Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
Námsárin mótandi
IV
Snorri Sigfús Birgisson
Við bræður í músík og skólabræður Snorri Sigfús Birgisson og undirritaður vorum sammála um að við hefðum getað gert betur í fyrri umfjöllun okkar um hina merku uppeldisstöð sem Tónlistar-há-skólinn í Skipholti er og var. Því hittumst við aftur - óðamála - og stoppuðum í göt. Úr því samtali varð langloka, enda þykir okkur vænt um svo einstaka stofnun. Við vorum ekki bara samnemendur þar - heldur einnig báðir kennarar í Tónó er fram liðu stundir. Og til að bæta grá oná svart vorum við Snorri samskipa í Eastman School of Music, University of Rochester í Amríku - og höfum verið samverkamenn alla tíð. Af augljósum ástæðum er það sem hér fer á eftir ekki viðtal - heldur samtal.
Viðtal 2017
Námsárin mótandi
X
Grínaktugt samtal gráhærðra vina á aðventu 2016
Halldór Haraldsson
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
VIII
Hjálmar H Ragnarsson, fyrrum rektor Listaháskóla Íslands, tók þotuflugið í viðtali við undirritaðan fyrir skömmu. Og nú birtist það. Hjálmar var hraðmæltur enda hefur hann enn í mörg horn að líta - þótt hann hafi gert sitt til að gera sig „ónauðsynlegan“ í LHÍ. Það liggur margt á honum. Það er hægara sagt en gert að segja sig frá afkvæmi sínu. Sumir geta það bara alls ekki: Forsetar, til að mynda - forsetar stjórnmálaflokka, kóra, forsetar Alþingis, íbúar á Bessastöðum og formenn stéttarfélaga. Þetta á reyndar einnig við um þann sem hér skrifar. Sá hefur verið að fjargviðrast í fjölmiðlum frá 1968. Þetta er ættgengur andsk . . . Einu sinni fréttamaður, alltaf fréttamaður. Einu sinni rektor, alltaf rektor. Einu sinni forseti. Alltaf forseti.
Viðtal 2016
Þetta viðtal er óritskoðað með öllu - hvað sem síðar verður, GE
Námsárin mótandi
IX
Rætt við Tryggva M Baldvinsson tónskáld og forseta tónlistardeildar Listháskóla Íslands.
Undirritaður og Tryggvi erum vinir frá fornu fari - og erum enn. Þó skal fúslega viðurkennt að aldrei hefur fréttastjóri heimasíðu gengið álíka óvægilega fram í viðtali - sem í þessu. Tryggvi mætti af fúsum og frjásum vilja vitandi vits um það - að nú ætlaði gamall vinur að aðstoða hann við að stinga út úr hrútakofanum - enda hefur Tryggvi setið undir óvægnum aðdróttunum. Þetta gerist þegar hámenntað fólk á hlut að máli og persónulegir hagsmunir þess, enda þjóðin smá og fá sæti á lausu við hringborð Arthúrs konungs. Þá hefjast burtreiðar !
Viðtal 2016
Námsárin mótandi
VII
Rætt við Kjartan Ólafsson tónskáld
seinni hluti
Hér lætur tónskáldið gamminn geysa - fer mikinn um margt og mikið, ekki síst Listaháskóla Íslands - kom sjálfum sér í opna skjöldu eftir á að hyggja. Vakin er sérstök athygli á þessu viðtali og ekki að ósekju. Gagnrýni, í besta skilningi þess orð, er af hinu góða og drifkraftur framfara.
Þeir sem aðallega hafa áhuga á því sem Kjartan tónskáld hefur að segja um Listaháskóla Íslands sem og Háskóla Íslands geta stytt sér leið og hlustað á viðtalið frá og með 29 mín og til enda.
Viðtal 2016 - Seinni hluti