2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
190174

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Tvær Númer III

(9.2.2015)

tvaer number III

Sigurður I. Snorrason

Fátt er ritað um tónlist á Íslandi. Eða, fátt af því kemur fyrir sjónir almennings. Kafnar sennilega í kraðakinu. Þó er ein bók sem stöðugt er verið að skrifa og er hún lesin jafnóðum í Ríkisútvarpið – einskonar framhaldssaga a la Charles Dickens. Menn hafa verið að rita hana síðan 1950 og margir lagt hönd á plóg. Hér er átt við tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í raun er þessi ímyndaði og merkilegi doðrantur mælistika á tónmennt þjóðarinnar. Ekki verða þeir misgóðu sálmar sungnir hér - því nú er komið net sem gerir mönnum kleift að lesa allar heimsins bókmenntir og vísindi. Dæmi hver fyrir sig um framþróun þessara mála. Reyndar er þetta efni í doktorsritgerð // Árið 1905 gerðist þetta á vegum Einars Benediktssonar: 

„Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni.“ ´Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp t víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allÍsland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu.´

En loftskeyti og alheimsnet duga ritstjórum tónleikaskráa SÍ skammt ef ekki er til staðar innsæi, þekking, hæfileikar, reynsla og gáfur til að greina það alheimsfljót sem hingað rennur öllum stundum.

Maður er nefndur Sigurður I. Snorrason, þjóðkunnur af margháttuðum störfum í þágu tónlistar. Hann skrifar nú tónleikaskrár SÍ. Hér kveður við nýjan tón í „doðrantinum“. Það er hrein unun að lesa það sem Sigurður skrifaði um 3. Sinfóníu Sibeliusar og 3. Sinfóníu Bruckners - engar tuggur, engar gamlar lummur. Sigurður skrifar af þekkingu, reynslu og gáfum sem aðeins sá ræður yfir sem hefur helgað líf sitt tónlist frá barnsaldri. Orðfæri til fyrirmyndar, tilgerðarlaust með öllu. Allt frá hjartanu // Þetta vildi undirritaður hafa sagt.

Sibelius #3 í C-Dúr. Heyr eftirfarandi:

Bruckner #3 í d-moll. Heyr eftirfarandi:

 

Musik des 21. Jahrhunderts

Tónlist á 21. öld

音樂21世紀

21世紀の音

Ars Nova

La musica del 21 ° secolo

Hudba 21. století

Musique du 21 siècle

Music of the 21. Century

Tvær Óperur

(4.2.2015)

Tvaer operur

Sveinn Einarsson leikstjóri átti hvert bein í söngvaraliðinu í Bayreuth og síðar Toronto.

Reyndur maður

 

Það er meir en að segja það að panta tvær kammeróperur ofan af Íslandi, ráða þaðan einsöngvara, hljóðfæraleikara, ljósameistara, leikstjóra, sviðsstjóra, hljóðmeistara, búningahönnuð, saumakonur osfrv og flytja svo landsliðið og græjur til útlanda og frumflytja - og fjármagna. Um þetta mætti segja langar sögur. Segjum bara eina sögu - svo ekki halli á glæst listamannalið // Aðalsöngvarar veiktust/veikjast undantekingarlaust daginn fyrir frumsýningu, hvort heldur í Beijing eður Bayreuth. Og það var einmitt þar - í Bayreuth - sem eftirfarandi gerðist - svo maður slái á létta strengi þótt þetta sé ekkert grín og mikið í húfi. Carl-Gunnar Ahlén (sb. Jón Leifs) var staddur á lokaæfingu en tveir aðalsöngvarar með hina illræmdu Bayreuthpest. Gagnrýnandi Svenska Dagbladet kemur eftir æfingu og segir við stjórnandann. Vinur minn - hefurðu sungið opinberlega? Nei. - Þú gerðir það í dag! - Ha? - Já, og tvö hlutverk! - Maður svarar í nauðvörn: Tók bara ekki eftir því. Gerði ég það? Einhvur varð að gera það - Þá segir Carl-Gunnar og skellihlær. Það er ekki dónalegt að debútera í Bayreuth! // Renata nú Emilsson sat á sviðsbrún með skrifblokk og skráði eftir undirrituðum takta sem þyrftu endurskoðunar við eftir lokaæfingu. Maður var bara svo rosalega „busy“ // Innskot: Síðar eignaðist Carl-Gunnar hana Evu, vinkonu Renötu, sem þá starfaði fyrir Tékknesku Fílharmóníuna í Prag // Um kvöldið mættu aðalsöngvararnir á svið og sungu eins og englar // Umrædd ópera heitir Grettir og er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Hin óperan er eftir Atla Heimi Sveinsson og heitir Tunglskinseyjan - frumflutt í Beijing // Í þjóðleikhúsi Íslands var sýnt nánasta ókeypis. Því miður hafði undirritaður ekki rænu á að láta dókumentara þær sýningar þótti það væri í verkahring hans - ekki satt? Sumir skammast sín nú fyrir það og naga sig í handarbök. Sjá annars nánar á timarit.is

Skák og mát (29.01.15)

 

gaudin

Leikhlé - Skák og Spark

 

Einu sinni sem oftar var efnt til skákmóts (firmakeppni) í milljónaborg sem heitir Rochester NY. Dr. Robert Gauldin deilarforseti tónvísindadeildar Eastman School of Music, University of Rochester, safnaði árlega liði úr Eastman til þátttöku. Sjá áframhald greinar hér

 

Smella á eftirfarandi: 

Smella á eftirfarandi:

 

tvo verk flutt a islandi

Tvö verk flutt á Íslandi

(1.02.15)

 

Varla er hægt að búast við því að sumir muni alla einleikara og einsöngvara sem þeir hafa starfað með frá 1973 vítt og breitt. Því hefur maður sleppt því að nefna þá - en ekki af vanþakklæti. Þvert í mót. Sendi þeim öllum bestu kveðjur og þakkir. Svoleiðis upplýsingar eru allar skráðar, hér og hvar. Við látum tónlistarsagnfræðingum eftir að grafa þær upplýsingar upp, ef vill (!), hafi þeir ekkert við að vera á 21. öld. Undirritaður þakkar bara fyrir að muna hljómsveitarverkin sem hann hefur stjórnað til 42+ ára.

Eitt slíkt heitir Flos Campi, segjum liljur vallarins og er eftir Ralp Vaughan Williams - samið fyrir víólu, hljómsveit og kór; sumsé víólukonsert - sem ekki eru margir - já eða svíta. Ekki er óeðlilegt að rifja það verk upp á þessari tíð enda verið að minnast hinna föllnu hermanna sem létu lífið fyrir einni öld og síðar. Á þeim vígvöllum vaxa nú liljur.

Í eftirfarandi myndskeiði er altari kirkju hulið fölgrænum dúk - lit hinna gróandi valla. En altarið gæti allt eins verið líkkista óþekkta hermannsins - og því undarlega sterk tákn í mynd. Kórinn er orðvana – (af sorg?). Hér heyrist hin „mannlega rödd“ víólunnar vel - eins og Mozart sagði um sitt uppáhalds strengjahljóðfæri. Hún hljómar eins og mannsrödd, sagði undrabarnið. Í þessu tilfelli grátklökk. Gagnrýnandi einn á Íslandi reit. Þetta er svona Hollywood-músík. Sá var útí móa.

Víólukonsert Atla Heimis (Könnun) er af öðrum toga. Konsertinn minnir á kalda-kol-bókmenntir eftirstríðsára; námsborgin Köln í rúst; loft lævi blandið, kjarnorkuvá við hvert fótmál. Enda á víólan erfitt uppdráttar í massífum hljómsveitarbúningi tónskáldsins - líkt og skynsemin í þá daga (1971). AHS samdi Könnun til heiðurs Jóni Leifs, sem fékk nú aldeilis að kenna á stríðsrekstri.

Bæði þessi verk „fjalla“ því um stríð. Hvort með sínum hætti; Atla í yfirfærðri merkingu. Ólík mjög.

Flos Campi RVW

Smella á eftirfarandi:

Könnun AHS

Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883

 

Musik des 21. Jahrhunderts

Tónlist á 21. öld

音樂21世紀

21世紀の音

Ars Nova

La musica del 21 ° secolo

Hudba 21. století

Musique du 21 siècle

Music of the 21. Century 

 

Tvítug fluga í Höfðinu

(28. 01. 2015)

Tvitug fluga Hofdinu

Einu sinni fékk maður þá flugu í höfuðið í Grenoble 1990+ og endanlega 2010 að ástæða væri að efna til hljómsveitartónleika Jóni Nordal til heiðurs - einskonar Festschrift í tilefni ævistarfs í þágu tónlistar.

Og hvernig gerir maður það á Íslandi? Maður fer á stúfana og hringir um allar trissu. RÚV sagði já með skráðum skilmálum. Sinfó sagði já með skráðum skilmálum - og hinir og þessir fjármögnunaraðilar líka en alveg skilmálalaust. Þetta mátti nefnilega ekki kosta neitt. Varð að vera ókeypis. Ríkisstofnanir blankar. Í öllu falli átti undirritaður ekki fyrir hljómsveit, tæknimönnum, tónleikasal í fimm daga og eitt kvöld og prentsmiðju og píanóstillara og hinu og þessu. En fjármögnun tókst.

Að svo búnu var haft samband við starfsbræður Jóns Nordal hér og hvar og þeir beðnir að semja tónverk Jóni til heiðurs (Þorkell og Atli Heimir höfðu þegar gert það í Grenoble) - og aldeilis ókeypis. Tvö tónskáld að auki brugðust ljúflega við 2010.

Svo var talað við vin í stétt hljómsveitarstjóra og hann spurður hvort hann vildi ekki skreppa til Íslands og heiðra Jón Nordal á sinn kostnað - því maður gæti bara ekki bæði verið dyravörður og hljómsveitarstjóri það kvöldið! Það gekk líka eftir. Maestro Andrew Massey tók hlutverkið að sér og borgaði sinn brúsa.

Og þá er að segja frá því að flutt voru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Gerald Shapiro og Þórð Magnússon. Tónleikunum lauk á hinu dásamlega Adagio Jóns Nordal fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit. Þá fullkomnaðist kvöldstund í Langholtskirkju.

En sagan er ekki á enda - því öll hin tónverkin eru samin fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit líkt og Adagio Jóns Nordal!

Nú voru allir glaðir og allir á lífi og efnt til matarboðs - reyndar nokkuð fyrr.

En gleðin stóð ekki lengi. Fólk fór yfir móðuna miklu.

Er nú allt kyrrt í vorinu um hríð. Berst þá ekki undirrituðum - upphafsmanni til tuttugu ára, framkvæmdastjóra og fjármögnunarstjóra þessara tónleika - reikningur frá píanóstillara (x6). Sá sagðist hafa reynt að rukka RUV án árangurs. Svo Sinfó - líka án árangurs; að þessar ríkisstofnanir hefðu sagt sér að ekkert hefði verið samið við GE um píanóstillingar og því væru svona reikningar á hans snærum. Nú væri komið að undirrituðum að borga - takk. Segjum bara að málið hafi verið leyst farsællega - til varpa ekki skugga á annars bjarta minningu.

En - undirritaður stóðst ekki freistinguna og rammaði hinn víðfeðma píanóstillara-reikning inn og hengdi upp á vegg í Árvogi. Ekki verður tilgreint hvað stendur í honum - enda svakalega fyndið.

Var annars rétt í þessu að fá símskeyti frá “Herman Melville” - sem vissi allt um vísindagreinar Jónasar Hallgrímssonar (sjá Moby-Dick) - svohljóðandi - (sá fer létt með sjómannamál á 21. öld - er þetta ekki líka músík?):

Went out for a sail this morning. Brisk trade winds around 20 knots. Lots of sun and high puffy clouds. Good for the tan. One reef in the mainsail and full jib. I had the mizzen up as I left the harbor but took it down as soon as I reached open water. Sailed around some small islands nearby and was back for lunch. This afternoon more work on the current building project. I fastened on the keel - a big step. All good here in paradise.

Tokkata Geralds Shapiros fyrir Jón Nordal í 3 þáttum

Smella á eftirfarandi: https://soundcloud.com/user911478883