2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
234047

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Hlegið á Melaheiði

og um

Víða veröld

(11. júlí 2015)

torkell

Þorkell Sigurbjörnsson

Virðulegir nemendur LHÍ, hámenntaðir, sem njóta leiðsagnar Hróðmars I. Sigurbjörnssonar tónskálds, komu í heimsókn fyrr í sumar. Þeir vildu fyrst vita allt um Þorkel Sigurbjörnsson. Svo snéru þeir aftur - en höfðu nú áhuga á Jóni Nordal. Viðtöl þessi hin endalausu og fyrirvaralausu tóku þeir Steinar Logi Helgason (SLH), Þorkell Nordal (ÞN) og Örnólfur Eldon (ÖE). Þau er ekki ritað upp í heild samkvæmt segulbandi - blessunarlega - heldur eingöngu þeir þættir er tengjast rannsókn þeirra félaga og ég legg nú blessun á. Nóg samt! Þeir bræður skellihlógu á réttum stöðum - líkt og við Þorkell í áratugi - Þorkell var mikill brandarakall. En hlátur LHÍ drengja er ekki færður til bókar - enda þetta alvarlegt háskólaverkefni. Þeir þrír, Steinar Logi, Þorkell og Örnólfur - eru einstaklega skemmtilegir ungir menn. Hér að neðan er afrakstur starfa þeirra um Þorkel - ásamt síðari vangaveltum mínum. Kannski birtist annað eins um Jón Nordal? Einu sinni var sonur minn að skrifa vísindalega ritgerð um Einar Má Guðmundsson. Á ég ekki bara að hringja í hann fyrir þig? Það var gert. Ekkert sjálfsagðara sagði Einar Már (við erum vinir). Aldrei fékk ég að sjá hvað kom út úr því djúpa viðtali. Eftirfarandi samtal var líka ójafn leikur. Þrír sprenglærðir gæðingar gengu í skrokk á gamalmenni og vildu vita allt. Gráar sellur mínar fengu taugaáfall og voru lengi að jafna sig eftir þessa innrás - enda hefur ekki nokkur maður sýnt áhuga á Þorkatli Sigurbjörnssyni í mínu persónulegu eyru - hvorki fyrr né síðar. Eða eins og Jón Nordal sagði við mig af öðru tilefni: Það er merkilegt hve fljótt fennir í spor mikilhæfra manna á Íslandi. Ég man þetta orðrétt - og allt annað sem Nordal hefur sagt við mig frá 1964+. Þá sjaldan Jón talar hlustar maður! Sama á við um Þorkel. Og maður á að segja satt. Ég er viss um að mig hefði skort kjark til að skrifa svona grein um Þorkel, vin og sálufélaga. Þrír ungir menn kveiktu ómótstæðilega glóð í mér og áttu í erfiðleikum með að halda mér á beinni braut. Fyrir þetta allt er ég þeim einstaklega þakklátur - svo ekki sé meira sagt. Vona að þetta komi að gagni. Blessuð sé minning Þorkels. Eftirfarandi er byggt á fyrirspurnum háskólanema - með viðbótum sem hafa leitað á mig miðsumars. Þetta er allt þeim að kenna. Steinar Logi, þorkell og Örnólfur opnuðu flóðgátt. Rétt að taka fram að allt sem hér er sagt er ritað eftir minni, þar á meðal allt sem sagt er um tónverk Þorkels - stórt og smátt. Þau syngja í hug mér. Það leiðréttist er leiðrétta þarf - er fram líða stundir.

Sjá áframhald greinar hér

Morgunblaðsgreinar

1982 og 1992

Listahátíðartónleikar

 

kammersveit

Kammerkór Íslensku Hljómsveitarinnar

 

Morgunblaðsgrein frá 1982

Listahátið 1982, 13.júní

Morgunblaðsgrein frá 1992

Listahátíð 1992, 14.júní

Horft til fortíðar

 

Skeida og Gnupverjahrepur-670x294

 

Tekið úr Lesbók Morgunblaðsins, 23.04.1988

Úr námum Íslenzku Hljómsveitarinnar II - partur 1

Úr námum Íslenzku Hljómsveitarinnar II - partur 2

 

Riddarar, Úrtölumenn

Og Loftárásir úr Hæstu hæðum

(25.6.2015)

prufa2

Þrír feðgar störfuðu - og starfa sumir enn - við Ríkisútvarpið - segjum samtals hátt á aðra öld - sem fréttastjóri, dagskrárstjóri, upptökustjóri og tónlistarstjóri. Það útskýrir kannski hví manni er umhugað um þetta meningarapparat. Annars hefur lífsskeið RÚV verið eitt alsherjar Diminuendo í seinni tíð. Það hófst Forte - með öflugum tónlistarstjórum - en er nú Sussurando sökum lofárása. Hér átt við hlut Útvarps í tónlistaruppeldi þjóðar á hjara veraldar. Pistillinn er í D-Dúr hinni sigursælu tóntegund en honum lýkur í dís-moll þegar líður á söguna með krossafjöld.

Sjá áframhald greinar hér

Draumar í Dósum

 Því er mér síður svo stirt um stef
ég stæri mig lítt af því sem ég hef
því hvað er auður og afl og hús
ef engin jurt vex í þinni krús. (HKL)

(19.6.2015)

alfheidur

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

Í pistli 19. júní er sögð dæmisaga í þremur hlutum. Tveir fyrstu fjalla unga karla sem voru fremur ragir við "heimsljósið". Þriðji hluti er um bráðunga og kjarkaða konu. Sögð í tilefni dagsins. Annað mál: Þessi þjóð hefur alltaf átt gommu af glæstu kvennaliði í klassískri músík. Maður saknar þeirra í öllu þess rokki og róli sem (óupplýstir) fjölmiðlar hamast við að dengja yfir þjóðina á þessu degi á öllum rásum!

Sjá áframhald greinar hér