fylkinga kallast á. Barið á skildi. Strengjasveitin (kannski ígildi skynseminnar) gefst loks upp og liggur úrkula vonar á dýpstu tónum.

Þá er líkt og tíminn standi í stað -  allt þagnar - og skáld stígur fram og flytur ljóð sitt. Að svo búnu hefst óumflýjanleg orusta. En ljóð skáldsins ómar enn í hugum manna þar til allt er yfirstaðið - og bræður og frændur liggja í valnum. Þá eru orð skáldsins sungin yfir hinum dauðu einni röddu við undirleik strengja.

Eitt er víst. Þetta er dramatískt verk á táknmáli frá upphafi til enda. Það er bara að skilja það rétt - að túlka það líkt og sviðsverk. Grikkir ortu svona blóðugt; harmleiki og slíkt. Óþarft að tíunda það allt hér.

Hljóðritun Loks komin í Hús

no.252014

 

Hefur þú áhuga á Beethoven? Þá heyr og sjá á þessari slóð (www.gudmunduremilsson.is): Greini heitir Beethoven í Mannhafi og birtist 11.11. kl 11 (!) 

Þetta er 2 klst dagskrá! Tónleikar GE í Búkarest; Sinfónía #1, Píanókonsert #2, Sinfónía #2 - auk viðtals (Arndís Björk Ásgeirsdóttir) - og loks Einræður Dimitris Altmúligmanns (Erlingur Gíslason).