Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Við Nonni minn vorum að rabba saman um heimasíðuna okkar - þá kom þetta aftur upp.
Nonni minn
Músík í ljósvaka Mbl. 28.maí, 2014
Menn utan löghelgi
Jón (1593-1679) munstraður í sjóher. Ber glóð að fallstykki. Þeyttist í öfuga átt. Var bjargað. Liðsforingi með medalíuhatt hundskammar Jón fyrir að eyðileggja eignir hans hátignar í Kaupmannahöfn; fyrir að ógna lífi og limum manna – og fyrir liðhlaup! Jón baðst afsökunar – vissi ekki að tundrið væri svona stutt. Herréttur. Sakborningur dæmdur til að skrúbba. Jón undi hag sínum vel. Annað skáld. Jóhannes Birkiland (1886-1961) reit bók. Harmsaga ævi minnar; hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Átti kofa utan lögsögu. Las bókina sem barn og hafði mikla samúð með höfundi. Táraðist. Vissi ekki þá að Jóhannes væri dagsfarsprúður en alvarlega þunglyndur; húmorslaus skapofsamaður; með undirliggjandi mikilsmennskuduld; að það skorti í hann nokkra kafla. Sjá orðspor og eftirmæli. Hélt áfram að tárast. Þessi borgaralega „sálgreining" á nefnilega við um öll mikilmenni. Beethoven til dæmis.
Beethoven, Birkiland, Thor og Thoreau
Jóhannes hóf nýtt líf í Kanada á hávetri fjarri mannabyggð - líkt og fyrirmyndin; talsmaður borgararlegar óhlýðni, Henry Thoreau. Fannfergi. Tjaldað. Jarðhræringar. Kíkt út. Óðfluga, plægjandi og flautandi eimreið! Skáldið fór af sporinu. Aleigan hvarf. Jóhannes fylgir teinum í norður og komst í tjaldbúðir á hjara veraldar. Öldungur með fjöðurstaf þóttist (!) sjá hvað hér væri á ferð. Rétti honum friðarpípu til öryggis. Skáldið reyndist blíðlynt og hjálpsamt. Reis til metorða.
Thor í Bonn: " Ha? – þeir Jón og Jóhannes! Þeir voru sko lífsreyndir menn og mikil skáld! Hef andstyggð á fólki sem talar illa um sakleysingja! Atvinnufroðusnakkari blaðraði um Birkiland. Sá manninn tilsýndar. Hann reyndi að ná sambandi. Ég horfði í gegnum vömbina á honum. Fátt er aumkunarverðara en misheppnaður skríbent"! Hitti Thor aftur eftir tónleika í Grenoble fyrir aldarfjórðungi (í borg Vigdísar, Messiane og Stendahls) - hann segjandi. Þú er aldrei heim! Jú, jú – en mér hundleiðis þar - stjórna bara í útlöndum; segðu mér eitthvað gáfulegt Thor minn. Bardagamaðurinn upphóf fangbrögð, horfði djúpt í hugskot viðmælanda og sagði loks af visku galeiðuþræls: Enginn má við margnum!
Nútímafólk spyr. Hverjir voru þessir menn? Jón Indíafari var átrúnaðargoð heillar kynslóðar MR-inga, sem enn stjórna landinu; Jóhannes Birkiland og Thoreau lifa góðu lífi á Alþingi í fólki sem stundar borgaralega óhlýðni til að stríða MR-ingum; Thor Vilhjálmsson (1925-2011) lapti dauðann úr samfélagsskel í áraraðir fyrir að segja satt um allt og alla. Það er pláss fyrir allar „pólitískar" hetjur í mínum 900 fermetra altumvefjandi garði – enda hann óháður harkinu og aldrei í kjörklefa komið. Hann kann hvorki að segja „við og hin" né „hin og við." Bara - við öll!
Beethoven reit sinfóníu. Svona hljómar annar þáttur undir stjórn meistara Carlo Maria Giulini (1914-2005) vinar míns frá Romsborg; Chicago Symphony Orchestra. Þátturinn ber yfirskrift: "Tilbrigði við harmsögu ævi minnar; hvers vegna ég varð auðnuleysingi" - sjá dagbækur Ludwigs.
YouTube slóð (10 mín)
Gleðileg jól
Koptíska kirkjan
Koptíska kirkjan er elsta kirkjudeild okkar - og á rætur að rekja til Eþíópiu. Hver lærisveina frelsarans boðaðaði trú þar? Það er reyndar vitað.
Nú var verið að gera árás í Egyptlandi á kirkju þeirra - trúbræðra minna og þinna. Margir féllu. Hvers eiga þeir að gjalda?
http://www.icelandonline.is/ferd…/israel_jerusalem_skoda.htm.
Á förnum vegi
3Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs, sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. 14Þeir ræddu sín á milli um allt þetta, sem gjörst hafði. 15Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim. 16En augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki. 17Og hann sagði við þá: "Hvað er það, sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?"
Þeir námu staðar, daprir í bragði, 18og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: "Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem, sem veist ekki, hvað þar hefur gjörst þessa dagana."
19Hann spurði: "Hvað þá?"
Þeir svöruðu: "Þetta um Jesú frá Nasaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýð, 20hvernig æðstu prestar og höfðingjar vorir framseldu hann til dauðadóms og krossfestu hann. 21Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael. En nú er þriðji dagur síðan þetta bar við. 22Þá hafa og konur nokkrar úr vorum hóp gjört oss forviða. Þær fóru árla til grafarinnar, 23en fundu ekki líkama hans og komu og sögðust enda hafa séð engla í sýn, er sögðu hann lifa. 24Nokkrir þeirra, sem með oss voru, fóru til grafarinnar og fundu allt eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki."
25Þá sagði hann við þá: "Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! 26Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?" 27Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritningunum.
28Þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætluðu til, en hann lét sem hann vildi halda lengra. 29Þeir lögðu þá fast að honum og sögðu: "Vertu hjá oss, því að kvölda tekur og degi hallar." Og hann fór inn til að vera hjá þeim. 30Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim. 31Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann, en hann hvarf þeim sjónum. 32Og þeir sögðu hvor við annan: "Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?"
33Þeir stóðu samstundis upp og fóru aftur til Jerúsalem. Þar fundu þeir þá ellefu og þá, er með þeim voru, saman komna, 34og sögðu þeir: "Sannarlega er Drottinn upp risinn og hefur birst Símoni."