Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
83984

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS ÆTLAÐ AÐ EFLA ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF

Helga líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar

NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR, FORMAÐUR NÝSTOFNAÐRAR TÓNLISTARAKADEMÍU ÍSLANDS, SEGIR UM KAFLASKIL Í ÍSLENSKRI TÓNLISTARSÖGU AÐ RÆÐA. MARKMIÐ AKADEMÍUNNAR, SEM ER EINGÖNGU ÆTLUÐ DOKTORUM Í TÓNLIST, ER AÐ EFLA TÓNLISTARMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI OG TÓNLISTARRANNSÓKNIR Á ÍSLANDI. Davíð Már Stefánsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

(á páskum bls. 57)

Það má segja að þetta marki kaflaskil í íslenskri tónlistarsögu,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður nýstofnaðrar Tónlistarakademíu Íslands, félags doktora í tónlist. „Markmið Tónlistarakademíunnar eru tvennskonar, annarsvegar að efla tónlistarmenntun á háskólastigi og hinsvegar tónlistarrannsóknir á Íslandi. Við erum með átján doktora sem eru meðlimir í akademíunni sem var stofnuð á síðasta ári en þá voru liðin sextíu ár frá því að fyrsti tónlistardoktorinn, dr. Hallgrímur Helgason, útskrifaðist frá Háskólanum í Zürich í Sviss í tónvísindum. Síðan þá hafa um það bil þrjátíu doktorar útskrifast, eða einn doktor annað hvert ár,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á útskriftum íslenskra doktora í tónlist á síðustu árum. „Í Tónlistarakademíu Íslands er meirihluti allra íslenskra doktora í tónlist, sem útskrifast hafa frá erlendum háskólum á undanförnum tuttugu árum, fullgildir meðlimir,“ segir hún en þess má geta að stjórn og varastjórn Tónlistarakademíunnar skipa ásamt Nínu Margréti þau Kjartan Ólafsson tónskáld, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tónlistarfræðingur, Ragnheiður Ólafsdóttir tónlistarfræðingur og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. Fjölbreytt fagsvið innan tónlistar „Það má segja að konunglega sænska tónlistarakademían sé fyrirmynd okkar en hún var stofnuð árið 1771. Það er því löng hefð fyrir sambærilegum akademíum. Styrkleikar Tónlistarakademíunnar eru einkum fjölbreytt fagsvið innan tónlistar, breidd háskólamenntunar í alþjóðlegu samhengi, víðtæk kennslureynsla á háskólastigi og neðri stigum náms, fjölþættar rannsóknir og útgáfur ásamt nokkuð jafnvægum kynjahlutföllum,“ segir Nína Margrét og nefnir meðlimi sem hafa sérhæft sig í tónlistarflutningi, hljómsveitastjórnun, tónlistarrannsóknum, tónlistarmenntunarfræðum, tónsmíðum og tónlistarþerapíu máli sínu til stuðnings. Hún segir mikil tækifæri felast í mannauði akademíunnar fyrir íslenskt háskóla og rannsóknarsamfélag og menningarlíf til framtíðar. „Ég er nokkuð viss um að hlutfall sérfræðinga í tónlist á Íslandi sé fremur hátt miðað við önnur norræn lönd. Við leggjum upp með að halda utan um þessa fjölþættu sérfræðiþekkingu og miðla henni enda þýðir latneska orðið doktor sá sem helgar líf sitt þekkingarleit og miðlun þekkingar. Þetta er mikill mannauður sem við viljum leggja til samfélagsins og við teljum að það sé mjög ákjósanlegur tími núna þar sem það eru áform frá opinberum aðilum um að styrkja doktorsnám og rannsóknir á doktorssviði. Við viljum gjarnan stuðla að samkeppnishæfni háskólanáms hér á landi,“ segir hún. Þess má geta að meðlimir akademíunnar koma frá mjög fjölbreyttri flóru af háskólum, til að mynda bandarískum, kanadískum, evrópskum og áströlskum. Nína Margrét vill auk þess koma því á framfærir að allir þeir sem uppfylla þær hæfniskröfur sem félagið setur séu velkomnir og einnig doktorsnemar í tónlist. Þeim er velkomið að sækja um það sem kallað er aukaað- ild. Tónlist að verða miðlægari „Við teljum að það sé löngu tímabært að skapa þennan vettvang. Það er mjög mikið í umræðunni núna að Ísland þurfi að skapa sér sérstöðu og vera samkeppnishæft hvað varðar rannsóknir og nýsköpun, slíkt fer náttúrlega að miklum hluta fram í háskólum. Tónlist er meira og meira að verða miðlæg með hliðsjón af ýmsum fræðasviðum sem eru ekki tónlistarlegs eðlis, svo sem raunvísindi, heilbrigðis- og menntavísindi og þar fram eftir götunum,“ segir hún og kveðst hafa orðið vör við að fólk tengi doktorsgráðuna ekki við tónlist. „Okkur finnst mjög mikilvægt að kynna í samfélaginu að tónlist og tónlistartengdar greinar eru virtar fræðigreinar í alþjóðlegu akademísku samfélagi. Það má segja að doktorspróf í tónlist skiptist einkum í tvennt, annars vegar Doctor of Musical Arts, D.M.A., það er þá rannsóknartengd gráða í tónlistarflutningi. Viðkomandi er þá sérfræðingur í tónlistarflutningi með rannsóknir á því sviði. Hinsvegar er það Doctor of Philosophy, Ph.D., sem er þá meira rannsóknir á sviði til dæmis tónlistarþerapíu, tónvísinda, tónlistarmenntunarfræða og tónsmíða,“ segir Nína Margrét. Íslensk tónlist lítið rannsökuð Nína Margrét útskrifaðist sjálf með doktorsgráðu í tónlist, D.M.A., árið 2010 frá tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. „Í grunninn er ég píanóleikari og ég skrifaði doktorsritgerð um píanóverk dr. Páls Ísólfssonar og hefur hún verið gefin út alþjóðlega sem bók. Ég hljóðritaði þar að auki geisladisk með píanóverkum hans fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS. Doktorsrannsóknir eru frumrannsóknir og það er mikilvæg nýsköpun sem á sér þar stað. Það sem ég komst að í minni doktorsrannsókn var hversu lítið íslensk tónlist hefur verið rannsökuð og hvað þörfn á rannsóknum á því sviði er mikil. Þarna er mikið starf óunnið. Okkur finnst einnig tímabært að stofna alþjóðlegt doktorsnám við háskóla sem hafa viðurkenningu til þess að veita slíkt nám,“ segir hún en samkvæmt tilkynningu er eitt af helstu markmiðum akademíunnar undirbúningur að stofnun doktorsnáms í tónlist enda hafi innlendar og erlendar fyrirspurnir borist um slíkt á undanförnum árum. Þess má einnig geta að Tónlistarakademía Íslands er með fagaðild að Reykjavíkur Akademíunni, FÍH og aðildarfélagi tónlistarmanna að BHM. Þá er enskt heiti akademíunnar The Music Academy of Iceland. „Við viljum líka að stuðla að því að rannsóknarfé verði eyrnamerkt tónvísindum, til dæmis með sérstökum rannsóknarsjóði tónlistar. Víðtækar tónlistarrannsóknir sem hluti doktorsnáms munu auðga samfélagið á mörgum sviðum og leiða til öflugra háskólasamfélags,“ segir Nína Margrét að lokum. 

PS: Til hamingju Nína Margrét, ge

Sálufélag

föstudagurinn langi

(3.4.15)

Salufelagi

Guðmundur Emilsson

Tímarit Máls og menningar (feb. 2015):

Á draumfjörum

Tregaljóð tileinkað

Þórunni Erlu Valdimarsdóttur skáldkonu

 

Þetta dreymdi. Fjörur dýrar

Þá var vorið. Ég með væng

Norður svifið. Hitti svani

 

Mófugl heyrði. Sjófugl, hvali

Sá á kesti. Allt um kring

Tók að hlaða. Líkt og hafið

 

Svo kom vetur. Sól og vindar!

Vængjaþytur. Hafði enn þrótt –

Allt var horfið. Nema hafið

 

Það er „hefð“ fyrir því í Árvogi að hlýða a kantötu Bachs - Í Dauðans böndum Drottinn lá - á þessum degi // YouTube:

 

Pyotr Ilyich Tchaikovsky

 pyotr

Serenaða fyrir Strengjasveit í C-Dúr (1880)

(24.3.2015)

 

Þetta verk var flutt í Rvík við áramót 1980 - nákvæmlega öld eftir frumflutning.

          1. Pezzo in forma di sonatina: Andante non troppo — Allegro moderato
          2. Valse: Moderato — Tempo di valse
          3. Élégie: Larghetto elegiaco
         4. Finale (Tema russo): Andante — Allegro con spirito

Hlutverk túlkandi listamanna er ekki alltaf það að fara sem nákvæmast eftir fyrirmælum höfunda. Þeir reynast stundum blindir á eigin verk og viðfangsefni. Tökum dæmi. Nú er búið að grafa upp líkamsleifar Ríkarðs III í Leicesterborg og sannreyna með allri nútímatækni að þar er hann greftraður - undir bílastæði - þar sem áður var klaustur og altari. Varla fara borgarbúar í eina tíð að heiðra illmenni með slíkum hætti? Þá vakna strax spurningar leikhúsfræðinga og leikstjóra hvort Shakespeare hafi af listrænum ástæðum ákveðið að gera Ríkarð III að tómu illmenni og tekið sér óhóflegt skáldaleyfi í nafni leiklistar. Illimenn er ekki grafið á helgasta staða stað einnar borgar af ástæðulausu - og endurgrafið í Dómkirkju hennar við hátíðlega athöfn á 21. öld. Það er eitthvað bogið við þetta hjá William - ekki bara hryggsúlan.

richardII

Richard III

Sem minnir reyndar á Íslendingarsögurnar - allt frá Landnámu. Eru það ekki tómar lygar og ýkjusögur með skáldaleyfi? Eins HKL - var Bjartur bara harðstjóri og Pétur Þríhross bara hagsmunaseggur? Til að svona persónur lifni við - þurfa þær að sýna á sér tvær hliðar - annars eru þær bara leikbrúður - sterótýpur“ úr commedia dell'arte - Arlecchino og Colombina ofl - alveg sérstakleg á leiksviði. Allir menn eiga sér málsbætur. Ef ekki svo, væru sækjendur og verjendur óþarfir, héraðsdómarar og hæstiréttur - svo nokkuð sé nefnt. Sem í sjálfu sér væri ágætt . . .

En aftur að Pyotr Ilyich. Hann hefur verið sakaður um flest í tónheimum. En hann reit sjálfur í dagbók sína 9. október, 1986 eftirfarandi hugsanir: Ég var að spila Brahms (á píanóið mitt). Hæfileikalaus bastarður! Það fer í mínar fínustu taugar að svona meðalmenni skuli vera hampað sem snillingi. Pyotr Ilyich fékk sjálfur stærri skammta af svívirðingum - ekki í dagbókum - heldur opinberlega í blöðum og bókum - og enn í dag. Kannski of vinsæll.

Það er nefnilega þannig um tónskáld, að gáfaðir og góðviljaðir túlkendur tónverka gera sér grein fyrir veikleikum þeirra og gera sitt til að breiða yfir þá. Þannig hafa hljómsveitarraddir Wagners í Bayrueth verið editeraðar í bak og fyrir af færum hljómsveitarstjórum í meira en öld. Þær eru læstar í grafhvelfingu. Bannað að ljósrita þær. Gulnuð blöð eru í gæslu hjá hálaunuðum nótnaverði. Því ekki má varpa skugga á Wagner. En hér eru dæmi um ritskoðun á verkum hans - sem hafa lekið út manna á meðal: Lágfiðlur eru stundum styrktar af sellóum, eða klarinettum. Fagott af lágfiðlum eða öfugt. Og svo mætti lengi telja ekki síst í brassinu. Hljóðfæraleikarar í gryfjunni eru reyndar bundnir þagnareið.

Orðið Serenaða hefur verið þýtt fallega sem „kvöldlokka“. Oft líka talað um næturljóð. Debussy samdi slíkt verk sem hann nefndi grínaktugur - La Serenade interrompue (La Fille aux chevaux de lin). Í öllu falli sofnar ekki nokkur maður undir Serenöðuðu Pyotrs Ilyichs eins og hún er almennt flutt - fólk fer frekar að dansa. Sum sé - það er stundum lítið að marka heiti tónverka - þótt margir haldi um þau langar tölur. Þau eru oftar en ekki nefnd til að afvegaleið forvitna eða kveikja í hugarflugi áheyrenda - ekki síst í París fyrir aldamótin 1900 og síðar - Satie og þeir.

YouTube: Serenaða fyrir strengjasveit. Stór sveit - fer samt mjúkum höndum um verkið - enda heimamenn sem skilja þessa músík:

YouTube: Önnur hljóðritun af Serenöðunni. Þessi sveit er mun minni en harðari og bólgnari. Er „leikstjórinn“ eitthvað misskilja hlutverk sitt? Dæmi hver og einn.

 

Fágæti fyrir Forvitna

Le diable boiteux & Socrate

Halti djöfulinn og Sókrates

(29.3.15)

bruce kramer

Bruce Kramer & Jón Þorsteinsson

Það gekk á ýmsu í París 1927. Satie og fleiri rituðu boðorð til höfuðs Debussy. Þeim lauk á orðunum - Ad Gloriam Tuam. Þau eru í átján liðum. Eitt hljóðar svo. Þú skalt ekki semja syngjanlegar melódíur (ekkert svindl takk). Þar segir líka: Samstígar fimmundir eru bannaðar! Boðorðin eru meinfyndin. Margir rituðu undir plaggið - sennilega flestir með eitthvað í tánni.

Þorkell Sigurbjörnsson sagði eitt sinn í útlöndum: „Það eru alltaf 300 manns á hverjum stað sem eru að leita að óþekktum gullmolum í tónbókmenntum - hvort heldur þeir búa í litlum samfélögum eða milljónaborgum - svona 300 forvitnir“.

Þetta er laukrétt. Á það hefur reynt. Hljómsveit í Rvík stóð fyrir tónleikum og flutti tvö verk sem vart er að finna í helstu tölvumiðlum 21. aldar. Annað er eftir Jean Françaix: Le diable boiteux (1938) - og hitt eftir Eric Satie: Socrate. Og 300 forvitnir og lærdómsfúsir gestir sóttu tónleikana í Rvík. Fullt hús. Það telst ekki til tíðinda þótt kirkja fyllist þegar Jólakonsert Corellis er á dagskrá, Kanon Pachelbels og Árstíðir Vivaldis. En þetta þótti saga til næsta bæjar og kom mönnum í opna skjöldu. Fyrr má nú vera forvitnin.

Einsöngvarar voru þeir Jón Þorsteinsson (tenór) og Bruce Kramer (bass-baritón). Tónlistarsagnfræðingar leggja orð í belg og segja þessi verk vart óperur per se. Það kann að vera rétt - eða hitt - að engum hafi dottið í hug að sviðsetja þau - það best er vitað. Annað eins hefur nú verið sett á svið og þótt harla gott.

Stutt um Sókrates Saties: Byrjum svona. John Cage, annar sérvitringur, sá eitthvað merkilegt við Sókrates og útsetti verkið í frístundum fyrir tvö píanó - fjórhent. Það er í sjálfu sér gæðastimpill, sem allir verða að taka afstöðu til. Annars er hér verið að tala um þriðju útgáfu Saties fyrir kammerhljómsveit (sú fyrsta er frá 1918/1919). Það segir sumum sitthvað - að fyrstu drög verksins skuli hafi orðið til í heimsstyrjöld. Kannski segir það heilmikið (!) ef að er gáð: Einhver sagði Sókrates vera harðneskjulegt verk / kaldhamrað / meinlætalegt / göfugt - en mjög franskt. Um það hefur áhugafólk um 20. öldina deilt fram og aftur // Annar gagnrýnandi sagði: Sókrates er svo einstakt verk að það muni lengi lifa; enda ber það ekki nein einkenni samtíðar sinnar eður 20. aldar. Eiginlega upphafs- og endalaust // Allt eru þetta mjög spennandi hugsanir - kröfuharðar og strangar gagnvart þeim sem eiga vona á venjulegum og grípandi melódíum. Sem vekur spurn: Var Sókrates venjulegur maður og þá ekki síður dauðdagi hans?

Handrit hljómsveitarútsetningar Saties er hvergi að finna - en verkið er enn til í prentaðri útgáfu. Victor Cousin annaðist þýðingu úr Platon og valdi textabrot sem fjalla um Sókrates. Áhöld eru uppruna þessara texta enda komu margir að þeimí fyrndinni. Libretto Cousin er í þremur köflum:

I partie: Portrait de Socrate (Le banquet)
II partie: Bords de I'llissus
III partie: Mort de Socrate

YouTube: Sókrates - hefst á 1:10 mín (að loknum forleik sem er verkinu óviðkomandi)

PS: Nú bar vel í veiði. Undirritaður rambaði á þetta á sjálfri Wikipediu - þýðingu á Socrate a la Victor Cousin - og fleira gómsætt:
Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Socrate

 

Alberto Ginastera

(23.3.2015)

 alberto ginastera

 Fréttatilkynning (13. júní 1982): Kammersveit Listhátíðar“. Listhátíðstendur nú í fyrsta sinn að stofnun sérstakrar kammersveitar, og er það von stjórnar hátíðarinnar, að kammersveitin verði varanlegt afl í íslensku tónlistarlífi. Kammersveitin heldur eina tónleika á Listahátíð, og verða þeir í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 15.00. Þar verða flutt fjögur verk, Ad Astra eftir Þorstein Hauksson, Sinfónia Concertante fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Mozart, Duo Concertino eftir Richard Strauss og Variaciones Concertantes fyrir kammersveit eftir Alberto Ginastera. Einleikarar með kammersveit Listahátiðar verða þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir (Mozart) og Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson (R. Strauss).“ Þetta var landsliðið. Ungt fólk. Sumir komu frá útlöndum og fylktu liði - með stuðningi Listahátíðar.

Það er nánast einstakt við þetta verk Ginastera - Variaciones Concertantes - að þar er gert ráð allir í hljómsveitinni leiki einleik - sumir í nokkra takta - aðrir lengi vel. Í þeim skilningi er verkið Concerto grosso - eða Gross. Þar fá allir að láta ljós sitt skína - ekki síst tónskáldið sjálft - enda verkið fagurt og skemmtilegt.

Ginastera (1916-1983) var mikilvirkur á stuttu lífsskeiði - kom Argentínu á alheimskortið líkt og Sibelius Finnlandi. Nú er rætt um Ginastera sem eitt mesta tónskáld vesturheims á fyrri hluta 20. aldar. Verk hans voru flutt víða - en heima í Buenos Aires í fegursta hljómburði sem þá um gat - í Teatro Colón. Það sagði Pablo Casals í æviminningum sínum - og kom hann víða við. Þeir Ginastera og skáldið Luis Borges voru samtímamenn. Þeir létust báðir í Genf - af undarlegum ástæðum.

alberto ginastera 2   alberto ginastera 3

Teatro Colón

   

Varitones Concertantes (opus 53 / 29 mín / 1953)

1. Tema per violoncello ed arpa
2. Interludio per corde
3. Variazione giocosa per flauto
4. Variazione in modo di Scherzo per clarinetto
5. Variazione drammatica per viola
6. Variazione canonica per oboe e fagotto
7. Variazione ritmica per tromba e trombone
8. Variazione in modo di Moto perpetuo per violino
9. Variazione pastorale per corno
10. Interludio per fiati
11. Ripresa del Tema per contrabbasso
12. Variazione finale in modo di Rondò per orchestra

YouTube slóð: