2) Greinar um tónlist, viðtöl og sjónvarpsþættir
Heimsóknir
183462

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

Hið Guðdómlega Vald og Veisluhald

(5. jan 2015)

hid guddomlega 

„Samkvæmt þjóðveldislögunum var það skylda bænda (segjum stórbokka) að hýsa frá þremur og upp í þrjátíu gesti í svokallaða brúðför, eða ferðalag til brúðkaupsins, og gefa þeim að borða. Þessir gestir bændanna komu margir langt að og höfðu ferðast langar vegalengdir ýmist á hestum eða fótgangandi. Þar sem brúðkaupsgestirnir áttu svo oftar en ekki svipað ferðalag fyrir höndum sér á leiðinni tilbaka þá er það ekki nema von að brúðkaup stóðu lengi yfir (allt frá tveimur dögum upp í heila viku), þó það væri ekki nema til þess að leyfa hrossum og leggjum að fá hvíld og orku.“

SamuelScheidt     HeinrichSchutz        JohannHermannSchein 

            Samuel Scheidt                         Heinrich Schütz             Johann Hermann Schein

Við hirðir á meginlandinu stóð svona gleðskapur mun lengur - enda um enn lengri vegu að fara. Einu sinni var haldin mikil veisla sem stóð í tíu daga og þá hóað í Kapellmeister Heinrich Schütz (1585-1653) - er ungur nam hjá Gabrieli í Feneyjum. Honum var falið sjá um alla tónlist, ýmist til halda gestum vakandi, dansandi, sofandi eða blessuðum - því Guð varð að vera með í spilinu. Frá honum kom konungum vald til að drottna yfir eymingjum. Heinrich Schütz hóaði í Samuel Scheidt og Johan Hermann Schein (1586-1630) - en þeir þrír voru jafnaldrar og höfuðsnillingar tónlistar, þ.e.a.s. í „Germaníu“. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur.

Yðar einlægum og auðmjúkum var falið að standa í sporum tónlistarstjóra Heinrichs Schütz er þessi músíksamkoma var endurtekin lið fyrir lið - tíu kvöld í röð á aðventu 1979. Það var ekkert áhlaupaverk og kannski ekki hægt - í miðum jólaprófum - nema í einum fjölmennasta tónlistarháskóla heims. Nýr hópur daglega. Æft að morgni - leikið eður sungið að kveldið. Þá laukst það upp fyrir sumum hvílíkt veldi var á aðlinum í gamla daga. Hér koma dæmi úr ofangreindri tíu daga tónleikaskrá:

*Er hirðir riðu í hlað var fluttur svona konunglegur lúðraþytur eftir Samuel Scheidt: 

 

 

*Þegar matast var þurfti að skemmta kóngafólki á milli rétta. Johann Hermann Schein:

 

 

*Að morgni urðu konungar að mæta til kirkju til að endurheimta sálu sína og guðdómlegt vald. Þá var Kapellmeister Heinrich Schütz alveg í essinu sínu og messaði yfir liðinu með einu fínu Magnificati á móðurmálinu: Meine Seel erhebt den Herren. Önd mín miklar / lofar Drottin. Að svo búnu héldu stórbokkar áfram að skemmta sér. Konur snyrtu sig á ný. Matreiðslumenn og þjónar vönduðu sig - og tónlistarmenn fengu að narta í afganga // Amadeus mótmælti þessu „ástandi“ meira en öld síðar - en þá bjuggu innan við 18.000 manns í Salzburg. Hið guðdómlega biskupsvald þar sagði undrabarninu að hypja sig á burt. Við það komst sá háæruverðugi prins í mannkynssöguna // Svona kynntist undirritaður snilli þeirra Schütz, Scheidt og Schein. Við erum miklir vinir til 35 ára.

 

Jólaóratóríur

Schütz (1666) og Bachs (1734)

(28.12.2014)

jolaoratoriur

Sumir halda að Beethoven hafi fyrstur manna samið pastoral sinfóníu. Það er ekki rétt. Aðrir halda að Bach hafi fyrstur manna skrifað jólaóratóríu. Það er heldur ekki rétt. Menn baukuðu við pastoral sinfóníur og jólaóratoríur um aldir. Ekkert nýtt undir sólinni.

Heinrich Schütz (1585-1672) kemst með tærnar þar sem Bach (1685-1750) hafði hælana og sumir segja rúmlega það. Þessir meistarar gnæfðu hátt. Schütz og Bach sömdu báðir jólaóratóríur - og lærdómsríkt að bera þær saman - með einföldum spurningum.

Spurt: Eru báðar óratóríurnar ætlaðar til flutnings í kirkjum? Já. Eru þær báðar sungnar á móðurmálinu? Já. Eru (syngjandi) guðspjallamenn í þeim báðum? Já. Eru aríur (persónur) og hópsenur? Já. Voldugir upphafs- og lokakórar? Já. Hljómsveit með einleiksköflum. Já. Lúðraþytur? Já. Og svo mætti lengi telja. Grunnurinn var til staðar. Bach „bara“ þandi hann út.

 

schutz

Schütz

 

 

bach

 Bach

 

guillaume

 

Guillaume Dufay (1397-1474)

(19.12.2014)

 

Dufay

Kirkjukór einn lét eftir undirrituðum að hamast á framandlegu tónvirki eftir Guillaume Dufay veturlangt - og flytja á kirkjukóramóti á Selfossi vorið 1972. Tónelsk kona úr uppsveitum Árnessýslu þakkaði nýútskrifuðum söngstjóra í lok móts - sagði svo og spurðu svo. Er þetta nútímamúsík? Það er nú það? Já eiginlega! Ógleymanleg fyrirspurn og réttmæt. Söngfólk umhverfis Laugarvatn var nefnilega 500 árum á eftir áætlun.

Songkor Middalskirkju vor1972

Skjótt fennir í spor mikilhæfra manna. Dufay var mesta tónskáld „heimsbyggðarinnar“ um miðbik 15. aldar! Það vita allir sem vita vilja. Verk hans voru afrituð og flutt víða. Þá er spurt á 21. öld. Hvað er svona merkilegt við Dufay? Er hægt að úskýra það í stuttu máli? Nei, það er ekki hægt - ekki frekar en að afgreiða Snorra Sturluson í einni setningu. En það má varpa ljósi á Dufay svo allir skilji. Þá eru tekin dæmi sem eiga sér samsvörun í sálmi sem þjóðin kann. Heims um ból.

Fyrsta hugtak: Hendingaskipan í „þýðingu“ Sveinbjörns Egilssonar er regluleg / háttbundin: Heims um ból // helg eru jól // signuð mær // son Guðs ól // og svo allt til enda. Annað hugtag: Hendingamörk eru einnig regluleg:„Heims um ból, helg eru jól // hér andar söngfólkið // signuð mær, son Guðs ól // - og svo allt til enda. Þriðja hugtak: Niðurlag hvers vers (í sálmalagi Grubers) er alltaf skýrt afmarkaði með niðurlagshljómi, hér á orðunum „meinvill í myrkrinu lá. Niðurlagshljómurinn er kallaður Dominant í hljómfræði og er þríhljómur sem er reistur á fimmta tóni Dúr-tónstigans. Að svo búnu kemur lokaþríhljómur á fyrsta tóni. Þá vita allir að fyrsta versið er á enda. Öll þessi „tónvísindi“ eru fyrirbæri sem eldri grunnskólakrakkar læra í tónlistarskólum landsins. Þetta er ekkert flókið og þannig vildi Marteinn Lúther hafa það svo allir gætu tekið undir, sungið á móðurmálinu og liðið vel. 

Og þá aftur að meistara Dufay og Ave Maris Stella (Heill þér hafsins stjarna) - sem er forn Maríubæn eða sálmur og gæti verið frá 8. öld. 

Mikil tónskáld kunna allt sem kennt hefur verið en sjá jafnframt fram á veg og vísa nýja leiðir. Dufay var þannig maður. Hann kunni allt og var bundinn af því að vissu marki - en var samt stöðugt að fikra sig í óþekktar áttir líkt og Bach í Leipzig þremur öldum síðar. Auðvitað kunni Dufay víxlsöng. Prestur tónar, söfnuður svarar. - Gamall maður sagði. Jólin koma þegar Hátíðarsöngvar (víxlsöngvar) sr. Bjarna Þorseinssonar hljóma við aftannsöng á aðfangadagskvöld.- Og auðvita kunni Dufay líka allt um skipan hendinga, hendingamörk og niðurlagshljóma. En þetta breyttist í höndum hans - þokaðist á framandi slóð. 

Nú væri freistandi að tíunda það sem Dufay lét sér detta í hug. En það yrði bara tónvísindastagl á aðventu. Hitt er betra, að bjóða þeim sem vilja - að hafa einungis þrjú ofangreind hugtök í huga er þeir hlýða á Ave Maris Stella, þ.e. hendingarskipan, hendingarmörk og *niðurlagshljóm - og þá einnig er hlustað er á sálmalag Grubers. Sá samanburður er í sjálfu sér er hugljómandi. En aðalatriðið er að áheyrendur skynji djúpa fegurð þessa aldna verks Dufays. Óþarft er að taka fram að sálmalag Grubers er með fegurstu lögum - í einfaldleika sínum // *Vísbending um niðurlagshljóm Dufays: Sjá Francesco Landini (1325–1397) og áfram. 

Gleðileg jól, ge

 
 

 

Laddinn

(23.12.14)

laddiinn

 

laddin2

 

Íslenska Hljómsveitin starfaði í tíu ár (plús) og tók sig mjög alvarlega. Hljómsveitin hélt tuttugu tónleika "á ári" þegar mest gekk á. Stundum var hún sinfóníuhljómsveit, stundum kammersveit - og svo setti hún líka upp fornar óperur á Íslandi og frumflutti nýjar - með kórum og einsöngvarafjöld. Þetta veikburða apparat, sem stóð fyrir tugum tónleika, vítt og breitt um landið, skilaði arði þegar upp var staðið. Enn í dag eru fáeinar krónur á bankabók í hennar nafni. Sumum kann að þykja það merkileg niðurstaða. En hitt er betra, að ÍH falaðist eftir, frumflutti og hljóðritaði fyrir RÚV tugi innlendra tónverka, ekki síst verk ungra tónskálda, sem nú er ráðsett fólk og fer fyrir músíklífinu.

Fjöllistamaðurinn Laddi var að gefa út jóladiska (fjóra að tölu) með hljóði og mynd á vegum RÚV, FÍH og fleiri - þ.á.m. músíkatriði með ÍH. Undirritaður veitti leyfi fyrir sitt leyti - og fékk kassa frá útgáfustjóra RÚV í jólagjöf - sem er þakkað. Nú er þetta póstað á messudegi heilags Þorláks dýrlings - með óskum um brakandi hamsatólg, svæsna skötu, fagrar bænir og tíðasöng.

Hér átti að líkja eftir „Gömlu útvarpshljómsveitinni“ í gríni og í mikilli alvöru með þakklæti til frumkvöðla. Það sem gamla Útvarphljómsveitin lék var óafturkræft með öllu, allt sent út í „beinni“. Enda gerðist eitt og annað óvænt - líkt og sögur herma. 

Laddinn og stjórnandinn (sem stóð í sporum Páls Ísólfssonar og fleiri), plottuðu um „óvænt“ atriði. Ætlunin var að koma hinni endurlífguðu „Úvarpshljómsveit“ í opna skjöldu. Það tókst. ÍH vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrir! Og allt í beinni á vegum RÚV.

Undirrituðum finnst gaman að sjá þetta tónlistarfólk aftur - gamla vini - og viðbrögð þeirra við óvæntum aðstæðum.

 

 

Monteverdi (1567-1643)

(15.12.2014)

Monteverdi

 

Í fáum orðum: Monteverdi kom óperunni á legg með Orfeifi (1607). Forleikur:

 
 

Svo kom endalaus kirkjutónlist þám stórbrotið Magnificat og reyndar mörg - og veraldleg

sönglist.

 
 

Þá siðlaus og bersyndug ópera 1643 sem fullkomnaði „óperuformið“ L'Incoronazione di

Poppea. Tosca fölnar. Að svo búnu dó tónskáldið í Feneyjum. Erótískur lokadúett:

 
 

Er þetta ekki magnað lífshlaup?