2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
231394

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Grein Geralds Shapiros - þýdd - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014

 

Gerald ShapiroDr. Gerald Shapiro prófessor við Brown University í Bandaríkjunum

segir í pistli sem hann sendir greinarhöfundi, að á sjöunda áratugnum

hafi sér verið kennt að fyrstu tónskáldin – og þá vestrænir karlmenn

sem settu nótur á blað og merktu sér – hafi verið þeir Leonin og Perotin 

sem kenndir hafa verið við skóla Notre Dame á 12. öld. „En Hildegard von

Bingen (1098-1179) var uppi á undan þeim og armenska ljóðskáldið og

tónskáldið Khosrovidukht, sem lést árið 737, var uppi á undan henni.

Gregorísku sálmasöngvarnir sem eru enn eldri eru verk óþekktra höfunda en einhverjir hafa samið þá.

Til eru skrif um tónlistarfræði í Grikklandi hinu forna en engin raunveruleg tónlist. Tónskáldið Flaccus

er nefndur í leikritum frá annari öld fyrir Krist. Verðlaunin fyrir elstu skrifuð tónsmíðina hreppir líklega

„Einsamalt brönugras", sem er eignað Konfúsíusi. En ef við förum enn lengra aftur í tíma goðsagnanna,

þá er Jubal fyrsti tónlistarmaðurinn sem er nefndur í Biblíunni en við þekkjum enga raunverulega tónlist

eftir hann. Hjá Grikkjum er það Orfeius sem nam af Apolló, sem sumir segja að hafi verið faðir hans, og

allir eru sammála um að hafi fundið upp tónlistina. Í kínverskum goðsögum er það Ling Lun sem bjó til

bambusflautur og lærði af fuglum. Til að styðja kröfu Lings um að hafa verið fyrstur, þá eru elstu þekktu

hljóðfærin, og með elstu þekku verkfærum manna, fuglabeinsflauta sem fannst í Þýskalandi og er talin

40.000 ára gömul. Áður en fólk blés i flautur hlýtur það að hafa sungið. Meðal Kalui-fólksins á Papua Nýju

Gíneu,sem fyrst komust í samband við aðra menningu okkar á 6. áratug síðustu aldar, voru mörg tónskáld,

karlar og konur, sem sömdu fyrir ýmsa viðburði. Hver var fyrsta tónskáldið? Fyrsti maðurinn. Hver kenndi

henni? Fuglarnir, vindurinn, hjartað. Tónlist er að hlusta, ekki hljóðin sem hlustað er á.

Grein Geralds Shapiros - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014

 

Gerald ShapiroBack at Eastman in 1960 they taught us that the

first composers (meaning Western European males

who put notes on pieces of paper and signed them)

were the 12th Century School of Notra Dame masters,

Leonin and Perotin. But Hildegard von Bingen (1098-1179)

predates them, and Khosrovidukht, an Armenian poet

and composer who died in 737 predates her. The Gregorian

Chants that preceded all of that are anonymous, but someone

must have composed them. 

We have treatises on musical theory from classical Greece, but no actual music. The

composer Flaccus is mentioned in plays from the 2nd Century BC. The prize for the oldest

known piece of written music probably goes to "The Solitary Orchid", attributed to Confucious.

Going back still further into mythic times, Jubal is the Bible's first musician, but there's no

actual music from him either. For the Greeks, it's Orpheus, son of Calliope, taught by Apollo

who some say was his father and all agree was the inventor of music. In Chinese mythology

it's Ling Lun, who made bamboo pipes and was taught by the birds. Supporting Ling's claim to

primacy, the earliest known instrument, and one of the earliest known implements of modern

man, a bird bone flute, datesfrom 40,000 ago in Southern Germany. Before flutes, people must

have sung. Among the Kaluli, a stone-age people from Papua New Guinea first contacted by

the developed world in the 1950's there were many composers, men and women alike, regularly

composing new songs for rituals and social events. Who was the first composer? The first human.

Who taught her? The birds, the wind, the heart. Music is a way of listening, not the sound which

is listened to.

Grein Árna Tómasar Ragnarssonar - birtist í Morgunblaðinu 1.apríl, 2014

 

Árni Tómas Ragnarsson

Hippocrates; fyrsti forveri minn: Gríski læknirinn Hippocrates,

sem fæddist árið 480 fyrir Krist á eyjunni Kos, er talinn faðir

nútíma læknisfræði. Hann setti fram kenningar um náttúrulegar

orsakir sjúkdóma, sem áður höfðu verið taldir orsakast af reiði

guðanna. Hann átti líka mestan þátt í að gera læknisfræði að 

sjálfstæðri fræðigrein. Í dag er hann þó hvað þekktastur fyrir

eiðinn, sem við hann er kenndur, og allir læknar eiga enn að fara

eftir í störfum sínum (þótt sumir geri það nú alls ekki).

Eiðurinn fjallar um starf læknisins og samskipti hans við skjólstæðinga sína og hefur

hann haldist að miklu leyti óbreyttur sem viðmiðun í siðfræði lækna. Kenningar Hippocratesar

voru svo róttækar á hans tíma að vegna þeirra sat hann í fangelsi í 20 ár, en varð þó

næstum hundrað ára gamall og var alltaf að á „læknastofu" sinni og gaf þar með glæst

fordæmi. Forverar Hippocratesar: Hann átti sér marga forvera, sem sumir myndu þó

vart kalla lækna nú á dögum. Hann átti að ýmsa kennara í Grikklandi, sem höfðu lært

af öðrum grískum læknakennurum og svo koll af kolli - öld fram af öld. En læknar höfðu

þó verið til löngu fyrir blómatíma Grikkja. Tuttugu þúsund árum áður voru uppi svokallaðir

seiðkararl í svörtustu Afríku sem læknuðu menn með góðum árangri með því að reka út

illa anda - með særingum og músík. Þeir eru enn að – og þykja góðir.