2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
228925

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Til Heiðurs Tónlistarkrökkum

(20.5.2015)

gummi10

Það er í raun stórmerkilegt hvað börn eru næm - ekki síst á hljóðfæri. Tökum dæmi. Foreldrar hafa heyrt sagt að Suzuki aðferðin sé vænleg til árangurs - og hún er það svo sannarlega í mörgum tilfellum. Hér talar tónlistamaður með Suzukikennarapróf upp á vasann. Svo g

Dollarar og Cent +/-!

Hið Velpempraða og Ósveigjanlega versus

Hið sveigjanlega

Um tónbylgjur Á Mannamáli

Framhald greinar frá 15.5

(17.5.2015)

gummi9

Hljómeyki

Heimspekingar, tónvísindamenn og hljóðeðlisfræðingar hafa hamast við það í þúsaldir að reikna út tónbil og mæla þau - það sem við köllum í daglegu tali stillingu hljóðfæra -eða intónasjón. Um þetta efni hafa verið ritaðar doðrantar alveg frá Pýþagórasi og áfram - og reglulega. Breyturnar eru bara svo margar að það þarf mestu stærðfræðinga til að koma þeim öllum á blað - en við það verður viðfangsefnið óskiljanlegt venjulegu fólki - og tónlistarmönnum - sem læra bara að treysta á eyrun sín - samkvæmt fyrirmyndum sem þeir kynnast í æsku og alla tíð. Nú verðu reynt að útskýra þetta allt á mannamáli.

Sjá áframhald greinar hér

Framandi menn í Framandi landi

(7.5.2015)

gummi8

Hugur minn hefur í seinni tíð hvarflað til Dr. Róberts og Dr. Hallgríms. Þeir voru ekki líkir, í raun gerólíkir. En áttu eitt sameiginlegt (sjá grein). - Ég þekkti þá báða í gegnum móður mína Álfheiði - sem var alltaf að syngja með þeim, stundum með Sinfó, stundum með kórum, oftast við píanóleik þeirra (Grieg, Sibelius og ljóðasöngva tónskálda okkar). Þeir tveir voru fastir gestir í Árvogi svo langt aftur sem ég man. Og maður lagði við hlustir - jafnt á músík sem kaffispjall - með tertum og sherrý.

Sjá áframhald greinar hér

Píanó er ekki mitt Forte

(15.5.2015)

Gummi

Steinway - Veltemprað hamraverk í Eastman, Kilbourn Hall

 Í hnausþykkri endurminningabók sinni segir Berlioz sögu - bók sem maður las í tætlur utan dagskrár í Tónó.- Í dag er hiklaust sagt að Berlioz hafi verið fyrsti alvöru hljómsveitarstjórinn með tónsprota und alles // Hann var staddur í Rússlandi. Þá komu boð frá hirðinni - um að hann léki fyrir æðsta yfirvald. Það er sjálfsagt, segir Hector, ef tiltækt er hljóðfæri. Sendiboði fellur í gryfjuna - og segir keisarann eiga úrval af pianoforte og fortepiano hljóðfærum. Innskot: Rússar hafa alltaf verið mjög snobbaðir fyrir franskri menningu - eiginlega alveg frá Loðvík XIV í Versölum - og töluðu „rúss-frönsku“ sín í millum alve fram að byltingu.

Sjá áframhald greinar hér

 

INNGANGUR AÐ GREIN
(28.4.2015)

RUV

 

Tónlistardeild RÚV var öflug þar til framkvæmdarstjóri, dagskrárstjóri, útvarpsstjóri og flokksgæðingar hans ákváðu að skera deildina niður við nögl - þá sögðu sumir starfinu sínu lausu og létu sig hverfa til útlanda. Og enn 2015 er verið að skera niður í nafni "samkeppni" við "frjálsa miðla". Þetta er dapurlegt en satt. Enda Ríkisútvarpið vart svipur hjá sjón - ef frá eru taldir einstaka þættir sem enn fá að lafa, til að mynda veðurfréttir. Í stað útvarpsleikhúss koma leiknar auglýsingar, Í stað fræðandi efnis endalausir "spjallþættir" frá morgni til kvölds - og alltaf sama fólkið að spjalli.